Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 BÓEL JÓNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Bóel Jónheiður Guðmundsdótt- ir á Raufarfelli í Austur-Eyjafjöllum í Rangárvallasýslu fæddist að Vorsa- bæ, Austur-Land- eyjum, Rangár- vallasýslu, 20. nóv- ember 1942. Hún lést á Landspítalan- um að morgni 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Júlíus Jónsson, f. 6. janúar 1904, d. 16. janúar 1989, og Jónína Þórunn Jónsdóttir, f. 18. september 1911, d. 10. janúar 1995. Bóel ólst upp í Vorsabæ ásamt systk- inum sínum. Þau eru í aldurs- röð: 1) Jón Þ., f. 6. apríl 1939, maki Erna Arfells. 2) Guðrún I., f. 4. ágúst 1940, maki Ólafur Guðmundsson. 3) Ásgerður Sjöfn, f. 30. júlí 1948, maki Helgi Jónsson, en hann er lát- inn. 4) Erlendur S., f. 14. júlí 1949, maki Ásta Guðmunds- dóttir. 5) Björgvin, f. 31. júlí 1951, d. 19. mars 1955. 6) Jar- þrúður K., f. 12. febrúar 1953, maki Helgi Gunnarsson. 7) Björgvin H., f. 27_. júní 1959, maki Kristjana M. Óskarsdóttir. Bóel kynntist Ólafi Guðjóni Tryggvasyni á Raufarfelli í Austur-Eyjafjöllum, f. 5. júní 1940, árið 1959 og trúlofuðust þau árið eftir. Foreldrar Ólafs voru Tryggvi Þorbjörnsson, f. 6. ágúst 1909, d. 22. maí 1969, og María Guðjónsdóttir, f. 18. febrúar 1909, d. 24. október 1986. Bóel og Ólafur byrjuðu að búa í vesturbæn- um að Raufarfelli í Austur-Eyjafjöllum árið 1961. Bóel og Ólafur giftust 20. júní 1965. Arið 1969 fluttust Ólafur og Bóel að Raufarfelli og bjó Bóel þar ásamt fjölskyldu sinni þar til hún lést. Bóel stundaði almenn landbún- aðarstörf alla sína ævi ásamt húsmóðurstörfum. Börn Bóelar og Ólafs urðu átta: 1) Guðný Þórunn, f. 11. mars 1962, maki Jón Sigurðs- son. 2) Tryggvi Kristinn, f. 23. maí 1963, maki Sigrún Heið- mundsdóttir, synir þeirra Hlyn- ur og Hilmar. 3) Þorbjörg Sig- rún, f. 4. maí 1964, dætur henn- ar Eva Dís og Elva Ýr. 4) Ást- þór Ingi, f. 15. apríl 1965, maki Anna Kristín Birgisdóttir, dótt- ir þeirra Bóel Hörn. 5) Anna Björk, f. 10. nóvember 1968, maki Kristinn Stefánsson, börn þeirra Birgitta Hrund og Ólaf- ur Þór. 6) Jón Pálmi, f. 21. júlí 1970, dóttir hans Tinna Björt. 7) Rósa íris, f. 2. júní 1973, maki Róbert Már Jónsson, börn þeirra María Rut og Baldur Rafn. 8) Katrín Jóna, f. 14. nóv- ember 1978. Útför Bóelar fer fram frá Eyvindarhólakirkju, Austur- Eyjafjöllum, í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líðuF sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) í dag er kvödd frá Eyvindar- hólakirkju systir okkar Bóel Jón- heiður eða Lilla, eins og við systk- inin og fleiri kölluðum hana, eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem greindist fyrir rúmu ári. Hún barðist við sjúkdóminn með mikl- um dugnaði og kjarki og þó að hún og allir aðrir vissu hvernig þeirri baráttu myndi lykta var hún ætíð glöð og jákvæð og lét aldrei á því bera hversu veik hún var og sagði er hún var spurð um heils- una að sér liði ágætlega. Það var ekki hennar eðli að kvart.a. Hún hafði meiri áhyggjur af öðrum en ALFHEIÐUR MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR + Álfheiður Mar- grét Jóhanns- dóttir fæddist á Kirkjubóli við Fá- skrúðsfjörð 31. jan- úar 1926. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 24. janúar síðastliðinn eftir erfið veikindi. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Árnason búfræð- ingur og Jónína Benediktsdóttir húsmóðir. Álfheið- ur var þriðja í röð fimm systkina, Jóhönnu Maríu, f. 16.9. 1920, Sigríðar, f. 8.3. 1923, Ármanns, f. 1.8. 1928, og Ásdísar, f. 10.1. 1933., d. 21.10. 1959. Með fjölskyldu sinni flutt- ist Álfheiður frá Fáskrúðsfirði MARGAR af mínum björtustu bernskuminningum eru þær sem tengjast Friðarstöðum. Þar var hún amma mín yndisleg, frænd- systkinin og leikfélagarnir Jonna og Diddi, Sæmundur með sinn glaða hlátur og hlýja faðm og sið- ast en ekki síst hún Álfheiður, fallega og góða móðursystir mín. Það var fastur liður í tilverunni öll mín bemskuár að dvelja á hveiju sumri í lengri eða skemmri tíma hjá þessu heiðursfólki. Alltaf til Hveragerðis árið 1945. Álfheiður giftist Sæmundi Jónssyni, garð- yrkjubónda á Frið- arstöðum 1957, og ráku þau garð- yrkjustöð og bú að Friðarstöðum alla sína búskapartíð. Sæmundur lést fyr- ir rétt tæpu ári. Börn Álfheiðar og Sæmundar eru Jón- ína, kennari við Fósturskóla Is- lands, f. 18.11 1956, og Diðrik Jóhann, garðyrkju- fræðingur og bóndi á Friðar- stöðum, f. 22.8. 1961. Útför Álfheiðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. var mér fagnað jafninnilega og látin finna hvað ég var hjartanlega velkomin. Það var góður og skemmtilegur skóli að dveljast á Friðarstöðum við leik og störf. Þar kynntist ég fjölbreyttum búskap þar sem allir hjálpuðust að. Við Álfheiður vorum góðir félag- ar þrátt fyrir aldursmuninn og oft fannst mér hún vera eins og álf- kona úr þjóðsögu, næstum ósnertanleg. Stundum fór hún, •náttúrubarnið, með okkur krakk- MINIMIIMGAR sjálfri sér og -var alltaf tilbúin að hjálpa okkur ef hún hélt að við þyrftum einhvers við og það þó hún væri veik sjálf. Það er sárt til þess að hugsa að okkar kæra systir í blóma lífsins er kölluð burt þegar mikið starf er að baki og mætti ætla að léttari ár væru framundan. En það er erfitt að sætta sig við slíkan dóm, en því ræður enginn mannlegur máttur. Við minnumst hennar í leik og starfi á bemskuheimili okkar í Vorsabæ, þar gekk hún að öllum bústörfum og kom þar fljótt í ljós mikill áhugi hennar á sveitabú- skap, umönnun dýra og velferð þeirra og var natin við að hlúa að þeim veikum. Hún hafði gaman af að fara á hestbak og átti af- burða skeiðhest sem hún hafði mikið yndi af eins og við systkinin öll og þegar hún flutti að heiman, skildi hún hestinn eftir og sýnir það umhyggju hennar gagnvart systkinum sínum og að hún hugs- aði meira um aðra en sjálfa sig. Þess má geta að hún snéri og rak- aði saman heyi með hestahey- vinnuvélum 12-13 ára. Á þessum árum þurfti hún að ganga í skól- ann 6 km á dag, ein í misjöfnum veðrum og myrkri, þetta þætti ekki bjóðandi börnum í dag sem betur fer. Aldrei minnumst við þess að hún hafi óttast neitt í þessu sambandi eða öðru. Vorið 1961 flutti hún að Rauða- felli í Austur-Eyjafjallahreppi og hóf þar búskap með Ólafi Tryggvasyni frá Raufarfelli í sömu sveit. Það kom fljótt í ljós hversu samhent og áhugasöm um búskap þau voru því þau byggðu upp öll útihúsin með hjálp nágranna sinna. Þau bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu að Raufarfelli ásamt fimm börnum sínum og þar fæddust þrjú yngstu börn þeirra og einnig var í heimili hjá þeim María móðir Óla og aðstoðaði hún þau eftir mætti og reyndist Lilla henni vel og dvaldi hún hjá þeim til dauðadags. Þar héldu þau áfram uppbygg- ingarstarfí sínu og byggðu upp öll húsin á jörðinni á tiltölulega skömmum tíma. Þau höfðu mikinn áhuga á nautgriparækt og komu sér upp afburðagóðum kúastofni ana í fjallgöngur, sagði okkur nöfn- in á fjöllunum og kenndi okkur að þekkja fuglana og blómin. Hún var mjög lipur alla tíð og hljóp upp hlíðamar eins og fjallageit. Þegar Álfheiður vissi að ég var væntanleg sá hún alltaf til þess að eitthvað væri á borðum sem mér þótti sérstaklega gott. Hún hafði gott minni og kunni að segja skemmtilega frá. Hún sá auðveld- lega spaugilegu hliðamar á tilver- unni sem oft gáfu henni tilefni til að kasta fram stöku. Hún lét ekki mikið bera á þeim hæfileika sínum enda hógvær í öllu fasi. Álfheiður var hneigð fyrir tónlist og var klassísk tónlist hennar uppá- hald. Hún hafði háa og bjarta söng- rödd og oft sungum við frænkurn- ar saman, „Kattardúettinn". Álfheiður frænka mín var alveg einstök. Af innsæi og hjartahlýju rétti hún fram gjafír sínar eftir þörfum hvers og eins, bæði til manna og málleysingja. Hún brosti til blómanna og talaði við þau án orða. Allt það líf sem hún annaðist, óx, dafnaði og Ijómaði eins og það hefði verið snortið með töfrasprota álfkonunnar. Elsku Jonna og Diddi. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum. Jóhanna Björnsdóttir. Álfheiður Jóhannsdóttir á Friðarstöðum lést 24. janúar sl. og langar mig að kveðja þessa sómakonu með nokkrum línum og þakka henni samfylgdina. Hún var gift Sæmundi Jónssyni föðurbróð- ur mínum sem lést á síðasta ári. Þau eignuðust tvö börn, Jónínu og Diðrik. sem hefur skilað þeim einu af af- urðahæstu búum landsins. Síðustu árin hafa dóttir þeirra og tengda- sonur verið í félagsbúi með þeim. Árið 1993 réðust þau hjónin ásamt ábúendum sex annarrajarða í að leita eftir heitu vatni og var það mikið áhugamál Lillu. Árið 1994 hófst borun eftir heitu vatni og var heitt vatn komið í íbúðarhús- in fyrir jól sama ár. Hún var mjög ánægð með þá framkvæmd. Lilla og Óli voru mjög samhent og sammála og ekki vitum við annað en hjónaband þeirra hafi verið reist á traustum grunni enda reyndust Óli og börn þeirra henni afburðavel og léttu undir með henni eins og kostur var í veikind- um hennar. Megi góður Guð gefa Óla og öllum afkomendum þeirra allan þann styrk, sem hann hefur yfir að ráða til að létta þeim lífið á ný og í komandi framtíð. Megi minningin um okkar kæru systur búa um sig í hjarta þeirra og okk- ar og veita hugarró. Við systkinin kveðjum þig, Lilla, með söknuði og sárum trega og þökkum þér samfylgdina. Með tímanum hverfur sársaukinn en minningin um þig mun vara að eilífu í huga okkar. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ, það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð, við kveðjum þig vina sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Agúst Jónsson.) Blessuð sé minning þín. Jón, Guðrún, Sjöfn, Erlendur, Jarþrúður og Björgvin. Hún amma er dáin. Þetta hljóm- ar undarlega og ótrúlegt að við skulum ekki geta oftar sest í fang hennar né tekið utan um háls hennar. Það var alltaf gaman að koma til ömmu því hún var alltaf tilbúin að gera allt sem hún gat til að láta okkur líða vel. Við vitum að amma verður hjá okkur áfram og gætir okkar eins og hún var Ég var heimagangur á heimili hennar frá barnsaldri enda vorum við Jónína dóttir hennar miklar frænkur og vinkonur. Hversu þaulsetin sem ég var hjá þeim voru alltaf sömu hlýju og góðu móttökurnar. Og það er mér sterk æskuminning þegar setið var í eld- húsinu á Friðarstöðum, spjallað um lífið og tilveruna, hlegið og gert að gamni sínu. Eftir því sem árin liðu og ég þóttist verða veraldarvanari, ferð- aðist víðar og kynntist fleira fólki kunni ég betur og betur að meta Álfheiði. Hún var svo hrein í hugs- un og skoðunum. Hún var alltaf hún sjálf og hún þurfti aldrei að taka upp takta annars fólks. Ég fann það þegar við Álfheiður höfðum náð vináttu hvor annarr- ar, að ég sóttist eftir samveru við hana. Mest var gaman að vera með henni í rólegheitum og helst einni því þá naut hún sín best. Þá var gaman að vera gestur Álfheið- ar. Hún hafði svo heilbrigð og falleg áhugamál og umtalsefni. Hún kunni býsnin öll af vísum sem hún fór með, skemmtikvæði og tækifærisvísur. Oftar en ekki söng hún vísurnar fyrir mig. Álfheiður var dugleg að gera sér hversdaginn skemmtilegan og hún sá oft broslegu hliðina á líð- andi stund. Hún lét sér ekki nægja að segja frá og brosa af þessum atvikum heldur átti hún það til að fleygja fram skondnum vísum um þau. Álfheiður sagði mér oft dæmisögur héðan og þaðan úr heiminum sem eru mér minnis- stæðar. Þessar sögur voru um alls- konar dyggðir, iðjusemi, sannsögli og fleira. Þá var ósjaldan talað vön að gera þegar við vorum hjá henni. Við vitum líka að við mun- um hitta ömmu aftur og þá getum við hlaupið til hennar og faðmað hana eins og við vorum vön að gera. Elsku amma, við kveðjum þig í bili og við vitum að þú sefur í hendi Guðs. Og á kvöldin þegar við förum að sofa viljum við eiga þessa bæn með þér: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo sofi rótt. (M. Joch.) Góði Guð, gættu ömmu okkar og vaktu einnig yfir afa og gættu hans. Við vitum að seinna vöknum við saman hjá Jesú á himninum og þá getum við glaðst saman. Barnabörn. Ég hitti Bóel síðast fyrir um hálfum mánuði, en hún hafði þá átt í veikindum sínum í rúmt ár. Það var mikið áfall fyrir hana og fjölskylduna er hún veiktist, en þrátt fyrir allt virtist hún taka fréttunum af meiri ró en aðrir. En þjáningum Bóelar er nú lokið og það verður tómlegt að koma heim að Raufarfelli í framtíðinni, nú þegar hennar nýtur ekki lengur við. Strax á unga aldri var ég tíður gestur á heimilinu og var því oft nefnd heimalningurinn af þeim hjónum, Bóel og Óla. Og það var alveg sama hvenær sólarhringsins ég kom að Raufarfelli, það var alltaf tekið vel á móti mér, og iðu- lega sá hún til þess að mér væri boðið upp á kaffi og meðlæti. Það gerðist ekki sjaldan að ég, Rósa og Bóel sátum í eldhúsinu yfir kaffíbolla og spjölluðum saman á léttu nótunum. Það fylgdi henni alltaf einhver jákvæðni og það ein- kenndi hana reyndar allt til dauða- dags, þrátt fyrir erfiðleikana í kjöl- far veikinda hennar. Um leið og ég þakka Bóel allar samverustundirnar langar mig að senda íjölskyldu hennar innileg- ustu samúðarkveðjur mínar. Kristbjörg. um bækur því Álfheiður var víðles- in og hafði gaman af að kiyfja til mergjar þá bók sem hún var að lesa hveiju sinni. Á heimili sínu að Friðarstöðum hlúði hún að öllu sem lifandi var. Það fannst mér líf og yndi Álfheið- ar. Hún var mikil rætunar- og blómakona og í höndum hennar varð hver sproti að fallegu blómi. Það var gaman að vera með Álf- heiði úti í grænni náttúrunni, hún þekkti hveija jurt, gerði skil á náttúrufyrirbrigðum og kunni að segja frá liðnum atburðum sem tengdust stöðunum. Þannig fannst mér umhverfið lifna við og fá allt aðra mynd eftir gönguferð með henni. Mér er minnisstæður lítill göngutúr sem við fórum fyrir fáum árurn í fallegu veðri að vori. Þá bað Álfheið ur mig að koma með sér upp að Hamri til að sá birki- fræjum, sem hún hafði sjálf safnað og geymt. Þessi ferð er mér kær og hún fínnst mér lýsa Álfheiði svo_ vel. Álfheiður vildi sinna öllu sem lifir og hún vildi koma öllu til lífs svo það fengi að njóta sín og dafna. Heimilisdýrin hændust að henni og meira að segja dekstraði hún við mýsnar. Velferð þess sem lifir jafnt í hinu stóra sem hinu smáa var hennar yndi, atriði sem við hin látum okkur í léttu rúmi liggja. . Kæra Álfheiður, að leiðarlokum vil ég þakka þér áratugalanga samveru. Elsku Jónína og Diðrik. Við Gylfi og dætur sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og gefí.ykkur styrk. Anna María Ogmundsdóttir. i i 4 I « I 4 I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.