Morgunblaðið - 03.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1996 43
FRÉTTIR
Ráðstefna um
sj álfboðavinnu
OPNUÐ verður sýning 5. febrúar
nk. á Snorrabraut 27 sem ber yfir-
skriftina: Ungt fólk og sjálfboða-
vinna. Tilgangur sýningarinnar er
að kynna þann heim sem ungu fólki
opnast í sambandi við sjálfboðastarf
erlendis og er sett upp í sambandi
við ráðstefnu sem haldin er á vegum
samtakanna Alþjóðleg ungmenna-
skipti (AUS). AUS er aðili að al-
þjóðasamtökunum ICYE (Internat-
ional Christian/Cultural Youth Exc-
hange). Á ráðstefnunni munu koma
fulltrúar samtakanna frá 15 Evr-
ópulöndum til að ræða stöðu þess-
ara mála í heiminum á hveiju landi
fyrir sig.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, mun flytja ávarp við
opnun sýningarinnar. Auk forseta
munu ávarpa samkomuna Sarah
Adams, framkvæmdastjóri Verk-
efnastjórnar Samtaka um sjálf-
boðavinnu, fulltrúi frá AUS og full-
trúi ráðstefnugesta sem allir verða
viðstaddir opnunina.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
KATLA ásamt starfsstúlkum sinum í hinni nýju hársnyrtistofu.
Hárhús Kötlu í ný húsakynni
■ PIZZA 67 bregður á leik með
hressum krökkum á aldrinum 4 til
10 ára sunnudaginn 4. febrúar.
Lína Langsokkur ætlar að vera
veislustjóri frá kl. 15 til 16 og bjóða
upp á pitsur, kók og blöðrur eins og
í alvöru afmæli. Skilafrestur lita-
spjalda rennur út 10. mars og verða
veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar
og þær síðan birtar í Sjónvarpspés-
anum þann 28. febrúar. Þátttöku-
skilyrði eru að barnið sé á aldrinum
4 til 10 ára (bæði árin meðtalin),
hafi litað á litaspjaldið, að spjaldið
sé merkt barninu og heimilisfangi
þess og spjaldinu sé skilað niður á
Pizza 67, Hafnargötu 30, Keflavík.
Akranesi. Morgunblaðið.
HÁRHÚS Kötlu á Akranesi hefur
flutt sig um set í bænum og opnað
nýja hársnyrtistofu í Stillholti 14.
Katla Ilallsdóttir er eigandi
stofunnar og hefur hún starfrækt
hárgreiðslustofu á Akranesi í tæp
tíu ár. Nýja stofan er í hinum
nýja þjónustukjarna sem er að
vaxa upp við Stillholtið með til-
komu nýja stjórnsýsluhússins.
Hárhús Kötlu hefur umboð fyrir
snyrtivörumerkin Joico, Matrik og
Image.
Á biðstöfu hársnyrtistofunnar
er aðstaða fyrir myndlistarsýning-
ar og sýnir Bjarni Þór Bjarnason
listmálari verk um þessar mundir.
Fræðslunámskeið
um stöðu konunnar
FÉLAG íslenskra háskólakvenna og
Kvenstúdentafélag íslands standa
fyrir fræðslunámskeiði um stöðu
konunnar í þjóðfélaginu fyrr á öld-
um og verður fyrsta erindið í röð
þriggja erinda flutt mánudags-
kvöldið 5. febrúar.
Námskeiðin eru undir stjórn Jóns
Böðvarssonar, íslenskufræðings og
ritstjóra. í fyrsta erindinu, á mánu-
dagskvöldið kemur, fjallar Elsa
Hartmannsdóttir BA í sagnfræði
um hjónaskilnaði á íslandi frá upp-
hafi byggðar til ársins 1800. 12.
febrúar talar síðan Guðbjörg Gylfa-
dóttir BA í sagnfræði um ógiftar
konur í Reykjavík á síðari hluta 20.
aldar og 19. febrúar flytur Jón
Böðvarsson erindi sem hann nefnir
Spjall um kvenskörunga. 26. febr-
úar talar síðan Guðmundur Gunn-
arsson arkitekt um hýbýli fyrr á
tímum.
Fræðslunámskeiðin eru opin fé-
lögum og öllum öðrum sem áhuga
hafa og stendur skráning yfir hjá
Brynju, í síma 552-9060 og Geir-
laugu, í síma 568-5897.
Hugvitsmenn
stofna landssamtök
STOFNFUNDUR landssambands
hugvitsmanna verður haldinn laug-
ardaginn 3. febrúar í fyrirlestrasal
Hins hússins við Aðalstræti í Reykja-
vík (gamla Geysishúsinu á horni
Aðalstrætis og Hafnarstrætis) og
hefst fundurinn kl. 14.
Texta í drögum fyrir landssam-
bandið um tilgang, markmið og að-
ild að landssambandinu er að finna
á bakhlið. Drög að lögum landssam-
bandsins munu liggja frammi á
stofnfundinum.
í drögum að lögum hins nýja
landssambands hugvitsmanna er
stefnt að því að leggja áherslu á
fræðslu og miðlun þekkingar sem
auðvelda störf hugvitsmanna og
tengja störf þeirra betur en verið
hefur verðmætum hugvitsmanna og
þörfum markaðarins.
Með nýju landssambandi hugvits-
manna standa einnig vonir til þess
að hægt verði að ná betra og virk-
ara sambandi við hugvitsmenn á
landsbyggðinni qg fyrirtæki, stofn-
anir og félagasamtök, sem vilja
vinna með landssambandi hugvits-
manna að markmiðum þess.
■ VETTVANGSFRÆÐSLA á
fuglum verður við Olíustöð Skelj-
ungs, Skeijafirði, sunnudaginn 4.
febrúar. Kl. 13.30-16 verða þar
reyndir fuglaskoðarar með Ijarsjár
(teleskóp) og annað það sem til þarf
að auðvelda mönnum að greina ýms-
ar tegundir fugla. Mikill íjöldi fugla
er á þessum slóðum um þessar mund-
ir.
OLÍUSTÖÐ Skeljungs í Örfirisey á fyrstu árum starfseminnar.
Olíustöð Skeljungs
í Öfirisey 25 ára
TUTTUGU og fimm ár eru liðin í
dag, laugardag, frá því olíustöð
Skeljungs hf. í Örfirisey var tekin
í notkun. Það var 3. febrúar 1971
sem olíu var í fýrsta skipti landað
á fyrri geyminn af tveimur sem
félagið lét reisa í eynni. Landað var
gasolíu úr sovétskipinu Petr Aleks-
eev sem lestaði í Tuapse við Svarta-
haf. Móttöku olíunnar önnuðust
Stefán L. Kristjánsson og aðstoðar-
maður hans, Hannes Tómasson, en
Stefán hefur alla tíð haft umsjón
með móttöku og afgreiðslu á oliu í
stöðinni.
Framkvæmdir við olíustöð Skelj-
ungs í Örfirisey hófust vorið 1970,
en þá voru reistir tveir 7.700 rúm-
metra birgðageymar, vestan við ol-
iustöð Olíufélagsins hf. Fyrri geym-
irinn var tilbúinn til notkunar í lok
janúar 1971, en sá síðari í apríl.
Þessir tveir geymar eru einu geym-
arnir í olíustöð Skeljungs hf. sem
standa á hinni raunverulegu Örfíris-
ey, öll síðari viðbót stendur á upp-
fyllingu sem gerð var 1975-85.
Fyrstu árin voru birgðageymar
Skeljungs hf. í Örfirisey aðeins
tveir, báðir undir gasolíu, samtals
15.400 rúmmetrar, en nú eru
birgðageymar félagsins í eynni tólf
talsins, samtals um 70.000 rúm-
metrar og á þeim tíu mismunandi
tegundir af olíu.
Tilkoma olíustöðvarinnar í Ör-
firisey var merkur áfangi í sögu
Skeljungs, segir í frétt frá félaginu,
en á þessum tíma var birgðarýmið
í olíustöð félagsins í Skeijafirði orð-
ið of lítið og nýju sovétskipin, svo-
kallaðir stórrússar, en Petr Aleks-
eev var einmitt einn af þeim, kom-
ust trauðla inn á Skeijafjörð. Það
var því brýn nauðsyn fyrir fyrirtæk-
ið að koma upp nýrri innflutningsol-
íustöð á öðrum stað. Nábýlið og
samstarfið við olíustöð Olíufélags-
ins hf. í Örfirisey hefur ávallt verið
með ágætum.
STEFÁN L. Kristjánsson afgreiðsiumaður hefur starfað við olíu-
stöðina í Örfirisey frá því hún var tekin í notkun fyrir 25 árum
en hjá Skeljungi mun lengur eða í samtals 39 ár.
Englaspil í
Ævintýra-
Kringlunni
HELGA Arnalds kemur í
heimsókn í dag, laugardaginn
3. febrúar, kl. 14.30, með
brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur.
Hún flytur brúðuleiksýning-
una Englaspil en Helga hefur
sjálf samið þáttinn og hannað
brúðurnar. Leikstjóri er Ása
Hlín Svavarsdóttir.
Englaspil fjallar um vinátt-
una en jpar koma við sögu
púki og engill, sem er svo loft-
hræddur að hann þorir ekki
að fljúga. Leikritið er ætlað 2
til 8 ára börnum og eru þau
látin taka virkan þátt í sýning-
unni. Miðaverð er 500 kr.
Ævintýra-Kringlan er á 3.
hæð í Kringlunni og er opin
frá kl. 14 til 18.30 virka daga
og á laugardögum er opið frá
kl. 10-16.
Innsetning
prófasts
Borgfirðinga
BISKUP íslands, herra Ólafur
Skúlason, setur nýjan prófast
í Borgarfjarðarumdæmi, sr.
Björn Jónsson, inn í embætti
sitt næstkomandi sunnudag.
Athöfnin verður í Akranes-
kirkju og hefst kl. fjögur síð-
degis.
Innsetningin verður í upp-
hafi guðsþjónustunnar og tek-
ur sr. Ragnar Fjalar Lárusson
prófastur í Reykjavíkurpróf-
astsdæmi vestra þátt í athöfn-
inni. Sr. Björn Jónsson, próf-
astur, þjónar fyrir altari ásamt
biskupi. Biskup predikar.
Sr. Björn Jónsson var Iqör-
inn prófastur af prestum próf-
astsdæmisins og fulltrúum
leikmanna. Sr. Björn þjónaði
fyrir Keflavík og vígðist þang-
að þegar frá prófborðinu 1952
en síðustu árin hefur hann
þjónað Garðaprestakalli á
Akranesi. Hann tekur nú við
af sr. Jóni Einarssyni, prófasti
og kirkjuráðsmanni sem and-
aðist sl. haust.
Kökubasar
LAUF
LAUF, Landssamtök áhuga-
fólks um flogaveiki, heldur
kökubasar í dag, laugardaginn
3. febrúar, fyrir framan Hag-
kaup í Kringlunni til styrktar
félaginu.
Kuffs er Itfglaður og
áhyggjulaus náungi sem
erfir heilt lögreglulið.
Meö Christian Siater í
aðalhlutverki. Kl.20:55
Sakleysi (The Innocent).
Mynd John Schlesinger
méð Anthony Hopkins,
Isabellu Rosselini og
Campell Scott. Kl. 22:55
Köttur í bóli bjarnar
(The Devil's bed).
Lostafullur darraðadans
blekkinga. Kl.00:45
STOÐ 3 O G Þ U • $ I M I 5 33 563 3