Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Starfsemi Háteigssafnaðar Fri prestum og starfsfólki “ Háteigskirkju: i t VETRARSTARF Háteigssafnaðar er í fullum gangi. Ýmislegt er á boðstólum fyrir þá, sem áhuga hafa á að iðka samfélag við Guð og menn og þroska trú sína í helgi- haldi og fræðslu. Hér að neðan eru nefndir fastir liðir starfSeminnar. Messur Messur eru hvern helgan dag klukkan 14. Þangað sækir fólk næringu fyrir trúarlíf sitt. Á miðvikudögum eru kvöldbæn- ir kl. 18, þar sem beðið er fyrir I sjúkum. Kvöldsöngur með Taizé-lagi er kl. 21 á fimmtudagskvöldum. Tón- listin er kennd við Taizé, lítinn bæ í Suðaustur-Frakklandi, og á upp- tök sín hjá bræðrasamfélagi, sem hefur það að köllun að vera lif- andi dæmi um samfélag kristinna manna af ólíkum kirkjudeildum. Þetta er bænasöngur, sem náð hefur mikilli útbreiðslu í Evrópu og víðar meðal ungs fólk. Á þess- um stundum er mikil áhersla lögð á kyrrð og íhugun. Barnaguðsþjónustur Barnaguðsþjónustur eru kl. 11 á sunnudögum, þar sem börn og foreldrar njóta sameiginlegrar trúariðkunar. Leikir, uppbyggilegt samfélag og fræðsla einkennir starf tíu til tólf ára barna á fimmtudögum kl. 17 og æskulýðsstarf þrettán ára og eldri á sunnudagskvöldum kl. 20, sem er eiginléga sjálfstætt framhald fermingarstarfanna. Barnakór er starfræktur á mið- vikudögum kl. 16.45-18. Mömmumorgnar Mömmumorgnar eru nýjung í starfi safnaðarins í vetur á mið- vikudagsmorgnum kl. 10-12. Mæður koma með ung börn sín og njóta þar samfélags og fræðslu, meðan börnin eru í góðri umönn- un. Fullorðinsfræðsla Fullorðinsfræðsla er á mánu- dagskvöldum kk 20-22 í safn- aðarheimilinu. Á vormisseri eru það fræðslu- og samfélagskvöld, þar sem tekið er fyrir efnið: Trú og streita. Ýmislegt veldur streitu svo sem áhyggjur, vinna, mistök, átök og missir, það er skoðað og athugað hvað ritningin hefur fram að færa við þær aðstæður. Kirkjukór Kirkjukór æfir á mánudögum og miðvikudögum kl. 18.30-20. Þeim, sem áhuga hafa á kór- starfi, er bent á að hafa samband við organista. Kirkjustarf aldraðra Kirkjustarf aldraðra í Háteigs- söfnuði felst í húsvitjunum, ráð- gjöf og aðstoð. Hægt er að hafa samband við starfsmenn í kirkj- unni, þegar þörf þykir. Kvenfélag Kvenfélag Háteigssóknar held- ur fundi 1. þriðjudag í mánuði kl. 20.30 yfir veturinn í safnaðar- heimilinu. Fræðsla og dægrastytt- ing af ýmsu tagi er þar efst á baugi auk líknar- og almenns fé- lagsstarfs. Öllum er frjálst að koma og kynna sér það, sem í boði er, og taka þátt í því, sem hveijum og einum finnst fýsilegt. PRESTAR OG STARFSFÓLK HÁTEIGSKIRKJU. ' Smábátaeyðingin Frá Bergi Garðarssyni: TIL SMÁBÁTASJÓMANNA og fjölskyldna þeirra. Þið megið vinna á næsta ári: 21 dag í febrúar, mars og apríl, í þessum mánuðum eru 26 banndagar fyrir utan hrygningarbann. Maí, júní 13 dag- I ar og 12 banndagar og júlí, ágúst | 13 dagar með 19 banndögum. Útilokað er fyrir nokkra stétt að vinna eftir svona • almanaki. Ef þetta eru ekki hrein og bein mann- réttindabrot þá eru þau ekki til. Gefa á smábátaeigendum kost á að úrelda báta sína sem mun kosta þjóðfélagið hundruð milljóna og nýir bátar hverfa út greininni I eins og hjá stóra flotanum en gömlu bátarnir sitja eftir vegna lágs mats, fyrir utan stóran hóp I atvinnulausra smábátasjómanna. Þetta er til skammar fyrir þjóðfé- lag sem hóf í upphafi sínar veiðar á handfærum og línuveiðum. Aðr- ar þjóðir eru að opna fyrir kyrr- stæð veiðarfæri en við að ganga af stéttinni dauðri. Ég trúi ekki að ráðamenn sjái ekki í hvað stefnir. Ekki voru það smábátasjó- menn sem höfðu kerfið opið í báða enda heldur stjórnvöld. Það verður gegndarlaus sókn þá daga sem má róa, sama hvern- ig veður verður. Það væri því nær að gefa þessum bátum fasta daga, í kringum 80 daga og burt með banndagana og þá ráða menn hvernig þeir skipta árinu. Þar sem búið er að skerða þessa báta svona mikið, er nauðsynlegt að sjómenn geti sjálfir skipulagt veiðar sínar á árinu. Þessi óvissa gengur ekki lengur að vita aldrei hvað er fram- undan. Það er verið að tala um að það vanti 2-3.000 tonn til að þetta sé Tiægt. Væri ekki nær að bæta því við í staðinn fyrir að fara út í ómældan kostnað og stórt batterí? Menn eru fljótir að gleyma að eldri sjómenn sem huga að því hætta í stóra flotanum, hafa ekki eignast veiðiheimildir þó þeir séu búnir að fiska þúsundir tonna gegnum árin, eiga ekki í margt að fara þegar komið er í land annað en trillubát og dunda á handfærum yfir sumarið. Hafa margir þessara manna byijað sinn sjómannsferil á trillu sem krakk- ar. Hvet ég því ráðamenn þjóðar- innar og okkur sjálf til að varð- veita kerfi sem gengur ekki að fiskstofnum okkar dauðum. BERGUR GARÐARSSON, formaður Snæfells, Grundarfirði. Upphefst nú aftur blóðmjólkun? Frá Pétri Bjarnasyni: Á ÁRUM áður, meðan fiskistofnar voru í jafnvægi og þorskstofninn gaf af sér 3-400.000 tonn á ári, var.alltaf töluvert magn af smá- fiski sem ólst upp í ísafjarðar- djúpi. Hann lá þar í rækjunni fyrsta og annað árið. Við upphaf þriðja árs lyfti hann sér frá botni og leitaði sér fæðis í uppsjávar- æti, aðallega í loðnunni, sem á sama tíma flæddi yfir Vestfjarða- grynninguna. Þar veltist hann í torfum í ætinu, aðallega austan við Djúpálinn á Kögur- og Strandagrunni og ofan við Þver- álinn. Þau veiðarfæri sem þá voru í notkun (botntroll) náðu ekki þessum fiski nema að mjög litlu leyti, því að troll þeirra tíma tóku ekki nema 5-6 fet frá botni. En með tilkomu skuttogaranna með sterkum fiskileitartækjum og notkun flottrollsins átti hann sér ekki lengur griðland uppi í sjó. Á fyrstu árum skuttogaranna á Vestfjarðamiðum var algengt að fá 15-20 tonna höl af þessum smáfiski á vorin og ekki óalgengt að landað væri vikulega 100 tonna túrum af fiski sem var að meðalvigt 1-1,5 kíló. Það gefur augaleið að slíkt ungviðisdráp gat ekki staðið lengi, enda önglaðist þessi fiskur upp á skömmum tíma og eftir stóð ördeyðan. Nú hafa þessar slóðir verið friðaðar að mestu leyti um tíma, meðan af- kastamesti hluti frystitogaraflot- ans hefur verið í Smugunni og víðar og hafa því jafnað sig nokk- uð, og nú berast fréttir af vax- andi fiskgengd á svæiðnu frá Vík- urál og norður á Hala, sem hefur verið aðal þorskveiðisvæði við Vestfirði frá upphafi. Á því svæði voru oftast minnst 50-60 skip í einu. Því þykir nú engum mikið þó eitt skip með sterk og aflmikil fiskileitartæki og troll sem tekur marga metra frá botni geti fengið góð höl á meðan það er eitt á slóðinni. En hvað verður torfan lengi að dreifa sér þegar rafbylgjur frá 30-50 sterkum leitartækjum fara að bylja á henni allan sólarhring- inn? Þá fer hún að dreifa sér upp á grunnið í bland við smáfiskinn og þá fer hættan á ungviðisdráp- inu vaxandi. í grein sem Helgi Mar Árna- son, sem var um borð í Guð- björgu, skrifar í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júlí sl. kemur fram að tekin hafi verið 2 höl í Nesdýpi og fengust um 15 tonn í hvoru hali af mjög smáum fiski og þar af reyndust 34% undir- málsfiskur. Það er því ljóst að þarna hefur farið fram verulegt ungviðisdráp, þó aðeins væri um eitt skip að ræða. Þau hefðu lag- anna vegna eins getað verið 10 eða 20 og ungviðisdrápið eftir því. Öll þróun í gerð og búnaði veiðarfæra hefur miðað að því að gera þau afkastameiri sem veiði- tæki, þau hafa stækkað mikið og þyngst og opnast betur með tvö- földum gröndurum, sem lyfta höf- uðlínunni marga metra frá botni. Áherslan á gerð og búnað veiðar- færa þarf að beinast að því að veiðarfærið haldi stórum og með- alstórum fiski, en ungviðið sleppi út á toginu. Möskvastærðin ein og sér dugir ekki, því möskvinn lokast við vaxandi átak þegar pokinn þyngist. Norðmenn hafa á undanförnum árum gert margar tilraunir með aflaskiljur og gefist vel. Nú loksins hafa þær verið teknar upp hér við rækjuveiðar og gefist vel svo að nú er að mestu leyti úr sögunni að rækjuskipin kasti afla í tonna tali eins og margar sögur gengu um áður en skiljan var tekin upp hér við land. Hver verða örlög þessa ungviðis sem nú er að vaxa upp á grunn- slóðinni úti fyrir Vestfjörðum og víðar? Verða frystiskipin fyllt af mjög smáum físki með 34% undir- málsfíski eins og nú er leyfilegt, eða verða settar reglur um notkun skilju í þorskveiðitrollum, sem gæti skilað öllum smáfiski út úr trollinu á toginu? Það er vaxandi þorskgengd við Vestfirði og víðar við landið, en sá fískur á ekki að lenda í kössum frystiskipanna sem mjög smár eða undirmálsfiskur, hann verður að fá að vaxa lengur. Hryllingssögurnar um ung- viðisdráp frystiskipanna sem sagðar voru úr Smugunni, bæði af þeim sem þar voru þátttakend- ur og öðrum, mega ekki endur- taka sig þegar sá floti fer aftur að snúa sér að gömlu slóðinni hér heima. PÉTUR BJARNASON, Esjugrund 48, Kjalarnesi. ( I i i i Opið: Föstudag kl. 8-19 og laugardag kl. 10-14 Jakkaföt ...... Stakir jakkar frá Herrabuxur . .. Dömujakkar . . Dömubuxur . . Pils .......... Efnifrá ....... kr. 8.500 kr. 3.900 .kr. 1.900 .kr. 3.900 .kr. 1.900 kr. 1.900 .kr. 200 meterinn. NYBYLAVEGUR Jöfur DALBREKKA AUÐBREKKA Toyota Nýbýlavegi 4, (Dalbrekkumegin) Kópavogi, sími 554 5800. SIÐUSTU DAGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.