Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 27 FJÖLMIÐLUN Nýtt fjölmiðlafyrirtæki á Suðurlandi Mun hefja sjón- varpssending- ar með Selfossi. Morgnnblaðið. NÝTT fyrirtæki um fjölmiðlarekst- ur, Sunnlensk fjölmiðlun ehf., var stofnað 27. janúar á Selfossi. Félag- ið undirbýr nú sjónvarpsútsending- ar með örbylgjutækni sem munu fyrst í stað nást á Selfossi, Stokks- eyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Áætlað er að útsendingar heijist með vorinu og verði viðtökur góðar má búast við að fljótlega verði kom- ið fyrir endurvarpssendum til að Aftur til liðs við Pearson New York. Reuter. JOHN MOORE hefur látið af stöðu forstjóra Western Publishing Gro- up, sem gefur út barnabækur og myndbönd, og hefur að nýju störf í brezka fjölmiðlafyrirtækinu Pear- son plc. Pearson segir að Moore verði framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og útgáfudeildarinnar Mindscape í Kaliforníu. Western Publishing Co. gefur út skáldsögur, margmiðla tölvubækur og leiki og tölvu- og margmiðla vörur fyrir börn undir vörumerkinu Golden BookS. vorinu þjóna öðrum svæðum svo sem sum- arhúsabyggðinni í Grímsnesi. Einn- ig verða kannaðir möguleikar á að útsendingar náist víðar um Árnes- og Rangárvallasýslu. Að Sunnlenskri ijölmiðlun standa fyrirtæki og einstaklingar á Suður- landi ásamt Elneti hf. í Kópavogi sem mun sjá um tæknilegan undir- búning fyrir félagið. Framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis er Rut Gunnarsdóttir. Ný afruglaratækni Rut sagði að Sunnlensk fjölmiðl- un væri fyrst og fremst dreifingar- fyrirtæki sem tæki að sér dreifingu á sjónvarpsefni, hvort heldur væri frá gervihnöttum, innlendum stöðvum eða staðbundinni sjón- varpsrás. Hún sagði að til að mæta kröfum notenda myndi fé- lagið byggja aðgang að sjónvarps- efni á nýrri afruglaratækni sem gerir áhorfendum kleift að hafa aðgang að fleiri en einni ruglaðri sjónvarpsrás í einu. Sunnlensk fjölmiðlun mun fyrst í stað dreifa fimm erlendum sjón- varpsdagskrám auk staðbundinnar rása Áskriftarverð verður í lág- marki og verður að sögn Rutar fyllilega samkeppnisfært við það sem þekkist á þessum markaði. Stokkhólmi. WALLENBERG stórfyrirtækið í Svíþjóð hefur látið af hendi eitt frægasta vörumerki sitt með því að selja Hasselblad, fram- leiðanda hinna kunnu ljós- myndavéla, sem hafa verið not- aðar við hin hin margvíslegustu tækifæri, allt frá brúðkaupum til mannaferða til tunglsins. Hasselblad fyrirtækið í Gautaborg var stofnað fyrir miðja öldina og var stofnandi þess Victor Hasselblad, hinn kunni áhugaljósmyndari. Fyrir- tækið var selt fyrir 600 milljón- ir sænskra króna og var seljand- inn Incentive, hið kunna fjöl- þætta eignarhaldsfyrirtæki Wallenbergs, sem hefur tekið upp breytta heildarstefnu og einbeitir sér að læknisfræðilegri tækni. Þeir sem keyptu Hasselblad eru UBS Capital, sem er fjár- festingafyrirtæki í Hollandi og dótturfyrirtæki Union Bank of Switzerland, brezka framtaks- fjárfyrirtækið CINV og stjórn Hasselblads. UBS keypti ríflega 50% hlutabréfa, en stjórnin 10% og CINV afganginn. Heimsþekkt vörumerki Hasselblad er lítið fyrir- tæki saman- borið við Volvo, Erics- son og Electrolux, hin frægu sænsku stór- fyrirtæki. Sala 1995 nam 680 milljónum sænskra króna, en fyrirtækið er ekki aðeins þekkt meðal ljósmyndara. Staff- Wallen- berg losar sigvið Hasselblad an Junel framkvæmdastjóri seg- ir að Hasselblad sé meðal 300 þekktustu vörumerkja heims. Geimvísindastofnun Banda- ríkjanna, NASA, hefur notað Hasselblad ljósmyndavélar í rúmlega 30 ár og beitti þeim þegar Nel Armstrong steig fyrstu skrefin á tunglinu 1969. Hasselblad-ljósmyndavélar eru næstvinsælustu ljósmyndavélar heims og eru notaðar af atvinnu- ljósmyndurum jafnt sem áhuga- mönnum, sem eru langt á veg komnir í greininni. Á síðari árum hefur fyrirtæk- ið snúið sér að stafrænni tækni og tækjum til að senda ljós- myndir, sem dagblöð nota eink- um auk fleiri aðila. Tíu af hundraði sölunnar eru bundin við þetta svið og hlutur þess vex jafnt og þétt. Ný heildarstefna Sala Hasselblad er fljótvirk ráðstöfun í þeirri viðleitni Incentive að einbeita sér að tækni á sviði læknisfræði. Sú viðleitni er einn mikilvægasti þátturinn í þeirri heildarstefnu Wallenbergs að efla fjárfesting- ar í blómlegum tæknitengdum iðngreinum og fyrirtækjum til að vega á móti hefðbundnum fyrirtækjum á sviðum verk- fræði, trjákvoðu og pappírs, sem eru háðari sveiflum. Incentive reynir um þessar mundir að taka algerlega við rekstri Gambro, sem sérhæfir sig í meðferð nýrna- og blóðsjúkdóma. Um leið reynir Incen- tive að selja nokkrar aðrar eignir ájafnólík- um sviðum og flutningum og loftræstingum í samræmi við þær breyttu áherzlur, sem teknar hafa verið upp og til að vega á móti kostnaði upp á 10,3 milljarða sænskra króna af tilboðinu í Gambro. Ps. Algjört verðhrun í Gosmo, Laugavegi 44 Opnum í dag kl. 13 með frábærum vorvörum • Bolir frá 990 • Leggings frá 990 • Peysurfrá 2.990 • Meiriháttar sumarkjólar kr. 5.990 • og fleiri frábær vortilboð KRINGLUNN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.