Morgunblaðið - 13.02.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 13.02.1996, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Krafan um það besta TONUST Seltjarnarnes- k i r k j a GÍTARTÓNLEIKAR Einar Kristján Einarsson lék verk eftir Feraando Sor, J.S. Bach, Benjamin Britten og Nikita Koshk- in. Laugardagur 10. febrúar, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á Fantasíu, op. 30, eftir Fernando Sor, spánskan tónhöfund, sem var alinn upp til tónlistarstarfa við kórskólann í Montserrat. Þrátt fyrir að Sor sé nú þekkt- astur fyrir gítarverk sín samdi hann t.d. óperur og balletta og vakti fyrst athygli sem tónskáld fyrir óperuna Telemaco, er var frumflutt í Barcelona 1794. Árið 1813 flýr hann ættland sitt, því hann hafði verið á bandi Frakka í svonefndu Peninsularstríði og fór fyrst til Parísar. Það voru Méhul og Cerubini sem uppgötv- uðu Sor en frá París lá leiðin til Lundúna og var hann þar nokk- ur ár við mikla lukku. Sor starf- aði um þriggja ára skeið í Rúss- landi og samdi þar meistaraverk sitt, ballettinn Hercules y Onfal- ia (1826) í tilefni krýningar Nik- ulásar I, Rússakeisara. Það eru samt gítarverkin sem hafa hald- ið nafni hans á lofti og einnig þýðingarmikill „skóli“, Gran Metodo de Guitarra, sem gefinn var út í Bonn árið 1830. Fern- ando Sor er klassískur höfund- ur, því það var fyrst um og eft- ir aldamótin 1900, með þrenn- ingunni Pedrell, Granados og Albeniz, að Spánveijar tóku að kanna sérkenni spánskrar tón- listar. Leikur Einars í Fantasíu Sors var góður og auðheyrt að hann hafði gefið sér góðan tíma til að vinna sína heimavinnu. Lút- usvítan, BWV 995, sem unnin er upp úr sellósvítunni í c-moll, BWV 1011, var annað verkefni tónleikanna og er það talið vera samið á árunum 1727-31. Verk- ið er tileinkað einhverjum óþekktum „Monsieur Schoust- er“. Leikur Einars var á köflum nokkuð órólegur en sérlega fal- lega mótaður í saraböndunni og gikkurinn (Gigue), síðasti þátt- urinn, var skemmtilega leikinn. Óróleikinn í verkinu er aðallega hrynrænn og vantaði oft að púls- inn sé nógu skýrlega mótaður. Einar þyrfti að leggja aðeins meiri þunga til áherslutaktlið- anna og þar með skapa meiri spennu í leik sinn. Nocturnal, op. 70, eftir Benj- amin Britten, var sérlega vel leikin og þar sýndi Einar að hann er vaxandi gítarleikari og Usher-Valse, eftir rússnenska gítarleikarann Nikita Koshkin (f. 1956 ) var með því átaks- meira sem Einar hefur sýnt í leik sínum fram að þessu. Að frádreginni of mjúkri útfærslu á áherslutakthluta markar leikur Einars tímamót fyrir hann sem einleikara og gott til þess að vita að honum nýttust vel starfs- launin úr Listasjóði. Einar er reyndur og vel kunnandi gítar- leikari en það er samt löng ganga og ekki unnin á einum degi að ná því að verða góður konsertleikari. í því máli er síg- andi lukka best. Nú hefur Einar náð merkum áfanga sem kon- serterandi gítarleikari og verður hann því krafinn um það besta í náinni framtíð. Jón Ásgeirsson Heimspekilegir afarkostir BOKMENNTIR H e i m s p e k i AFARKOSTIR eftir Atla Harðarson. Heimspeki- stofnun - Háskólaútgáfan. Reykja- vík 1995.128 bls. SIÐFRÆÐI hefur verið áberandi í íslenskum heimspekibókum undan- farin ár. Minna hefur farið fyrir frum- speki og þekkingarfræði, þeim grein- um sem fjalla um eðli alls veruleika og möguleika mannsins til að þekkja hann. Hér er þó komin bók um slík viðfangsefni og er sögð á kápu skrif- uð til þess að kynna heimspeki fyrir almenningi. Vel hefur tekist til því bókin er sérlega aðgengileg og skemmtileg, kemur þó sífellt að kjama hvers viðfangsefnis og knýr lesandann ti! umhugs- unar. Atli Harðarson er áhugafólki um heim- speki að góðu kunnur. Hann hefur bæði þýtt sígild heimspekirit og skrifað greinar þar sem hann tekur upp fom- frægar spumingar heimspekinnar og gerir þeim frumleg skil. Sum- ar greinamar í þessari bók birtust fyrst í Les- bók Morgunblaðsins undir samheitinu „Ógöngur, brot úr hugmyndasögunni". Nokkrar höfðu þar áður birst á tölvuneti. í bókinni em 22 kaflar og fjallar hver um afmarkaða heimspekilega spumingu. Það em ekki smámál sem tekin em fyrir. tilvera guðs, spuming- in um hið illa í heiminum, eðli sálar- innar og spumingar um gerð rúms og tíma. Tekst höfundi einkar vel að koma einfóldum orðum að andstæð- um skoðunum, draga fram mótsagnir og þverstæður sem geta ekki látið hugsandi fólk í friði. Af þessu dregur bókin nafnið. Oftast er gengið út frá því hvemig frægir heimspekingar hafa fengist við spumingamar. Þann- ig verða kaflamir að brotum úr hug- myndasögunni og er þeim raðað nokkum veginn í tímaröð, farið frá Fom-Grikklandi fram á þessa öld. Ekki er þó reynt að segja samfellda sögu heimspekinnar, eins og oft er gert í kynningarbókum, heldur er lögð áhersla á einstök álitamál. Þrátt fyrir að bókin sé sett saman úr brotum hefur hún sterkan heildar- svip. Sumir kaflarnir tengjast saman í lengri umræðu um svipuð efni. Þannig era þrír kaflar um frelsi vilj- ans (Frjáls vilji, Lífið er lotterí, Neyddur til að vera fijáls), a.m.k. fimm kaflar um ýmsar myndir tví- hyggjunnar í kenningum Descartes, og hvemig heimspekingar 17. og 18. aldar bragðust við henni (Aðleiðsla, Tvíhyggja, Hughyggja, Ytri vera- leiki, Veraldarhyggja) og tveir kaflar era um rúmfræðina á bak við afstæð- iskenninguna (Er eitthvað bogið við veröldina?, Dæmisaga Poincarés). Þannig mætti telja upp fleiri þræði sem liggja á milli brotanna svo að í þeim sést stærri mynd. Tilgangur höfundar er ekki að setja fram sjálfstæða eigin heim- speki. Hann lætur lesandanum eftir að bijóta heilann um þverstæðumar sem hann dregur fram en leysir ekki úr þeim. Þó má sjá ákveðna tilhneig- ingu í aðferð hans. Hann gengur beint til verks og notar oft sögur og einföld en lýsandi dæmi til að lýsa heimspekilegum spumingum. Oft nálgast hann efnið með því að greina merkingu orðanna. Skoðanir höfundar virð- ast hneigjast til þess að taka undir með þeim sem skilja heiminn ver- aldlegum skilningi og hann virðist telja sig í góðum félagsskap með- al þeirra sem ekki sé gefin andleg spektin (bls. 17). Hann tekur undir með mönnum eins og Locke og Hume. í þessu tilheyrir hann þeirri heimspekihefð sem þróast hefur í enskumælandi löndum, Hvarvetna verður les- andinn var við ríka trú á skynsemina. Til dæmis þegar Atli gagnrýnir röksemdafærslu, sem hann finnur dæmi um hjá Pascal og Sigurði Nordal, í þá átt að maður skyldi hafa sérstakar skoðanir á eilífð- armálunum vegna þess að það sé hagstætt (en ekki endilega vegna þess að maður viti þær réttar). Þetta gagnrýnir Atli sem „kæraleysislega umgengni við sannleikann" (bls. 38). Svipuð afstaða kemur fram í reglu sem rædd er og rökstudd í tveimur köflum (Geta böm hugsað?, Sjálfs- blekking): ef við verðum vör við mót- sagnakennda hegðun fólks, hvort sem það er hjá bömum eða fullorðnum, ættum við að eigna því eins mikla skynsemi og stætt er á og frekar gera ráð fyrir að fólk skorti þekkingu en skynsemi. Atli telur að við séum svo vön þessari reglu að okkur þyki hún sjálfsögð (bls. 11-112). En er ekki oft vísvitandi brotið gegn þenni? Sem dæmi má nefna að auglýsingar og annar áróður, sem höfðar til for- dóma og hégómagimdar, er mjög ágengur við nútímafólk og gerir ráð fyrir að markhópurinn sé heimskir og gagnrýnilausir neytendur. Það er ekki síst út af þessum yfir- gangi heimskunnar að bækur sem reyna að kryfja málin til mergjar og finna ný sjónarhom eru nauðsynleg- ar. Bókin Afarkostir gerir þetta með glæsibrag og er óhætt að mæla með henni við alla sem hafa gaman af að velta hlutunum fyrir sér. Skúli Pálsson Atli Harðarson EITT portrettverka Guðmundar. Skrifað með ljósi LJÓSMYNDASÝN- ING Guðmundar Kr. Jóhannessonar í verslun Hans Peter- sen, Austurveri, hefur verið opnuð. Hún stendur til 7. mars. Guðmundur Kr. Jó- hannesson hóf ljós- myndanám árið 1979 hjá Studio Mats Wibe Lund og naut þar handleiðslu Ingi- bjargar Kaldal. Hann lauk sveinsprófi árið 1984 og meistaraprófi tveim árum síðar. Guðmundur stofnaði ljósmyndastofnuna Nærmynd árið 1986. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Ljósmyndarafélag íslands og er nú varaformaður félagsins. „Mannamyndir (portrett) er það form ljósmyndunar þar sem myndræn persónu- sköpun og augnablik- ið eru höfð í heiðri. Á undanförnum misser- um hefur orðið vakn- ing hvað varðar fag- mennsku og vönduð vinnubrögð. Setning- ar eins og: „Viltu gera mynd fyrir mig sem ég ætla að prýða heimili mitt með“ heyrast æ oftar. Með þessu móti er ábyrgð- inni á fagmannlegum og listrænum mynd- um varpað yfir á herðar ljósmyndar- ans. Vandaðar mannamyndir geta því staðið sem sjálfstæð listaverk jafnfætis ann- arri myndlist," segir í kynningu Guðmundar. Á sýningunni sýnir Guðmundur 40 myndir. Guðmundur Kr. Jóhannesson Styrkir Leiklist- arráðs MENNTAMÁLÁRÁÐUNEYTIÐ hef- ur að fengnum tillögum frá fram- kvæmdastjóm leiklistarráðs úthlutað framlögum af fjárlagaliðnum til „starfsemi atvinnuleikhópa" 1995, sem hér segir: Flugfélagið Loftur til uppsetningar á leikritinu „Bein útsending“ eftir Þorvald Þorsteinsson, kr. 2 milljónir. Möguleikhúsið til uppsetningar á leikritinu „Ekki svona“ eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Pétur Eggerz, kr. 2 milljónir. Hvunndagsleikhúsið til uppsetning- ar á sýningunni „Trójudætur og jöt- uninn“ eftir Evripides, kr. 1,5 milljón. Bandamenn til uppsetningar á leik- ritinu „Amlóðasaga" eftir Svein Ein- arsson, kr. 1,5 milljónir. Svöluleikhúsið, til að vinna dans- verkið „Konan og kötturinn“, kr. 750 þúsund. Augnablik til að semja og flytja leikverk byggt á þemanu um Tristan og ísold, kr. 700 þúsund. Brynja Benediktsdóttir til uppsetn- ingar á 4 einþáttungum á 4 tungumál- um, kr. 500 þúsund. Benedikt Erlingsson til einleiks sem byggist á Gunnlaugs sögu orms- tungu, kr. 300 þúsund. Annað svið til undirbúnings upp- setningar á leikritinu „Svaninum" eftir Elisabeth Egloff í þýðingu Áma Ibsen, kr. 250 þúsund. Kjallaraleikhúsið til undirbúnings uppsetningar á leikritinu „Three tall Women“ eftir Edward Albee í þýðingu Hallgríms Helgasonar, kr. 250 þús- und. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Hávör tveggja ára starfssamning- ur og nemur framlagið 4 milljónum króna á þessu ári. 33 leikhópar sóttu um verkefna- framlög og 8 hópar um starfsstyrk til lengri tíma. Til úthlutunar vora 14 milljónir króna. í framkvæmdastjóm Leiklistarráðs sitja Vilborg Valgarðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, Hlín Agnarsdóttir, leik- myndahönnuður, og Ólafur Haukur Símonarson, leikritaskáld. Kvartett á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM mið- vikudaginn 14. febrúar kemur fram kvartett skipaður hljóðfæraleikur- unum Daða Kolbeinssyni, sem leik- ur á óbó og englahorn, Zbigniew Dubik, fíðlu, Guðmundi Krist- mundssyni, víólu, og Richard Talkowsky, selló. Tónleikarnir eru haldnir í Norræna húsinu og hefj- astkl. 12.30. Á tónleikunum verða flutt tvö verk; Kvartett í C-dúr op. 8, nr. 1, fyrir óbó, fiðlu, víólu og sélló eftir Johann Christian Bach og kvartett fyrir englahorn, fiðlu, ví- ólu og selló eftir Jean Francaix. I kynningu segir: „Johann Christ- ian Bach (1735-1782) var ellefti og yngsti sonur Johanns Sebastians Bachs. Hann fæddist í Leipzig í Þýskalandi en eftir nám í orgelleik var hann um tíma organisti við dómkirkjuna í Mílanó. Lengst af starfaði hann þó sem óperu- og tónlistarstjóri ensku hirðarinnar og hefur þess vegna oft verið kallaður enski Bach. Auk kammertónlistar- innar er hann þekktastur fyrir sin- fóníur sínar og óperur. Mozart hreifst mög af tónlist hans. Englahornið er sjaldséð hljóðfæri í kammertónlist. Kvartett Jeans Francaix (f. 1912) var saminn árið 1970 fyrir London óbókvartettinn. Francaix er kominn af tónlistarfólki og byijaði komungur að læra á píanó og fljótlega líka að semja tónlist. Píanóleik lærði hann hjá Isidore Philipp og tónsmíðar meðal annars hjá Nadiu Boulanger í Tón- listarháskólanum í París. Francaix er að semja tónlist enn í dag.“ Aðgangseyrir á tónleikana er 300 kr., en frítt fyrir handhafa stúd- entaskírteinis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.