Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 11 SVALBARÐSÁ er þekkt fyrir sína stóru laxa. Pétur Thorsteins- son veiddi þennan 24 punda hæng á flugu sumarið 1994. Veiðileyfi seljast vel Laxveiðimenn æfa köst og hnýta flugur á þessum árstíma - auk þess eru sagðar veiðisögur. Víðast hefur gengið vel að selja veiðileyfi og niðurstaða Guðmundar Guðjónssonar er að eftirspum hafi aukist frá síðustu árum. SÖLUMENN laxveiðileyfa eru margir hveijir ánægðir með eftir- spurnina fyrir komandi sumar. Þró- un til batnaðar hafi byrjað í fyrra og stefni til enn betri vegar nú. Jón Ólafsson, sölufulltrúi Veiði- félagsins Sporðs, sem leigir Þverá ásamt Kjarrá í Borgarfírði, sagði að útlendingatíminn í ánni væri nánast uppseldur og talsvert væri að koma inn af nýjum innlendum viðskiptavinum. Bergur Þ. Stein- grímsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, hafði sömu sögu að segja, þeirra helsta á, Norðurá í Borgarfirði, væri umsetin og flest leyfi seld fyr- irfram. Bergur sagði enn fremur að sókn innlendra veiðimanna í ár á borð við Gljúfurá í Borgarfirði og Hítará á Mýrum hefði stóraukist. Til dæm- is komust færri að en vildu í Gljúf- urá á komandi sumri og var verð veiðileyfa á dýrasta tímanum í ánni hækkað aðeins. Góð veiði var í ánni í fyrra og verð hafði þá auk þess lækkað verulega frá árinu 1994. Er þetta líklega eina verðhækkun í laxveiðiá á íslandi í sumar nema að orðrómur, sem erfitt er að fá staðfestan, um að Laxá á Ásum sé að seljast dýrast á 200.000 krónur, sé réttur. Væri það þá hækkun frá 160.000 - 180.000 krónum á síð- asta sumri. Lítið fer fyrir verðlækkunum og í öllum öðrum helstu laxveiðiám er sama verð og í fyrra. í mörgum tilvikum er það fjórða sumarið í röð að verð hækkar ekki. Svalbarðsá leigð til 7 ára Svalbarðsá í Þistilfirði hefur ver- ið leigð út til sjö ára sem er óvenju- lega löng samfelld leiga miðað við gjöminga í leigumálum síðustu ár. Það er Jörundur Markússon sem liefur tekið ána á leigu, en hann er ekki nýgræðingur, leigði Svartá í tvö sumur, 1993 og 1994. Aðbún- aður veiðimanna hefur verið bættur við Svalbarðsá, þetta er þriggja stanga á, rómuð fýrir stóra laxa eins og aðrar ár á þessu svæði, og veiðimenn hafa tvo rafvædd veiði- hús fyrir sig. Er annað með svefn- rými fyrir 5 manns, hitt fyrir §óra. Jörundur sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikið væri spurt um ána og talsvert væri farið að bóka, þætti mörgum greinilega fýsi- legt að sækja þennan landshluta heim, en árnar á þessum slóðum hafa nær alla tíð verið lokaðar flest- um. Dýrust er Svalbarðsá 33.300 krónur stöngin, en ódýrust 9.600 krónur. Hnýtingar og æfingar Nú er tími fluguhnýtinga- og flugukastnámskeiða og hafa félög og verslanir sem staðið hafa fyrir slíku síðustu ár auglýst nokkuð að undanförnu. Örn Hjálmarsson, verslunarstjóri í Veiðivon, sem hef- ur verið með hnýtinganámskeið samfellt í 8 ár sagði í samtali við Morgunblaðið að eftirspurnin væri ekki minni en áður og námskeiðin fljót að fyllast. „Menn eru að hnýta allt þetta algengasta. Núna eru menn mikið ' að velta fyrir sér svokölluðum „hitch-túbum“, en það eru mík- rótúbur, lokaðar í annan endan en með gati á miðjum legg þar sem línan er leidd út. Það virkar eins og gáruhnútur og hefur gefið feik- nansgóða raun,“ sagði Órn. FRÉTTIR Umferðarköimun lögreglunnar á Suðvesturlandi 33% aðspurðra vissu ekki um leyfðan hámarkshraða LÖGREGLAN á Suðvesturlandi gerði umferðarkönnun á starfs- svæði sínu 23.-25. janúar sl. Alls var 1.451 ökumaður stöðvaður og spurður 5 spuminga. Lögregl- an á Selfossi, í Keflavík, Grinda- vík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tók þátt í könnuninni. Fyrstu spurningunni um það hvort viðkomandi væri meðvitað- ur um að lögreglan á Suðvestur- landi hefði með sér samstarf í umferðarmálum svöruðu 994 eða 69% játandi en 457 (39%) neit- andi. Annarri spurningu um það hvort lögreglan eigi að auka umferðareftirlit sitt frá því sem verið hefur svöruðu 1.084 (75%) játandi en 367 (25%) neitandi. Þriðju spurningu um það hvort viðkomandi finnist viðurlög við umferðarlagabrotum nægilega þung svara 693 (48%) játandi en 758 (52%) neitandi. Fjórða spum- ingin var um það hver leyfður hámarkshraði væri á þeirri götu sem viðkomandi var á. 966 (67%) gáfu rétt svar en 485 (33%) rangt. Að síðustu var spurt hvort lög- reglan hefði þurft að hafa af- skipti af viðkomandi vegna um- ferðarlagabrota. 702 (48%) svör- uðu játandi en 749 (52%) neit- andi. Sömu ökumenn vifja ekki þyngri viðurlög og aukið eftirlit í samantekt um niðurstöður könnunarinnar segir að í ljós hafi komi að ákveðin tengsl séu á milli svara þeirra ökumanna, sem svara því játandi að lögregl- an hafi áður þurft að hafa af- skipti af þeim vegna umferðar- lagabrota, og þeirra sem finnst viðurlög við umferðarlagabrot- um nægilega þung. Flestir þeirra sömu telja auk þess að lögreglan eigi ekki að auka umferðareftir- lit sitt. I ljósi þess megi álykta sem svo að þeir sem að öllu jöfnu megi teljast hættulegri í umferð- inni en aðrir vilji ekki aukið eftir- lit eða þyngri viðurlög. Þá segir að ef taka eigi mið af umferðaröryggi og nauðsyn þess að draga úr líkum á slysum sé eðlilegt að tekið verði meira mark á afstöðu þeirra, sem lög- reglan hefur ekki þurft að hafa afskipti af vegna umferðarlaga- brota. „Eðli málsins samkvæmt hlýtur óneitanlega að þurfa að taka meira mið af réttindum og kröfum hinna löghlýðnu þegar horft er til markmiða gildandi laga og reglna,“ segir í saman- tektinni. Vélstjórum hættara við lungnakrabbameini en öðrum Dæmi iini að PCB sé blandað í olíuvörur DÆMI eru um að eiturefninu PCB sé blandað í olíuvörur. Þetta kom fram á málþingi um vinnuöryggi og heilbrigði sjómanna sem haldið var í Færeyjum. Kristinn Ingólfsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofn- un sem sat ráðstefnuna, segir að menn geti ekki með nokkru móti út.skýrt tilvist PCB í olíu á annan hátt en að efninu sé blandað í olíuna til þess að eyða því. Mjög dýrt er að eyða PCB á við- urkenndan hátt. Kristinn segir að efnið hafi ekki fundist í olíuförmum frá viðurkenndum olíufélögum en fjöldi milliliða selji olíu víða um heim. Ekki er vitað hvort PCB hafi fundist í brennsluolíu hérlendis. Kristinn segir að PCB hafi engin áhrif á brennslu olíu og ekki heldur skaðleg áhrif á vélar. Hins vegar berist efnið út í andrúmsloftið við brennslu og fólk sem vinnur við vél- arnar andi því að sér. Morgunblaðið/Ásdís í ríki sínu KRAKKARNIR í Menntaskólan- um við Hamrahlíð brugðu á leik á dögunum og gerðu þessa mynd- arlegu snjókerlingu. Hún ríkti um sinn eins og kóngur eða drottning í ríki sínu. Þessi árs- tími er alla jafna tími snjókalla og -kerlinga þó veðrið hafi verið þeim andsnúið í janúarmánuði. „Það var bent á þetta á ráðstefn- unni í Færeyjum. Tilgangurinn var jafnframt að benda á það að þrátt fyrir margvíslegar olíuprufur sem gerðar eru, er ekki leitað að alls kyns snefilefnum," sagði Kristinn. Vélstjórar í hættulegu starfi Á ráðstefnunni var skýrt frá rann- sóknum sem sýna að starf vélstjóra um borð í skipum er heilsufarslega mjög hættulegt. Hættuvaldarnir eru t.a.m. asbest, sem þó var meira um í eldri skipum. Asbest er krabba- meinsvaldandi. Andrúmsloft sem vélstjórar anda að sér er mjög olíu- mettað og bentu rannsóknirnar á að tíðni krabbameins af þeim sökum væri mun hærri en hjá öðrum skip- veijum. í rannsókn sem Vilhjálmur Rafnsson, læknir hjá Vinnueftirlit- inu, gerði 1984 kemur fram að vél- stjórum í skipum er tvisvar sinnum ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag frumvarp til laga um staðfesta samvist. Samkvæmt frumvarpinu geta tveir einstakling- ar af sama kyni látið staðfesta sam- vist sína. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, eru réttaráhrif samvistar þau sömu og réttaráhrif hjúskapar með nokkrum undan- tekningum. Þær eru helstar að ein- staklingar af sama kyni í sambúð geta ekki ættleitt börn og þeir eru útilokaðir frá tæknifijóvgun þar sem skilyrði er gert um hjúskap. Þá gilda ákvæði laga, sem bundin eru við kynferði maka í hjúskap, ekki um staðfesta samvist en að sögn Þorsteins eru slík ákvæði orð- in mjög fágæt í lögum. í fjórða lagi gilda ákvæði í alþjóðlegum samningum ekki nema aðrir samn- ingsaðilar fallist á það. Þetta þýðir, að sögn Þorsteins, að samkvæmt alþjóðasamningum gildi hjúskapur, sem stofnað sé til hér á landi, í öðrum ríkjum, með hættara við því að fá lungnakrabba- mein en öðrum íslenskum körlum. Einnig er þeim hættara en öðrum að deyja úr krabbameini í þvag- blöðru og heilablóðfalli. Víðir Kristjánsson, efnafræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, segir að ekki sé ólíklegt að PCB hafi fundist í brennsluolíu. „Þá tel ég að um óviljaverk sé að ræða því ég á bágt með að trúa að þetta sé almennt og fari í gegnum olíufélögin. Líklegra þykir mér að í þessum tilfellum hafi úrgangsolíu verið brennt, þ.á m. olíu úr stórum spennum," sagði Víðir. Hann sagði að einnig væri hugs- anlegt að PCB hafi verið blandað út í olíu til þess að farga efninu á ódýr- an hátt því mjög dýrt sé að farga PCB á viðurkenndan hátt. PCB er flokkað sem krabbameinsvaldandi efni. Komist það í snertingu við húð getur það valdið útbrotum og of- næmi. sömu réttarverkun og hjúskapur sem stofnað er til þar. Þetta sam- búðarform geri það hins vegar ekki nema viðkomandi ríki fallist á það. Þetta frávik sé til komið vegna þess að það séu ekki mörg ríki sem fallist á sambúð tveggja einstakl- inga af sama kyni eða hafi löggjöf um slíkt. Réttarstaða eins og hjóna Aðspurður um ávinning af stað- festri samvist áréttar Þorsteinn að réttarstaða einstaklinga í staðfestri samvist sé sú hin sama og þeirra sem séu í hjúskap. Hún hafi m.a. áhrif á erfðarétt, ýmsar trygginga- bætur, t.d. við fráfall, eignarrétt og forræði eigna, t.d. við skilnað, ýmis félagsleg réttindi, almanna- tryggingar og síðast en ekki síst nefnir hann að einstaklingar í stað- festri samvist séu skattlagðir eins og hjón. Þorsteinn segir að frumvarpið fari nú til umfjöllunar hjá stjórnar- flokkunum og verði væntanlega lagt fyrir alþingi sem stjómarfrum- varp um eða upp úr helgi. Frumvarp um sam- búð samkynhneigðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.