Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar FYRIR nokkru ritaði Guðmundur Arni Stef- ánsson alþingismaður athygliverða grein í Morgunblaðið þar sem hann dró fram upplýs- ingar um flármál kirkj- unnar og b'enti á, að í raun væri fjárhagur hennar að mestu -aðskil- inn frá ríkissjóði, þótt sóknargjöld væru inn- heimt með opinberum gjöldum samkvæmt sjerstöku samkomulagi þar um, sem lögfest var á síðasta áratug. Ástæða er til að þakka grein Guðmundar Árna, því hún miðlar ijettum upplýsingum inn í yfirstandandi umræðu um kirkju- mál. í grein Guðmundar Árna og máli þeirra annarra, sem til hennar hafa vitnað kemur fram, að ríkissjóður greiði laun presta og megi ráða af þessu, að enginn sje munur þessara launagreiðslna og launa þeirra emb- ættisstjetta annarra, sem laun þiggja úr ríkissjóði. Vegna þessa þykir mjer nauðsynlegt að vekja á því athygli, hvernig þessar launa- greiðslur eru til komnar og hvað í þeim felst. Allt frá því við lok Islenzka þjóð- veldisins fram til ársins 1907 tóku prestar ölmusu sína eða laun með því embætti, sem þeir höfðu veitingu fyrir. Undir hverju prestsembætti stóð sjálfstæður tekjustofn, yfirleitt í formi jarða og hlunninda, sem fylgdu embættinu og var ætlað að framfæra prestinn og standa undir ýmsum öðrum kostnaði við þjónustu hans, t.d. byggingu og viðhaldi kirkna í flestum tilvikum. Kirkjuljen þessi voru í reynd sjálfseignarstofn- anir, sem prestur tók við með emb- ættinu og varð að standa eftirmanni sínum skil á við úttekt í sama, eða betra ástandi, en hann tók við því, en greiddi að öðrum kosti eftir mati álag-þess, er því hafði farið aftur, væri því að skipta. Um síðustu alda- mót tóku söfnuðirnir víðast hvar við kirkjunum og rekstri þeirra, bæði ljenskirkjunum og einnig bænda- kirkjum. Ljetti þetta mjög á fjárhag prestanna, sem mjög hafði farið aft- ur í erfiðu árferði síðari hluta 19du aldar og vegna þjóðfjelags- og hag- kerfisbreytinga aldarinnar. í upphafi þessarar aldar fór fram mikil umræða á Alþingi íslendinga um það, hvernig bæta mætti afkomu presta. Fór þessi umræða fram jafn- framt umræðunni um endurreist at- vinnuveganna og fjár- hags landsins. Þókti flestum, að það stæði nýsköpun landbúnaðar- ins mjög fyrir þrifum, hversu margir bændur ivoru leiguliðar á ábýlis- jörðum sínum. Dijúgur hluti leigujafðanna var kirkjueign. Töldu menn það mundi letja leigu- liða að ráðast í fyrir- hafnar- og kostnaðar- sama ræktun jarðanna, að þeir áttu þær ekki sjálfír og þá ekki síður að hýsa þær timbur- og steinbyggingum, sem kostaði margfalt meira að gjöra, en torfhúsin. Þvi varð það að ráði að gjöra hvorttveggja í senn, að tryggja prestunum öruggari afkomu og að koma ábýlisjörðum bænda í hendur þeirra sjálfra. Því var það lögleitt á árinu 1907, að kirkjujarðirnar voru Þjóðkirkjan er á flesta grein fjárhagslega sjálf- stæð. Geir Waage skrifar um fjárhags- samband ríkis og kirkju. teknar undan prestaköllunum til þess að verða seldar ábúendum, en andvirði þeirra og leigur eftir þær, sem ekki seldust, skyldi renna í Prestlaunasjóð og myndaði andvirði og leigur eftir jarðir hvers presta- kalls innistæðu þess í sjóðnum. Með þessum hætti átti hvert prestsemb- ætti höfuðstól í sjóðnum, er tryggði prestinum framfærslu, ásamt prests- setrinu, sem áfram fylgdi embættinu og er hluti lögkjara þess. Ríkissjóður varðveitir Prestlaunasjóð og ber á honum ábyrgð. Þannig gjörðist ríkið fjárhaldari prestsembættanna. Þess vegna taka prestar laun sín um ríkis- sjóð úr Prestlaunasjóðnum. Þetta er vitaskuld ekki það sama og að ríkis- sjóður greiði prestunum laun. Ríkis- sjóður stendur í ábyrgð fyrir launun- um, enda hefur hann haft til ráðstöf- unar eignir þær, sem standa undir höfuðstólnum. Þessu vildi eg bæta við annars ágæta grein Guðmundar Árna og mun þá vera enn Ijósara en áður, hvernig ijárhagssambandi ríkis og kirkju er háttað, ef einhveij- ir væru þeir, er ræða vildu samband ríkis og kirkju með rökum út frá Geir Waage staðreyndum, í stað þess að taka hvort tveggja undir sjálfum sjer, rökin og staðreyndirnar. Eg hygg, að þetta fjárhalds fyrir- komulag hafi verið bændum og bú- skap hagkvæmt, einkum framan af öldinni, en kirkjunni og prestunum þeim mun verra, sem það hefur leng- ur staðið. Fáir muna nú orðið, hvern- ig það er til komið. Prestum er velt upp úr því, að þeir sjeu launþegar ríkisins, þótt það sje fjarri sanni. Kirkjunni er það mjög brýnt, að sem fyrst verði lokið ágreiningi ríkis og kirkju um meðferð kirkjueignanna og í framhaldi af því taki kirkjan á ný við þeim eignum og höfuðstóli, sem verið hefur í vörzlu ríkisins og samkomulag tekst um, að hún haldi til frambúðar. Það samkomulag þarf í framhaldinu að Iögfesta. Þar með væri á ný orðinn sá aðskilnaður rík- is og kirkju að þessu leyti, sem er forsenda eðlilegra samskipta þess- ara opinberu aðila á ijárhagssviðinu. Þar með væru einnig fallnar forsend- ur þess, að ríkisvaldið meðhöndli kirkjueignirnar eins og herfang. Al- þingi setur kirkjunni lög. Það, um- fram flest annað, gjörir hana að Ijóðkirkju í lögformlegum skiiningi. í undirbúningi hefur verið, að veita kirkjunni rúmt umboð til þess að setja sjálfri sjer starfsreglur með nýrri rammalöggjöf um stöðu, stjórn og starfshætti Islenzku Þjóðkirkj- unnar. Eftir sem áður hjeldi Alþingi lagasetningarvaldi sínu í kirkjumál- um. Um annan aðskilnað en hinn fjárhagslega hefur ekki verið rætt, enda vandsjeð, hvernig honum ætti fyrir að koma. Auðvelt er hins vegar að fullkomna hinn flárhagslega að- skilnað, þegar lokið er niðurstöðunni um meðferð kirkjueignanna. Með vísan til áðurnefndrar grein- ar Guðmundar Árna Stefánssonar alþingismanns og ofangreindrar við- bótar mætti nokkuð ljóst vera orðið, að Þjóðkirkjan er á flesta grein íjár- hagslega sjálfstæð. Vissulega styður ríkisvaldið hana svo, sem vera ber að ijettum lögum, en sá stuðningur er fyrst og fremst lagastuðningur, sem tryggir henni ijett, en ekki fjár- hagsstuðningur. Sanngjarnir menn munu og játa því, að í skjóli Þjóð- kirkjunnar njóta aðrir trúflokkar (og Háskóli íslands) fyrirgreiðslu ríkis- ins að lögum, svo sem innheimtu fjelagsgjalda sinna. Þjóðkirkjan fer heldur ekki í manngreinarálit um það, hveijum hún lætur í tje þjón- ustu sína, því flelagsþjónusta og íje- lagsstarf safnaðanna svo og marg- vísleg þjónusta prestanna stendur öllum til boða, sem njóta vilja, án tillits til trúfjelagsaðildar. Um leið og eg þakka Guðmundi Árna þarft innlegg hans til umræðunnar um kirkjumálin, fagna eg allri rökræðu um þau, sem byggir á hlutlægum forsendum og sanngjarnri skoðun, en hleypidómana þakka eg ekki. Reykholti í fyrstu viku þorra 1996. Höfundur er formaður Prestafé■ lags íslands. Heimurinn o g Elliðaárnar í ÞEIM miklu um- ræðum og skrifum sem eðlilega hafa orðið vegna erfiðleika við að íjármagna þá heil- brigðisþjónustu sem við gjarnan viljum hafa bæði sem veitendur og neytendur er einn þátt- ur sem hefur angrað mig verulega. Þetta er sú þröngsýni starfs- bræðra og starfssystra minna-sem of oft kem- ur fram í ræðu og riti að halda að heimurinn endi utan við þeirra eigin starfsvettvang. Af því sem komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið hefur oft mátt ætla að engin boðleg þjónusta sé á sjúkrahúsum norðan eða austan við Elliðaár og ekki heldur á heilsu- gæslustöðvum sem eins eru stað- settar. Reyndar hef ég því miður fundið sama sjónarmið hjá sumum starfsbræðrum mínum á fyrrverandi Borgarspítala sem fram að samein- ingunni við Landakot héldu að þessi mörk norður á við lægju ekki við Elliðaárnar heldur Miklubrautina. Vinur minn einn sem átti gott með að sjá léttari hliðar tilverunnar lýsti þessum sama hugsunarhætti í Sví- þjóð þannig að Skáningarnir teldu þessi mörk í Svíþjóð liggja rétt norð- an við þjóðveginn milli Málmeyjar og Gautaborgar. Það sem fyllti mælinn hjá mér var sú fullyrðing Steins Jónssonar kennslustjóra Sjúkrahúss Reykja- víkur og nefndarmanns í Fram- haldsmenntunarráði Háskóla ís- lands að á landinu hafi fram að sameiningu Borgarspítala og Landakots verið þijú kennslusjúkra- hús á landinu og nú þá aðeins tvö. Hann gleymir að á Akranesi hafa margir nýútskrifaðir læknar fengið dýrmæta starfsþjálfun í skurðlækn- irigum og lyflækningum sem undir- búning fyrir lækningaleyfi. Hann gerir þætti Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (hér eftir nefnt FSA) sömu skil. Á FSA hafa margir íslenskir læknar fengið sinn undirbúning fyr- ir sémám og starfsferil að loknu námi í Háskóla íslands. Fyrr á árum var algengt að læknanemar fengju einnig starfsþjálfun á FSA og enn koma læknanemar af og til hingað norður í starfsþjálfun á sérdeildir FSA. Síðustu ár hefur FSA getað mannað allar þær níu námsstöður unglækna sem gefa starfsreynslu til lækningaleyfis. Á sama tíma hafa margar stöður unglækna á sérdeildasjúkrahúsunum í Reykjavík verið ómannaðar. Þetta bendir til að unglæknar kunni vel að meta starfsmennt- unargildi FSA. Allnokkrir íslenskir sérfræðingar hafa fengið hluta af sínu sérnámi á sérdeildum FSA. Bæklunarlækn- ingadeild og Lyflækn- ingadeild FSA hafa sama rétt hvað varðar starfsmenntun til sérnáms og samsvar- andi deildir á Reykja- víkursjúkrahúsunum. Að mörgu leyti tel ég FSA vel til þess fallið að veita unglæknum stárfsmenntun og þjálf- un. Stærð deilda og þjónustusvæðis, streymi sjúklinga og nágrenni við stærstu heilsugæslustöð landsins gefa unglæknum góða yfirsýn yfir verkefni sérgreinanna. Fjöldi sér- greina, góður aðgangur að aðstoð sérfræðinga og samskipti við heilsu- gæsluna, sem einkennast ekki af sömu togstreitu og því miður er allt- Hefur oft mátt ætla, segir Júlíus Gestsson, að engin boðleg þjónusta sé á sjúkra- húsum norðan eða austan við Elliðaár. of áberandi á Reykjavíkursvæðinu, eru einnig hagstæðir þættir fyrir starfsþjálfun unglækna. Reykjavíkursjúkrahúsin geta bet- ur boðið upp á kennslu í sjaldgæf- ari sjúkdómstilfellum og undirsér- greinum, en ekkert íslenskt sjúkra- hús sameinar nægilega breidd í starfsemi og nægilegt gegnum- streymi sjúklinga til að geta sinnt fullri kennslu og þjálfun í sérfræði- námi lækna. Ég hef hér ekki tekið með kennslu annarra heilbrigðisstétta svo sem samvinnu FSA og Háskólans á Ak- ureyri við menntun hjúkrunarfræð- inga. I umræðunni sem í gangi er mætti vera meiri víðsýni. Markmiðið hlýtur að vera að veita þjónustu sem er sambærileg eða betri en erlendis fyrir það fjármagn sem aðgengilegt er. Fjöldi stofnana og staðsetning skiptir minna máli. Höfundur er yfirlæknir á bæklunar- og slysadeild FSA. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna INNAN tíðar verð- 'ur opnuð í Reykjavík ráðgjafarstofa sem ætlað er að aðstoða fólk með fræ’ðslu og ráðgjöf við að bæta fjárhag heimilanna, draga úr greiðslu- byrði og minnka skuldasöfnun. Ráð- gjafarstofan er sam- starfsverkefni fjöl- margra aðila og verð- ur hlutverk hennar fyrst og fremst að -veita fólki, sem á í verulegum greiðslu- erfiðleikum og komið er í þrot með fjármál sín, endurgjaldslausa ráðgjöf. Mörg heimili búa við afar erfiðar fjárhagslegar aðstæður og oft á tíð- um er það svo að fólki hefúr reynst ofviða að skipuleggja fjármál sín og "gera áætlanir sem byggjast á greiðslugetu. Skuldir hafa hlaðist upp og það vita allir að erfíðara getur reynst að vinda ofan af vanda en stofna til hans. Rekstur heimilis og fjölskyldu er ekki lítið fyrirtæki, í eig- inlegri merkingu þess orðs. Fólk hefur mis- munandi , mikla þekk- ingu á fjármálaumsýslu og rekstri þegar það stofnar til heimilis og í raun er það svo að það er afar lítil áhersla lögð á það í skólakerfínu að búa fólk undir þetta hlutverk. Mikilvæg þjónusta hjá Reykjavíkurborg Hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar hefur nú verið starf- andi fjármálaráðgjafi síðan í júní 1995. Fyrstu fjóra mánuðina fékk fjármálaráðgjafinn tæplega 100 mál til vinnslu en verkefni íjármála- Það er afar mikilvægt, segir Guðrún Og- mundsdóttir, að auka fræðslu um ijármál heimilanna. ráðgjafans hafa fyrst og fremst verið í því fólgin að aðstoða þá sem í mestum erfiðleikum hafa verið með fjármál sín. Það hefur verið markmiðið í starfi fjármálaráðgjaf- ans að finna með viðkomandi fjöl- skyldum lausnir á fjárhagsvandan- um, aðstoða fólk við að fá heildar- sýn yfir fjárhagsstöðu heimilisins, gera greiðsluáætlanir og aðstoða við samninga við lánardrottna. Þetta starf hefur á þeim stutta tíma sem liðinn er skilað miklum árangri og staðfestir það hve mikil- vægt er að þjónusta af þessu tagi standi fólki til boða. Má nefna eitt nýlegt dæmi af sjö manna fjöl- skyldu sem vegna mjög lítilla tekna á undanförnum 5 árum var að missa húsnæði sitt á nauðungaruppboði. Vanskilaskuldir voru komnar yfir 7 milljónir króna, eftirstöðvar lána yfir 11 milljónir króna og greiðslu- byrði af lánum yfir 129 þúsund á mánuði. í dag er staða þessarar fjölskyldu sú að það stefnir í að greiðslubyrðin verði tæpar 38 þús- und krónur á mánuði og vanskila- skuldir úr sögunni. Það tók vita- skuld nokkurn tíma að vinda ofan af málinu en er gott dæmi um það hvað hægt er að gera þegar allir leggjast á eitt. Hjálp til sjálfshjálpar Ætlunin er að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna aðstoði fólk með fræðslu og ráðgjöf við að minnka greiðslubyrði og frekari skuldasöfn- un, hjálpi fólki að fá yfirsýn yfir stöðu fjármála, við að gera greiðsluáætlanir, leita úrræða til Guðrún Ogmundsdóttir sparnaðar, við að breyta neyslu- mynstri og semja við lánardrottna þegar í óefni er komið. Fjárhags- staða margra fjölskyldna væri í dag önnur en raun ber vitni ef nægilega snemma hefði verið gripið í taum- ana. Það er því afar mikilvægt að auka fræðslu um fjármál heimil- anna og efla ráðgjafar- og leiðbein- ingarþjónustu fyrir fólk sem á í verulegum erfiðleikum með fjármál sín. Mikið framfaraspor er stigið með rekstri Ráðgjafarstofu um fjár- mál heimilanna, en verkefnið er til- raunaverkefni til tveggja ára. Víð- tæk samstaða hefur tekist um þetta verkefni undir forystu félagsmála- ráðuneytisins í samvinnu við fjöl- marga aðila, verkalýðsfélög, lána- stofnanir, lífeyrissjóði og félaga- samtök auk þjóðkirkjunnar. Reykjavíkurborg, Húsnæðisstofnun ríkisins, Landsbanki íslands, Bún- aðarbanki íslands og íslandsbanki leggja hver einn ráðgjafa til starfa á Ráðgjafarstofunni. Aðgangur að ráðgjöf verður öllum opinn, óháð búsetu. Höfundur er borgarfulltrúi og form. Félagsmdlaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.