Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Reykingar
o g tannheilsa
ÍSLENDINGAR lifa einna lengst
af öllum þjóðum í heimi. Það er því
full ástæða til að lifa heilbrigðu lífi
og hugsa vel um tennumar sem
eiga að endast okkur langa ævi.
Sem betur fer hefur viðhorf íslend-
inga breyst stórlega svo að nú eru
gervitennur ekki lengur gefnar í
fermingargjöf, eins og áður fyrr
tíðkaðist. Aldraðir í dag hafa í stór-
um meirihluta misst tennur sínar
og eiga nú við alls kyns vandamál
að stríða, sem við hin yngri eigum
vonandi aldrei eftir að
kynnast. Því lengur
sem fólk er tannlaust
því meiri beineyðing
verður á kjálkabeinum
sem gerir þeim sífellt
erfiðara fyrir að halda
gervitönnum á sínum
stað. Fólk með gervi-
tennur getur ekki notið
matar á sama hátt og
fólk með eigin tennur.
Bæði er erfíðara að
tyggja og bragðskyn
minnkar vegna þess að
maturinn fær ekki að
komast í snertingu við
allt munnholið. Sumir
fyrirverða sig fyrir út-
lit sitt og einangrast frá öðru fólki.
Það er því svo sannarlega ekki eftir-
sóknarvert að missa tennurnar.
Flestir vita að reykingar ásamt
neyslu áfengis eru einn helsti or-
sakavaldur krabbameins í munni.
Hins vegar eru það sennilega færri
sem gera sér grein fyrir því að reyk-
ingar eru skaðlegar munnholi á
fleiri vegu. Rannsókn sem gerð var
í Reykjavík fyrir nokkrum árum
sýndi að tannleysi var mun algeng-
ara meðal reykingafólks. Auk þess
hefur verið sýnt að tíðni tannholds-
sjúkdóma er mun hærri meðal reyk-
ingafólks.
Tannholdssjúkdómar eru flokkar
sjúkdóma sem einkennast af bólg-
um í tannholdi sem leiða til niður-
brots á festu tannanna og beineyð-
ingu í kringum tennurnar. An með-
ferðar veldur þetta um síðir losi á
Helga Agústsdóttir
tönnum og að lokum
tannleysi. Ekki er enn
fullkomlega vitað á
hvern hátt reykingar
auka hættu á tann-
holdssjúkdómum. Talið
er að reykingar veiki
varnir sjúklingsins
gegn sýkingum á ýms-
an hátt. Ýmsar kenn-
ingar hafa verið settar
fram, svo sem minnkun
blóðflæðis í stoðveljum
tannanna og bælandi
áhrif reykinga á
ónæmiskerfíð.
Tannholdssjúkdóm-
ar eru erfiðir við að
eiga að því leyti að ein-
kenni eru oft lítil eða engin, svo
að oft og tíðum hefur sjúklingurinn
ekki hugmynd um að tannholdið er
sýkt. Andstætt tannskemmdum,
sem oft valda seiðingi við át sæt-
inda og tannpínu, eru tannholds-
sjúkdómar oftast án verkja. Helstu
einkenni sem sjúklingurinn getur
sjálfur fundið eru blæðingar við
burstun tanna eða notkun tann-
þráðs og andremma. Þessi einkenni
bregðast þó ef reykingafólk á í hlut
því að andremma er hluti af dag-
legu lífí þess og blæðing getur ver-
ið lítil sem engin sökum staðbund-
inna áhrifa nikótíns á æðar.
Eftir langvinna bólgu í tannholdi
kemur að því að bein hopar frá
tönnum og rótaryfirborð þeirra
verður sýnilegt. Rótaryfirborðið
verður þá útsett fyrir tannskemmd-
um. Þegar svo er komið verður
Reykingar og áfengi
eru, að mati Helgu
Agústsdóttur, helstu
orsakavaldar krabba-
meins og fleiri krank-
leika í munni.
notkun flúors enn mikilvægari en
áður. Fullorðnir þurfa að nota flúor
engu síður en börn. Flúortöflur eru
aðallega til nota fyrir böm en flúor-
skol og flúortannkrem em nauðsyn-
leg til hjálpar við að hindra tann-
skemmdir í fullorðnum. Best er að
leita ráða hjá tannlækni um hvaða
aðferðir em bestar til varnar tann-
sjúkdómum, því það getur verið
mjög einstaklingsbundið hvað
hvetjum sjúklingi hentar best.
Höfundur er tannlæknir, stundar
framhaldsnám í öldrunarlækning-
um og tannheilbrigðisfræðum
(Master in Dental Public Health)
í Chapel Hill, Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum.
Vont par
ÞAÐ VAR fyrir
hartnær fjörutíu árum
að út kom saga Thor-
bjöms Egners um þá
kumpána Karíus og
Baktus. Flestum er
sagan líklega vel kunn,
en hún fjallar um tvo
skemmtilega karla sem
lifa í upphafi sögunnar
góðu lífí í munninum á
pilti sem heitir Jens.
Þeir höggva og berja
tennumar í Jens, grafa
holur, hafa nóg af sæt-
indum sér til lífsviður-
væris og tannburstinn
er þar ekki daglegur
gestur. Með öðrum orðum, þeir eiga
góða daga framan af sögunni. Síðan
taka hremmingarnar við hver af
annarri: Jens fær tannpínu, Jens
fer að bursta tennurnar, Jens hætt-
ir að borða sælgæti, Jens fer til
tannlæknis, Jens spýtir Karíusi og
Baktusi í þvottaskálina og við skilj-
um við þá í sögulok á fleka úti á
rúmsjó. En Jens var glaður.
Ekki veit ég hvort það var af
rælni að höfundur valdi að hafa
fulltrúa tannsjúkdómanna tvo,
delaparið Karíus og Baktus, en
hægt er að nota þá sem fulltrúa
þeirra meginsjúkdóma sem á tenn-
urnar og þeirra næsta umhverfi
heija.
Þessir sjúkdómar eru nefnilega
bara tveir og báðir vel
þekktir.
Karíus skulum við
láta standa fyrir tann-
átu eða tannskemmdir.
Þetta er það sem í dag-
legu tali er kallað holur
í tönnum. í stuttu máli
er sjúkdómsgangurinn
sá að sýklagróður, af
ákveðinni tegund, vex
á tönnunum óáreittur
og „borið er á hann“ í
tíma og .ótíma með
óhollu og óreglulegu
mataræði svo hann vex
enn hraðar og verður
enn skaðlegri en ella.
Þessir sýklar gefa frá sér efni sem
eyðileggur tennurnar, holur mynd-
ast.
Góð tannhirða er besta
vörnin, segir Ingólfur
Eldjárn.
Bregðast má við þessu með því
að koma lagi á tannburstunarmál,
koma góðri reglu á matarvenjur,
bæði hvað og hvenær etið er og að
veija tennurnar sem best t.d. með
notkun flúors og reglulegu eftirliti
hjá tannlækni.
Baktus stendur fyrir hinn megin-
flokkinn, tannholdsbólgur eða tann-
Ingólfur Eldjárn
vegsbólgur. Þar
eru ekki sjálfar
tennumar í
hættu, heldur
nánasta um-
hverfí þeirra,
tannhold og
tannfesta. Sjúk-
dómsgangurinn
er ekki algerlega frábrugðinn tann-
átu; sýklagróður, af ákveðinni teg-
und, vex á tönnunum óáreittur,
hann myndar með tíð og tíma tann-
stein, veldur bólgu og blæðingu í
tannholdinu og getur síðan eyðilagt
festu tannanna og beinið umhverfís
ræturnar. Af þessu leiðir að tenn-
urnar losna smátt og smátt og geta
að lokum tapast. Tannholdsbólgur
virðast ekki stjórnast af mataræði
eins og tannátan. Þær em einstakl-
ingsbundnari, líkast til háðar því
hvernig ónæmiskerfi viðkomandi,
hin náttúrlega vörn líkamans gegn
sýkingum, er saman sett. Hitt er
vitað að með góðri tannhirðu má
einnig koma í veg fyrir tannholds-
bólgur. Málið er því ekki sérlega
flókið.
- Skemmdir á tönnum og tann-
festu stafa af sýkingum sem em
af tveimur megingerðum.
- Sýkingamar stafa af sýkla-
gróðri á tönnum.
- Hægt er að koma í veg fyrir
hvorutveggja með góðri munnhirðu,
reglulegum matartímum og reglu-
legu eftirliti hjá tannlækni.
Tennur og tannfesta skemmast
nefnilega ekki af sjálfu sér.
Höfundur er tannlæknir
í Rcykjavík.
FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 35
URVALS-FOLK
Við byrjum nýtt ferðaár með því að
hittast öil í Súlnasai Hótels Sögu
á morgun, laugardag kl. 14:00.
Húsið opnar kl. 13:30.
Da$$kfá;^|g, _"" . /-'
• Ferðaalmanak Úrvafs-fóíks kynnt.
• Kór eldri borgara frá Akranesi.
• Sigriður Hannesdóttir leikkona
flytur gamanmál.
M ' • Glæsilegt ferðahappdrætti.
• Kaffiveitingar á vægu verði.
JDans við undirleik og söng
Hjördísar Geirsdóttur.
Ldgmúfti 4: simi 569 9300.
Hfífnarfiröi: simi 565 2366. fyflavík: simi 421 1353.
- , Sclfossi: simi 482 1666, Akureyri: simi 462 5000
og bjá umboösmötinum um landallt.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!