Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 25 LISTIR LEIKARAR í Börnum mánans, & $ V \ , li LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir í dag, föstudag, í Félagsheimili Kópavogs leikritið Börn mán- ans eftir Michael Weller, en hann skrifaði einnig kvik- myndahandritið að Hárinu, í þýðingu Karls Agústs Úlfs- sonar og í leikstjórn Eggerts Kaabers. í kynningu segir: „Börn mánans er tragikómískt leik- rit þar sem áhorfandinn er hrifinn úr grátbroslegum bröndurum yfir í alvöru lífs- ins í gríð og erg. Leikritið fjallar um átta ungmenni á tímum blóma og friðar sem búa í nokkurs konar hippa- kommúnu þrátt fyrir að þau séu öll í námi. Þetta er skraut- Böm mánans legur hópur: sálufélagarnir Cootie (Oddgeir Hansson) og Mike (Hjörvar Rögnvaldsson), furðufuglinn Norman (Hákon Hákonarson) sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga í aðgerðum sínum til að mót- mæla stríðinu og Shelly (Sig- ríður Vilhjálmsdóttir) sem er stundum einhvers staðai ann- ars staðar en hún á að vera. Dick (Friðrik Ó. Friðriksson) sem vælir út af öllu, Bob (Vignir Rafn Valþórsson) mis- skildi tónlistarmaðurinn sem er setinn þunglyndispúkan- um, kærastan hans Kathy (Ragnheiður Bára Þórðar- dóttir) sem er haldin einhvers konar tilvistarkreppu og Ruth (Dögg Gunnarsdóttir) ábyrgðarfulli íbúinn. Ýmsar aðrar persónur eins og til dæmis geðstirður nágranni, klúr húseigandi og óreyndur sölumaður setja einnig sterk- an svip á verkið.“ Börn mánans er annað við- fangsefni Leikfélags Mennta- skólans í Kópavogi eftir tíu ára hlé, en fyrir ári var Allt í misgripum eftir William Shakespeare sett upp. Þrjár mynd- listasýning- ar í Nýlista- safninu HLYNUR Helgason, Sigríður Hrafnkelsdóttir og Lothar Pöpperl opna þrjár myndlistarsýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 3. febrúar kl. 16. Hlynur Helgason sýnir rýmis- verk í efri sölum safnsins og eitt verk utandyra. Þetta er fimmta einkasýning Hlyns og sú fyrsta síðan hann lauk framhaldsnámi í myndlist frá Goldsmith’s College í London 1993. Sigríður sýnir þrívíð verk í neðsta sal safnsins og þýski mynd- listarmaðurinn Lothar Pöpperl sýnir málverk í forsal. Gestur í setustofu safnsins er Gallerí Gúlp! Gallerí Gúlp! er ferða- gallerí í formi lítils jólaseríukassa úr pappa. Galleríið er rekið af Hlín Gylfadóttur og Særúnu Stef- ánsdóttur og hefur verið starfrækt í eitt ár. Starfsemin fer að mestu fram á pöbbum bæjarins og er ný sýning opnuð um hveija helgi. Sýningamar hafa verið af öllum mögulegum toga m.a. miniatur málverkasýning, videoverk, steypuskúlptúrar og margt fleira. í tilefni af eins árs afmæli Gúlps! verður opnuð yfirlitssýning á starfsemi gallerísins undir heitinu „Documenta Gúlp á Nýlistasafn- inu“ í setustofu Nýlistasafnsins. Sýningarnar eru opnar daglega frákl. 14-18 og þeim lýkur sunnu- daginn 18. febrúar. -----♦ ♦ ♦----- Hádegis- tónleikar hefjast að nýju BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 12. Þetta eru fyrstu hádegistónleikarnir eftir endur- byggingu orgels kirkjunnar, en sem kunugt er var orgelið endur- vígt 26. nóvember síðastliðinn. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Johann Sebastian Bach og Louis Vierne. Lesari á tón- leikunum er sr. Svavar Alfreð Jónsson. Aðgangur er ókeypis. Eftir tónleikanna verður boðið upp á léttan hádegisverð í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju. 588 3309 Ráðningarþjónustan Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 || JftJlf M pSII Verð áður kr. 4.225.- st.gr. Verð nú kr. st.gr.pr m2 allar gerðir Verðnúkr. st.gr. pr^ Teppalandsútsalan um allt land Dropinn, Kefiavík S.G. búðin, Selfossi Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli Brimnes, Vestmannaeyjum K.A.S.K., Höfn í Hornafirði Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Valberg, Ólafsfirði Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík Núpur hf., ísafirði Byggir, Patreksfiröi Verslunin Hamrar, Grundarfirði Litabúöin, Ólafsvík K.B. Byggingavörudeild, Borgarnesi Beykir, Borgarnesi Byggingarhúsið, Akranesi Teppahúsið, Akureyri Pétur Jónsson, Seyðisfirði Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstööum Verslunin Vík, Neskaupstað Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði Kaupfólag Stöðfirðinga, Stöðvarfirði Klakkur hf., Vík í Mýrdal UJÍÉiÉ!il W. TtL ALLT AÐ 3ft MÁNAÐA m&xmsujs TtL 2*4 MAnJAO/X Teppaland Mörkinni 4 • Pósthólf 8735 • 108 Reykjavík Sími: 588 1717 & 581 3577 • Fax: 581 3152 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.