Morgunblaðið - 13.02.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Bátarall undir-
búið til að meta
þorskstofninn
UNDIRBÚNINGUR er í fullum
gangi hjá Hafrannsóknastofnun-
inni að því að taka upp bátarall
sem yrði notað með svipuðum
hætti og togararall stofnunarinnar
til rannsókna á þorskstofninum við
ísland. Að sögn Jakobs Jakobsson-
ar, forstjóra Hafrannsóknastofn-
unarinnar, er stefnt að því að rall-
ið fari af stað ekki seinna en í
aprílbyijun.
Þetta kom fram á fundi sem
Fiskifélag íslands hélt á Hótel
Sögu í gærkvöldi, þar sem rætt
var um það hvort þorskstofninn
væri á uppleið á íslandsmiðum.
„Starfshópur hjá Hafrannsókna-
stofnuninni hefur unnið í sam-
starfi við netasjómenn og val á
bátum í rallið stendur nú yfir,“
segir Jakob í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við munum á næstu dögum
og vikum efna til samstarfs við
netasjómenn um það hvemig skyn-
samlegast er að framkvæma þetta,
hvar netin eigi að liggja, hve mörg
net og hvaða möskvastærðir eigi
að notast við og allt það sem lýtur
að hinum praktísku hliðum ralls-
ins. Við stefnum á að rallið fari
af stað ekki seinna en í aprílbyij-
un.“
Jakob segir að rannsóknir af
þessu tagi þurfi helst að standa í
nokkur ár til að samanburður fáist
frá ári til árs svo unnt sé að meta
stofnstærðarsveiflur. „Spádóms-
gildið verður því mikilvægara sem
rallið stendur í fleiri ár,“ segir
hann.
„En vissulega förum við ofan í
saumana á niðurstöðunum strax
eftir eitt ár og það verður mjög
spennandi að sjá hvernig það kem-
ur út og hvort það þarf að breyta
einhveiju eða bæta eitthvað fyrir
næsta ár.“
Morgunblaðið/Ásdís
JAKOB Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, og
Gunnar Stefánsson, formaður fiskveiðiráðgjafamefndar Hafrann-
óknastofnunarinnar, á fundinum í gærkvöldi.
Björk á 12 þúsund manna tónleikum í Peking í Kína í kvöld
BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á
tónleikaferð um Austurlönd og
Eyjaálfu. Hún hefur lokið tón-
Ieikahaldi í Japan, en heldur í
kvöld fyrstu tónleika sína af
þrennum í Kina.
Björk Guðmundsdóttir lét vel
af tónleikaferð sinni þar sem hún
var stödd í kvöldverðarboði hjá
sendiherra íslands í Kína, Hjálm-
ari W. Hannessyni, í gærdag.
Hún hafði þá nýlokið skoðunar-
ferð meðal annars að Kínamúrn-
um með Sindra syni sinum, sem
er með henni í tónleikaferðinni.
Hún sagði að þótt múrinn hafi
verið merkileg sjón hafi hann
bara verið „berin á kökunni", og
vísaði þá til landslagsins sem hún
sagði ægifagurt. „Fjöllin héma
eru hrikaleg og minna mig á
Vestfirðina,“ sagði hún, „bara tíu
sinnum stærri, hvassir fjallstind-
ar. Það var gaman að skoða
múrinn en landslagið er ógleym-
anlegt.“
Björk segir að hún hafi síðan
aflýst frekari skoðunarferð um
Beijing, en þau Sindri farið upp
á hótel til að lesa og hvíla sig.
Björk segir að Beying sé
skemmtileg borg, sérstaklega
hvernig gamli og nýi tíminn rek-
ist á. „Ef maður gengur eftir
götu og beygir til vinstri kemur
Gaman að skoða
múrinn en lands-
lagið ógleymanlegt
maður í hverfi þar sem fólk er
að sjóða sér kattasúpu á moldar-
gólfi, en ef farið er til hægri þá
er þar einhver með farsíma að
panta sér Yves Saint Laurent-
jakkaföt,“ segir hún.
Sjö tónleikar í Japan
Tónleikaferð Bjarkar um Asíu
og Eyjaálfu hófst í Japan 31. jan-
úar, en þar í landi lék hún á sjö
tónleikum, í Tókýó, Nagoya,
Fukuoka og Osaka. Hún segir
að staðirnir sem hún hafi leikið
á séu flestir í stærra lagi og tals-
vert stærri en þegar hún hafi
farið tónleikaferð til Japans eftir
að Debut kom út. „Ég hef gert
það áður að leika á stórum stöð-
um, þó mér sé meinilla við það,
en það er þá til þessað ég hafi
efni á að fara til staða eins og
Beijing," segir hún og bætir við
að vinsældir hennar í Japan virð-
ist ámóta og í Bretlandi, að
minnsta kosti ef miðað sé við
tónleikastaði.
í kvöld leikur Björk í um 12.000
manna tónleikastað, Beijing Stud-
ents Gym, og á morgun eftir tón-
leikana í Beijing heldur hún til
Hong Kong eins og áður er getið,
leikur á tónleikum þar á Q.E. leik-
vanginum fimmtudag og föstu-
dag. 21. febrúar leikur Björk í
Bangkok í Tælandi og í Singap-
ore 23. og 24. febrúar, en þá er
ferðinni heitið til Ástralíu þar sem
hún heldur ellefu tónleika.
Tilnefnd tilfjölda verðlauna
í gær kom út fjórða smáskifan
af breiðskífu Bjarkar, Hyper-
ballad. Umboðsmaður hennar í
Bretlandi, Derek Birkett, spáir
laginu velgengni á vinsældalist-
um, en bætir við að það verði
visast ekki mikið spilað í næstu
viku, því þá stendur fyrir dyrum
Brit-verðlaunahátíðin og þá leika
breskar útvarpsstöðvar lítið ann-
að en breska tónlist. Björk er
tilnefnd til einna Brit-verðlauna,
sem besta alþjóðlega söngkonan,
en þau verðlaun hlaut hún ein-
mitt á síðasta ári. Hún er einnig
tilnefnd til tvennra Grammy-
verðlauna, helstu tónlistarverð-
launa Bandaríkjanna, sem veitt
verða 28. febrúar nk., og til al-
þjóðlegu danstónlistarverðlaun-
anna, sem veitt verða í lok mars.
Andlát
Loftf erðaeftirlitið
BJARNI
S VEINB J ARN ARSON
BJARNI Sveinbjamar-
son, framkvæmdastjóri
í Útilífí í Glæsibæ, varð
bráðkvaddur sl. sunnu-
dag, 54 ára að aldri.
Hann var fæddur í
Reykjavík 14. mars
árið 1941. Hann lauk
verslunarprófi frá
Samvinnuskólanum að
Bifröst og var á fram-
haldsbraut Samvinnu-
skólans þegar hann hóf
rekstur verslunarinnar
Útilífs árið 1974 ásamt
bróður sínum Hauki
Sveinbjarnarsyni,
Valdimari Ömólfssyni og Arnóri
Guðbjartssyni.
Bjarni kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Maríu Tómasdóttur
14. ágúst 1965 og eignuðust þau
þijá syni, Tómas
Björn, Arnar Orra og
Únnar. Snæ. Foreldrar
Bjarna eru þáu S.vein-
björn Jónsson og Elín-
borg Ólafsdóttir.
Bjarni var yngstur
fjögurra systkiná, en
auk bróðurins Hauks
átti hann tvær systur,
Sigríði og Ernu.
Bjarni hafði mikinn
áhuga á allri útivist og
lagði stund á ijölmarg-
ar íþróttagreinar um
ævina, t.d. körfubolta,
knattspyrnu, skíði,
seglbretti, köfun og fjallgöngu, en
seinni árin lagði hann einkum stund
á golf og skíðagöngu auk þess sem
hundarækt varð mikið áhugamál
þeirra hjóna.
Ekki fallist á sam-
starfsaðila Flugleiða
LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ hefur til-
kynnt Flugleiðum að ekki sé lengur
hægt að heimila vöruflutninga MK-
Airlines milli Belgíu og íslandS fyrir
fýrirtækið. Jens Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Loftferðaeftirlits, seg-
ir að ástæðan sé sú að vafí leiki á
því áð öryggisstaðlar MK-Airlines
séu sambærilegir við gildandi örygg-
isstaðla hér á landi. Einar Sigurðs-
son, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að
skipt verði við annað flugfélag ef
MK-Airlines aflar sér ekki tilskilinn-
ar viðurkenningar.
Jens segir að eftir að Danir hafi
gert athugasemd við ósk Flugleiða
um að MK-Airlines flygi milli íslands
og Danmerkur hafi Loftferðareftirlit-
ið farið að kanna fyrirtækið og kom-
ist að áðurnefndri niðurstöðu. Flug-
leiðir fengju 30 daga frest til að finna
nýja samstarfsaðila eða leggja fram
ný gögn. MK-Airlines er skráð í
Gana en starfar i Evrópu.
Einár tók fram að flugfélagið
hefði heimild til að fljúga innan
Evrópu, a.m.k. Belgíu og Bretlands,
og hefði m.a. flogið fyrir breska
flugfélagið British Airways. „Við
hlítum hins vegar auðvitað gildandi
reglum hér á landi. Flugfélagið hef-
ur væntanlega 30 daga frest til að
laga sig að nýjum kröfum. Ef flugfé-
lagið aflar sér ekki viðeigandi viður-
kenningar eða hefur ekki áhuga á
því verðum við að skipta við annað
félag,“ sagði Einar og lagði áhersla
á að engin breyting yrði á þjónustu
Flugleiða.
Hann sagði að ef á þyrfti að
halda yrði væntanlega ekki erfitt
að finna nýjan samstarfaðila enda
færu mörg fraktleigufélög um Ost-
ende-flugvöll.
Guðjón kjör-
inn prestur á
Staðarstað
GUÐJÓN Skarphéðinsson guðfræð-
ingur var kosinn prestur að Staðar-
stað á Snæfellsnesi um helgina.
Hann hlaut 68% atkvæða og bind-
andi kosningu.
Guðjón fékk 153 atkvæði, en séra
Bragi Benediktsson, prestur á Reyk-
hólum, fékk 69 atkvæði. Einn seðill
var auður og tveir ógildir. Á kjör-
skrá voru 262 og greiddu 225 at-
kvæði eða 86%. I desember greiddu
sóknarnefndirnar í prestakallinu at-
kvæði um umsækjendur og hlaut
Guðjón þá einnig flest atkvæði.
Guðjón sagðist vera þakklátur
fyrir þennan góða stuðning sem
sóknarbömin á Snæfellsnesi hefðu
sýnt sér með þessu kjöri. Hann
sagðist hlakka til að flytja til ís-
lands og hefja störf sem prestur á
Staðarstað, en hann hefur átt heima
í Danmörku sl. 14 ár.
I
»
Kristinn Jens
fékk flest at- f
kvæði í Saurbæ i
SÉRA Kristinn Jens Sigurþórsson, I
prestur á Þingeyri, hlaut flest at-
kvæði í kosningu um embætti sókn-
arprests á Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd sem haldin var á laugardag.
Séra Kristinn Jens hlaut 128 at-
kvæði. Næstur kom Þórarinn
Björnsson með 105 atkvæði, séra
Önundur Björnsson hlaut 77 at-
kvæði, Guðrún Edda Gunnarsdóttir
12 atkvæði og séra Ingólfur Guð-
mundsson hlaut ekkert atkvæði. |
88% þeirra sem voru á kjörskrá ■
greiddu atkvæði.
„Ég er mjög sáttur við mína út-
komu og vona að náist sátt um
hana í prestakallinu,“ sagði séra
Kristinn Jens í gær. Hann kvaðst
vilja færa stuðningsmönnum sínum
'bestu þakkir fyrir stuðninginn. Þar
sem enginn umsækjenda fékk meira
en helming greiddra atkvæða er I
kosningin ekki bindandi. Dóms- og
kirkjumálaráðherra skipar prest i |
embættið að fenginni tillögu biskups
íslands.
Ekkert fordæmi er fyrir því síð-
ustu 40 árin að ekki hafi verið farið
eftir úrslitum kosninga þó að enginn
hafi fengið bindandi kosningu.
Þegar sóknarnefndir greiddu at-
kvæði um umsækjendur um prests-
embættið í Saurbæ fyrr í vetur fékk .
Þórarinn Björnsson flest atkvæði,
séra Önundur varð annar og séra
Kristinn Jens þriðji. Sóknarbörn á |
Hvalfjarðarströnd kröfðust prests- *
kosninga með undirskriftasöfnun. i