Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 16

Morgunblaðið - 02.02.1996, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Þorrablót á leik- skólanum í Grindavík Grindavík - Þorrinn gekk í garð sl. föstudag með bónda- degi. Krakkarnir á leikskólan- um í Grindavík halda í þjóðlega siði og heilsa honum með þorrablóti að þjóðlegum sið. Þegar fréttaritari leit við á föstudag var ekki annað að sjá en þeim líkaði það sem var á boðstólum, hvort sem um var að ræða súrsaðan lundabagga eða hákarl, sviðasultu eða slát- ur, allt smakkaðist það vel miðað við viðbrögðin. Morgunblaðið/Silli ÞEIR sem hlutu viðurkenningar, f.v. Guðrún Helgadóttir, Sigur- veig Gunnarsdóttir, Erna Dögg Þorvaldsdóttir, íþróttamaður Húsavíkur 1995, og Særún Jónsdóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi í Eyjum Stóriðjan aldrei nema ábót á atvinnulífið Vestmannaeyjum - Finnur Ing- ólfsson íðnaðar- og viðskiptaráð- herra efndi til almenns fundar í Vestmannaeyjum í gær undir yfir- skriftinni Ný tækifæri til atvinnu- sköpunar. Finnur flutti framsögu á fundinum þar sem hann rakti að hveiju verið væri að vinna á vegum ráðuneyta hans til að skapa tækifæri til atvinnusköpunar. Hann sagði að nú væri unnið að þremur meginverkefnum. í fyrsta lagi væri um að ræða Evrópuverkefni á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja. í öðru lagi væri það sem hann nefndi átak til atvinnusköpunar. Hann sagði að með því væri stefnt að því að hjálpa mönnum, sem hefðu góðar hugmyndir, að koma þeim í framkvæmd. Hingað til hefðu Húsavík - í virðulegum fagn- aði sem Völsungur boðaði til í Iþróttahöllinni um síðustu helgi tilkynnti formaðurinn, Ingólfur Freysson, kjör íþróttamanns Húsavíkur 1995 og var það Erna Dögg Þor- valdsdóttir, frjálsíþróttakona. Handknattleikskona ársins var kjörin Særún Jónsdóttir en Völsungsstúlkurnar urðu Islandsmeistarar í 5. flokki á síðasta ári. Titillinn Völsungur hugvitsmenn oft fengið fjárhags- aðstoð til að þróa uppfinningar sínar en síðan hefði vantað fjár- magn til að komast yfir loka- þröskuldinn og koma vörunni í framleiðslu og á markað. Markm- iðið nú væri að vinna að því að koma góðum hugmyndum í fram- kvæmd og fylgja þeim betur eftir en gert hefði verið. í þriðja lagi væri verkefni sem hann nefndi erlenda fjárfestingu. Hann sagði að íslendingar gætu aldrei byggt atvinnulífið á stóriðju, því hér yrðu lítil og meðalstór fyrirtæki alltaf það sem byggt yrði á. Stór- iðjan væri einungis ábót í þessum efnum. Því yrði að vinna að því að fá erlenda aðila til að leggja fjármagn í lítil eða meðalstór fyr- irtæki hér. ársins er veittur fyrir frábært starf að félagsmálum og þann titil fengu stúlkurnar Guðrún Helgadóttir og Sigurveig Gunnarsdóttir. Fleiri fengu viðurkenningar fyrir ýmislegt annað vel gert á árinu og Ingólfur þakkaði Kaupfélagi Þingeyinga fyrir sérstakan stuðning á liðnum árum og veitti hinum ýmsu deildum félagsins viðurkenn- ingar fyrir góðan stuðning. Finnur sagði að sitt mat væri það að ef efla ætti atvirinulífið á Islandi gerðist það ekki öðruvísi en að til kæmi samstarf fyrir- tækja, n'kisvalds og sveitarfélaga, því með góðu samstarfi þessara aðila væri auðveldast að ná ár- angri í þessum efnum. Arni Magnússon, aðstoðarmað- ur ráðherra, sem leiðir verkefnið Átak til atvinnusköpunar, rakti, að loknu erindi Finns, hvernig unnið yrði að verkefninu. Davíð Scheving Thorsteinsson, sem er formaður Evrópuverkefnis- ins, gerði síðan grein fyrir verkefn- inu sem hann sagði að fælist með- al annars í að styðja íslensk fyrir- tæki við að afla sér upplýsinga um málefni Evrópusambandsins, koma á sambandi og samstarfi milli íslenskra og erlendra fyrir- tækja og þátttöku þeirra í rann- sóknar- og þróunarverkefnum ásamt mörgu fleiru. Nefndi hann sem dæmi að íslenskt fyrirtæki, sem hefði einn og hálfan starfs- mann, hefði með stuðningi Evr- ópuverkefnisins náð í 20 milljóna króna styrk til verkefnis sem það ynni að. Að loknum framsöguerindum voru almennar umræður og fyrir- spurnir og tóku þingmennirnir ísólfur Gylfi Pálmason og Guðni Ágústsson þátt í þeim, en þeir voru í fylgdarliði ráðherra. Ráð- herra flutti síðan ávarp í lok fund- arins og svaraði fyrirspurnum. Um 60 manns mættu á fund iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem haldinn var í hádeginu og voru fundarmenn mjög ánægðir með fundinn. * Iþróttamaður Húsavíkur 1995 10-30% afsláttur af svefnsófum. 10-25% afsláttur af hvíldarstólum. 50% afsláttur af amerískum eldhúsboröum og stólum. 25% afsláttur af barnarúmum. Litir: Hvítur og rauöur. 30% afsláttur af amerískum handklæöum. * 30-50% afsláttur af ýmsum útlitsgölluðum svefnherbergishúsgögnum. Sófarúm meö dýnu og rúmteppasetti kr. 39.920. 10-50% afsláttur af rúmteppasettum og gardínum. Marco húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 533-3500 UNGLINGARNIR, sem fengu viðurkenningar fyrir góðar framfarir, ástundun og árangur. • • Einar Oder Magnússon valinn íþróttamaður Selfoss Selfossi - Einar Öder Magnús- son hestaíþróttamaður var kjörinn íþróttamaður Selfoss fyrir árið 1995 og fékk afhent- ar viðurkenningar sem fylgja þeirri útnefningu í hófi bæjar- stjórnar Selfoss sem haldið er árlega í tilefni þessa. Einar var valinn úr hópi afreksíþrótta- fólks á Selfossi sem tilnefnt er af íþróttafélögunum. Við þetta sama tækifæri afhenti Björn I. Gíslason, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, styrki til íþróttafélaga og deilda ung- mennafélagsins ásamt því að afhenda efnilegum unglingum viðurkenningar fyrir góðar framfarir, árangur og ástund- un í íþrótt sinni. EINAR Öder Magnússon, íþróttamaður Selfoss 1995, með viðurkenningar sem fylgja titlinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.