Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 19 Hagkönnun Sambands veitinga- og gistihúsa fyrir 1994 Slæm afkoma úti á landi AFKOMA gististaða á landsbyggð- inni versnaði mikið á árinu 1994 frá árinu á undan. Mikill þrýstingur var á verð vegna offramboðs og þar að auki lagðist 14% virðisauka- skattur á gistinguna 1. janúar sem ekki tókst að koma út í verðlagið. Aftur á móti batnaði afkoma gististaðanna í Reykjavík nokkuð á árinu 1994 vegna bættrar nýting- ar og lægri rekstrarkostnaðar. Þar hafa gististaðir verið að leigja út veitingareksturinn vegna erfiðrar afkomu. Þetta eru meginniðurstöður í hagkönnun Félags veitinga- og gistihúsaeigenda sem unnin er af Gunnari Karlssyni, hótelstjóra á Hótel KEA á Akureyri. í könnuninni er m.a. leitt í ljós að meðaltekjur á gististöðum á landsbyggðinni er um 40% lægri á herbergi en í Reykjavík. Þetta skýr- ist að hluta til með því að fjárfest- ing á herbergi á landsbyggðinni er minni en í Reykavík. Gistitekjur eru um 52,8% af heildartekjum í Reykjavík en 31,47% úti á iandi. Vægi veitingasölunnar er nær helmingi meira úti á landi, en sá rekstur er miklum mun þyngri, eins og segir í niðurstöðum. Þar er mis- vægi gistitekna eftir árstíðum eitt stærsta vandamálið. Höfum gleggri mynd af vandanum „Við höfum fengið mun gleggri mynd af stöðunni síðustu tvö árin en áður,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. „Kannanir SVG eru þær einu sem ná til afkomu og rekstrarstöðu gististaðanna. í raun eru þetta einu kannanirnar sem gerðar eru á afkomu í ferða- þjónustu. Sem betur fer eru augu manna að opnast fyrir vandanum. Það liggur beinast við að reyna að auka nýtinguna á jaðartímanum, en það hefur ekki gengið til þessa sem skyldi. Auðvitað er eitthvað hægt að auka viðskiptin á innanlandsmark- aði, en þau hljóta að aukast miklu hægar en komur erlendra ferða- manna á háannatímanum. Hingað til hefur samnýting heimavista ver- ið grundvöllur þess að hægt hefur verið að reka ferðaþjónustu í jafn- miklum mæli og verið hefur. Það hefur hins vegar gengið mjög hægt að byggja upp heimavistarhús- næði. A landsbyggðinni myndast mjög stór hluti framlegðar af hótel- rekstrinum yfir háannatímann, sem gæti staðið undir 60% af fjárfest- ingum. Hugsanlega mætti nýta hótelin sem fyrir eru undir heima- vistir eða annað.“ Hagrmður GM slær öll met Detroit. Reuter. GENERAL MOTORS hefur skýrt frá methagnaði á síðasta ársíjórð- ungi og á árinu 1995 í heild þrátt fyrir veikleika í bílaiðnaði í heimin- um, aðallega vegna minni skatta en búizt hafði verið við. Hagnaður á þremur mánuðum til desemberloka jókst um 19% í 1.9 milljarða dollara, eða 1,98 dollara á hlutabréf, úr 1.6 milljörð- um dollara, eða 1,74 dollurum á hlutabréf 1994. Skattaþrætur erlendis leysast Á árinu í heild jókst hagnaður GM um 41% í 6.9 milljarða doll- ara, sem er met, eða 7.21 dollar á hlutabréf, úr 4.9 milljörðum doll- ara eða 5,15 á hlutabréf. Á fjórða ársfjórðungi voru skattar 577 milljónum dollara minni en búizt hafði verið við og það jók hagnað GM um 77 sent á hlutabréf. Aðalástæða þess að var sú að lausn fannst á skattaþrætum erlendis og skattar þeir sem GM greiddu í raun á fjórðungnum lækkuðu í 11% úr 34,9% á sama tíma 1994. é HA Verslunin BÖRNIN, Hólmgarði 2, 230 Keflavík. * EIGINLEIKA * ÍSLÉNSKA VATNSINS Kröfuharðir Islendingar vita að Maraþon Extra þvær framúrskarandi velT Hlutlausar samanburðarprófanir hafa mælt það og sannað. Maraþon Extra er framleitt með hliðsjón af eiginleikum íslenska vatnsins til að uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er auk þess svo drjúgt að einn pakki dugar í allt að 50 þvotta. Maraþon Extra er sannarlega jafngott og ódýrara en leiðandi erlent þvottaefni á markaðinum. Ldttu Maraþon Extra sanna sig í þvottavélinni þinni! MARAÞON EXTRA sannar sig BEST í þvottavélum íslendinga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.