Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 02.02.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 27 FJÖLMIÐLUN Nýtt fjölmiðlafyrirtæki á Suðurlandi Mun hefja sjón- varpssending- ar með Selfossi. Morgnnblaðið. NÝTT fyrirtæki um fjölmiðlarekst- ur, Sunnlensk fjölmiðlun ehf., var stofnað 27. janúar á Selfossi. Félag- ið undirbýr nú sjónvarpsútsending- ar með örbylgjutækni sem munu fyrst í stað nást á Selfossi, Stokks- eyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Áætlað er að útsendingar heijist með vorinu og verði viðtökur góðar má búast við að fljótlega verði kom- ið fyrir endurvarpssendum til að Aftur til liðs við Pearson New York. Reuter. JOHN MOORE hefur látið af stöðu forstjóra Western Publishing Gro- up, sem gefur út barnabækur og myndbönd, og hefur að nýju störf í brezka fjölmiðlafyrirtækinu Pear- son plc. Pearson segir að Moore verði framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og útgáfudeildarinnar Mindscape í Kaliforníu. Western Publishing Co. gefur út skáldsögur, margmiðla tölvubækur og leiki og tölvu- og margmiðla vörur fyrir börn undir vörumerkinu Golden BookS. vorinu þjóna öðrum svæðum svo sem sum- arhúsabyggðinni í Grímsnesi. Einn- ig verða kannaðir möguleikar á að útsendingar náist víðar um Árnes- og Rangárvallasýslu. Að Sunnlenskri ijölmiðlun standa fyrirtæki og einstaklingar á Suður- landi ásamt Elneti hf. í Kópavogi sem mun sjá um tæknilegan undir- búning fyrir félagið. Framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis er Rut Gunnarsdóttir. Ný afruglaratækni Rut sagði að Sunnlensk fjölmiðl- un væri fyrst og fremst dreifingar- fyrirtæki sem tæki að sér dreifingu á sjónvarpsefni, hvort heldur væri frá gervihnöttum, innlendum stöðvum eða staðbundinni sjón- varpsrás. Hún sagði að til að mæta kröfum notenda myndi fé- lagið byggja aðgang að sjónvarps- efni á nýrri afruglaratækni sem gerir áhorfendum kleift að hafa aðgang að fleiri en einni ruglaðri sjónvarpsrás í einu. Sunnlensk fjölmiðlun mun fyrst í stað dreifa fimm erlendum sjón- varpsdagskrám auk staðbundinnar rása Áskriftarverð verður í lág- marki og verður að sögn Rutar fyllilega samkeppnisfært við það sem þekkist á þessum markaði. Stokkhólmi. WALLENBERG stórfyrirtækið í Svíþjóð hefur látið af hendi eitt frægasta vörumerki sitt með því að selja Hasselblad, fram- leiðanda hinna kunnu ljós- myndavéla, sem hafa verið not- aðar við hin hin margvíslegustu tækifæri, allt frá brúðkaupum til mannaferða til tunglsins. Hasselblad fyrirtækið í Gautaborg var stofnað fyrir miðja öldina og var stofnandi þess Victor Hasselblad, hinn kunni áhugaljósmyndari. Fyrir- tækið var selt fyrir 600 milljón- ir sænskra króna og var seljand- inn Incentive, hið kunna fjöl- þætta eignarhaldsfyrirtæki Wallenbergs, sem hefur tekið upp breytta heildarstefnu og einbeitir sér að læknisfræðilegri tækni. Þeir sem keyptu Hasselblad eru UBS Capital, sem er fjár- festingafyrirtæki í Hollandi og dótturfyrirtæki Union Bank of Switzerland, brezka framtaks- fjárfyrirtækið CINV og stjórn Hasselblads. UBS keypti ríflega 50% hlutabréfa, en stjórnin 10% og CINV afganginn. Heimsþekkt vörumerki Hasselblad er lítið fyrir- tæki saman- borið við Volvo, Erics- son og Electrolux, hin frægu sænsku stór- fyrirtæki. Sala 1995 nam 680 milljónum sænskra króna, en fyrirtækið er ekki aðeins þekkt meðal ljósmyndara. Staff- Wallen- berg losar sigvið Hasselblad an Junel framkvæmdastjóri seg- ir að Hasselblad sé meðal 300 þekktustu vörumerkja heims. Geimvísindastofnun Banda- ríkjanna, NASA, hefur notað Hasselblad ljósmyndavélar í rúmlega 30 ár og beitti þeim þegar Nel Armstrong steig fyrstu skrefin á tunglinu 1969. Hasselblad-ljósmyndavélar eru næstvinsælustu ljósmyndavélar heims og eru notaðar af atvinnu- ljósmyndurum jafnt sem áhuga- mönnum, sem eru langt á veg komnir í greininni. Á síðari árum hefur fyrirtæk- ið snúið sér að stafrænni tækni og tækjum til að senda ljós- myndir, sem dagblöð nota eink- um auk fleiri aðila. Tíu af hundraði sölunnar eru bundin við þetta svið og hlutur þess vex jafnt og þétt. Ný heildarstefna Sala Hasselblad er fljótvirk ráðstöfun í þeirri viðleitni Incentive að einbeita sér að tækni á sviði læknisfræði. Sú viðleitni er einn mikilvægasti þátturinn í þeirri heildarstefnu Wallenbergs að efla fjárfesting- ar í blómlegum tæknitengdum iðngreinum og fyrirtækjum til að vega á móti hefðbundnum fyrirtækjum á sviðum verk- fræði, trjákvoðu og pappírs, sem eru háðari sveiflum. Incentive reynir um þessar mundir að taka algerlega við rekstri Gambro, sem sérhæfir sig í meðferð nýrna- og blóðsjúkdóma. Um leið reynir Incen- tive að selja nokkrar aðrar eignir ájafnólík- um sviðum og flutningum og loftræstingum í samræmi við þær breyttu áherzlur, sem teknar hafa verið upp og til að vega á móti kostnaði upp á 10,3 milljarða sænskra króna af tilboðinu í Gambro. Ps. Algjört verðhrun í Gosmo, Laugavegi 44 Opnum í dag kl. 13 með frábærum vorvörum • Bolir frá 990 • Leggings frá 990 • Peysurfrá 2.990 • Meiriháttar sumarkjólar kr. 5.990 • og fleiri frábær vortilboð KRINGLUNN!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.