Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ættarveldi 1 frambobi Gætum við aðeins fengið að kíkja á íbúðina? Formaður matvælafræðiskorar um fyrirhugaða stofnun matvæla- og sjávarútvegsgarðs við Háskóla íslands Snýst um samkeppni við erlendan matvælaiðnað ÁGÚSTA Guðmundsdóttir pró- fessor í matvælafræði og formaður matvælafræðiskorar við Háskóla íslands segir að matvælafræði hafi verið kennd innan Háskóla íslands í 19 ár og þaðan hafi út- skrifast um 130 matvælafræðing- ar. Sjávarútvegsgreinar hafi einn- ig verið kenndar innan ýmissa deilda Háskóla íslands í áratugi. Háskóli íslands hyggist ekki fara inn á svið Háskólans á Akureyri með fyrirhugaðri stofnun mat- væla- og sjávarútvegsgarðs heldur sé tilgangurinn fyrst og fremst að stuðla að því að innlendur matvælaiðn- aður verði samkeppn- isfær við erlendan matvælaiðnað. Stjórn Eyþings, Sambands sveitarfé- laga í Eyjafirði, hefur !ýst yfir áhyggjum sín- um af þeim „yfirgangi sem birtist í baráttu Háskóla íslands gegn uppbyggingu og þróun Háskólans á Akur- eyri,“ eins og segir í ályktun sambandsins. Meistaranám í sjáv- arútvegsfræðum fer fram í Háskóla íslands en í Háskólanum á Akureyri er kennt til BS-prófs. Skarast ekki „Yfirlýsingar Eyþings hljóta að vera á misskilningi byggðar. Okk- ar hugmyndir skarast alls ekki við það sem þeir eru að gera fyrir norðan, en þeir hafa ekki kennt matvælafræði til þessa. Háskóli Islands er ekki að fara inn á svið sem Háskólanum á Akureyri er ætlað að sinna. Það væri hins veg- ar ankannalegt ef Háskóli Islands sinnti ekki greinum sem varða Yfirlýsingar Eyþings hljóta að vera á misskilningi byggðar þessa mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar,“ sagði Ágústa. Menntun til að mæta samkeppni „Að sjálfsögðu munum við vinna að því að efla þessar greinar innan Háskóla ís- lands vegna þess að málið snýst alls ekki um samkeppni há- skólanna á íslandi heldur fyrst og fremst um samkeppni við er- lendan matvælaiðnað og innflutning á er- lendum matvælum. Við þurfum að efla menntun til þess að mæta þeirri sam- keppni sem við stönd- um frammi fyrir núna,“ sagði Ágústa. Háskólinn á Akur- eyri hefur vakið máls á því að sett verði á stofn matvælasetur við háskólann þar. Ágústá segir að ef velja eigi á milli tveggja staða hljóti höfuð- borgarsvæðið að verða fyrir val- inu. „Það er dýrt að byggja upp þetta nám og Háskóli íslands hef- ur enn ekki haft bolmagn til að byggja yfir verklegar greinar í þessum fræðum. Verkleg kennsla í matvælafræði hefur síðustu árin farið fram á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, en í upphafi náms- ins fór verkleg kennsla fram á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins. Höfum við efni á því í vax- andi samkeppni við erlenda aðila að nýta ekki þá sérfræðinga sem starfa á þessum sviðum við Há- skóla íslands?" segir Ágústa. „Nú stendur Háskóli íslands frammi fyrir því að þurfa að skipu- leggja framtíðaraðstöðu fyrir mat- væla- og sjávarútvegsgreinar sem eru í örum vexti. Það er augljós hagkvæmni fólgin í því að sú upp- bygging verði í nánum tengslum við stærstu rannsóknastofnanir þjóðarinnar á þessum sviðum, þ.e. Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Fyrir utan samhæfinguna og samnýt- inguna þá eru sérfræðingarnir hér á suðvesturhorninu og án þeirra er ekki mjög vænlegt að setja upp þá starfsemi sem við hér erum að talá um,“ sagði Ágústa. Eingöngu faglegar forsendlur Kynntar hafa verið hugmyndir um stofnun matvæla- og sjávarút- vegsgarðs þar sem yrðu 40 starfs- menn og 150 nemendur og yrði hann staðsettur við hlið Sjávarút- vegshússins við Skúlagötu. Þar yrði sinnt rannsóknar- og kennslu- starfí og ýmsum þáttum í vöruþró- unarstarfsemi sem ekki er hag- kvæmt að sinna innan fyrirtækj- anna. Ágústa segir að ísland gæti orðið fyrir valinu sem staður fyrir sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanná. Akvörðun um staðsetn- ingu skólans yrði þó eingöngu tek- in út frá faglegum forsendum, þ.e. hverjir séu faglega í stakk búnir til þess að taka að sér skól- ann. „Það hlýtur þó að verða þann- ig að skólinn verði staðsettur nærri höfuðstöðvum aðalrannsókna- stofnana atvinnuveganna á þessu sviði,“ sagði Ágústa. Ágústa Guðmundsdóttir Tannverndardagur gegn skemmdum Sjoppur eru eins og félagsmiðstöðvar fyrir unglinga Sigfús Þór Elíasson Tannvemdardagur er haldinn í fjórtánda skiptið í dag, en að honum stendur Tannvemd- arráð og verður meginá- herslan á matarvenjur Is- lendinga, mikla neyslu gos- drykkja, tannhirðu og mikil- vægi flúortannkrems. Sigfús Þór Elíasson pró- fessor er í Tannverndarráði, en hann hefur í mörg ár unnið að forvömum gegn tannskemmdum og gert þijár rannsóknir á tann- skemmdum sex, tólf og fímmtán ára bama. Þær sýna að tannskemmdum hefur fækkað veralega en hins vegar hefur hann upp- götvað nýtt vandamál sem sagt var frá í Morgunblað- inu í gær. Það er tanneyðing vegna óhóflegrar gos- drykkjaneyslu. - Hver er tilgangurinn með tann verndardegi? „Að koma í veg fyrir tann- skemmdir með fræðslu. Þessi fræðsla vakti mikla athygli fyrst vegna auglýsinga á strætó og í fjölmiðlum og það hefur tekist að vekja athygli á tannheilsu og tann- heilbrigði. í kjölfarið hefur dregið úr skemmdum, útdrætti tanna og við- gerðum, en íslendingar áttu orðið met í tannskemmdum. Ástæðan er líka fjöldi tannlækna og for- varnarstarf þeirra, til dæmis með svokölluðum skorufyllingum sem er plastefni sem látið er í tyggi- skorar jaxla. Einnig að flúort- annkremin hafa orðið betri og alls- ráðandi. - Hvers vegna berjast tannlækn- ar fyrir vatns- og mjólkurdrykkju? „Vegna óheyrilegrar gos- drykkju sem hefur leitt til þess að í uppsiglingu er stórkostlegt tann- heilsuvandamál, sem Peter Holbrook prófessor við Háskóla íslands er nú að hefja rannsókn á. Útlendingar á hótelum drekka aðallega vatnið á míníbörunum á herbergjum sínum. Þeir eru vanir að drekka vatn í flöskum og stand- ast ekki íslenska vatnið á flöskum. Þegar þeir uppgötva að krana- vatnið er jafngott verða þeir ærir af fögnuði. Tannverndarráð hefur þurft að beijast fyrir því að hægt sé að fá vatn til dæmis í íþróttahúsum og skólum með því að mæla með sér- stökum drykkjarvöskum. Gosdrykkir eru alltof áberandi í skólum en algengt er að efstu bekkingar fjármagni útskriftar- ferðir sínar með gos- og sælgætis- sölu í gegnum sjoppu sem þeir reka í skólunum. Við teldum mjög æskilegt að koma á skólamáltíðum sem nægðu krökkunum yfir daginn, þær væru góð- ar bæði frá manneldis- og tannheilsusjónar- miðinu og myndu vinna á þörfinni fyrir að fá sér nammi í frímínútum. Hvergi era fleiri söluturnar mið- að við íbúafjölda en á íslandi. Víða úti á landi er söluturn fyrir hveija 200 íbúa og í Reykjavík einn fyrir hveija 500 íbúa. I mörgum sjávar- plássum, þar sem krakkar hafa rýmri fjárráð en í Reykjavík, er sjoppan hreinlega eins og félags- miðstöð og tannheilsan er eftir því. Þetta myndar mjög slæmar venjur.“ - En hvað er hægt að borða í staðinn, til dæmis yfir sjónvarp- inu? „Poppkorn, ávexti, grænmeti. Aðalatriðið er að borða vel á mat- ► Sigfús Þór Elíasson er fædd- ur 1944 og alinn upp í Vest- mannaeyjum. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1964 og lauk tann- læknaprófi frá læknadeild Há- skóla Islands 1971. Masters- gráðu hlaut hann í tannfyllingu og tannsjúkdómafræði með for- vörnum og efnisfræði frá Ind- iana University í Indiana fylki Bandaríkjanna. Hann var pró- fessor við háskólann í Minnea- polis 1974-78, og prófessor við tannlæknadeild HÍ frá 1979. Sambýliskona Sigfúsar er Ólaf- ía Ársælsdóttir og eiga þau þijá pilta, og eina dóttur af fyrra hjónabandi hans. málstímum. Matarlystin minnkar ef sælgæti er borðað fyrir matinn og leiðir til þess að það er borðað aftur skömmu eftir matinn. Krakkar fá mikla orku sem brenn- ur fljótt upp og þá vilja þau meira. Þetta er vítahringur." - Hvað þarf að bursta oft á dag? „Tvisvar; kvölds og morgna. Eg mæli með því að börn fái þriggja mínútna stundaglas og bursti tennurnar þangað til síðasta korn- ið fellur, því flúorið í tannkreminu þarf að vera nægjanlega lengi í munninum. Notkun flúors er nauð- synleg fyrir alla sem hafa tennur, ekki síst eldra fólkið. Markmiðið er að vinna á bakter- íuskáninni sem myndast og tann- burstun er í raun að fjarlægja hana, annars verður sýrumyndun- in of mikil, en það tekur ekki nema nokkrar mínútur að geija sykur yfir í sýra og máltíð sem inniheld- ur sykur merkir hálftíma sýrubað tanna. Nart á milli mála þýðir hálftíma í viðbót." - Hver eru áhrif reykinga á tennur? „Þau era mikil, en könnun sem við gerðum í samvinnu við Hjarta- vernd sýndi að það eru helmings meiri líkur á að reyk- ingafólk missi tennurnar en þeir sem reykja ekki. Reykingar hafa nefnilega slæm áhrif á tannhold- ið.“ - Fyrir hverju mun Tannvernd- arráð standa í dag? „Við höfum hvatt allt tann- heilsugæslufólk til að gera eitt- hvað sérstakt á sínum vinnustað í tilefni dagsins og að í skólum verði dagurinn helgaður tannvernd og fræðslu um tannheilsu. Leikrit- ið Karíus og Baktus verður sýnt tvisvar í Kringlunni á 2. hæð, annars vegar í dag klukkan 15 og hins vegar á morgun klukkun 13.“ Reykingar eyðileggja tannholdið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.