Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 12.03.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Jóns. ATKVÆÐI greidd um ályktunina á fundinum á Selfossi. Fjölmennur fundur á Selfossi um réttindamál opinberra starfsmanna Krafist viðræðna um réttindi og réttarstöðu Selfossi - „Ég þykist vita að gul- rótin fræga sé hol að innan," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arafélags íslands, á fjölmennum fundi opinberra starfsmanna á Hót- el Selfossi um lífeyris- og starfsétt- indamál. „Já og örugglega ormétin líka,“ sagði einn fundarmanna þeg- ar Eiríkur lét þessi orð falla um ávinning, sem settur er fram í ný- framkomnu frumvarpi ríkisstjóm- arinnar um lífeyrismál, fyrir greiðslum síðustu tíu starfsárin og nefnd hefur verið gulrótin í fmm- varpinu. Eiríkur gagnrýndi fmmvarpið harðlega og útskýrði fyrir fundar- mönnum hveijar skerðingar fmm- varpið hefði í för með sér fyrir þá sem þegar em komnir á lífeyri og þá sem væm að ávinna sér lífeyris- réttindi. Yrði fmmvarpið að lögum þýddi það 8% lækkun lífeyris hjá venjulegum launamanni og 20 - 30% lækkun hjá yfirmönnum. Viðmiðun við eftirmann hyrfí, einn- ig 95 ára reglan og fólk greiddi í sjóðinn alla starfsævina. Hann sagði fmmvarpið hafa breyst frá fyrstu útgáfu og í stað þess að skerða áunnin réttindi myndu réttindi sem fólk ætti eftir að ávinna sér skerðast um 30%. Einnig gagnrýndi hann harðlega þann lið fmmvarpsins að fólk áynni sér mestu réttindin til eftirlauna á aldrinum 60-70 ára. Fyrir ríkið sem vinnuveitanda gæti reynst freist- andi að segja fólki upp áður en það kæmist á þann aldur. Eiríkur gagnrýndi eins og aðrir fmmmælendur á fundinum það ráðslag ríkisstjórnarinnar að leggja fmmvörpin fram án alls samráðs. Hann sagði það alveg á hreinu að KÍ myndi aldrei samþykkja að kjarasamningur þeirra flyttist yfir til sveitarfélaganna. Það hefði verið háð því skilyrði að réttindi þeirra skertust ekki. Nú væri verið að breyta réttindunum. Fyrirspurn um það hvers vegna reglum um lífeyris- mál væri breytt svaraði hann svo og vitnaði í Bangsímon: „Það er svo erfitt að vita hvernig býflugurnar hugsa." Tímasprengja inn í alla samninga Ögmundur Jónasson gagnrýndi harðlega fram komin frumvörp rík- isstjórnarinnar um lífeyris- og starfsréttindamál. „Réttindi manna eru tekin burtu með einu penna- striki. Þessi framkoma ríkisins gengi ekki hjá vinnuveitanda á al- mennum vinnumarkaði," sagði Ög- mundur. Hann sagði að opinberir starfsmenn krefðust þess að frum- vörpin yrðu dregin til baka en menn væru tilbúnir að opna kjarasamn- ingana og gera frumvörpin að lið í þeim. „Með þessum frumvörpum er verið að setja tímasprengju inn í alla samninga. Menn láta þetta ekki yfír sig ganga. Við erum að sá til samstöðu og viljum uppskera sigur,“ sagði Ögmundur Jónasson, foiroaður BSRB. í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harð- lega harkalegri aðför ríkisstjómar íslands að kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna eins og hún birtist í frumvarpi til laga um lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins og í frumvarpi um samskiptareglur á vinnumarkaði. „Þar sem réttindamál opinberra starfsmanna eru óijúfanlegur hluti kjarasamninga þeirra lítur fundur- inn svo á að verði frumvörp þessi að lögum hafi öllum stoðum verið kippt undan þeim kjarasamningum sem nú eru í gildi. Fundurinn krefst þess að frum- vörpin verði þegar dregin til baka og þess í stað hafnar sameiginlegar viðræður samtaka opinberra starfs- manna og ríkisvalds um framtíðar- skipan á réttindum og réttarstöðu ríkisstarfsmanna." Heillaráð á Austurlandi Egilsstöðum - Atvinnuþróunarfé- lag Austurlands og útibú Lands- banka Islands á Austurlandi hafa ákveðið að standa saman að hug- myndasamkeppni fyrir ungt fólk á Austurlandi sem fætt er á árun- um 1970-1980. Keppnin ber yfir- skriftina „Heillaráð" og tilgangur- inn með henni er að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar á atvinnurekstri og taka þátt í at- vinnuþróun á Austurlandi. Leitað er eftir hugmyndum að nýjum fyrirtækjum, nýsköpun í starfandi fyrirtækjum eða þróun á vöru og/eða þjónustu sem þegar er fyrir hendi. Verðlaunaðar verða þijár bestu hugmyndirnar og eru það peningaverðlaun að upphæð kr. 50.000,-, kr. 30.000,- og kr. 20.000,-. Mælst er til að hugmyndir séu settar fram í formi viðskiptaáætl- unar og leggur Landsbanki Is- lands til upplýsingabækling um gerð slíkra áætlana. Það er ekki skilyrði að fullkomin viðskiptaá- ætlun sé gerð heldur gengur að koma hugmynd á framfæri á ann- an hátt ef óskað er. Verkefnis- stjóri keppninnar er Hrefna Hjálmarsdóttir. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson VALKYRJAN, minnisvarði um veru flugdeildar bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli. Flugvél breytt í minnisvarða Vogum - Flugdeild bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli hefur sett upp gamla skipa- og kafbáta- eftirlitsflugvél sem minnisvarða um starfsemi deildarinnar hér á landi. Þetta er þriðja flugvélin sem varnarliðið setur upp sem minnis- varða um veru sína hér á landi. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi varnarliðsins, segir flugvélina vera P-3A Orion skipa- og kafbátaeftir- litsflugvél sem kom frá Bermúda en eftir að herstöð sem var þar var lögð niður fyrir tveimur árum voru engin verkefni fyrir vélina. Þá stóð til að farga henni en það tókst að fá hana hingað. Að sögn Friðþórs er Orion-vélin táknræn fyrir starfsemi flugdeildar flotans sem hefur starfað á Kefla- víkurflugvelli frá því árið 1951. Að auki hafði flugdeildin talsverða starfsemi hér á landi á stríðsárun- um með góðum árangri og var starfsemin þá einkum með Cata- lina-flugbátum í Fossvogi og Reykjavík. Flugvélin hefur verið nefnd Val- kyija, sem er sama nafn og skipa- og kafbátaeftirlitsvél varnarliðsins ber, og vélin einnig að öðru leyti færð í sama búning og vél hersins. Sorpurðun á Vesturlandi Unnið að um- hverfismati fyrir þrjár jarðir SAMTÖK sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi eru að láta vinna umhverfismat vegna sorpurðunar á vegum væntanlegs Sorpsamlags Vesturlands. Verkfræðistofa Sigurð- ur Thoroddsen er að meta aðstæður fyrir urðun á þremur jörðum sem til greina koma, Jörfa, Fíflholtum og Brennistöðum. Sorp er brennt við opinn eld víð- ast hvar í kjördæminu. „Farið er að gera strangari kröfur um eyðingu sorps og ekki er undan því vikist að koma þessum málum í viðunandi horf,“ segir Björn Arnaldsson bæjar- fulltrúi i Snæfellsbæ, formaður Sam- taka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi. Hann segir að vissulega verði dýrt að koma upp urðunarstað en það sé orðið brýnt því flest sveitarfé- lögin séu komin í vandræði með sor- peyðingu. Hagkvæmt sé að vinna þessi mál í félagi og segist Björn ekki vita annað en öll sveitarfélög á Vesturlandi muni gerast aðilar að Sorpsamlaginu. Rekstur urðunarstaðar boðinn út í upphafi mun Sorpsamlagið ein- ungis koma upþ og reka urðunarstað og reiknar Björn með að sú starf- semi verði boðin út. Sveitarfélögin munu áfram sjá um sorphirðu hvert á sínu svæði, koma þar upp gáma- völlum til flokkunar og annast flutn- ing sorps á urðunarstað. Segir Björn hugsanlegt að síðar sjái sveitarfélög- in sér hag í því að reka stærri hluta starfseminnar í félagi en það hafi enn ekki verið rætt. Vonast er til að unnt verði að auglýsa umhverfismat í vor enda segir Björn Arnaldsson að áhersla sé lögð á að koma upp urðunarstað á árinu. Sveitarstjórnarkosningar á norðanverðum Vestfjörðum Kristinn Jón leiðir lista framsóknarmanna ísafirði - Á sameiginlegum fundi framsóknarfélaganna á norðan- verðum Vestfjörðum sem haldinn var að Holti í Önundarfirði á laugardag var eftirfarandi fram- boðslisti félaganna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem ísafirði - Óháðir, Kvennalisti og Alþýðubandalag hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista til sveitarstjórnar í hinu nýja sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum. Ákvörðun þess efn- is var tekin á fundi flokkanna þriggja sem haldinn var á laugar- dag. fram fara 11. maí nk. samþykkt- ur. 1. Kristinn Jón Jónsson, ísafirði, 2. Bergþóra Annasdóttir, Þingeyri, 3. Jón Reynir Sigur- vinsson, ísafirði, 4. Ásvaldur Magnússon, Tröð, Önundarfirði, Kosin hefur verið þriggja manna uppstillingarnefnd til að gera tillögu að framboðslista og verður tillaga nefndarinnar kynnt á fundi sem haldinn verður að Núpi í Dýrafirði á laugardaginn kemur. Fundurinn, sem hefst kl. 13, er opinn öllu stuðningsfólki framboðsins. 5. Inga Ólafsdóttir, ísafirði, 6. Jón Reynir Sigurðsson, Þingeyri, 7. Þorvaldur H. Þórðarson, Stað, Súgandafirði, 8. Sigurður Haf- berg, Flateyri, 9. Jón Skúlason, Gemlufalli, Dýrafirði, 10. Svan- laug Guðnadóttir, ísafirði, 11. Elías Oddsson, ísafirði, 12. Ólaf- ur K. Skúlason, Þingeyri, 13. Guðni Jóhannesson, ísafirði, 14. Ásvaldur Guðmundsson, Núpi, Dýrafirði, 15. Sigríður Magnús- dóttir, Kirkjubóli, Valþjófsdal, Önundarfirðij 16. Guðríður Sig- urðardóttir, Isafirði, 17. Kristján Grétar Schmidt, Suðureyri, 18. Magnús Reynir Guðmund’sson, ísafirði, 19. Lárus Hagalínsson, Suðureyri, 20. Gunnlaugur Finnsson, Hvilft, Önundarfirði, 21. Guðmundur Ingvarsson, Þingeyri, 22. Jóhann Júlíusson, ísafirði. Þrír flokkar saman um lista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.