Morgunblaðið - 13.02.1996, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996
-----------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUA UGL YSINGA R
Löglærður f ulltrúi
Löglærður fulltrúi óskast til starfa
á lögmannsstofu.
Umsóknir sendist til Róberts Árna Hreiðars-
sonar, hdl., Austurstræti 17,101 Reykjavík.
Vélstjóri
Vélstjóra vantar á 60 lesta netabát
frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í símum 853 2759 og 557 9320.
Hæstiréttur íslands
auglýsir stöðu fulltrúa (ritara) lausa til um-
sóknar. Krafist er færni í íslensku og rit-
vinnslu. Laun skv. launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknir sendist hæstaréttarritara, Erlu
Jónsdóttur, Dómhúsinu v. Lindargötu,
150 Reykjavík, fyrir 24. febrúar nk.
Ljósritunarvéla-
viðgerðir
Óskum eftir að ráða til starfa sem fyrst
mann, helst vanan viðhaldi á Ijósritunarvélum
og öðrum skrifstofutækjum.
Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir
15. febrúar, merkt: „Vanur - 15946“.
Skrifvélin hf.
Gullið tækifæri
Heimakynningar - sérstakur skóli
í lok þessa mánaðar byrjum við með geysi-
lega öfluga heimakynningardagskrá.
• Vörur sem allir þurfa.
• Umhverfisvænar vörur - rétt tímasetning
- mikil framtíð.
• Flestar vörurnar án samkeppni.
• 40% sölulaun í byrjun.
Við leitum að 15 aðilum, sem hafa reynslu
af heimakynningum. Allir fara í gegnum sér-
stakan skóla, sem tekur á öllu ferlinu; skóla
sem hefur aldrei áður verið kynntur á íslandi.
Þetta er einstakt tækifæri til tekjuöflunar,
sérstaklega fyrir þá, sem vilja nota þekkingu
sína og hæfileika og selja frábæra vöru fyrir
háa söluprósentu.
Hér er ekki um skammtímaverkefni að ræða,
heldur margra ára öfluga tekjulind.
Upplýsingar í síma 568 7000 næstu daga.
Heimsverslun efh.,
Fákafeni 9,
108 Reykjavík.
Viltu auka tekjur
þínar um allt að 100
þúsund á mánuði?
Ef svo er, þá getum við, vegna aukinna
umsvifa, bætt við okkur duglegu og jákvæðu
fólki sem hefur áhuga á að takast á við
skemmtileg og gefandi verkefni. Hjá okkur
starfar nú þegar hópur fólks á öllum aldri
við sölustörf á kvöldin og um helgar í mjög
skemmtilegu starfsumhverfi. Um er að ræða
sölu á mjög auðseljanlegum bókaflokkum.
★ Frábærir titlar.
★ Mikir tekjumöguleikar.
★ Góð vinnuaðstaða.
★ Vinnutími frá kl. 18-22.
★ Þjálfun fyrir byrjendur.
Vinsamlega hafið samband við Guðmund
Hauksson í síma 550 3189 milli kl. 9 og 17
í dag og á morgun.
*
VAKA-HELGAFELL
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
RALA
Tilraunastjóri
Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir
lausa stöðu tilraunastjóra við Tilraunastöðina
á Stóra-Ármóti. Rannsóknastarfið á Stóra-
Ármóti er unnið í nánu samstarfi við Búnað-
arsamband Suðurlands sem ber ábyrgð á
rekstri tilraunabúsins.
Tilraunastjóri ber ábyrgð á framkvæmd rann-
sóknastarfs, uppgjöri þess og kynningu á
niðurstöðum en bústjóri annast rekstur bús-
ins. Tilraunastjóri vinnur í nánu sambandi
við aðra sérfræðinga Rannsóknastofununar
landbúnaðarins og ráðunauta Búnaðarsam-
bands Suðurlands.
Umsækjendur skulu hafa lokið framhalds-
námi í fóðurfræði búfjár eða hafa sambæri-
lega menntun.
Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 1996.
Umsóknir, ásamt fylgigögnum, skal senda til
Þorsteins Tómassonar, forstjóra Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti, 112
Reykjavík, sem einnig veitir upplýsingar um
starfið í síma stofnunarinnar 577 1010.
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur annast heil-
brigðis-, matvæla- og mengunar- og um-
hverfiseftirlit f iögsagnarumdæmi Reykja-
víkur. Heilbrigðiseftirlitið býður upp á krefj-
andi og áhugaverð viðfangsefni. Starfs-
menn eru 17 talsins með fjölbreytta mennt-
un og reynslu að baki. I kjölfar skipulags-
breytinga sem átt hafa sér stað hefur verið
ákveðið að ráða í tvær nýjar stöður.
Verkfræðingur
- tæknifræðingur
á umhverfissvið
Starfið felst m.a. í að sinna hávaðamæling-
um, mengunareftirliti o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur:
★ Verkfræði eða tæknifræði.
★ Þekking og reynsla í hljóðburðarfræði
(acoustics) æskileg.
★ Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi,
hafa góða framkomu og eiga auðvelt með
að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
Sviðsstjóri
matvælasviðs
Starfið felst í að veita matvælasviði forstöðu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
★ Matvælafræði, dýralækningar eða sam-
bærileg menntun.
★ Þekking á matvælagerlafræði og innra
eftirliti matvælafyrirtækja.
★ Stjórnunarreynsla ásamt reynslu af starfi-
við matvælaeftirlit æskileg.
★ Vera sjálfstæður og skipulagður í starfi,
hafa góða framkomu og eiga auðvelt með
að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs
merktar viðkomandi störfum fyrir 21. febrúar
nk.
RAÐGARÐURhf
STfÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK TJ 533 1800
Athygli er vakin á því að það er stefna borg-
aryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnun-
ar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinn-
ar, stofnana hennar og fyrirtækjum.
Handverk - reynslu-
verkefni og Heimilis-
iðnaðarfélag íslands
boða til opins fundar í Norræna húsinu
fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00.
Fundarefni:
Heimilisiðnaðarfélag íslands sem samtök
handverksfólks og áhugafólks um handverk
og heimilisiðnað á landsvísu. Vinnuhópur
kynnir tillögur srnar um breyttar áherslur
hjá H.í.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka
þátt í umræðum.
Stjórnir Handverks og H.í.
AUGL YSINGAR
Ráðherrafundur
1916-logó
F»mi6lmufloUiurinn
Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, verður á
almennum hádegisfundi á Kornhlöðuloftinu,
Bankastræti 2, miðvikud. 14. febrúar kl. 12:00.
Léttur hádegisverður verður til sölu.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Samband ungra framsóknarmanna
Þú ert velkontinn
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
humimi.i ui<
Fjármál Reykjavíkur
F U ■ S
Miðvikudaginn 14. febrúar kemur Kjartan
Magnússon, varaborgarfulltrúi, til fundar
hjá Heimdalli.
Umræðuefni: Fjármál Reykjavíkurborgar.
Allir velkomnir.
4-
4