Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 23 Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands Staðfesting á START-2 hugs- anlega skilyrt Kíev. Reuter. JEVGENÍJ Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að rússneska þingið myndi hugs- anlega staðfesta START-2- afvopnunarsamninginn með ákveðnum skilyrðum. Kvað hann ástæðuna vera afstöðu ýmissa íhaldssamra öldungadeildarþing- manna í Bandaríkjunum. Prímakov lagði áherslu á, að rússneska stjórnin vildi, að dúman eða rússneska þingið staðfesti START-2 sem fyrst en taldi, að það tækist ekki fyrir apríllok eins og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur farið fram á. ' Jevgeníj Prímakov hrósaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa beitt neitunarvaldi gegn samþykkt um að koma upp gagnflaugakerfi í andstöðu við yfirlýsingar bandaríska hermála- ráðuneytisins um að það bryti gegn ABM. Öldungadeild Banda- ríkjaþings hefði hins vegar sam- þykkt START-2, sem kveður á um verulega fækkun kjarnaodda í eigu risaveldanna, með nokkrum skil- yrðum. Kvað Prímakov ekki úti- lokað, að rússneska þingið færi eins að en útlistaði það ekki nán- ar. Maccanico fal- ið að mynda stjórn á Italíu Róm. Reuter. FORSETI Ítalíu, Osear Luigi Scalf- aro, tilnefndi í gær Antönio Macc- anico í embætti forsætisráðherra og fær hann það hlutverk að mynda 55. ríkisstjórn landsins frá stríðslokum. Undan- farna mánuði hefur stjórn Lambertos Din- is, sem er utan flokka, verið við völd en hann sagði af sér um ára- mótin. Flestir stjórn- málaleiðtogar tóku ákvörðun Scalfaros í gær vel. Einn af helstu leið- togum vinstrimanna, Massimo D’Alema, sagði Maccanico „reyndan og yfirveg- aðan mann“ og hægri- maðurinn Gianfranco Fini tók í sama streng. Snjall mannasættir Maccanico er 71 árs gamall og hefur lengi þótt snjall mannasætt- ir. Hann hefur gegnt ýmsum mikil- vægum embættum í stjórnkerfinu og var ráðherra í tveim ríkisstjórn- um 1988 til 1991. Maccanico var aðalráðgjafi Carlos Azeglios Ciampis forsætisráðherra 1993 til 1994. Sagði væntanlegur forsætis- ráðherra í gær að mikilvægasta verkefni næstu stjórnar væri að hrinda í framkvæmd grundvallar- breytingum á stjórnarskránni. Hann sagðist gera sér vel grein fyrir erfiðleikunum sem við væri að glíma. „En ég treysti einnig á skilning og ábyrgð- artilfinningu stjórn- málaflokkanna," sagði í yfirlýsingu hans. Hann sagði brýnt að ítalir hæfu á ný þátttöku í gengisam- starfi Evrópu, ERM, sem þeir drógu sig út úr 1992. IJran hækk- aði í gær og hefur ekki staðið betur í nær 12 mánuði. Stjórnmálaflokk- arnir hafa ekki getið komið sér saman um samsteypustjórn eftir að hægrimaðurinn Silvio Berlusconi varð að segja af sér fyrir ári. Er nú reynt að finna sameigin- legan grundvöll að umfangsmikl- um stjórnarskrárbreytingum. Talið er líklegt að komið verði á forseta- embætti með beinu kjöri að franskri fyrirmynd og þingi sem kjörið yrði í tveim umferðum. Reuter ■ MACCANICO ræð- ir við fréttamenn eftir að hafa verið tilnefndur forsæt- isráðherra. Fjöldagröf finnst í Austurríki Líklega hermenn en ekki gyöingar Vín. Reutcr. HUGSANLEGT er, að fjöldagröf, sem fannst í Austurríki fyrir fáum dögum, geymi ekki líkamsleifar gyðinga, heldur þýskra hermanna, sem létust í stríðsfangabúðum árið 1945. í fyrstu var talið, að grafirnar geymdu líkamsleifar ungverskra gyðinga, sem dáið hefðu í nálægum útrýmingarbúðum eða á göngu milli þeirra, en austurrískir sérfræðingar efast nú um það. Segja þeir, að sjá megi á tönnunum, að viðkomandi hafi ekki liðið skort og því geti þær tæpast verið úr gyðingum í útrým- ingarbúðum nasista. Grafirnar eru á stað þar sem þýskir hermenn voru hafðir í haldi fyrst eftir stríð og auk þess var í raun um að ræða margar smágraf- ir saman með einu eða tveimur lík- um. Þannig voru ekki fjöldagrafirn- ar, sem þýskir nasistar tóku gyðing- um. Ofankoma á Spáni UNDANFARNAR vikur hefur gengið á með ýmist slagviðri eða byljum á Spáni. Yatnsveðrið gef- ur bændum vonir um að stöðugir þurrkar undanfarin ár séu nú loks á enda. Myndin var tekin í skíðabænum Navacerrada í gær og glittir í bíl í miklum skafli. ABM-samningurinn hafði áhrif „Ég dreg enga dul á, að um- mæli ýmissa bandarískra þing- manna um að segja eigi upp ABM- samningnum sámtímis því að stað- festa START-2 hafa haft mikil áhrif á rússneska þingmenn. Við hefðum heldur aldrei getað fallist á slíka afgreiðslu,“ sagði Prím- akov. ABM-samningurinn kveður á um bann við gagnflaugakerfum og er frá árinu 1972. Andvígur stækkun NATO Prímakov fór nú í vikunni til viðræðna við ráðamenn í Tadsí- kístan og Hvíta Rússlandi og hitti Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu, í gær. Kvaðst hann hafa lagt áherslu á andstöðu Rússa við stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í austur en tók fram, að Rússar hefðu engan rétt til að koma í veg fyrir aðild fyrrverandi Varsjárbandalagsríkja að banda- laginu. Reuter Nýr forsæt- isráðherra í Póllandi ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að hann hefði falið Wlodzimierz Cimoszewicz að mynda nýja sljórn. Cimoszewicz var áður varaforseti þingsins og er í Lýð- ræðislega vinstrabandalaginu, flokki fyrrverandi kommúnista, eins og Kwasniewski og fékk tvær vikur til að mynda stjórn. „Þetta er þungavigtarstjórn- málamaður sem getur öruggleg. myndað stjórn sem tryggir frek- ari hagvöxt," sagði Kwasni- ewski. Forsetinn ræðir hér við Cimoszewicz sem er til hægri á myndinni. 'grönim !! „/ o t.i/í/í mt'r U'ttiMtii um$jím) i Iwimi, AIR ÍITANItlM, j)\ i lí'ttloikinn sUptir mig m.ili" [nilíimimt'ist.iri X \ ti NN / ///H'.N.N l).> AÍR' 12 GL€RflUGNRV€RSLUNIN (AAJÓDD Anna F. Gunnarsdóttir (Anna & Útlitið) veitir ráðgjöf við val á umgjörðum í versluninni í dag, frá kl. 1300 - 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.