Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 33
LÁRA GUÐBJÖRG
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Lára Guðbjörg
Kristjánsdóttir,
Mávakletti 12,
Borgarnesi, fædd-
ist að Gerðubergi í
Eyjahreppi 13.
september 1915.
Hún lést 5. febrúar
siðastliðinn í
sjúkrahúsinu á
Akranesi. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Krisiján
Lárusson, bóndi,
Miklaholtsseli,
Miklaholtshreppi á
Snæfellsnesi, fædd-
ur 10. janúar 1879, dáinn 18.
febrúar 1955, og kona hans,
Þóra Björnsdóttir, fædd 12.
september 1888, dáin 2. janúar
1968, og áttu þau sjö börn og
eina uppeldisdóttur og var
Lára fjórða í röðinni.
Hin eru Jóhanna Ingveldur,
fædd 27. nóvember 1908, dáin
í september 1919. Alexander,
fæddur 30. júní 1919, Björn
Kristján, fæddur 27. október
1923, Halldóra, fædd 23. maí
1929, dáin 2. desember 1990.
Lára giftist 1. ágúst 1943, eftir-
lifandi manni sínum, Þórarni
Sigurvin Steingrímssyni, f. 25.
september 1909. Foreldrar
hans voru Steingrímur Andrés-
son, f. 7. september 1874, dáinn
7. júlí 1916, og kona hans, Sig-
urborg Þórarinsdóttir, f. 12.
desember 1868, dáin 25. apríl
1936.
Barnabörn
þeirra eru átján.
Börn Láru og
Þórarins eru Stein-
grímur, f. 1. ágúst
1939. Fyrri kona
hans var Ingibjörg
Óskarsdóttir, f. 21.
febrúar 1946, og
eiga þau fimm börn,
síðari kona hans er
Fríða Magnúsdótt-
ir, f. 28. september
1941. Kristján,
fæddur 22. maí
1943, kona hans er
Hrafnhildur Ester
Guðjónsdóttir, f. 16. júní 1948,
og eiga þau fjögur börn. Sigur-
björg, fædd 28. júní 1945, og á
hún einn son með Jóhannesi
Jóhannessyni. Þóra, fædd 20.
marz 1948, maður hennar Frið-
jón Gíslason, f. 24. marz 1928,
og eiga þau tvö börn, en fyrir
átti Þóra tvö börn. Jóhannes,
f. 20. marz 1948, kona hans
Veronika Kristín Guðbjarts-
dóttir, fædd 11. desember 1957,
og eiga þau tvö börn. Jóhanna,
fædd 30. ágúst 1949, maður
hennar Jón Kristmundur Hall-
dórsson, fæddur 24. júlí 1948,
og eiga þau þijú börn. Kol-
finna, fædd 28. janúar 1951,
maður hennar Þorsteinn Sigur-
steinsson, f. 18. september
1950, og eiga þau fimm börn.
Útför Láru fer fram frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Legg ég nú bæði iif og önd,
Ijúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Kæra systir og mágkona.
Okkur hjónin langar til að minn-
ast þín fyrir ánægjulegar stundir
sem þú veittir okkur. Þá voru rifjað-
ar upp margar endurminningar allt
frá bernskuárunum.
Fljótlega koma upp í hugann
búskaparár að Hólslandi í Eyja-
hreppi 194, þar sem þið bjugguð
fyrst. Stutt var á milli bæja að
Seli, þar sem foreldrar og systkini
áttu heima, systir þín minnist
barnsburðar fyrsta bams ykkar,
sem kom í heiminn heima hjá for-
eldrum þínum, síðan var farið með
barnið heim að Hólslandi með lýs-
andi kertaljósi. Mér, mági þínum,
borgarbarni og fleirum er þetta
mjög í minni.
Giftingardagur ykkar þegar séra
Þorsteinn Lúter Jónsson gaf ykkur
saman og skírði son ykkar, Krist-
ján, og barn Þuríðar Briem, Kristin
Guðmundsson. Þetta var heilladag-
ur í lífi ykkar, sem entist ykkur
Tóta ævilangt og aldrei bar skugga
á.
Þórarinn var mikill og góður
smiður, sem var oft að heiman, þá
sýndi Lára dugnað sinn við að ala
upp börnin ykkar þegar bóndi henn-
ar var við byggingaframkvæmdir
víða í héraðinu.
Þau hjónin fluttu árið 1955 að
Gljúfurá í Borgarfirði, sem var í
eigu Fossbergs, þar var gott að
koma til þeirra, en áður var Gljúf-
urá í eigu föður Þórarins og þótti
honum sem hann væri að flytja
aftur heim.
Þar bjuggu þau í mörg ár með
stóran barnahóp. Eitt árið komum
við hjónin til þeirra á vörubíl og
þótti þeim báðum að bíllinn gæti
komið sér vel að eignast hann til
flutninga fyrir búið og varð það úr,
við hjónin fórum heim með rútu.
Þau hjónin höfðu áhuga á að
byggja sér hús á jörðinni Gljúfurá,
vegna þess að gamla húsið var að
niðurlotum komið. Voru þau komin
af stað með grunninn, en því miður
gekk það dæmi ekki upp við eigend-
ur Gljúfurár.
Að Langárfossi flytjast þau árið
1964, þar byggði Þórarinn upp
hlöðu og fjós og undu þau hag sín-
um þar vel en brugðu búi árið 1976
og fluttu til Borgarness þar sem
þau leigðu húsnæði um tíma, en
ekki leið langur tími þar til þau
fengu lóð á Mávakletti 12 og byrjað
var að hefjast handa við byggingu
íbúðarhúss og bílskúrs af sama
áhuga og fyrr. Mikið var gaman
að ganga með Láru út í garðinn
þeirra og hlusta á, þegar hún talaði
við blómin sín, eins og gerðist í
sveitinni forðum, þar sem hún tal-
aði við dýrin sín. Hún átti svo mik-
inn hlýleik og nærgætni við náung-
ann sem hún sýndi okkur í verki,
eins og mörg börn, sem dvöldu hjá
þeim á sumrin, geta borið vitni um.
Erfiðleikar hafa sótt þau heim
vegna heilsubrests og báru þau
hann vel. Dóttir þeirra, Sigurborg,
hefur hugsað um þau af kærleik
og dugnaði og öll þeirra börn stutt
þau í hvívetna.
Lára dvaldi í sjúkrahús síðustu
daga lífsins, þar sem bóndi hennar
og börn önnuðust hana.
Kæri Þórarinn og börn.
Við vitum að söknuður ykkar er
sár við fráfall konu þinnar, en minn-
ingin um góða konu og móður mun
lifa í hjörtum ykkar.
Við biðjum Guð að blessa þig,
börn þín og tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Nú er hún laus við þrautir og
biðjum við henni Guðs blessunar.
Við sendum Þórarni, börnum
þeirra, tengdabörnum, barnabörn-
um og öðrum skyldmennum samúð-
arkveðjur. Það er vissa okkar að
hún Lára Guðbjörg er á góðum stað,
þar sem henni mun líða vel. Við
kveðjum þig með söknuði og þökk-
um fyrir allt sem þú gafst okkur í
lífi þínu.
Einnig kveður Björn bróðir þig
og einnig okkar börn og þeirra fjöl-
skyldur.
Far þú í friði og Guð geymi þig.
Inga og Guðmundur,
börn þeirra og fjölskyldur.
Með þessum fátæklegu línum
kveð ég fyrrum tengdamóður mína,
hana Láru. Við erum búnar að eiga
samleið í yfir 30 ár og þó að leiðir
mínar og sonar hennar hafi skilið
þá slær maður ekki striki yfir þær
staðreyndir sem liggja fyrir. Börnin
eru fimm úr hjónabandinu og þau
MINNINGAR
eiga sína föðurfjölskyldu og okkar
skylda var að gæta þess að þau
tengsl rofnuðu ekki. Eg var kom-
ung þegar ég kom inn í þessa fjöl-
skyldu og það var vel tekið á móti
mér og þakka ég það af heilum
hug. Láru fannst ekkert að því að
bæta einum við í barnahópinn sinn.
Fjölskyldan bjó þá að Gljúfurá í
Börgarfirði en flutti svo ári seinna
að Langárfossi á Mýrum. Það voru
mikil viðbrigði fyrir þau að flytja
úr fámenninu í það að búa í þjóð-
braut. Það var alltaf gestkvæmt að
sumrum á Gljúfurá og ekki var það
síðra þegar þau voru komin að
Langárfossi. Við bjuggum hjá þeim
á Langárfossi fýrst eftir að Þórar-
inn fæddist en fluttum svo í Borgar-
nes þannig að við vorum ekki langt
undan. Það er margt sem kemur
upp í hugann á kveðjustundum sem
þessum en efst er það góða sem
manni er hollast að minnast. Það
er ekki hægt að tala um Láru án
þess að minnast á Tóta en nöfn
þeirra eru samtvinnuð í huga mín-
um. Þau eru nú búin að búa saman
í nær 60 ár og samrýndari hjón hef
ég sjaldan séð. Ég minnist þess
ekki að hafa heyrt styggðaryrði
þeirra á milli. Þau fluttu til Borgar-
ness fyrir allmörgum árum, voru
þá búin að byggja sér lítið fallegt
einbýlishús og bjuggu þar með dótt-
ur sinni, Sigurborgu, og syni henn-
ar, Þórarni. Ég sá Láru síðast í
haust stuttu eftir 80 ára afmælið
hennar. Við komum þarna við
mæðgurnar, ég og Anna Lára. Hún
leit svo vel út, var orðin svo grönn
og var kát þrátt fýrir að hún væri
búin að vera mikið lasin allt síðasta
ár. Það var eins og alltaf þegar
maður kom við, hún töfraði fram á
augabragði hlaðið borð af alls kyns
kræsingum, maður skyldi nú ekki
fara svangur frá henni.
Elsku Tóti, missir þinn er mikill,
ég sendi þér og bömum þínum og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur, eftir stendur minningin
um góða eiginkonu, móður og
ömmu. Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Óskarsdóttir.
Elsku langamma.
Okkur langar að þakka þér fyrir
allar samverustundirnar og hlýjuna
sem þú sýndir okkur alltaf, góðu
stundirnar sem við áttum saman á
sumrin í sumarbústaðnum ykkar
langafa og eins heima í Mávakletti
þar sem alltaf er svo gott að koma
í heimsókn.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa.)
Við vitum að góður Guð geymir
þig-
Þín langömmubörn,
Hugrún, Edda, María,
Sandra, Rakel og Arnar.
Elsku Lára.
Mig langar með fáeinum orðum
að þakka þér fyrir þær stundir sem
við áttum saman, sögurnar sem þú
sagðir, umhyggjuna sem þú alltaf
sýndir og fyrir að taka ávallt á
móti mér opnum örmum og með
bros á vör.
„Því að hvað er það að deyja
annað en standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið? Og hvað
er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og ófjötraður
leitað á fund guðs síns? Og þegar
þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst
munt þú hefja fjallgönguna. Og
þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.“
(Spámaðurinn - Kahlil Gibran.)
Guð blessi minningu þína.
Ólöf H. Sigurðardóttir.
Erfidrykkjur
Kiwanishúsið,
Engjateigi 1
s. 5884460
t
Faðir okkar,
BJARNI ÞORSTEINSSON,
Syðri-Brúnavöllum,
Skeiðum,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 11. febrúar.
Börnin.
+
Elskuleg móðir mín,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
fyrrverandi húsvörður,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
9. febrúar.
María Sigurðardóttir.
Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓN GUÐMUNDSSON,
Þórunnarstræti 120,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt
12. febrúar.
Svava Ásta Jónsdóttir,
Guðjón Steinþórsson,
Elín Dögg Guðjónsdóttir,
Jón Orri Guðjónsson,
Sigurveig Guðmundsdóttir.
Konan mín,
KRISTÍN SVANHILDUR HELGADÓTTIR,
lést aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar á Hrafnistu DAS í Hafnar-
firði.
Þórður Ólafsson frá Odda.
Maðurinn minn, + ÓLAFUR JÓHANNSSON
læknir,
er látinn. Sigurlaug Jóhannsdóttir.
A TILBOÐI
ŒE
TIL ALLT AÐ 36
KJ-ÍU RADCREIOSLUR
10-30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af skrauti.
Graníl
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707