Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 19

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 19 ERLENT Bandaríkjaþing samþykkir sögulega breytingu á fjarskiptalögum Tadsjikistan Lög sögð boða mestu at- vinnuaukningu síðari tíma Washington. Reuter. BAÐAR deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt sögulegt frumvarp um breytingar á fjarskiptalög- um sem rífur upp með rótum 62 ára gamlar samkeppnishömlur. Það er samdóma álit sérfræð- inga að lagabreytingin eigi eftir að leiða til þess að milljónir nýrra starfa skapast í fjarskipaiðn- aði á næstu 10 árum eða svo. Sagði Newt Gingrich forseti fulltrúadeildarinnar að engin lagasetning á þessari öld jafnaðist á við þessa hvað atvinnusköpun varðaði. Að sögn _formælenda frumvarpsins eiga nýju lögin eftir að leiða til mikillar samkeppni kapal-, síma- og útvarpsfyrirtækja með þeim hætti að neytendur munu geta valið úr fjölbreyttu fram- boði er fyrirtækin keppast við að færa skemmti- efni, fréttir og annan fróðleik inn á heimilin. Kapalsjónvarpsstöðvar gætu t.a.m. farið út í rekstur símaþjónustu og símfyrirtæki út í sjón- varpsrekstur. Óllum hömlum á eignarhaldi verður aflétt þannig að eitt fyrirtæki getur átt ótakmark- aðan fjölda sjónvarpsstöðva og ná til allt að 35% sjónvarpsáhorfenda en i dag er eignarhald há- markað við 12 sjónvarpsstöðvar og dreifmgu til 25% áhorfenda. Sömuleiðis hefur öllum hömlum varðandi fjölda útvarpsstöðva, sem fyrirtæki má eiga, verið af- létt með frumvarpinu. Lögin skylda svæðisbundin símafyrirtæki til að opna dreyfikerfi sín þannig að neytendur munu í fyrsta sinn geta valið milli fyrirtækja er selja innanbæjar- og svæðisbundna símaþjónustu. Langlínufyrirtækjum, kapalsjónvarpsfyrirtækj- um og öðrum opnast því aðgangur að markaði sem veltir 93 milljörðum dollara, jafnvirði 6.138 milljarða króna, og hefur undanfarið verið einok- aður af svonefndum Baby Bell-símafyrirtækjum. Söniuleiðis opna lögin Baby Bell-fyrirtækjun- um leið inn á langlínumarkaðinn, sem veltir 67 milljörðum dollara, jafnvirði 4.422 milljarða króna, og verið hefur þeim lokaður frá 1984 er Bell-einokunarfyrirtækið var leyst upp. Lögin voru samþykkt með 414 atkvæðum gegn 16 í fulltrúadeildinni og 91 gegn 5 í öldunga- deildinni. „Við getum sagt að fyrsti dagur upplýs- ingaaldarinnar sé genginn í garð,“ sagði repúblik- aninn Jack Fields, fulltrúadeildarmaður frá Tex- as og einn af helstu hvatamönnum lagasetningar- innar. Uppreisn- arlið flýr Dushanbe. Reuter. UPPREISNARSVEIT í Tadsjikistan hörfaði í gær undan stjórnarher- mönnum eftir að hafa sótt fram í átt að höfuðborginni, Dushanbe, til að krefjast þess að stjórn sovétlýð- veldisins fyrrverandi færi frá. Hermennirnir eru undir stjórn ofurstans Makhmoud Khúdoj- berdjev og voru um 15 km frá höf- uðborginni þegar stjórnarhermenn stöðvuðu þá. Uppreisnarmennirnir eru enn hallir undir forseta landsins, Imo- mali Rakhmanov, en saka stjórnina um spillingu og segja hana ekki hæfa til að stjórna landinu. Rakh- manov sagði að uppreisnin jafngilti tilraun til valdaráns en kvaðst reiðu- búinn að hefja samningaviðræður við uppreisnarmennina ef þeir legðu niður vopn. Segja ekki neyð í N-Kóreu JAPANIR segja enga hung- ursneyð yfirvofandi í Norður- Kóreu og ætla ekki að senda þangað fjárhagslega aðstoð eða matvæli, að sögn tals- manns utanríkisráðuneytisins í Tókíó. Hann sagði að fulltrú- ar Bandaríkjanna, Suður- Kóreu og Japans hefðu komist að þeirri niðurstöðu á fundi í Hawaii í síðasta mánuði, að ástandið í Norður-Kóreu væri alvarlegt en hungursneyð væri ekki hægt að kalla það. Þá hefðu Norður-Kóreumenn enn ekki sótt öll hrísgijónatonnin 500.000 sem Japanir gáfu þeim í fyrra vegna flóða. Tilraun Cill- ers tekst ekki TANSU Ciller forsætisráð- herra Tyrklands hefur gefist upp við tilraunir til þess að mynda samsteypustjórn tyrk- nesku íhaldsflokkanna. Kemur næst að Mesut Yilmaz, leið- toga Föðurlandsflokksins, að freista stjórnarmyndunar. Gafst Ciller upp er hann hafn- aði í gær öllum hugmyndum að skipan nýrrar stjórnar flokkanna tveggja. Stjórnar- kreppa hefur verið í Tyrklandi frá því samstarf Cillers og Yilmaz sprakk í september. I kosningum í desember fékk flokkur múslima flest þingsæti og vilji íhaldsflokkarnir ekki starfa saman verða þeir að leita á náðir múslima. Brodskíj verði grafinn í Rússlandi BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti og Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra gengu í gær til liðs við hóp þingmanna og rithöfunda sem vilja beita sér fyrir því að útför rithöfundar- ins og Nóbelsskáldsins Josephs Brodskíj, sem lést í New York í síðustu viku, fari fram í Pét- ursborg þar sem hann fæddist og ólst upp. Rúslan Dzhopúa, leiðtogi PEN-klúbbsins í Moskvu sagði þetta vera áróð- ursbragð Jeltsíns vegna for- setakosninganna í sumar. Taldi Dzhopúa að ítölsk ekkja Brodskíj myndi leggjast gegn greftrun í Rússlandi. Yerkamannaflokkurinn vinnur sigur í aukakosningum í N orður-Englandi Oruffffur siffur þrátt fvrir andbyr London. Reuter. OO O ^ •7 «7 BRESKI Verkamanna- flokkurinn vann öruggan sigur í aukakosningum í kjördæminu Hemsworth í Norður-Englandi á fimmtudag. Kjördæmið hefur verið öruggt vigi flokksins um langt skeið en frammámenn hans höfðu þrátt fyrir það áhyggjur af útkomunni þar sem flokkurinn hefur átt undir högg að sækja í umræðunni síðustu vikur, ekki síst vegna deilna um stefnuna í menntamálum. Frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Jon Trickett, jók hins vegar fylgi flokksins úr 70,84% i síðustu kosning- um í 71,92% atkvæða. Ihaldsmenn fengu einungis 8,83% atkvæða og hafa ekki fengið minna fylgi í kjördæminu í tuttugu ár. Flokkurinn SLP, sem stofnaður var af Arthur Scargill, leiðtoga námu- manna, fékk 5,42% at- kvæða. í vanda vegna Harman John Prescott, aðstoðarleiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að umræðan um þá ákvörðun Harriet Harman, er fer með menntamál í skuggaráðuneyti ' Verkamanna- flokksins, að senda son sinn i einka- skóla á sama tíma og flokkurinn berst gegn slíkum skólum, hefði ekki haft áhrif á kjósendur. Brian Mawhinney, formaður íhaldsflokksins, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur af úrslitunum. Kjördæmið hefði ávallt verið vígi Verkamannaflokksins og kjörsókn einungis 39,5%. Major í ham íhaldsmenn hafa reynt að nýta sér Harman-málið til hins ítrasta og saka Verkamannaflokkinn um hræsni á mörgum sviðum. John Major forsætisráðherra er talinn hafa staðið sig mjög vel í þinginu síðustu daga, þar sem hann hefur haldið uppi hörðum árásum á Tony Blair. Það styrkir einnig stöðu Majors að áhrifamikil nefnd þingmanna samþykkti á fimmtudag að ekki yrði gerð tilraun til að efna til nýs leiðtogakjörs fyrr en að loknum næstu þingkosningum. Búist er við að íhaldsflokkuririn bíði afhroð í sveitarstjómakosningum í maí og vilja þingmennirnir með þessu koma í veg fyrir vangaveltur um stöðu Majors eftir kosningarnar. Jon Mitchell UTSÖLU-TILBOÐ LITAVERS | g sending eggfóðri og veggfóðursborðu Stigahúsateppi frá kr. 1.353,- Gólfdúkur frá kr. 856,- Stök teppi frá kr. 2.100,- Keramik gólf- og veggflísar frá kr. 1.581,- Filtteppi frá kr. 34S margir litir íslensk málning - já takk! Harpa - Sjöfn - Málning og Slippfélagið -15% afsláttur. Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? Annað: afsl. Dreglar 20% Linoleum 25% Gegnheill vinyldúkur 20% • Stofuteppi 20-30% Crown málning 448 kr. pr. lítra H m Visa og Euro raðgreiðslur til 18 mán. Opið: Laugardag kl. 10-16 (teppadeild) Laugardaga og sunnudaga kl. 10-17 (málningardeild) GRENSÁSVEGI 18 • SÍMI 581 2444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.