Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 13 AKUREYRI Skipstjórinn á Hjalteyrinni EA Teygjanlegt hugtak hvað er mokveiði „RÆKJUVEIÐIN hefur verið mjög góð frá áramótum en það er samt ekkert sem segir manni að það sé meira af rækju í sjónum nú en áður og heldur ekkert sem segir að það sé minna af henni,“ sagði Brynjólfur Oddsson, skipstjóri á Hjalteyrinni EA, togara Samheija hf., í samtali við Morgunblaðið. Hjalteyrin kom til Akureyrar á miðvikudag með fullfermi af rækju, rúm 120 tonn, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Togarinn var hálfan mánuð í túrnum og var afla- verðmætið um 21-22 milljónir króna. Brynjólfur sagðist hafa misst troll- ið er báðar togvírarnir slitnuðu og það hafi tafið skipið frá veiðum í tvo daga. Hjalteyrin var við veiðar fyrir norðan land, sitt hvorum megin við Kolbeinseyjarhiygginn og var veiðin mjög góð. „Það fer nú samt að verða teygj- anlegt hugtak hvað sé mokveiði. Menn eru orðnir svo góðu vanir að þeir eru farnir að fúlsa við því sem þótti góð veiði fyrir þremur árum. Hins vegar er orðið erfiðara að fínna stóru rækjuna enda orðið þétt setið um þessi þekktu mið af frystiskip- um.“ Brynjólfur segir að vinnslugeta Hjalteyrarinnar sé um 10-15 tonn á sólarhring og ekki sé hægt að taka meira um borð en vinnslan leyfir. „Rækjan stendur óvenju djúpt núna en oft stendur hún grunnt. Þetta er mjög misjafnt milli ára og rækjan hegðar sér aldrei eins. Það er samt ekkert sem bendir til að þessi mikil afli að undanförnu hafi nokkur einustu áhrif á veiðina," sagði Brynjólfur. Ahaldahús Akureyrarhafnar Þremur af fimm starfsmönnum sagt upp H AFNARSTJ ÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að segja upp þremur af fimm starfsmönnum áhaldahúss hafnar- Kyrrðarstund LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðs- kirkju næstkomandi sunnudags- kvöld, 4. febrúar kl. 21. innar frá og með 1. febrúar. Þeir munu láta af störfum í vor og sumar. Hafnarstjórn hefur jafnframt ákveðið að leggja niður starfsemi áhaldahússins í núverandi mynd og í framtíðinni verður farið meira í útboð verka. Tveir menn starfa áfram í áhaldahúsinu og munu þeir sinna minni háttar viðhaldi og eftirliti og vera hafnarvörðum til aðstoðar. Kynning í boói - wbúnaður A laugardegi í Tæknivali: Autodesk View, CorelXara, Printhouse, Intemet Mania o.fl. Kynning á morgun frá kl. 10.00 til 16.00. £ Autodesk View Byltingarkennt stjórnunarforrit sem getur sýnt þér allar skrár (bæði ópakkaðar eða pakkaðar) frá t.d. Word, Excel, AutoCAD, CorelDraw o.fl. án þess að þú þurfir að eiga viðkomandi forrit til staðar. Þú getur skoðað skjöl, flett blaðsíðum, skrifað athugasemdir og skilaboð inn á þau, án þess þó að skjölin breytist varaniega. Autodesk View er frábær hönnun frá framleiðanda AutoCAD. CorelXara Gífurlega hraðvirkt 32 bita teikniforrit með t.d. ótrúlegri hæfni í stækkun og minnkun, 3D vinnslu o.fl. Hönnunar- möguleikar opnast þér í nýrri vídd. Corel Printhouse Létt og einföld útgáfa af CorelDraw 6.0 með frábæru teiknisafni til hönnunar að þinni forskrift. Með hjálp Corel-spekingsins (the wizard) verður öll uppsetning og hönnun einföld og hraðvirk. Corel Internet Mania Vandað forrit fyrir Internet-tengingar. Gott fyrir heimasíðugerð og uppsetning vefþjóna (web-server) verður ekkert mál. Corel Internet Mania þjónar þér hraðvirkt um allan heim. Tæknival Opib laugardag kl. 11-16 Tryggðu þér góö skiptikjör á nýjum ríkisveröbréfum um leib og þú innleysir spariskírteinin sem nú eru á gjalddaga. Starfsfólk Þjónustumibstöbvar ríkisverbbréfa veitir þér trausta og faglega rábgjöf varöandi skiptikjör á nýjum ríkisveröbréfum. Nú er í boöi fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir þínar um góða ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. Ríkisvíxlar H 3 mánubir Ríkisvíxlar ■ ómánubir Ríkisvíxlar K» 12 mánubir Ríkisbréf WŒS23BI 3 ár Ríkisbréf L Lf Sár Árgreibsluskírteini MliMMaMlM Spariskírteini MMMMMMMMI5 ár Spariskírteini MiiMMMRMHManM Spariskírteini Mmmmmmmmmm I Óverbtryggft ríkisverftbréf | Verbtryggö ríkisveröbréf noár 110 ár ; 20 ár Komdu í I’jónustumiðstöðina og nýttu þér skiptikjörin. Ekki bíða fram á síðustu stundu. ÞJONUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverflsgötu 6,2. hæö, sími 562 6040 fax 562 6068
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.