Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 23

Morgunblaðið - 02.02.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 23 Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands Staðfesting á START-2 hugs- anlega skilyrt Kíev. Reuter. JEVGENÍJ Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, sagði í gær, að rússneska þingið myndi hugs- anlega staðfesta START-2- afvopnunarsamninginn með ákveðnum skilyrðum. Kvað hann ástæðuna vera afstöðu ýmissa íhaldssamra öldungadeildarþing- manna í Bandaríkjunum. Prímakov lagði áherslu á, að rússneska stjórnin vildi, að dúman eða rússneska þingið staðfesti START-2 sem fyrst en taldi, að það tækist ekki fyrir apríllok eins og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur farið fram á. ' Jevgeníj Prímakov hrósaði Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa beitt neitunarvaldi gegn samþykkt um að koma upp gagnflaugakerfi í andstöðu við yfirlýsingar bandaríska hermála- ráðuneytisins um að það bryti gegn ABM. Öldungadeild Banda- ríkjaþings hefði hins vegar sam- þykkt START-2, sem kveður á um verulega fækkun kjarnaodda í eigu risaveldanna, með nokkrum skil- yrðum. Kvað Prímakov ekki úti- lokað, að rússneska þingið færi eins að en útlistaði það ekki nán- ar. Maccanico fal- ið að mynda stjórn á Italíu Róm. Reuter. FORSETI Ítalíu, Osear Luigi Scalf- aro, tilnefndi í gær Antönio Macc- anico í embætti forsætisráðherra og fær hann það hlutverk að mynda 55. ríkisstjórn landsins frá stríðslokum. Undan- farna mánuði hefur stjórn Lambertos Din- is, sem er utan flokka, verið við völd en hann sagði af sér um ára- mótin. Flestir stjórn- málaleiðtogar tóku ákvörðun Scalfaros í gær vel. Einn af helstu leið- togum vinstrimanna, Massimo D’Alema, sagði Maccanico „reyndan og yfirveg- aðan mann“ og hægri- maðurinn Gianfranco Fini tók í sama streng. Snjall mannasættir Maccanico er 71 árs gamall og hefur lengi þótt snjall mannasætt- ir. Hann hefur gegnt ýmsum mikil- vægum embættum í stjórnkerfinu og var ráðherra í tveim ríkisstjórn- um 1988 til 1991. Maccanico var aðalráðgjafi Carlos Azeglios Ciampis forsætisráðherra 1993 til 1994. Sagði væntanlegur forsætis- ráðherra í gær að mikilvægasta verkefni næstu stjórnar væri að hrinda í framkvæmd grundvallar- breytingum á stjórnarskránni. Hann sagðist gera sér vel grein fyrir erfiðleikunum sem við væri að glíma. „En ég treysti einnig á skilning og ábyrgð- artilfinningu stjórn- málaflokkanna," sagði í yfirlýsingu hans. Hann sagði brýnt að ítalir hæfu á ný þátttöku í gengisam- starfi Evrópu, ERM, sem þeir drógu sig út úr 1992. IJran hækk- aði í gær og hefur ekki staðið betur í nær 12 mánuði. Stjórnmálaflokk- arnir hafa ekki getið komið sér saman um samsteypustjórn eftir að hægrimaðurinn Silvio Berlusconi varð að segja af sér fyrir ári. Er nú reynt að finna sameigin- legan grundvöll að umfangsmikl- um stjórnarskrárbreytingum. Talið er líklegt að komið verði á forseta- embætti með beinu kjöri að franskri fyrirmynd og þingi sem kjörið yrði í tveim umferðum. Reuter ■ MACCANICO ræð- ir við fréttamenn eftir að hafa verið tilnefndur forsæt- isráðherra. Fjöldagröf finnst í Austurríki Líklega hermenn en ekki gyöingar Vín. Reutcr. HUGSANLEGT er, að fjöldagröf, sem fannst í Austurríki fyrir fáum dögum, geymi ekki líkamsleifar gyðinga, heldur þýskra hermanna, sem létust í stríðsfangabúðum árið 1945. í fyrstu var talið, að grafirnar geymdu líkamsleifar ungverskra gyðinga, sem dáið hefðu í nálægum útrýmingarbúðum eða á göngu milli þeirra, en austurrískir sérfræðingar efast nú um það. Segja þeir, að sjá megi á tönnunum, að viðkomandi hafi ekki liðið skort og því geti þær tæpast verið úr gyðingum í útrým- ingarbúðum nasista. Grafirnar eru á stað þar sem þýskir hermenn voru hafðir í haldi fyrst eftir stríð og auk þess var í raun um að ræða margar smágraf- ir saman með einu eða tveimur lík- um. Þannig voru ekki fjöldagrafirn- ar, sem þýskir nasistar tóku gyðing- um. Ofankoma á Spáni UNDANFARNAR vikur hefur gengið á með ýmist slagviðri eða byljum á Spáni. Yatnsveðrið gef- ur bændum vonir um að stöðugir þurrkar undanfarin ár séu nú loks á enda. Myndin var tekin í skíðabænum Navacerrada í gær og glittir í bíl í miklum skafli. ABM-samningurinn hafði áhrif „Ég dreg enga dul á, að um- mæli ýmissa bandarískra þing- manna um að segja eigi upp ABM- samningnum sámtímis því að stað- festa START-2 hafa haft mikil áhrif á rússneska þingmenn. Við hefðum heldur aldrei getað fallist á slíka afgreiðslu,“ sagði Prím- akov. ABM-samningurinn kveður á um bann við gagnflaugakerfum og er frá árinu 1972. Andvígur stækkun NATO Prímakov fór nú í vikunni til viðræðna við ráðamenn í Tadsí- kístan og Hvíta Rússlandi og hitti Leoníd Kútsjma, forseta Úkraínu, í gær. Kvaðst hann hafa lagt áherslu á andstöðu Rússa við stækkun Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í austur en tók fram, að Rússar hefðu engan rétt til að koma í veg fyrir aðild fyrrverandi Varsjárbandalagsríkja að banda- laginu. Reuter Nýr forsæt- isráðherra í Póllandi ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að hann hefði falið Wlodzimierz Cimoszewicz að mynda nýja sljórn. Cimoszewicz var áður varaforseti þingsins og er í Lýð- ræðislega vinstrabandalaginu, flokki fyrrverandi kommúnista, eins og Kwasniewski og fékk tvær vikur til að mynda stjórn. „Þetta er þungavigtarstjórn- málamaður sem getur öruggleg. myndað stjórn sem tryggir frek- ari hagvöxt," sagði Kwasni- ewski. Forsetinn ræðir hér við Cimoszewicz sem er til hægri á myndinni. 'grönim !! „/ o t.i/í/í mt'r U'ttiMtii um$jím) i Iwimi, AIR ÍITANItlM, j)\ i lí'ttloikinn sUptir mig m.ili" [nilíimimt'ist.iri X \ ti NN / ///H'.N.N l).> AÍR' 12 GL€RflUGNRV€RSLUNIN (AAJÓDD Anna F. Gunnarsdóttir (Anna & Útlitið) veitir ráðgjöf við val á umgjörðum í versluninni í dag, frá kl. 1300 - 1800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.