Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 20

Morgunblaðið - 03.02.1996, Side 20
20 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Útsala á kjúklingum hjáKÁ ÞESSA dagana stendur yfír út- sala á kjúklingum hjá verslunum KÁ. Kílóið kostar 398 krónur og útsalan stendur á meðan birgðir endast. Leggið ryðg- uð áhöld í edik NÝLEGA rákumst við á húsráð í dönsku tímariti. Lesendum var ráð- lagt að leggja leggja ryðguð áhöld í bleyti í edik yfir nótt. Að morgni eru áhöldin tekin upp og þá á að vera hægt að ná ryðblettum af. Smyrjið verkfærin síðan með olíu og áhöldin eiga að vera sem ný. Silfrið pússað með álpappír og matarsóda ÞEIR sem ekki eiga sérstakan silfur- fægilög geta prófað gamalt húsráð. Leggið álpappír í botninn á potti og þar ofan'á nokkrar skeiðar af mat- arsóda. Setjið hnífapörin eða það sem þrífa á í pottinn og látið vatn fljóta yfir. Sjóðið í nokkrar mínútur. Skolið með köldu vatni og nuddið með þurrum og mjúkum klút. Ekki henda af- gangskartöflum I LOK máltíðar vilja margir henda afgangskartöflum. Það er hinsvegar ástæðulaust því auðvelt er að nýta þær í matargerðina. Bætið þeim í vöffludeigið, í kjöthakkið, brauð- deigið eða skerið í teninga og setjið í súpu. Snobb púði 50x60 cm Þessir spennandi hiutir eru á sérstöku tilboði meðan birgöir endast, en aðeins um helgina. Opið frá 10-17 laugardag og 13-17 sunnudag. fyrir fólkið í landinu Holtagöröum viö Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850 Arnadal rúm 160x200 cm án dýnu OQ NEYTENDUR Andlitsfarði til vemdar húðinni KLEÓPATRA, Egyptalands- drottning, málaði sig ekki með svörtum strikum í kring- um augun fyrir hégómaskap heldur gerði hún það til dýrð- ar guðunum. Það var hins vegar ekki fyrir tilviljun að augnmálning var talin guðum þóknanleg í þá daga. Liturinn innihélt nefnilega sótthreins- andi efni og því voru minni líkur á að konur fengju sýk- ingu i augun. Kleópatra, sem var uppi frá 69 til 30 fyrir Krists burð, var auðvitað ekki fyrsta kon- an sem snyrti sig. Konur hafa gert það frá aidaöðli og gera enn þó snyrtivörur hafi í gegnum tíðina verið mismikið í tísku. Til- gangurinn er lík- lega ekki sá sami nú og þegar Kle- ópatra var við völd enda eru til betri sýkinga- varnir nú en þá. Þar á ofan er ósennilegt að margar nú- tímakonur máli sig fyrir Guð. Rétt notaður farði til verndar Margar konur nota andlitsfarða og aðrar snyrtivörur á hverjum degi og finnst þær jafnvel ekki komnar á ról fyrr en þær eru búnar að mála sig. Aðrar standa hins vegar í þeirri trú að ekki eigi að nota farða nema til spari, annað sé húðinni óhollt. Alma Guðmundsdóttir, deildarstjóri snyrtibrautar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, segir að rétt notaður farði geri húðinni ekki mein heldur verndi hana gegn ýmsum umhverfisáhrif- um. „Það á ekki síst við hér á íslandi þegar veður er kalt því þá erum við að fara til skiptis inn í hlý hús og út í kuldann. Farðinn ver húðina fyrir þessum hitamismun." Þá segir hún að flestir and- litsfarðar innihaldi vörn gegn útfjólubláum geislum og sumir séu jafnvel nærandi. Farði í samræmi við húðgerð „Það verður hins vegar að velja farða í samræmi við húðgerð. Konur með feita húð eiga að nota farða með vatnsgrunni. Þær mega ekki nota farða með kremgrunni því þeir eru feitir og geta verkað stiflandi. Feit húð framleiðir of mikið af fitu og feitur farði kemur í veg fyrir að fitan komist upp á yfir- borðið,“ segir _____________ Alma og bætir við að farðar fyrir konur með feita húð hafi þróast mjög hratt á und- anförnum árum og þeir séu mun betri nú en fyrir tiltölu- lega fáum árum. „Hér áður fyrr áttu konur með feita húð erfitt með að nota farða því hann glansaði svo. Þær þurftu að púðra sig í sífellu til að halda áferðinni mattri. Nú er það liðin tíð og úrvalið af farða fyrir þessar konur er orðið mjög mikið. Það eru til farðar fyrir þær sem eru Það er margs að gæta þegar kaupa á and- litsfarða enda úrvalið mikið. María Hrönn Gunnarsdóttir kynnti sér hvernig farðar hafa þróast undanfarin ár og hvers beri að gæta við notkun þeirra. KLEÓPATRA, Egyptalandsdrottning, í túlkun Elísabetar Taylor árið 1962. 70 og jafnvel 80 hundraðs- hlutar vatn.“ Konur með þurra húð eiga aftur á móti að nota farða með kremgrunni sem næra húðina. Brýnt að hreinsa húðina vel Farðar eru nú fáanlegir í mjög miklu úrvali. Fyrir utan þau fjölmörgu vörumerki sem eru á markaðinum eru þeir til í nokkrum gerðum. Til eru mismunandi þunnfljólandi kremkenndir farðar, kökuf- arðar og púðurfarðar. Yfir- leitt er mælt með því að nota þunnfljótandi kremkenndan farða dags daglega en púðurf- arðinn þykir ágætur til að hafa í veskinu til að fríska upp á förðunina, til dæmis þegar verið er að skemmta sér. Sér- stakur vatnsheldur lýtafarði er síðan til og er hann ætlað- ur þeim sem hafa áberandi lýti svo sem val- brá eða ljót ör. Hann þarf fólk að læra að nota svo að vel takist til. Snyrtivörur á að geyma á köldum stað Að sögn Ölmu er mjög mikilvægt að hreinsa farðann af á hverju kvöldi með hreinsimjólk og andlitsvatni eða mildri andlitssápu. Hreinsivörur þarf að velja í samræmi við húðgerð. Vatn dugi ekki eitt og sér til að ná farðanum af. Ef þessu sé ekki sinnt sem skyldi sé farði alls engin vörn fyrir húðina held- ur til skaða. Endurnýja snyrtivörur reglulega Rannveig Pálsdóttir, húð- sjúkdómalæknir, segir að al- mennt séu evrópsk starfs- systkini hennar ekki andvíg því að konur noti andlitsfarða og að þeir banni sjúklingum sínum sjaldnast að nota hann. Þeir sýni því alla jafna skiin- ing að konur sem hafi slæma húð noti farða til að fela lýtin enda skili það sér gjarnan i því að þeim líður betur and- lega. Rannveig segir þó að það sé mögulegt að sumir farðar séu betri en aðrir og að hún ráðleggi fólki með húðsjúkdóma að nota ekki kökufarða daglega. „Aður fyrr var farðinn feitari og þéttari en nú er og verri fyrir húðina,“ segir Rannveig og bætir við að tíðar- andinn hafi einnig breyst og að nú þyki sjálfsagðara að nota farða. Þá segir hún að leiðbeina þurfi kon- um hvernig nota eigi farða og hún minnir á að mikilvægt sé að snyrtivörur séu’end- urnýjaðar reglulega því þær endist ekki að ei- lífu. Best sé að geyma þær á köldum stað og ekki yfir baðherbergisofninum. Að sögn Ölmu fer það ekki á milli mála hvenær snyrti- vörur eru orðnar of gamlar. Þær þráni og það sé auð- fundið á lyktinni. Góður siður sé að dýfa fingr- um aldrei ofan í krukkurnar heldur nota spaða. Sumar snyrtivörur eru settar á sprautubrúsa til að koma í veg fyrir mengun vörunnar og þá innihalda þær gjarnan minna af rotvarnarefnum en aðrar snyrtivörur. Mikill munur á gæðum farða Sesselja Sveinbjörnsdóttir, snyrtifræðingur hjá David Pitt hf., segir að mjög mikill munur sé á gæðum andlits- farða. Hún segir að alla jafna séu ódýrir farðar síðri en þeir dýru enda hafi snyrti- vörufyrirtækin lagt út í mik- inn kostnað við að þróa vör- una. „Aður voru farðar mjög grófir og hráir. Litakornin voru misstór og oddhvöss. Þau rispuðu og ertu húðina og drógu til sín raka svo húð- in þornaði. Konur voru eins og með grímu en þegar leið á daginn varð áferðin ójöfn og húðin flekkótt.“ Sesselja segir að góðir farðar séu mjög frábrugðnir grófu, gömlu förðunum. Stærð ___________ litakornanna sé fjórðungi minni en gamla farðans og yfirborð þeirra mun sléttara. Auk þess séu litakornin í þeim húðuð með efnum sem koma í veg fyrir að þau gangi inn í húð- ina sem og efnum sem gefi húðinni mjúka og líflega áferð. Sumir farðar innihaldi jafnvel vörn geng mengun en í ljós hefur komið að hún á oft sök á óhreinindum í húð og öðrum húðvandamálum. Andlitsfarðar eru mun betri nú en áður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.