Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 47 Morgunblaðið/Kristinn FRÁ afmælisfundi Landvara 27. janúar siðastliðinn. 25 ára afmæli Landvara Afmælisárið notað til að móta framtíðarstefnu Langur laugardag- ur á morgun LANGUR laugardagur verður haldinn á morgun, laugardaginn 3. febrúar. Nú er sá tími þegar útsölur eru í hámarki. í nánast hverri verslun við Laugaveg er útsala, í sumum verslunum eru útsölur nýbyrjaðar, í öðrum er útsalan að enda og í mörgum til- fellum bjóða verslanir enn meiri afslátt. Víða má sjá skilti um verð- hrun, enn meiri lækkun, afslátt við kassa og jafnvel prútt. Þetta er því albesti tíminn til að gera góð kaup á Laugaveginum Þorrastemmning verður á Laugaveginum í tilefni dagsins. Nóatún við Hlemm verður með kynningu á þorramat á milli kl. 13 og 17 og Steikhús Harðar á Laugavegi 34 býður þorradisk á góðu verði. Öskudagurinn er í nánd. Á öskudaginn er alltaf frábær stemmning á Laugaveginum. Nú verður tekið smáforskot á sæluna og þeir krakkar sem koma á Laugaveginn klædd í grímubúning fá ókeypis ís hjá ísbúðinni, Lauga- vegi 40, og ókeypis myndatöku hjá versluninni Spörtu, Laugavegi 49. Bílastæðahúsin í miðbænum eru án gjaldtöku á laugardögum og er um að gera að nýta sér þægind- in með því að leggja í bílastæða- húsin, segir í fréttatilkynningu frá Laugavegssamtökunum. ■ DANSSVEITIN KOS og Eva Ásrún leika föstudags- og laugar- dagskvöld á Kaffi Reykjavík. A sunnudags- og mánudags- kvöld leika þeir Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson og dúett- inn Sigurður Dagbjartsson og Birgir leika síðan þriðjudags- og miðvikudagskvöld. LANDVARI, landsfélag vöru- bifreiðaeigenda á flutningaleið- um, varð 25 ára 27. janúar síð- astliðinn og var þá jafnframt haldinn aðalfundur félagsins að Hótel Sögu. Að loknum aðal- fundinum var síðan haldinn sér- stakur afmæisfundur og var félagsmönnum sérstaklega boð- ið tíl hans. Á afmælisárinu ætla Land- varamenn að láta fara fram markvisst endurmat á stöðu Landvara og framtíðarstefnu flutningamönnum og fyrirtækj- um þeirra til hagsbóta og ávinn- ings. Gert hefur verið nýtt merki fyrir félagið og ætlunin er að gefa út veglegt blað, Tengivagninn, en það er nafn félagsrits Landvara. Landvari var stofnaður 1971 FRÉTTIR af 70 aðilum sem störfuðu við vöruflutninga á Iandi. í fyrstu stjórn félagsins voru Aðalgeir Sigurgeirsson, Húsavík, for- maður, Ólafur Ólafsson, Hvols- velli, Óskar Jónsson, Dalvík, Ólafur Sverrisson, Borgarnesi, og Pétur Jónsson, Akureyri. Landvari hefur á 25 ára starfsferli beitt sér fyrir fjöl- mörgum framfaramálum í at- vinnugreininni og verið virkur þátttakandi í stefnumótun og lagasetningu um íslensk flutn- ingamál. Sem dæmi um mál sem Landvari fæst við um þessar mundir má nefna baráttu fyrir upptöku olíugjalds í stað þunga- skatts og takmarkaðri notkun ökurita í tengslum við nýjar reglur um aksturs- og hvíldar- tíma. Barnaheill villa of- beldi í sjónvarpi burt BARNAHEILL styður erindi Umboðsmanns barna um bann við auglýsingum á ofbeldiskvikmynd- um í sjónvarpi. í fréttatilkynningu frá samtök- unum segir: „Vaxandi ofbeldi meðal barna og unglinga má að verulegu leyti rekja til þeirra fyr- irmynda sem þau hafa fyrir aug- um sér í sjónvarpi og á tjaldi kvikmyndahúsanna. Barnaheill hafa á liðnum árum bent á þau sannindi og hvatt til aukinnar umræðu um þessa uppsrettu of- beldis. Þess vegna fagna samtök- in nú því erindi Umboðsmanns barna að fara fram á það við sam- keppnisráð að það banni birtingu auglýsinga í sjónvarpi á kvik- myndum sem ekki eru ætlaðar yngri áhorfendum en tólf ára. Mótunaáhrif kvikmynda eru geysimikil, ekki síst á börn og unglinga. ítrekaðar rannsóknir sýna að tengsl eru á milli náinna kynna unglinga af ofbeldi í sjón- varpi og þess að þau beita jafn- aldra sína og aðra ofbeldi. Það er með öllu óþolandi að sýna í sjónvarpi kynningarstúfa úr ofbeldisfullum kvikmyndum, einatt á þeim tíma sem fjölskyld- an öll situr fyrir framan sjónvarp- ið. Heimili fólks á að geta verið griðastaður fjölskyldnanna, var- inn fyrir því tagi sem engan veg- inn hæfir ungu óhörðnuðu fólki. Barnaheill hvetja Umboðs- mann barna til að halda vel á þessu máli áfram og skorar á sjónvarpsstöðvarnar sem birt hafa umræddar auglýsingar að fara þegar að tilmælum umboðs- mannsins." ■ NÁTTÚRUVERNDARFÉ- LAG Suðvesturlands fer í aðra vettvangsferð sína laugardaginn 3. febrúar. Að þessu sinni varð Sæfiskasafnið í Höfnum fyrir valinu. Allt áhugafólk um náttúru- fræðslu er velkomið og sérstaklega foreldrar með börnin sín. Mæting kl. 14 við Sæfiskasafnið. Safnið verður síðan skoðað undir leiðsögn Jóns G. Gunnlaugsson- ar eiganda þess. í safninu er að sjá fiska, krabbadýr og önnur botndýr í stórum geymum. Þá er aðgengi að lúðueldi. Kynnisferðin tekur um klst. Að henni lokinni gefst kostur á að fara í skoðunar- ferð um hafnarsvæðið. ■ BÓKASAFN Norræna húss- ins stendur fyrir stórútsölu á bók- um í anddyri Norræna hússins helgina.4. og 5. feþrúar. Starfsmenn bókasafnsins hafa verið að grisja bókakost safnsins og að því tilefni eru nú boðnar til sölu á afar vægu verði m.a. skáld- sögur, kvæði, fræðirit og barnabækur frá hinum Norður- löndunum ásamt plakötum og sýn- ingarskrám. Skáldsögur verða seldar á 100 kr. og barnabækur á 50 kr. Bóksalan verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 10-19. ■ FORNBÍLAKL ÚBB UR ís- lands heldur árshátíð sína í Skíða- skálanum í Hveradölum laugar- daginn 3. febrúar. Borðhald hefst kl. 19.30 og rútuferð verður frá félagsheimilinu Ráðagerði, Veg- múla 4 kl. 18. Boðið verður upp á matarhlaðborð með þorraívafi, fjölbreytta skemmtidagskrá og dans.til.kl. 3. Miðaverð er 2700 kr. og 400 kr. í rútuna (báðar leið- ir). Veislustjóri er Georg Theo- dórsson. ■ JÓN Böðvarsson, íslensku- fræðingur og ritstjóri, sér um námskeið á vegum Félags ís- lenskra háskólakvenna og Kven- stúdentafélags íslands sem ber yfirskriftina Staða konunnar í þjóðfélaginu fyrr á öldum dagana 5., 12. 19. og 26. febrúar kl. 20-22 í Odda, stofu 202. ■ HÖNNUNARKEPPNI véla- verkfræðinema fer fram föstudag- inn 2. febrúar. Keppnin er sú fimmta frá upphafi og verður hald- in í sal 2 í Háskólabíói kl. 14. Að þessu sinni munu 18 kepp- endur leiða saman hesta sína. Verðlaunin í ár eru öflug tölva af Hewlett Packard gerð. Umferðarmál kynnt í Hínu húsinu UNGT fólk í samstarfi við Hitt húsið og bifreiðatryggingafélögin hefur undirbúið og sett upp kynningu á umferðarmálum í Hinu húsinu. Allur febrúarmánuður verður tileinkaður umferðarþemanu og sérstaklega litið til ungs fólks í umferðinni. Laugardaginn 3. febrúar kl. 16 verður opnuð sýning í Hinu húsinu á ýmsum munum tengdum umferð- arslysum auk þess sem tónlistarmað- urinn KK mun stíga á stokk, spila og segja frá umferðarslysi sem hann lenti í nýverið. Slysum í umferðinni hefur fjölgað ört á undanfömum árum. Samkvæmt upplýsingum bifreiðatryggingafélag- anna sóttu u.þ.b. 1.000 manns bætur til félaganna á árinu 1985 en á árinu 1995 sóttu um 2.500 manns bætur vegna tjóns í umferðarslysum. Það er ekki að ástæðulausu sem efnt er til þessarar kynningar nú. Kannanir sýna að marsmánuður er mesti umferðarslysamánuður ársins. Alls skemmdust rúmlega 2.400 bílar í þeim mánuði einum árið 1995. Á það má einnig líta að í maímánuði em fæst umferðarslys en þá er stór hluti aldurshópsins 17-25 ára ein- mitt í prófum. Það er alkunna að ökumönnum undir 25 ára aldri er hættara en öðrum að lenda í umferð- arslysum. Skákhing Reykjavíkur 1996 Torfi Leósson efstur 10. OG næstsíðasta umferð á skák- þingi Reykjavíkur 1996 var tefld sl. miðvikudagskvöld kl. 19.30 í félagsheimili Taflfélags Reykjavík- ur að Faxafeni 12. Helstu úrslit: Torfi Leósson - Hrannar Baldursson 1-0, Sigurður Daði Sigfússon - Björn Þorfinnsson 1-0, Bergsteinn Einarsson - Júlíus Friðjónsson 1-0, Áskell Örn Kára- son - Ólafur B. Þórsson 1-0, Sævar Bjarnason - Einar Hjalti Jensson ‘A-'/z, Kristján Eðvarsson - Harald- ur Baldursson 1-0, Ögmundur Kristinsson - Bragi Halldórsson 1-0, Jóhann H. Ragnarsson - Heimir Ásgeirsson 1-0. Staða helstu manna: 1. Torfi Leósson 9 vinningar af 10, 2.-3. Sigurður Daði Sigfússon 8, 2.-3. Bergsteinn Einarsson 8, 4. Áskell Örn Kárason 7 'A, 5.-12. Júlíus Friðjónsson Björn Þorfinnsson, Hrannar Baldursson, Sævar Bjarnason, Einar Hjalti Jensson, Kristján Eðvarðsson, Ögmundur Kristjánsson, Jóhann H. Ragnars- son með 7 vinninga. 11. og síðasta umferð verður tefld föstudaginn 2. febrúar. Húsnæðisstofnun ríkisins auglýsir hér með til umsóknar LÁN OG STYRKI til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði, skv. heimild í lögum nr. 97/1993 Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að leiðarljósi að þau stuðli að: 91 Framþróun í byggingariðnaði og/eða tengdum atvinnugreinum. S Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. M Lækkandi byggingarkostnaði. M Betrí húsakosti. ■ Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingarmálum. Bí Tryggari og betri veðutn fyrír fasteignaveðlúnum. M Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. M Endurbótum á eldri húsakosti. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkirtil verkefna sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum byggingarvörum, né heldur sölu á byggingarvarningi hérlendis. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, sími 569 6900 og Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. C&K3 HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS - vinnur að wiferé íþápt pjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.