Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 1

Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 1
64 SÍÐUR B 36. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Meðferð stríðsglæpamanna í Bosníu Holbrooke kynn- ir vinnureglur Sar^jevo, Mostar. Reuter. Suður-Kórea býður Japan birginn Heræf- ing við umdeild- ar eyjar Seoul. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu sögðust í gær ætla að efna til heræfinga við tvær smáeyjar, sem Japanir hafa gert tilkall til, og fjölga í lögregluliði sínu á eyjun- um. Suður-Kóreumenn kalla eyj- arnar Tokdo en Japanir Takes- hima og þær eru í Japanshafi, um það bil mitt á milli ríkjanna. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins í Seoul staðfesti að æf- ingarnar yrðu annaðhvort í þess- um mánuði eða í mars en bætti við að svipaðar æfingar hefðu farið fram á þriggja mánaða fresti nálægt eyjunum. Ein suður-kóresk fjölskylda býr á eyjunum, auk 26 manna lög- regluliðs. Suður-kóreska lögregl- an sagðist ætla að senda þangað þyrlu með átta lögreglumenn til viðbótar. Mótmæli við sendiráðið Háskólanemi var handtekinn í gær við sendiráð Japans í Seoul eftir að hafa klifrað yfir girðingu til að reyna að afhenda sendi- herranum mótmæli eftir að Jap- anir höfðu ítrekað kröfu sína til eyjanna. Til átaka kom þegar um 200 háskólanemar reyndu að ráð- ast inn í sendiráðið en lögreglan stöðvaði þá. Hundruð annarra Suður- Kóreumanna efndu til mótmæla í almenningsgörðum í Seoul og kröfðust þess að stjórn landsins sliti sljórnmálasambandi við Jap- an. Kim Yoon-hwan, formaður stjórnarflokksins, aflýsti í gær þriggja daga för til Japans. Hóp- ur stjórnarliða á japanska þing- inu hætti við för til Seoul eftir að Kim Young-sam, forseti Suð- ur-Kóreu, aflýsti fundi með þeim. RICHARD Holbrooke, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að náðst hefði samkomu- lag um vinnureglur í málum meintra stríðsglæpamanna í Bosníu. Hann kvaðst ekki viss um viðbrögð leið- toga Bosníu-Serba en Slobodan Mi- losevic Serbíuforseti, sem Holbrooke ræddi við í Belgrad á sunnudag, hefði stutt hugmyndina. Atlants- hafsbandalagið (NATO) greindi frá því í gær að tveir yfirmenn úr her Bosníu-Serba, sem Bosníustjórn lét handtaka vegna meintra stríðs- glæpa, hefðu í gærkvöldi verið flutt- ir úr fangelsi í Sarajevo til Haag í Hollandi þar sem stríðsglæpadóm- stóll Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) hefur aðsetur. Christian Chartier, talsmaður stríðsglæpadómstólsins, sagði að yf- Meintir stríðs- glæpamenn fluttir frá Sarajevo til Haag irheyra ætti mennina og kanna hvort forsendur væru fyrir því að ákæra þá. Framvegis munu stjórnvöld í Bosníu láta stríðsglæpadómstólinn hafa lista með nöfnum þeirra sem grunaðir eru um glæpi og sönnunar- gögn verða að fylgja með. Mun dóm- stóllinn-ákveða hvort umræddir menn verði handteknir. Holbrooke fór til Balkanskaga á sunnudag til að reyna að finna lausn á deilunum um stríðsglæpamenn er virtust geta kollvarpað Dayton-frið- arsamningunum. Stjómvöld í Sarajevo létu handtaka tíu Bosníu- Serba sem grunaðir eru um stríðs- glæpi. Fjórum hefur verið sleppt en hinir eru enn í haldi og mennimir, sem vom fluttir til Haag í gær- kvöldi, voru þeirra á meðal. Að sögn Holbrooke hyggst stjórnin í Sarajevo þegar í stað hlíta niðurstöðum dóm- stóls SÞ. Bosníu-Serbar hættu sam- starfi við aðila friðarsamninganna vegna handtökunnar. Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, er nú í Bosníu. Hann sagði í Mostar í gær að bandalagið myndi ekki una því að gerðar yrðu árásir á starfsmenn Evrópusambandsins í borginni. Þar var í liðinni viku skotið á brynvarðan bíl Þjóðveijans Hans Koschnicks, sem tók að sér að stýra borginni til bráðabirgða. Reuter Arafat sver emb- ættiseið YASSER Arafat, formaður Frelsissamtaka Palestínu (PLO), sór embættiseið sem leiðtogi sjálfsljórnarsvæða Palestínu- manna í gær, þremur vikum eft- ir yfirburðasigur í kosningum. Arafat lagði hægri hönd á Kór- aninn og sagði: „Ég sver við nafn almáttugs guðs að vera trúr hei- malandinu, virða stjórnarskrána og lögin, hvika hvergi frá hags- munum palestínsku þjóðarinnar og fá vonum hennar framgengt og guð er mitt vitni.“ Shimon Peres, forsætisráð- herra ísraels, hringdi í Arafat til að óska honum til hamingju og í skeyti frá skrifstofu hans var Arafat titlaður forseti, en ekki formaður. Arafat fékk 88% akvæða í fyrstu kosningum Palestínu- manna 20. janúar og var kjörinn leiðtogi bráðabirgðasljórnar og 88 manna löggjafarráðs sjálf- stjórnarsvæðanna. Samkvæmt friðarsamningunum við Israela verður bráðabirgðastjórnin við völd þar til lokasamkomulag næst um stöðu Vesturbakkans og Gaza-svæðisins í viðræðum sem hefjast í maí. Arafat hefur lofað að stofnað verði palestínskt ríki. Reuter HÁSKÓLANEMAR í Seoul kveikja í japanska fánanum til að mótmæla kröfu Japana til tveggja eyja í Japanshafi. Major varar við fleiri sprengjutilræðum IRA Heitir því að greiða fyrir fyrir friði hvað sem á dynur JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær að skæruliðar írska lýðveldishersins (IRA) gætu sprengt fleiri sprengjur í kjölfar sprengj utilræðis- ins í London á föstudag og hét því um leið að vinna að því að haldnar verði kosningar á Norð- ur-írlandi til að greiða fyrir friðarvið- ræðum. Major sagði í sjónvarpsá- varpi í gærkvöldi að á Norður-írlandi ríkti „nýr andi, andi friðar“. Major flutti sérstakt ávarp á þingi í gær og minntist mannanna tveggja, sem létu lífið í sprengingunni á föstu- dag. 100 menn særðust og talið er að tjónið af völdum sprengingarinnar nemi 150 milljónum punda (um 15 milijörðum króna). Forsætisráðherr- ann sagði að IRA þyrfti að lýsa yfir vopnahléi að nýju áður en ráðherrar stjórnar sinnar ræddu við fulltrúa Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, og sama ætti við um ráðherra írsku stjórnarinnar. Fundur með Bruton Hann tilkynnti einnig að hann hygðist halda fund með John Bruton, forsætisráðherra írlands, í London. Fundurinn yrði sennilega haldinn í næstu viku og ætlunin væri að finna leið til að bjarga friðarviðræðunum. írska stjórnin fagnaði í gær fyrir- heiti Majors um að halda ótrauður áfram að reyna að tryggja frið þrátt fyrir sprengjutilræðið. írska dagblaðið Irish Times greindi frá því í gær að um eitt sprengjutil- ræði hefði verið að ræða, sem ætlað væri að fá bresk stjórnvöld til að breyta áætlunum sínum um Norður- írland. IRA hygðist ekki hefja átök að nýju. Major sagði að hann myndi halda áfram að leita lausnar á málefnum Norður-írlands, sama hvað á dyndi. Rússar og NATO Juppé vill ræða sátt- mála Moskvu. Reuter. ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, hvatti Rússa í gær til að styðja umbótastefnu Borís Jeltsíns forseta í baráttunni fyrir kosningarnar í júní. Jeltsin hyggst skýra frá því á fimmtu- dag hvort hann fer fram. Juppé lagði til í viðtali við dagblaðið Izvestíju að Atlants- hafsbandalagið gerði sérstakan sáttmála við Rússa, sem yrði samfara því að fyrrverandi kommúnistaríki yrðu tekin í bandalagið. Juppé fer í heimsókn til Rússlands á morgun. ■ Hóta árásum/20 Miijor ávarpar Brota og fra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.