Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.02.1996, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐSKIPTIVIÐ ERLEND FISKI- SKIP MIKILVÆG VORIÐ 1992 felldi Alþingi úr gildi lögin frá 1922 um bann við löndunum erlendra fiskiskipa í íslenzkum höfnum. Þau voru löngu úrelt orðin, m.a. vegna útfærslu landhelginnar og breyttrar veiði- og siglingatækni. Þótt ekki sé lengri tími liðinn frá afnámi löndunarbannsins er þegar ljóst, að komur erlendra fiskiskipa til hafna hér á landi skapa þjóðfélaginu verulegar tekjur og atvinnu. Aflvaki hf., Reykjavíkurhöfn og Hafnarfjarðarhöfn hafa látið vinna skýrslu um komur erlendra fiskiskipa, þjóðhags- legan ávinning og aðgerðir til að fjölga þeim. Þar kemur m.a. fram, að tekjur þjóðarbúsins af löndunum erlendra fiskiskipa árið 1994 hafi verið um fjórir milljarðar króna og orðið hafi til um 580 störf í landinu vegna þeirra. Áætlað er, að eitt starf verði til fyrir hver 50 tonn, sem erlend skip landi hér. Alls voru komur erlendra fiskiskipa 1994 265 talsins, eða að jafnaði ein hvern virkan dag árs- ins. Áætlað er, að hver löndun færi þjóðarbúinu 15-16 milljónir króna í tekjur og þar af nemi vinnsla aflans um 11,5 milljónum, en allt að 4,5 milljónir séu greiddar fyrir hvers konar kaup á vörum og þjónustu. Sérstaka athygli vekur, hversu lítinn kost skipin kaupa hér á landi, svo og viðgerðaþjónustu. Áætlað er í skýrslunni, að með skipulögðum aðgerðum megi tvöfalda landanir erlendra fiskiskipa, en það myndi færa þjóðarbúinu um 8 milljarða á ári og nær 1.200 störf. Tillögur eru lagðar fram í skýrslunni um aðgerðir við þetta verkefni, m.a. að innlendir fiskmarkaðir geti miðlað erlendum afla eins og innlendum, möguleikar verði skapað- ir til að auka sölu vista, rekstrarvöru, viðgerða og vara- hluta. Þá verði rutt burtu laga- og kerfishindrunum, sem ennþá draga úr komu erlendu skipanna. Loks verði unnið að kynningar- og markaðsmálum til að vekja athygli á íslandi sem alhliða þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. Augljóst er, hversu mikilvæg þessi starfsemi er þegar orðin fyrir landsmenn. Hún teygir arma sína vítt um þjóðfé- lagið. Einskis á að láta ófreistað til að auka viðskiptin við erlendu fiskiskipin og greiða götu þeirra eins og kostur er. EFNAHAGSVANDI í ÞÝZKALANDI HUGUM flestra eru Þjóðveijar agáðir, hagsýnir og vinnu- samir. Engu að síður eiga þeir við efnahagsvanda að stríða. Atvinnuleysi hefur farið vaxandi, hagvöxtur hefur verið neikvæður og ijárlagahalli hefur verið töluverður. Fjárlaga- hallinn veldur því m.a. að Þjóðverjar uppfylla ekki skilyrði fyrir þátttöku í peningalegum samruna Evrópuríkja, EMU. Og án þátttöku þeirra er ekki talinn efnahagslegur grund- völlur fyrir sameiginlegum gjaldmiðli. Þýzka kerfið hefur um áratugaskeið byggt á blönduðu markaðshagkerfi, velferðarkerfi og umfangsmiklu samráði hagsmunaaðila í atvinnu- og efnahagslífi. Kerfið hefur smám saman dregið úr samkeppnishæfni þýzks atvinnulífs, m.a. vegna hækkandi launakostnaðar. Þýzkaland hefur einnig, eins og fleiri Evrópuríki, byggt upp velferðarkerfi, sem kostar nú orðið meira en greiðslugeta samfélagsins stendur undir. Síðast en ekki sízt hefur kostnaður vegna sameiningar A- og V-Þýzkalands og uppbyggingar í eystri hlutanum reynzt mun meiri en ráð var fyrir gert. Þýzk fyrirtæki benda gjarnan á þá staðreynd, að laun í Bretlandi eru aðeins tveir þriðju hlutar af því sem þau eru í Þýzkalandi og launatengd gjöld aðeins þriðjungur. Frídag- ar brezkra launþega eru og mun færri en launþega í Þýzka- landi og vinnudagur lengri. Um það bil þúsund þýzk fyrir- tæki hafa af þessum sökum opnað útibú í Bretlandi og á þeirra vegum hafa rúmlega hundrað þúsund Bretar at- vinnu, á sama tíma sem fjórar til fimm milljónir Þjóðverja ganga atvinnulausar. Þýzk stjórnvöld hafa sett fram tillögur í fimmtíu liðum um viðamiklar aðgerðir í efnahagsmálum, er miða að því að bæta samkeppnishæfni þýzks atvinnulífs, auka hagvöxt og fjölga störfum. Tillögurnar fela í sér skattalækkanir hjá atvinnulífinu og lægri greiðslur þess til félagslegra trygginga. Tillögurnar miða og að því að þróa velferðarkerf- ið að greiðslugetu samfélagsins og ná niður fjárlagahalla, þann veg, að Þýzkaland uppfylli skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í peningalegum samruna Evrópuríkja. * Nýsköpunarverðlaun forseta Islands afhent í dag Sjö verkefni eru tilnefnd Sjö verkefni eru tilnefnd til Nýsköpunarverð- launa forseta íslands, sem afhent verða í fyrsta sinn í dag fyrir framúrskarandi vinnu við verkefni, sem notið hefur styrks úr Nýsköpun- arsjóði námsmanna. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér verkefnin og ræddi við nokkra þá námsmenn, sem unnu að þeim. Morgunblaðið/Kristinn ALLS voru sjö verkefni valin úr stórum hópi nýsköpunarverkefna, sem til greina komu. Að baki þessum verkefnum standa níu námsmenn, sem allir nutu styrkja úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Nýsköpunarverðlaun forseta íslands, sem nýlega var stofnað til að frumkvæði Stúdentaráðs HÍ, verða afhent í fyrsta sinn í dag. Frú Vig- dís Finnbogadóttir afhendir verð- launin og fer afhendingin fram við upphaf Háskólahátíðar, vetrarbraut- skráningar kandídata frá Háskóla íslands, í Háskólabíói. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi úr- lausn og vinnu við verkefni, sem notið hefur styrks úr Nýsköpunar- sjóði námsmanna. Alls sjö verkefni hljóta tilnefningu, en þau voru valin úr stórum hópi nýsköpunarverkefna, sem til greina komu. Sérstök dóm- nefnd hefur lagt mat á verkefnin. Formaður dómnefndar er Sigmundur Guðbjarnason formaður Rannsókn- arráðs íslands. Aðrir dómnefndar- menn eru Sveinn S. Hannesson fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins' og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur nýlokið sínu fjórða starfsári. Á þessum stutta tíma hefur sjóðnum tekist að ávinna sér nafn og gott orð fyrir vinnu þeirra mörg hundruð námsmanna, sem starfað hafa á hans vegum og niðurstöður verkefn- anna, sem þeir hafa leyst af hendi. Á síðasta ári fékk sjóðurinn 25 millj- ónir króna til ráðstöfunar. Fimmtán milljónir komu úr ríkissjóði og 10 frá Reykjavíkurborg. Fyrir þá fjármuni fengu um 150 námsmenn vinnu við um 150 verkefni. Tugir fyrirtækja, ijöldi stofnana og allar háskóladeild- ir HÍ tengjast verkefnunum. Hlutur annarra skóla á háskólastigi eykst einnig með hveiju ári. Verkefni á vegum sjóðsins hafa haft beina hagnýta þýðingu hjá tug- um fyrirtækja og stofnana auk þess sem rannsóknarniðurstöður hafa lagt til þekkingu á nær öllum fræða- sviðum, sem lögð er stund á hér á landi. Þrátt fyrir ungan aldur sjóðs- ins er dæmi um að verkefni á vegum sjóðsins hafi leitt af sér vöru, sem þegar er farið að framleiða og mark- aðssetja. Meðallaunakostnaður vegna vinnu námsmanns á vegum Nýsköpunarsjóðs er lægri og í sum- um tilfellum mun lægri en kostnaður sveitarfélags yrði við að veita honum atvinnubótavinnu. Stefnt er að efl- ingu sjóðsins á næstu árum enda sameinast í honum margt af því sem menn hafa sammælst um að leggja áherslu á, svo sem menntun, rann- sóknir, nýsköpun og virkjun hugvits og mannauðs. En lítum nú á þau sjö verkefni, sem tilnefnd hafa verið til verðlaunanna. Ráðgjafarforrit fyrir vinnslustjóra Verkfræðinemarnir Pétur Snæ- land, Kristján Guðni Bjarnason og Rúnar Birgisson unnu að hönnun og smíði söluhæfrar frumgerðar ráð- gjafarforrits, sem nýst gæti við vinnslustjórnun og vöruþróun í bita- vinnslu. Að sögn Péturs þróaðist hugmyndin upp úr meistaraprófs- verkefni Rúnars eftir að þeir félagar höfðu komist á snoðir um að þörf væri fyrir slíkt forrit á markaði. „í ljósi þess að þörf var fyrir svona hjálpartæki við ákvarðanatöku í frystihúsum og vegna þess að bita- vinnsla er þar vaxandi atvinnugrein til að hámarka afrakstur af hveiju veiddu kílói, þá ákváðum við að halda áfram með tölfræðileg líkön á fisk- flaki sem við kynntumst í námi úti í Danmörku og sóttum til þess verks um styrki." Pétur og Kristján Guðni munu væntanlega báðir ljúka mast- ersnámi í verkfræði við HÍ á árinu, en Rúnar lauk sínu mastersnámi sl. haust. Þeir unnu að þróun forritsins sl. sumar í því augnamiði að koma því á markað og ákváðu þá sömuleiðis að leita eftir samstarfi við starfandi vöruþróunardeildir og fyrirtæki í fiskvinnslu, m.a. Þróunarsetur ÍS, frystihús KEA á Dalvík og Meitilinn í Þorlákshöfn til þess að komast að því frá fyrstu hendi hvað það væri fyrst og fremst sem þörf væri fyrir og hvemig menn gætu hugsað sér að nýta slíka tækni. „Að okkar mati vantaði tæki, sem hjálpaði til við að hanna skurðarmynstur, meta hag- kvæmni þeirra og safna öllum þess- um upplýsingum saman á einn stað. Og það sem forritið gerir er að það sýnir notandanum einfaldlega mynd af fiskflaki. Hann teiknar síðan inn á myndina hvernig hann hyggst skera flakið og forritið gefur þá upplýsingar um þyngd hvers bita sem reiknuð er út með tölfræðilegum og rúmfræðilegum líkönum. Þetta á að geta sparað mikla vinnu í vinnslu- sölum og er hjálpartæki fyrir vinnslustjóra í bitavinnslu- húsum,“ segir Pétur. Forritið, sem nú er því sem næst fullbúið, hefur hvarvetna hlotið geysigóð viðbrögð og hafa hönnuðir þess nú undirritað nytja- leyfissamning við Marel hf. Þremenningarnir verða í samstarfi við Marel um áframhaldandi þróun forritsins og verður því væntanlega komið á markað sem fyrst. Umsjónarmaður verkefnisins var Páll Jensson pró- fessor. ísun og krapaísun á þorski Stefanía Karlsdóttir, nemi á loka- ári í matvælafræði, gerði athugun á því hvort mismunandi geymsluað- ferðir á þorski hefðu áhrif á nýtingu hans og þar með afkomu fiskvinnsl- unnar. Gengið var út frá fjórum geymsluaðferðum, þ.e. þorskur geymdur í krapa með og án hauss og þorskur geymdur í ís með og án hauss. Sýni voru tekin frá íjórum veiðidögum úr tveimur veiðiferðum. Þorskurinn var ísaður í kössum úti á sjó og kom þannig í land. Sýnin voru síðan geymd í mismarga daga í kæligeymslu frystihússins, allt frá tveimur og upp í sex daga. Úr ann- arri veiðiferðinni var allur fiskur fimm daga gamall þegar hann fór í vinnslu, en úr hinni var allur fiskur átta daga gamall þegar hann fór í vinnslu. Sýni var tekið fyrir mælingu á vatnsinnihaldi, áferð og dreypi. Hitanemum var komið fyrir í keri með krapaísuðum þorski, í kössum með ísuðum þorski og í kæli- geymslu. Mæling var gerð á flökun- arnýtingu, heildarnýtingu, bitahlut- falli af snyrtum fiski og þyngdar- breytingu á geymslutíma. Verklega þáttinn vann Stefanía hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi. Niðurstöður sýndu að hausaður þorskur úr krapa sem geymdur hafði verið í tvo daga kom best út. Heildar- nýting jókst um 5,7% miðað við ísað- an þorsk með haus og var það mesta aukningin. Heildarnýtingin segir einna best til um hversu vel hvert keypt kíló af hráefni skilar sér í pakkningar. Ennfremur leiddi rann- sóknin í ljós að aukning á vatnsinni- haldi í holdi eftir geymslutímann var töluverð og virðast þessar niðurstöð- ur hnekkja eldri kennisetningum um þetta efni. Mismunurinn á ísun og krapaísun á þorski getur haft mikla þýðingu fyrir verðmæti afurða, skv. rannsókninni. Ef miðað er við 300 króna skilagjald á kg getur verð- mætaaukningin orðið allt að 720 milljónum á 100 þúsund tonn ef þorskurinn er krapaísaður án hauss í stað hefðbundinnar ísunar, að sögn Stefaníu, en verkefnið vann hún í samráði við Grím Valdimarsson og Siguijón Arason á Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins. Markaðssetning á veraldarvefnum Pétur Jens Lockton, viðskipta- fræðinemi, vann að athugun, sem lýtur að því að gera grein fyrir mögu- leikum fyrirtækja til markaðssetn- ingar á veraldarvefnum, hvaða eigin- leika slík markaðssetning þurfi að hafa til að bera og hvað hafa þurfi í huga. Pétur Jens átti bæði hug- mynd og frumkvæði að verkefninu og í umfjöllun hans er lögð áhersla á að þessi nýi möguleiki jafni að- stöðu stórra og smárra fyrirtækja, nánast hvar sem er í heiminum. Jafn- framt er lögð rík rækt við að undir- strika muninn á vefsíðu-kynningu og hefðbundnum auglýs- ingamiðlum. Þá eru nefnd fjölmörg dæmi um notkun- armöguleika þessa miðils í kynningu og markaðs- setningu. Skv. niðurstöðum Pét- urs er veraldarvefurinn mjög vænlegur kostur til markaðssetningar fyrir ís- lensk fyrirtæki. Þess verði þó að gæta að hér sé ekki um að ræða hefðbundinn miðil og því þurfi að taka upp nýja verkaskiptingu, svo árangur náist, þar sem fyrirtækið þurfi sjálft að auglýsa tilvist vef- kynningarinnar. Einnig er mikilvægt að stjórnendur geri sér grein fyrir þeim möguleikum, sem í boði eru til þess að þeir geti nýtt sér þá sem skyldi. Pétur telur að mikilvægi verk- efnisins sé allnokkurt þar sem ekki sé vitað um neina útgáfu, sem fjalli um markaðssetningu á veraldarvefn- um og nýst getur þeim sem taka ákvarðanir um þau mál innan fyrir- tækja án tæknilegra málalenginga. Grunninntak skýrslunnar yrði því í fullu gildi svo lengi sem veraldarvef- urinn verður til staðar. Stjórnendum þeirra íslensku fyrirtækja, sem ættu að hafa hag af markaðssetningu á vefnum, verður gert kleift að eignast skýrsluna, sem kemur út eftir helgi. Verkefnið verður sömuleiðis kynnt á veraldarvefnum og er vefsíðufangið http://this.is/internet, að sögn Pét- urs, en umsjónarmaður verkefnisins var Ingjaldur Hannibalsson dósent. Ferðaþjónusta og þjóðmenning Jón Jónsson, sem lokið hefur BA-námi í þjóðfræði og stundar nú meistaraprófsnám í sagnfræði, gerði úttekt á möguleikum í ferðaþjónustu í Strandasýslu með tilliti til sögu sýslunnar og þjóðsagna sem henni tengjast. Niðurstöður og afrakstur verkefnisins birtast í tveimur skýrsl- um, sem miðaðar eru við möguleika og takmarkanir á að nýta sér sögu- lega sérstöðu í ferðaþjónustunni og settar eru fram fjölmargar og allná- kvæmar hugmyndir um hvernig hægt er að standa að slíku. Að auki er tekið á skipulagi, stjórnun, verka- skiptingu, ábyrgð og kostnaði við verkefnin og sett fram tillaga um raunhæfa framkvæmdaáætlun fyrir heimamenn. Heilli skýrslu er svo varið í að gera ítarlega grein fyrir hugmynd um uppsetningu galdra- sýninga á Ströndum, en að sögn Jóns hafa Strandamenn ætíð verið taldir göldróttir. Jón átti hugmyndina að verkefn- inu enda sjálfur af Ströndunum, frá bænum Steinadal í Kollafirði. Hann bar hugmyndina undir héraðsnefnd Strandasýslu sem þegar hafði á pijónunum að gera eitthvað róttækt í ferðamálunum í ljósi sívaxandi Qölda ferðamanna þangað. Jón á von á því að skýrslan verði gefin út í lok mánaðarins og henni dreift til allra sveitastjórnarmanna á Ströndum sem eru einir 30 talsins enda hrepp- arnir sex að tölu. Boltinn sé nú hjá þeim, en ljóst sé að mæta þurfi aukn- um fjölda ferðamanna með uppbygg- ingu ferðaþjónustu sem hingað til hefur verið lítil á Ströndum. Umsjón- armaður með verkefninu var Stefán Gíslason sveitastjóri á Hólmavík. Vatnsnýting í frystiiðnaði Víglundur Þór Víglundsson, véla- verkfræðingur, vann að hagræðing- arverkefni fyrir ísfélagið í Vest- mannaeyjum fyrir tilstuðlan Þor- steins Inga Sigfússonar prófessors sem var umsjónarmaður verkefnis- ins. Það fól það í sér hvar og hversu mikið hægt væri að spara í notkun ferskvatns í fiskvinnslu í ljósi þess að ferskvatn í Eyjum er fjórum sinn- um dýrara en á höfuðborgarsvæðinu, m.a. vegna þess að því er dælt um langan veg frá Eyjafjallajökli, eða alls um 40 km leið. Einnig tók hann fyrir hugsanlegar afleiðingar al- menns vatnssparnaðar fyrirtækja og einstaklinga. „Mér leist ekkert á verkefnið í upphafi. Fannst það að vera sendur til Eyja til að spara vatn svipað og að fara til Saudi- Arabíu til að spara olíu. En raunin •4- varð önnur og árangurinn ágætur," segir Víglundur. Niðurstöður skýrslunnar hafa þegar leitt til varanlegs sparnaðar fyrir ísfélagið, svo að hleypur á millj- ónum króna, en árlegur sparnaður fyrirtækisins er tæpar tvær milljónir króna. í vinnu sinni reiknaði Víg- lundur út hver sóunin væri og helstu tillögur, sem hann lagði til varðandi vatnssparnað eru að leiðbeina og fræða starfsfólk um rétta notkun á ferskvatni, nota borholusjó í stað ferskvatns hvar sem unnt er, setja upp tímarofa og sjálfvirka stjórnun á vatnsnotkun véla og eimsvala, koma á reglulegu lekaeftirliti með notkun gátlista og gera einn starfs- mann ábyrgan fyrir vatnsnotkun. Þá telur Víglundur að spamaður yrði enn meiri ef farið yrði út í að leggja mengunarskatt á hvert tonn af frárennsli frystihúsa, en slíkt er gert víða í Evrópu og líklegt er talið að það verði gert á vettvangi EES, sem ísland er hluti af. Víglundur segir fleiri aðila í Eyjum hafa sýnt vatnsspamaði áhuga í ljósi þess árangurs, sem náðst hefði. „Nú má vera að sumum finnist tveggja millj- óna kr. sparnaður á ári ekki vera mikið fyrir stórt frystihús, en á tíu ámm gerir það 20 milljónir.“ Breytt skömmtunarmynstur pensillíns Viðar Magnússon, læknir, vann að rannsókn, sem miðaði að því að kanna hvort meðhöndla mætti sýk- ingar svokallaðra pensillín-ónæmra pneuma-kokka með breyttu skömmt- unarmynstri pensillíns. Pneumó-kokkar era al- gengir sýkingavaldar og vegna vaxandi ónæmis þeirra gagnvart pensillin- lyfjagjöf, hefur þurft að grípa til annarra og dýrari lyfja til að meðhöndla sýk- ingarnar, sem auk þess að leiða til mun fleiri auka- verkana, stuðla að vaxandi ónæmi í sýklastofninum. Niðurstöður Viðars benda til þess að með því að breyta skömmtunar- mynstri pensillínsins, það er gefa það oftar og halda þar með jafnari þéttni í blóði, megi draga úr ónæmum sýk- ingum. Þetta getur leitt til breyttrar lyfjagjafar, lækkunar lyfjakostnað- ■ar, minni aukaverkana og því að dregið geti úr myndun nýs ónæmis. Viðar hefur unnið að verkefninu undir handleiðslu Sigurðar Guð- mundssonar læknis á Landspítal- anum, en sjálfur mun hann útskrif- ast í vor. Þá hefur hann í hyggju að fylgja rannsókninni lengra úr hlaði, sækja um styrk fyrir næsta sumar til frekari úrvinnslu og greina- skrifa um efnið til birtingar í erlend- um fagtímaritum. Þær niðurstöður rannsóknarinnar, sem nú liggja fyr- ir, vom m.a. kynntar á þingi banda- rískra smitsjúkdómalækna í San Francisco sl. haust og á þingi nor- rænna smitsjúkdómalækna í Noregi um svipað leyti. Viðar segist ekki hafa ákveðið út á hvaða braut hann feti í sérnámi, en hugurinn standi til barnalækninga eins og er, þótt annað hafi svo sem ekki verið útilok- að. Samskipti íslands og Kína Stefán Úlfarsson, sem lauk BA- prófi í stjórnmálafræði sl. haust en stundar nú meistaraprófsnám í sjáv- arútvegsfræðum við HÍ, vann að verkefni undir handleiðslu Jóns Orms Halldórssonar dósents sem hafði það að markmiði að varpa ljósi á sam- skipti íslands og Kína á níunda og tíunda áratugnum. Lýst er umfangi þeirra, þróunin skýrð og horfurnar metnar. Ramminn, sem stuðst er við tekur tillit bæði til milliríkjasam- skipta, það er samskipta á stigi ríkis- valds, og millisamfélagslegra sam- skipta, það er á stigi fyrirtækja og samtaka. Ávinningur verkefnisins er m.a. sá að safnað hefur verið saman upp- lýsingum, sem gefa tiltölulega heild- stæða mynd af samskiptum íslands og Kína á tímabili þegar þau hafa aukist ört. Líta má á skýrsluna sem handbók, sem auðvelt er að fletta upp í til þess að fá stutt yfirlit yfir einstakar staðreyndir, tilvísanir í frekari fróðleik og hugmyndir um aðila sem gagnlegt gæti verið að nálgast fyrir þá, sem ætla sér að standa í samskiptum við Kína. Einn- ig ættu þau drög að greiningu sem lögð eru fram að nýtast stofnunum, fyrirtækjum og samtökum við að móta og samhæfa Kínastefnu sína. Þannig skapast t.d. sá möguleiki að íslenskir aðilar, sem tengjast Kína beiti sér markvisst, miðað við skilgreinda hagsmuni, fyrir því að nýta til fulls þann ávinning og draga sem mest úr þeim vanda sem felst í hinum sérstöku andstæðum er blasa við í samskiptum landanna. Stefán segist hafa hug á því að þróa verkefnið enn frekar í meistara- námi sínu í sjávarútvegsfræðum. „Þannig er t.d. ætlunin að halda áfram að afla upplýsinga á þeim grunni, sem þegar hefur verið lagð- ur, svo og með ítarlegri hætti eins og viðtölum við þá sem staðið hafa í eldlínu samskipta Islands og Kína. Einnig stendur til að rannsaka sér- staklega möguleika á samstarfi land- anna á sviði sjávarútvegs.“ Drög skýrslunnar hafa þegar verið afhent sendiherra íslands í Peking. Ráðgert er að afhenda Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Islensk-kín- verska viðskiptaráðinu eintak, auk þess sem öllum stendur tll boða að fá lánað eða kaupa eintak af höfundi. Verkefni hafa beina hagnýta þýðingu hjá tugum fyrir- tækja og stofnana Sjóður mennt unar, rann- sókna, ný- sköpunar og virkjunar mannauðs Heilbrigðisráðherra kynnir niðurstöður nefndar um áfallahjálp Miðstöð áfalla- hjálpar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur Miðstöð áfallahjálpar verður komið á fót á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á árinu. Gert er ráð fyrir að þijár milljónir króna kosti að koma miðstöðinni á laggimar, en þar á að veita bráðaþjónustu vegna margvíslegra áfalla. Þá er lagt til að heilsugæslustöðvar úti á landsbyggðinni verði efldar til að sinna áfallahjálp INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra efndi til blaða- mannafundar til að kynna til- lögur nefndar um heildar- skipulag áfallahjálpar á landinu. Hún byijaði á því að þakka nefndarmönn- um fyrir sérstaklega vandaðar tillög- ur. Áð því loknu tilkynnti hún að í framhaldi af þeim hefði verið ákveð- ið að kom á fót miðstöð áfallahjálpar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Nefndin gerir ráð fyrir að í miðstöð- inni verði veitt bráðaþjónusta vegna margvíslegra áfalla. í henni fari frarn greining vandans og fyrstu viðtöl. í miðstöðinni verður veitt símaþjónusta allan sólarhringinn þar sem tekið verði á móti beiðnum og gefnar nauð- synlegar upplýsingar. Frekari hjálparviðtöl fari að öllu jöfnu fram á hefðbundnum vinnutíma og séu í umsjá þjálfaðs starfsfólks. Verkefnastjóri í greiningarsveitum Ingibjörg sagði að því til viðbótar hefðj verið ákveðið að ávallt yrði verkefnastjóri með sérþekkingu á áfallahjálp i hverri grein- _____ ingarsveit. Héraðslæknir Fræóslufundir héraðslæknir, Guðjón Pet- og yfirlæknir heilsugæslu- á hættusvæð- mönnum, félögum í Rauða krossi íslands og Almannavarnamefndum fræðslu. Geðdeildir Landspítalans og geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sjá um framhaldsaðstoð við heilsugæslustöðvar og sjúkrahús á landsbyggðinni þegar þekking starfsfólks þeirra stofnana eða að- stæður nægja ekki til að sinna verk- efninu. Starfsfólk geðdeilda stóm sjúkrahúsanna heldur fræðslufundi á hættusvæðum úti á landi á næst- unni. Gefinn verður út bæklingur með upplýsingum um eðlileg við- brögð við óeðlilegu ástandi á borð við stór áföll. Vilborg Ingólfsdóttir, formaður nefndarinnar, lagði áherslu á að nefndin legði til að heilsugæslustöðv- ar úti á landsbyggðinni yrðu efldar til að sinna áfallahjálp. „Hins vegar leggjum við til að hér á höfuðborgar- svæðinu verði komið fyrir miðstöð áfallahjálpar á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Þangað geti fólk af Stór- Reykjavíkursvæðinu leitað og starfs- fólk utan af landi leitað eftir ráð- gjöf,“ sagði hún. Með henni í nefnd- inni voru Ágúst Oddsson, stöðvar í forföllum hans verða verkefnastjóra til halds og trausts við skipu- ■ lagninug áfallahjálpar á vettvangi. Hann sjái til þess að markvisst sé metið hvort einkenni áfallastreitu séu að koma fram hjá björgunar- sveitarmönnum, öðrum hjálparaðil- um og stjórnendum. Héraðslæknir verður samhæfingaraðili innan hér- aðs um framhald áfallahjálpar og eftirfylgd í kjölfar hópslysa. Fræðslufundir úti á landi Hlutverk Rauða kross íslands verður að hafa umsjón með þolend- um áfalla og veita björgunarsveitar- um úti á landi ersen, framkvæmdastjóri, Kristján Sturluson, skrif- stofustjóri, Rúdolf Adolfs- son, geðhjúkrunarfræð- ingur, og Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur. Fjölmiðlar Nefndin leggur til að unnið verði sérstakt upplýsingablað fyrir fjöl- miðlafólk og verkefnisstjóri áfalla- hjálpar beri ábyrgð á samskiptum við fjölmiðla varðandi áfallahjálpina. Þegar Almannavarnir eru ekki virk- jaðar er lagt til að ábyrgðaraðili áfallahjálpar í hveiju heilsugæslu- umdæmi beri ábyrgð á samskiptum við fjölmiðla. DAVÍÐ Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi vegna tillagna nefndar um áfallahjálp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.