Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR _> Tillagna um lausn á húsnæðismálum RUV að vænta í vor Kostar milljarð að flytja Sjónvarpið UM EINN milljarð kostar að flytja Sjónvarpið úr núverandi húsakynn- um við Laugaveg upp í Efstaleiti, samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið, að sögn Gunn- laugs S. Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs. „Stofnunin er rekin með halla, hún getur ekki sinnt dag- skrárgerð svo fullnægjandi sé og hvernig í ósköpunum á hún þá að standa undir þúsund milljónum í fjárfestingu við flutning?" segir Gunnlaugur. Hann er í forsæti nefndar sem menntamálaráðherra skipaði til að kanna húsnæðismál Ríkisútvarpsins og kveðst vænta þess að hún skili tillögum sínum á vormánuðum. Ósk Stöðvar 2 um viðræður um kaup á húsnæði Sjónvarpsins við Laugaveg muni líklega hraða því starfi. Hentar Sjónvarpinu illa Björn Bjarnason menntamálaráð- herra kveðst hafa ákveðnar skoðanir á því hvaða kostir eru hentugir í sambandi við húsnæðismál Ríkisút- varpsins en hann sjái ekki ástæðu til að ræða þær að sinni. Hann muni bíða eftir niðurstöðum nefnd- arinnar. Gunnlaugur segir húsið í Efsta- leiti mjög óhentugt fyrir Sjónvarpið og óheppilegt í marga staði. „Ut- varpshúsið er misheppnað að mörgu leyti þannig að framkvæmdin er dýr, enda margt breyst í sjónvarps- málum frá því að þetta hús var teikn- að. Því er ekki hlaupið að þeirri at- hugun sem nefndinni var falið og margt sem þarf að skoða,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að Útvarpshúsið hafí í upphafi eingöngu verið ætlað fyrir Rás 1 „eins furðulegt og það kann að hljóma. Síðan áttu að rísa á sömu lóð tvö samskonar hús til viðbótar sem áttu að tilheyra Sjónvarpinu, eða alls um þrefalt stærra en húsið er í dag; til að menn átti sig á þessu . brjálæði eins og það var hugsað í upphaflegum áætlunum. Fyrir einhver mistök að mínu mati var haldið áfram með bygging- una eftir að útvarpshlutanum var lokið, og í sjónvarpshlutann er búið % Morgunblaðið/Þorkell ÞAU húsakynni sem ætluð eru Sjónvarpinu í Efstaleiti hafa staðið auð og ónotuð um langt skeið, og er frágangi ekki nærri lokið. að henda u.þ.b. 800 milljónum króna, en hann hefur staðið auður árum saman eins og flestir vita. í dag hefði enginn byggt hús af þessu tagi og til að það henti Sjónvarpinu í dag þarf að gera á því miklar breyt- ingar,“ segir hann. Meðal annars þurfi að byggja skrifstofubyggingu þar sem rýmið sem um ræðir sé fremur ætlað tækjum en fólki. Röng fjárfesting Gunnlaugur útilokar ekki að það verði „þrautalending" að flytja Sjón- varpið í Efstaleitið, en þá með ein- hveijum mjög ódýrum hætti. Hann segir að taka verði einnig tillit til spurninga um framtíðarhlutverk stofnunarinnar, og hvort hún muni t.d. reka dreifíkerfí sitt áfram eða Póstur og sími axli þá ábyrgð eins og Ríkisendurskoðun lagði til í stjórnsýsluendurskoðun sinni á sein- asta ári. Ljóst sé þó að Sjónvarpið verði ekki í núverandi húsakynnum óbreyttum til frambúðar. Sveinbjörn I. Baldvinsson dag- skrárstjóri innlendrar dagskrárdeild- ar Sjónvarpsins kveðst ekki telja hagkvæmt að flytja stofnunina, einkum þar sem útvarpshúsið í Efstaleiti er ekki hannað fyrir þarfír Sjónvarpsins. „Vandinn er sá að um milljarður af fjármunum Sjónvarpsins liggur í húsinu í Efstaleiti sem nýtist okkur lítið og nánast engin leið virðist möguleg til að koma því í verð. Vera kann að menn neyðist til að flytja til að ekki verði jafn áberandi hversu fjárfestingin er röng,“ segir hann. Hægt að byggja við Húsnæðisvanda stofnunarinnar er hægt áð leysa, að minnsta kosti í bráð, með því að byggja við austur- enda Sjónvarpshússins að mati Sveinbjarnar, allt að þijár hæðir. Ekki sé nauðsynlegt að fá stærri upptökuver, enda sé hægt að leigja slíka aðstöðu annars staðar og nota þá upptökubíl Sjónvarpsins. „Við höfum meðal annars nýtt stóra salinn í Efstaleiti á þann hátt, þó að hann sé algjörlega ófrágenginn og höfum haft áhuga á að gera hann að kvikmyndastúdíói sem krefst ekki jafn flókins tækjabúnað- ar og sjónvarpsstúdíó, auk þess sem það gæti nýst Sjónvarpinu og öðrum aðilum sem fást við kvikmyndagerð. Það rými má selja og væri æskilegt að mínu mati, en Sjónvarpið gæti síðan leigt þegar á þarf að halda. Áætlanir sem við höfum séð um slíkt hafa hins vegar verið mjög kostnað- arsamar," segir Sveinbjörn. Hann kveðst vera þeirrar skoðun- ar að ekki veiti af öllum tiltækum íjármunum í innlenda dagskrárgerð á tímum offramboðs af erlendu efni og því eigi að fara ódýrustu leiðina í húsnæðismálum sem felist í áður- nefndri viðbyggingu við núverandi húsakynni stofnunarinnar. Óviðunandi húsakostur Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjón- varpsins kveðst telja ljóst að frétta- stofan búi við algjörlega óviðunandi húsakost og knýjandi hafí verið um árabil að bæta úr skorti á rými. „í mínum huga hefur verið um tvennt að ræða, annars vegar að gera endurbætur á húsnæðinu hér á Laugavegi eða að flytja upp í Efstaleiti, og ég hef viljað að ódýr- ari kosturinn yrði fyrir valinu. Við erum með peninga almennings handa á milli og ber að nýta þá eins vel og hægt er. Ríkisendurskoðun telur ódýrara og hagkvæmara fyrir Sjónvarpið að flytja upp í Efstaleiti en aðrir telja ódýrara að gera endur- bætur á Laugavegi og það er ekki trúaratriði hjá mér hvor möguleikinn verði ofan á. Hins vegar er augljóst að hús- næðið sem er ætlað fyrir fréttastofu í Efstaleiti myndi þýða byltingu á okkar starfsaðstöðu og vera mjög til bóta. Hins vegar kostar nokkur hundruð milljónir að ljúka við það húsnæði og gera það þannig úr garði að við getum hafið útsendingar það- an, og málið snýst um peninga," segir Bogi. Hann segir að umræða um að Stöð 2 kaupi húsnæði Sjónvarpsins við Laugaveg sé ekki alveg ný af nálinni og hafí það mál verið rætt á milli forystumanna þessara tveggja stöðva. Hann eigi ekki von; á að formleg beiðni Stöðvar 2 um viðræður þar að lútandi flýti fyrir ákvörðun. Frumforsenda ákvörðun- ar sé að nefndin skili niðurstöðum sínum. Stöð 2 eini kaupandinn? i „Menn hafa verið að gantast með að eini hugsanlegi kaupandinn á þessu húsnæði væri Stöð 2, því að í augum annarra er það nánast fok- helt.“ segir hann. „Ég held að í þessu tilfelli hafi frumkvæðið komið frá Sjónvarpinu, sem hafi bent nýjum stjórnarformanni Stöðvar 2 á þenn- an möguleika, sem hafði raunar ver- ið ræddur við fyrrverandi útvarps- stjóra áður og hann skoðaði m.a. húsið á sínum tíma,“ segir Bogi. HAFNARFJARÐARBÆR mun íhuga að fara í skaðabótamál gegn íslenska álfélaginu komi það í ljós að yfírlýsingar ÍSAL-manna um að óheppilegt sé að byggja á fyrirhuguðu íbúðarsvæði vestan Hvaleyrarholts verði til þess að drepa niður áhuga manna á að byggja á svæðinu. Þetta segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi og formaður álviðræðunefndar Hafnarfjarðarbæjar. Fjallað var á bæjarráðsfundi í gær um til- lögu tveggja bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins um að fyrirhugað byggingarleyfi vegna nýs kerskála álversins í Straumsvík verði ekki staðfest fyrr en íslenska álfélagið hafí sýnt fram á það hvernig það hyggist koma í veg fyrir eða takmarka loft- og hljóðmeng- un frá álverinu. Tillögunni var vísað til áíviðræðunefndar og átti Tryggvi von á því að nefndin skilaði sínu áliti fyrir næsta fund bæjarráðs sem er fimmtudaginn 8. febrúar. Byggingarleyfi vegna stækkunar álversins hefur ekki verið gefíð út. Ekki forsenda fyrir byggingarleyfi „Eins og staðan er í dag er ekki forsenda til þess að afgreiða byggingarleyfí. Hefði það hvarflað að bæjarfulltrúum að ÍSAL bæri mengunarþáttinn fyrir sig til þess að ganga gegn gildandi aðalskipulagi í Hafnarfirði hefðu bæjaryfirvöld væntanlega íhugað það hvort þau hefðu ekki tekið undir sjónarmið Hjörleifs Guttormssonar um að sett yrði upp vothreinsun í álverið í Straumsvík. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, sagði í Morgunblaðinu í gær að Island væri það stórt Hafnarfjarðarbær mun íhuga skaða- bótamál gegn ISAL að ekki ætti að þurfa að hafa skammar vega- lengdir milli iðnaðarsvæða og íbúðarbyggð- ar, eða 500 metra samkvæmt aðalskipulagi. Tryggvi sagði engin ný sannindi í þessum orðum Roths. „Sennilega eru 20-30% af allri íbúðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu innan við 500 metra frá iðnaðarsvæðum," sagði Tryggvi. Hann segir að milli álversins og fyrirhug- aðrar íbúðarbyggðar sé 2.000 metra tak- markað öryggissvæði, sem svo er nefnt. Svonefnt þynningarsvæði er innan þeirrá marka, en þar má mengun fara yfir viðmið- unarmörk. Samkvæmt skipulagi frá 1982 átti íbúðarbyggðin að vera enn nær álverinu en raunin er samkvæmt núverandi skipulagi. Nærtækasta byggingarsvæðið „I umhverfísmati sem var gert í tengslum við stækkun álversins var hvergi ýjað að því að takmarka þyrfti byggð umfram það sem þynningarsvæði segði til um. ÍSAL gerði á sínum tíma engar athugasemdir við breyting- ar á aðalskipulagi né deiliskipulagi á þessu svæði og hefði verið í lófa lagið að gera það hefði það talið skipulagið þrengja að hags- munum sínum. Allar mengunarforsendur sem gefnar eru upp i umhverfísmatinu ganga út frá því að ekkert sé því til fyrirstöðu að byggja á því svæði sem um er að ræða. Hávaði hefur ver- ið að mælast um og yfir þeim mörkum sem eru leyfileg á svæðinu og það er fyllilega ljóst að álverið verður að gera úrbætur varðandi hávaðamengun brjóti hún í bága við mengun- arvamareglugerðir," sagði Tryggvi. Tryggvi segir að fyrirhuguð íbúðarbyggð vestan Hvaleyrarholts sé nærtækasta bygg- ingarsvæði Hafnarfjarðar. Hann sagði að það ætti eftir að reyna á það hvort fólk vildi almennt byggja á þessu svæði. „Hafi yfirlýsingar ÍSAL-manna, sem ganga þvert á allt sem fram kemur í umhverfismati, drepið niður áhuga almennings á því að byggja þama hlýtur bærinn að íhuga skaðabótamál á hendur fyrirtækinu," sagði Tryggvi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.