Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 43 KRISTÍN SIGTR YGGSDÓTTIR + Kristín Sig- tryggsdóttir fæddist að Auð- bjargarstöðum í Kelduhverfi 11. október 1904. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 26. nóv- ember síðastliðinn 91 árs að aldri. For- eldrar hennar voru Hólmfríður Sigur- geirsdóttir og Sig- tryggur Jósefsson. Eignuðuste þau þrjú börn. Sigmar sem er látinn, Kristínu og Guð- rúnu Jóhönnu. Hólmfríður missti mann sinn frá börnun- um kornungum. Síðar á ævinni giftist hún aftur Sigurði Jóns- syni, áður eignaðist hún dótt- urina Halldóru Halldórsdótt- ur. Hólmfríður og Sigurður eignuðust tvo syni, Tryggva og Jóhann Dalberg. Þeir eru báðir látnir. Kristín giftist Guðmundi Rósant Trjámannssyni Ijós- myndara 27. febrúar 1927. Þau bjuggu allan sinn búskap á Akureyri. Kristín og Guð- mundur eignuðust fimm börn. Þau eru Sigtryggur, f. 21.6. 1927, kvænt- ur Jórunni Thorlacíus. Rósa, f. 2.7. 1929. Hún lést í Kanada 7.3. 1995. Hún var gift Robert Morson. Hólmfríður f. 7.2. 1931, gift Gylfa Hinrikssyni. Hanna Bryndís, f. 28.3.1934, og Lilja, f. 20.12. 1941, gift Birni Jóhannes- syni. Aður eignaðist Kristín dótturina Olgu Þórarinsdótt- ur, f. 11.1. 1924, d. 30.7. 1967, hennar maður var Björn Dúa- son. Einnig ólu Kristín og Guð- mundur upp son Rósu dóttur sinnar, Guðmund Ólafsson, f. 14.4. 1948. Kona hans er Inge- gerd Narby. Afkomendur Kristínar og Guðmundar eru orðnir fjölmargir. Útför Kristínar fór fram frá Akureyrarkirkju 5. desember að undanfarinni minningarat- höfn frá Vídalínskirkju í Garðabæ 1. desember 1995. MIG langar til að setja nokkur síð- búin kveðju- og þakkarorð til tengdamóður minnar, fyrir ailt sem hún var mér frá okkar fyrstu kynn- um. Þó sárt sé að sjá á bak þeim sem verið hafa manni mikið þá gleðjumst við öll sem að henni stöndum að hún er nú frelsuð úr fjötrum þrauta og elli. Seinustu árin voru henni erfið, heilsan þrot- in og sérstaklega var henni þung- bært að missa sjónina. Yfir Kristínu var ailtaf mikil reisn. Hún var falleg kona og heim- ili hennar bar vitni um smekk hennar og rausnarskap. Þótt hún hefði ekki alltaf mikið milli hand- anna, einkum fyrr á árum t.d. þeg- ar börnin voru ung, var til þess tekið hve þau voru alltaf vel og fallega klædd. Allt var unnið af henni sjálfri enda lék allt í höndum hennar. Kom sér líka vel myndar- skapur og hæfileiki hennar til að stjórna, þar sem Guðmundur átti við erfiða fötlun að stríða sem var málleysið. Veikindi ollu því í æsku hans, svo eðlilega kom meira til hennar kasta en ella hefði orðið. Um tíma þegar börnin voru ung varð Guðmundur að fara á hæli um skeið vegna veikinda sem margir urðu fyrir á þeim árum, en þau stóðu þetta allt af sér. Guð- mundur vann lengi við iðn sína í þjónustu annarra en rak svo ljós- myndastofu sjálfstætt um árabil og starfaði hún með honum þar meðan heilsa hans og aldur leyfði. Kristín annaðist eiginmann sinn til hinstu stundar heima. En heilsu hennar fór allt of fljótt hrakandi eftir lát hans. Kristín var svo lán- söm að vera lengst af ævi sinnar hraust, enda þurfti hún á því að halda. Eftir lát hans varð hún að yfirgefa heimili sitt allt of snemma og var það henni mjög þungbært. Henni var sjálfstæðið í blóð borið, var tamara að styðja við aðra en láta styðja sig. Kristín dvaldist á Kristnesspít- ala um árabil við góða umönnun, en börnin hennar voru öll flutt suður yfir heiðar. í fríum tókum við hana heim á Byggðaveginn, heimili hennar eins lengi og stætt var heilsu hennar vegna. Tvö síð- ustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og erum við hennar nánustu þakklát fyrir hlýju og góða umönnun starfsfólks þar. Kristín var búin að sjá á bak tveim dætra sinna, Olgu og Rósu. Olga var elst eins og fyrr segir. Hún var alin upp hjá afabróður sínum, Páli Kristjánssyni, og konu hans á Húsavík. Það var ætíð mjög kært með þeim mæðgum. Rósa lést á síðasta ári. Guðmund mann sinn missti hún 1980 og þijá bræð- ur sína með stuttu millibili. Trúi ég að heimkoma hennar á æðra svið hafi verið góð. Þegar ég minnist tengdamóður minnar er mér efst í huga þakk- læti fyrir allan þann stuðning sem hún veitti mér á samferð okkar. Hún var ekki aðeins tengdamóðir mín, hún var líka vinur minn. Guð blessi hana og minningu hennar. Jórunn Thorlacíus. Er ég minnist kærrar vinkonu minnar er mér þakklæti efst í huga. Ég var ung þegar ég hitti Kristínu í fyrsta skipti. Hún -var þá í heimsókn hjá Jóni bróður mín- um ásamt Guðmundi manni sínum og Sidda frumburði sínum, en Guðmundur var mágur Jóns. Enn er mér minnisstætt hversu smekk- lega Siddi var þá klæddur, finnst mér það táknrænt um þá smek- kvísi og snyrtimennsku er alla tíð einkenndi hana. Frá fyrstu hafa kynni okkar verið mér sérlega ánægjurík og gefandi. Kristín bjó alla ævi á Akureyri. í gegnum tíðina hef ég oft þurft að fara þangað og alltaf var henn- ar stóra heimili opið mér og minni fjölskyldu. Gestrisni hennar var einstök. Framkoma hennar ein- kenndist af hlýhug og velvild. Það var gott að eiga hana að. Fyrir það vil ég þakka. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning Kristínar Sigtryggsdóttur. Lovísa Björnsdóttir. Friðrikka Millý Miiller var fædd í Skóg- arkoti í Þingvalla- sveit 8. nóvember árið 1907. Hún lést á heimili sínu, Austurbrún 6, 13. desember síðast- liðinn. Útförin fór fram 21. desem- ber síðastliðinn. MIG langar til að minnast elskulegrar konu, sem í huga mér var alltaf ein af móðursystrum mínum. Millý, eins og hún var kölluð í daglegu tali, fæddist í Skógarkoti í Þingvallasveit 8. nóv- ember 1907. Hún var yngra barn Ragnhildar Ólafsdóttur, sem ættuð var úr Laugardal, og Max William Miiller, er var af norsk-ítölsku bergi brotinn, listamaður, sem lét eftir sig mörg merk listaverk. Millý fékk þó aldrei að vaxa upp við list hans og hæfileika, því hann lést áður en hún leit dagsins ljós, en listræna hæfileika hlaut hún í arf, þess ber merki öll hennar fagra handavinna, sem bæði prýddi heimili hennar og sýningar. Bróður átti Millý, Viktor, sem var tæplega þrem árum eldri, en hann lést um fermingaraldur. Ung fór Millý í fóstur til afa míns og ömmu, þeirra Jóns Benedikts- sonar og Marínar Gísla- dóttur, og ólst upp með móður minni, Sólveigu, systrunum Sigur- björgu, Sigurrósu og Helgu til sex ára ald- urs. Með Millý og móð- ur hennar voru ávallt miklir kær- leikar og studdi Millý móður sína af mikilli ósérplægni, þegar hún barðist við illvígan sjúkdóm, áður en yfir lauk, þannig var Millý. Við fjölskyldu Jóns og Marínar, hélt hún ávallt mikilli tryggð og var sem ein af systrahópnum, m.a. fór hún um miðjan fjórða áratuginn til Svíþjóðar, til þess að vera hjá Sigurbjörgu, sem þangað giftist lækninum Isak Unháll, yfirlækni á Hultafors Sanatorium þar í landi. Dætrum þeirra hjóna reyndist Millý sem náinn vinur og frænka og þannig var hún einnig okkur hinum í fjölskyldunni. Gæði henn- ar, gjafmildi og elska mun okkur aldrei úr minni líða og aldrei verða fullþakkað. Éftir heimkomuna frá Svíþjóð starfaði Millý lengst af við af- greiðslustörf og sinnti þeim, eins og öllu, sem hún tók að sér, með stakri prýði og lipurð. Framkoma hennar var afar fáguð og glæsileiki hennar sem ungrar konu leynir sér ekki á myndum frá þeim tíma. Síðustu árin bjó Millý í háhýsi við Austurbrún. Þar eignaðist hún nýja vini, var fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum og taka þátt í félagsstarfi aldraðra og allslags uppákomum, sem á boðstólum voru. Og nú er Millý farin af þess- um heimi. Hress og glöð bauð hún nágrönnum sínum í Austurbrún góða nótt. Þeir tóku eftir því næsta morgun, að hún hafði ekki sótt Morgunblaðið sitt. Þegar að var gáð, hafði hún ekki gengið til náða, hún hvíldi á gólfinu stutt frá sófan- um sínum, fallega klædd eins og ávallt og var sofnuð svefninum langa, sátt við alla menn. Eg, sem þetta rita, og sonur minn, Örvar, viljum láta f ljós þakk- læti okkar fyrir allt, sem Millý var okkur, þakka fyrir samverustund- irnar mörgu, fyrir hlýjuna og kær- leikann og fyrir þann trygga vin, sem við áttum í henni. Blessuð sé minning góðrar konu. Marín Sjöfn Geirsdóttir. FRIÐRIKKA MILLÝ MÚLLER BRYNJÓLFUR EIRÍKSSON + Brynjólfur Eiríksson fædd- ist í Sperðiahlíð í Arnarfirði 4. október 1913. Hann lést á Landspítalanum 8. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 16. janúar. HANN afi minn, Brynjólfur Eiríks- son, er látinn. Hann afi kom með ömmu Fríðu í heimsókn að kvöldi 7. janúar, í tíu ára afmæli dóttur okkar. Enginn hefði trúað því, er hann kvaddi okkur það kvöld, að maður stæði með tár í augum við dánarbeð hans snemma morguninn eftir. Þau orð sem koma upp í hugann er ég minnist afa míns eru orðin tillitssemi, skilningur og ástríki og vafalaust munu þeir er voru hjá okkur þetta kvöld geyma minning- una um samskipti hans og tæplega tveggja ára sonar okkar, Éiríks Arnar, stuttu áður en þau amma héldu heim í Hvassaleitið. Fram til tíu ára aldurs kom ég á hveiju sumri vestur til hans og ömmu Fríðu. Jafnvel þegar ég, líkt og margir aðrir, var að koma mér í vandræði, t.d. með prakkarastrik- um niðri á litlu bryggjunni á Bíldu- dal, mætti ég ástúð og skilningi hjá afa þegar hann leiddi mér fyrir sjón- ir hvað væri rétt og hvað rangt. Margs er að minnast frá heim- sóknum mínum til Bíldudals. Ég man hvernig það var að vakna í svefnherberginu þeirra ömmu og afa í Birkihlíð. Þar undi ég löngum við að fletta dönsku blöðunum hennar ömmu, hlusta á mávagargið úr fjörunni fyrir neðan húsið, eða horfa yfir spegilfagran fjörðinn og fylgjast með bátunum. Ég var held- ur ekki hár í loftinu þegar ég var farinn að biðja afa um að koma út í garð að „rota fisk“, en stór steinn var í garðinum við hliðina á húsinu, þar sem harðfiskurinn var barinn. Ég man ennþá, rúmum þrjátíu árum síðar, hvernig fiskflyksurnar flugu í allar áttir, er sleggjan marði rikl- inginn góða. Á sama hátt má ég enn í dag ekki finna ammoníakslykt án þess að sjá fyrir mér afa við kælivélarnar í frystihúsinu á Bíldu- dal, þar sem hann vann við vél- gæslu um langt skeið. Ég mun hafa átt það til að sitja úti á tröppum í Birkihlíð og bjóða öllum þeim sem framhjá gengu í kaffi til afa og ömmu. Þetta hef ég trúlega gert vegna þess að mér, Reykjavíkurbarninu, þótti merki- legt að amma og afi þekktu alla, og allir þekktu þau. Mörgum góðum vinum þeirra kynntist ég í þessum sumarheimsóknum. Hvort sem ég nefni Stjána og Ingu, er bjuggu framar í þorpinu, eða Árna og Auð- björgu, er bjuggu hinum megin við litlu þorpsgötuna, þá er þetta fólks, ásamt svo mörgu öðru, samofið þeim ljúfu endurminningum sem bundnar eru þessum hluta bernsk- unnar. Árið 1971 fluttu afi og amma til Reykjavíkur, í þann mund er við bræðurnir, níu og tíu ára gamlir, eignuðumst lítinn bróður. Þá var það enn sem fyrr hann afi Binni, sem skildi drenginn sem var að reyna að vera stóri bróðir, en var óöruggur vegna þeirra breytinga sem voru í vændum. Ég minnist þess einnig er mér, 11 eða 12 ára gömlum, áskotnaðist gamall og lú- inn ferðaplötuspilari. Seint mun gleymast hve vonbrigðin urðu sár þegar í ljós kom að gripurinn virt- ist ónýtur. Afi Binni hlýtur að hafa tekið eftir þessu, því hann bað um að fá að líta aðeins á hann. Nokkr- um dögum síðar kom hann með spilarann til baka, spegilfægðan og það sem meira var, í fullkomnu lagi. Mörg eru árin liðin síðan tengsl þessi mynduðust á milli okkar afa. Ég hef gengið í gegnum langskóla- nám, fyrst menntaskólann og síðan háskóla, bæði heima á íslandi og erlendis. Allan þann tíma hefur það verið mér sönn ánægja að ræða málin við afa Binna, ýmist sem jafn- ingi eða lærlingur. Gildir það jafnt um tæknileg mál, pólitík eða jafn- vel ýmis svið heimspekinnar. Þó við höfum á stundum ekki verið alveg sammála, hann afi minn og ég, þá var það ætíð jafn mikil unun að rökræða við hann. Ef einhvern tím- ann hefur verið til lýsandi dæmi sem sýnir að ekki þurfi langskólamennt- un til að standa jafnfætis, ef ekki framar flestum öðrum, þá var það hann Brynjólfur afi minn. Hér sit ég nú, í annarri heims- álfu, að leggja síðustu hönd á þess- ar minningar mínar og það eina sem brýst um í huganum er sú spurn- ing, hvernig lífið verði án þess manns sem hefur verið fyrirmynd mín fram að þessu. Guð blessi þig, afi minn. Brynjar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, KARLS KRISTJÁNS KARLSSONAR stórkaupmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkr- unarheimilinu Eir og oddfellowfélaga. Ingvar Jónadab Karlsson, Guðrún Soffía Karlsdóttir, Hildur Halldóra Karlsdóttir, tengdabörn, bernabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, FREYJU GEIRDAL, Austurgötu 18, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Gísli Sigurðsson, Svanur Geirdal, Una Guömundsdóttir, Sigurður Geirdal, Ólafía Ragnarsdóttir, Örn Geirdal, Þórhalla Stefánsdóttir, Eygló Geirdal, Georg V. Hannah, Ægir Geirdal, Lilja Jónsdóttir, Jóhann Geirdal, Hulda Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.