Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 17

Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 17 VIÐSKIPTI Fox kennt um minni hagnað News Corp Sydney. Reuter. HAGNAÐUR News Corp, fjölmiðla- fyrirtækis Ruperts Murdochs, hefur dregizt saman þrátt fyrir aukinn hagnað sjónvarpsdeildar og brezkra blaða fyrirtækisins og er slakri frammistöðu Fox-kvikmyndaversins kennt um það. Kvikmyndadeild fyrirtækisins og bóka- og tímaritaútgáfu þess eru sagðar eiga sök á því að nettóhagn- aður þess hafí minnkað um 702 millj- ónir Ástralíudala eða 525 milljónir Bandaríkjadala á sex mánuðum til desemberloka, þótt söluhagnaður hafi aukizt um 11% í 6.8 milljónir Ástralíudala. Á samatíma 1994 skil- aði News Corp hagnaði upp á 821 milljón Ástralíudala. Afkoman er í samræmi við þau ummæli Murdoehs í desember að hagnaður mundi minnka á öðrum ársfjórðungi og á sex mánuðum, en betri en flestir sérfræðingar höfðu búizt við. Hlutabréf í News_ Corp hækkuðu um 24 sent í 7,16 Ástral- íudala á einum klukkutíma eftir opn- un. Hálfsárshagnaður Fox-sjónvarps- stöðvanna jókst um 14% þrátt fyrir dræma eftirspurn eftir auglýsingum á fjórða ársfjórðungi. Markaðshlut- deild stöðvanna var meiri en nokkru smm og samkeppmsstaða þeirra hef- ur aldrei verið betri. Hækkun á verði brezku blaðanna The Sun og The Times bætti afkomu þeirra án þess að lesendum fækkaði. News Corp segir að auglýsinga- tekjur allra blaða fyrirtækisins hafi aukizt. News Corp hefur nú bætzt í vax- andi hóp fjarskiptafyrirtækja, sem eru að leggja beinlínuþjónustu á hill- una og setja traust sitt á alnetið. Fyrirtækið tilkynnti 8. febrúar að 515 starfsmönnum beinlínuþjón- ustunnar News Corp Internet yrði fækkað um tæpan helming. Viku áður hafði fjarskiptafyrirtækið MCI Communications Corp. sagt frá þeirri ætlun sinni að skerða 50% hlut sinn í þjónustunni og styðja nýtilkomna beinlínuþjónustu Microsofts, sem er skæður keppinautur. Murdoch hefur staðið í löngum og árangurslausum viðræðum í því skyni að selja hugbúnaðarfyrirtæk- inu Oracle Corp. hlut í þjónustunni. News Corp Internet er kunnast fyrir beinlínuþjónustu sína Delphi Internet Service, sem á í basli. Stöðugur vöxtur alnetsins og ver- aldarvefsins hefur valdið miklu urn- róti í beinlínugeiranum. Nýlega’ seldi General Electrics fyrirtækið beinlínu- þjónustu sína, Genie, og þrjár stærstu beinlínuþjónustumar Prodigy, CompuServe og America Online - hyggjast bjóða upp á þjón- ustu með aðgangi að alnetinu. „Þeir verða að festast í vefnum til að komast áfram,“ segir Greg Wester, alnetsrannsóknarstjóri ráð- gjafafyrirtækisins Yankee Group í Boston. Samkeppnisstofnun Telur verðmerking- ar á framleiðslu- stigi ólöglegar SAMKEPPNISSTOFNUN hyggst á næstunni grípa til aðgerða vegna verðmerkinga á brauði, eggjum og ýmsum fleiri vörum, sem framleið- endur verðleggja fyrir smásala. Stofnunin telur slíkar verðmerkingar ólöglegar og samkeppnishindrandi. Algengt er að ýmsar vörur séu verðmerktar við pökkun á fram- leiðslustigi. Umrætt verð er kallað leiðbeinandi smásöluverð og er í flestum tilvikum látið gilda í smá- sölu. Egg eru t.d. verðmerkt með þessum hætti, flest verksmiðjubrauð og ýmsar unnar kjötvörur, s.s. pyls- ur. Þessar vörur eru síðan seldar á sama verði, hvort sem smásalinn er lítil verslun eða stórmarkaður. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, er mikil hætta á að slík verðmerking dragi úr samkeppni. „Þegar heildsalinn verðleggur vöruna miðar hann yfir- leitt við þá álagningu, sem tíðkast í smærri verslunum en hún er nokk- uð hærri en hefðbundin álagning stórmarkaða. Flestir stórmarkaðir hafa kosið að halda sig við þetta leiðbeinandi smásöluverð og það er því í ósamræmi við aðra álagningu þeirra." Guðmundur segir að slík verð- lagning framleiðenda stríði gegn samkeppnislögum en í þeim segir að óheimilt sé að ákveða, semja um eða á annan hátt hafa áhrif á verð, afslætti eða álagningu er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölu- stigi. „Kveðið er á um að seljandi geti gefið upp leiðbeinandi endur- söluverð, enda láti hann koma skýrt fram að það sé leiðbeinandi. í flest- um tilvikum er hins vegar ekkert minnst á slíkt og það brýtur gegn lögunum og getur dregið úr sam- keppni. Samkeppnisstofnun mun að öllum líkindum grípa til aðgerða á næstunni vegna þessa máls.“ Guðmundur segir að fjölmargir verslunareigendur þurfi að verð- merkja vörur sínar betur. „Ástandið er líklega verst hjá sérverslunum og í sérstakri könnun Samkeppnisstofn- unar fyrir jólin kom í ljós að verð- merkingar þeirra reyndust óviðun- andi í meira en helmingi tilvika. Þær þurfa því að taka sig á.“ Stærsta einkatölvufyrir- tæki í Bandaríkjunum New York. PACKARD Bell Electronics og Zenith Data Systems munu sam- einast samkvæmt flóknum 650 milljóna dollara samningi og koma á fót stærsta einkatölvufyrirtæki Bandaríkjanna. Með samrunanum verður kom- ið á fót fyrirtæki, sem mun senda frá sér fleiri einkatölvur en Compaq Computer Corp. á Bandaríkjamarkað. Compaq sendi frá sér 12,2% einkatölva í Bandaríkjunum'í fyrra, en Pack- ard 11,3% 4 Aðalfundur Verslunarráðsins fimmtudaginn 1 5. febrúar 1 996 kl. 1 1.30 - 1 5.00, i Súlnasal Hótels Sögu ísland í alþjóöasamkeppni: STEFNA VERSLUNARRÁÐSINS OG STEFNA „HINS OPINBERA" Aðalfundur Verslunarráðs íslands - samtaka íslensks viðskiptalífs - er haldinn annað hvort ár. Helstu atriði á dagskrá fundarins nú, auk aðalfundarstarfa, verða: Ræða formanns Verslunarráðsins Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri SJOVÁ-Almennra trygginga hf. Ræða iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson Tillaga að nýrrí stefnuskrá Verslunarráðs íslands Sérstök stefnuskrárnefnd hefur unnið með stjórn og framkvæmdastjórn að skilgreiningu markmiða Verslunarráðsins til næstu framtíðar, úrræða/leiða til þess að ná þeim og leggur auk þess fram ítarlegan verkefnalista. Á aðalfundinum liggur fyrir skrifleg kosning formanns, 18 annarra stjórnarmanna og 19 varastjórnarmanna. Aðgangur og skráning þátttöku Aðalfundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Nauðsynlegt er þó að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (svarað er á skrifstofutíma kl. 08-16). FUNDARCJALD KR. 2.000 GREIÐIST VIÐ KOMU Á FUNDARSTAÐ (Fyrir hádegisverð og aðrar fundarveitingar) VERSLUNARRAÐ ISLANDS SAMTÖK ÍSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS á raftækjum, heimilistækjum, pottum og fleiru stendur þessa viku. Svimaodj afsláttun Glæsilegir háfar Þurrkarar (lítið útlitsgallaðir) Þvottavélar - úrval Mikill afsláttur. Takmarkað magn. 1500 snúningar. 3 stærðir. Margar gerðir. Margar gerðir. Þetta er aðeins brot af úrvals vörum með svimandi afslætti. Hafðu hraðar hendur. Aðeins fáir hlutir af sumum gerðum. Einar Farestveit & Co hf, Borgartúni 28 ÍÖT símar 562 2901 og 562 2900.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.