Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 28. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín Rússlandsforseti styrkist í skoðanakönnunum Ekkert lát á verkföllum Alnæmi Bandaríkin Nýttlyf þykir vænlegt NÝTT alnæmislyf, ritonavir, sem gerðar hafa verið tilraunir með í sjö mánuði, þykir lofa góðu, að sögn The New York Times í gær. Dánartíðni meðal sjúklinga sem tóku lyfið hefur minnkað um nær helming og sama er að segja um ýmsar alvarlegar aukaverkanir sjúkdómsins. Skýrt var frá tilraununum á ráð- stefnu vísindamanna í Washington á fimmtudag. „Sjúklingar verða að fá að vita að þetta lítur vel út, öll teikn ýta undir bjartsýni og það er rangt að halda aftur af henni,“ sagði dr. William Paul, sem er yfir- maður bandarískrar stofnunar er stjórnar alnæmisrannsóknum. Paul og fleiri sérfræðingar vara þó við að útilokað sé að slá ein- hverju föstu um það núna hve var- anlegur batinn sé. Einkum þurfi að kanna hvort öflugri afbrigði al- næmisveirunnar hafi náð yfirhönd- inni meðan á tilráununum stóð en það gæti valdið því að árangurinn yrði lítill til lengri tíma. Er minnt. á bjartsýni sem lyfið AZT olli en það reyndist ekki draga úr sjúk- dómseinkennum nema tímabundið. ekki verið greidd um langt skeið og krefjast verkfallsmenn tafar- lausra úrbóta. Námumenn segja að um 750.000 manns taki þátt í aðgerðunum, hundruð þúsunda manna hafa einnig lagt niður störf í úkraínskum námum. Borís Jeltsín forseti hefur bætt nokkuð stöðu sína í skoðanakönn- unum, hann fær 10% stuðning í nýrri könnun og er þriðji í röðinni af væntanlegum frambjóðendum til forsetakjörs. Hæstur er Gennadíj Zjúganov, leiðtogi komm- únista, með 17,1% en annar er umbótasinninn Grígórí Javlínskíj með 11,3%. Rússlandsforseti ræddi í gær við forseta dúmunnar, kommúnistann Gennadíj Seleznjov, og var mark- rniðið að bæta samskipti þings og ríkisstjórnar. Jeltsín mun hafa tjáð Seleznjov að lagðar yrðu fram til- lögur um friðarumleitanir í Tsjetsjníju á næstunni en ekki var nánar greint frá innihaldinu. ■ Sovétríkin endurreist/18 Reuter SARAJEVO-búar bíða eftir vinum og ættingjum við Brú bræðralags og einingar sem tengir hverfi á valdi Serba við miðborgina. Umferð almennings um brúna var heimiluð í gær. Þúsunda manna enn saknað í Bosníu-Herzegóvínu Fjarskipta- hömlur upprættar Washington. Reuter BANDARÍKJAÞING hefur sam- þykkt sögulegt frumvarp um breyt- ingar á fjarskiptalögum sem rífur upp með rótum 62 ára gamlar samkeppnis- hömlur. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagðist myndu staðfesta frumvarpið með mikilli ánægju þar sem það skipti sköpum við Clinton að leggja upplýs- ingahraðbrautina sem vísa myndi allri bandarísku þjóðinni veginn mót aukinni velmegun. „Neytendur munu njóta lægri afnotagjalda, betri þjónustu og aukinna valkosta hvað varðar síma og sjónvarpsþjónustu ásamt því sem þeir munu áfram eiga kost á að njóta ólíkra sjónarmiða og skoð- ana í útvarpi, sjónvarpi og prent- miðlum,“ sagði í yfirlýsingu Clint- ons forseta eftir samþykkt frum- varpsins. Newt Gingrich, forseti fulltrúa- deildarinnar, sagði að líklega hefði engin þingsamþykkt síðari tíma haft í för með sér jafn mikla at- vinnusköpun og þetta frumvarp ætti eftir að leiða til. ■ Atvinnuskapandi/19 Reuter Taminn til veiða VEIÐIMAÐUR í Kazakstan stendur uppi á klettadrangi í grennd við höfuðborgina Alm- aty og sleppir tömdum veiðierni sínum. Fuglinn færir húsbónda sínum ýmis smádýr. Gömul hefð er fyrir veiðiskap af þessu tagi í landinu er minnir á fálkaveiðar evrópskra aðalsmanna fyrr á öldum. íslenskir veiðifálkar voru þá eftirsóttir og taldir ger- semi. Moskvu. Reuter. FULLTRÚAR kolanámumanna og iðnjöfra í Rússlandi áttu í gær fund með Vladímír Kadanníkov aðstoðarforsætisráðherra sem fer með efnahagsmál, en fátt benti til þess að mikill árangur hefði orðið af viðræðunum. Sagði þing- maðurinn Vladímír Katalníkov, sem er í sambandi kolanámu- manna, að verkföllum yrði haldið áfram. Vinna lá niðri í 124 námum í gær, að sögn Merfax-fréttastof- unnar. Laun hafa í sumum tilvikum Tuzla, Washington. Reuter. KONUR úr röðum múslimskra flóttamanna frá Srebrenica grýttu bíla, hindruðu umferð og brutu rúð- ur í stjórnsýsluskrifstofum Tuzla- borgar í gær. Þær kröfðust þess að haft yrði uppi á týndum eiginmönn- um þeirra. Úm 8.000 menn hurfu í Srebrenica er herir Bosníu-Serba tóku borgina í fyrra, hún hafði áður verið lýst verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Telja flestir heimildar- menn að mennirnir hafi verið myrt- ir og grafnir í fjöldagröfum. Kon- urnar hafa efnt til harkalegra mót- mæla undanfarna daga í Tuzla. Fulltrúar Rauða krossins sögðust hafa fundið 88 óskráða serbneska fanga í fangelsi Bosníustjórnar í Tuzla í gær. Þetta er nokkur álits- hnekkir fyrir stjórnina í Sarajevo en hún hafði áður meinað eftirlits- mönnum Rauða krossins að skoða fangelsið. Bosníu-Serbar slepptu í gær 13 múslimum sem þeir höfðu haldið í fjósi nálægt Tuzla. Bandaríkjastjórn hefur verið óánægð með tregðu Serba, Króata og múslima til að láta stríðsfanga lausa eins og kveðið er á um í Day- ton-samkomulaginu og Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Sarajevo í dag til að knýja á um að samkomulagið verði virt. Samkvæmt samkomulaginu áttu fylkingarnar þijár að láta alla stríðs- fanga sína lausa ekki síðar en 19. janúar. Bosníustjórn hefur neitað að virða þetta ákvæði fyrr en Serb- ar veiti upplýsingar um örlög þús- unda múslima sem saknað er á serb- nesku yfirráðasvæði. Vopnasölubann brotið? Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post hafði í gær eftir saudi-arab- ískum embættismanni að Saudi- Arabar hefðu fjármagnað kaup á vopnum sem hefðu verið afhent her Bosníustjórnar með þegjandi sam- þykki og stuðningi Bandaríkja- stjórnar. Stjórnvöld í Washington vísuðu þessum fréttum á bug og sögðu að ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna um vopnasölubann hefði verið hlítt til fullnustu. Hættuleg litarefni Kaupmannahöfn. Reuter. ÞJOFUR í Esbjerg var óhepp- inn í vikunni er hann braust inn hjá slátrara að næturlagi. Hann rann til og datt í ámu með rauðu Iitarefni. Efnið er notað til að lita pylsur, sagt vera mjög traust og lítil hætta á að það máist af á næstunni. Að sögn Ritz- au-fréttastofunnar telur lög- reglan í Esbjerg góðar horfur á að maðurinn náist fljótlega. Múslimar frá Sre- brenica mótmæla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.