Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 23

Morgunblaðið - 12.03.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 23 KARLAKÓRINN Heimir Karlakórinn Heimir skemmtir í FÉLAGAR karlakórsins Heimis í Skagafirði skemmta á Suðvestur- landi í vikunni. Fyrstu tónleikar kórs- ins verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudagskvöldið 15. mars en daginri eftir kl. 17 verða þeir Heimismenn í Háskólabíói og slá síðan botninn í ferðina um kvöldið á Hótel íslandi. Forsala aðgöngumiða að skemmt- uninni í Háskólabíói er þar. Þessar skemmtanir eru liður í undirbúningi ferðar til Kanada nú í sumar, en þar mun kórinn fara víða og skemmta meðal annars í íslendingabyggðum. Sagði Þorvaldur Oskarsson formaður kórsins að þessi ferð hefði verið ákveðin fyrir alllöngu og mikill undir- búningur hefði verið unninn til þess að hún mætti takast sem best. „Að undanförnu hafa verið haldn- ir tónleikar í heimabyggðum og eins og alltaf hefur verið húsfyllir þar sem Reykjavík þeir Heimismenn bjóða til fagnaðar," að sögn Þorvaldar. Undirleikarar með kórnum eru þeir Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason, einsöngvarar eru þeir Einar Halidórsson, Óskar, Sigfús og Pétur Péturssynir, en tví- og þrísöng ann- ast Björn Sveinsson, Gísli Pétursson, Kristján Jósefsson og Kolbeinn og Þorleifur Konráðssynir. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason. Auk kórsins á Hótel íslandi koma fram skemmtikraftar sem fyrr hafa fylgt þeim Heimismönnum og má þar nefna hagyrðinga, innan kórs og utan, Ómar Ragnarsson og kynn- ir kvöldsins er séra Hjálmar Jónsson alþingismaður. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur síðan fyrir dansi að söngskemmtun lokinni. Samstaða í 80 ár s Alþýðusamband Islands óskar 68 þúsund félagsmönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju á áttugasta afmælisdegi sambandsins sem er um leið 80 ára afmæli sameinaðs afis launamanna. Öll þjóðin nýtur með einum eða öðrum hætti góðs af starfi sambandsins. í langri baráttusögu ASÍ hafa skipst á sókn og vörn. Mikilvægasta afiið í baráttu fyrir betri kjörum og bjartari framtíð er fólkið sjálft og samtakamáttur þess. Á sálnaveiðum Morgunblaðið/Árni Sæberg VALDATÆKI konunnar í verkinu er fyrst og fremst kyntöfrarn- ir, hún tælir karlmenn og nær þannig valdi á þeim, bæði gjörð- um þeirra og hugsunum. Ragnhildur, Bryndís Petra og Bergljót í hlutverki hórunnar. Nýtt bandarískt leikrit, Engillinn og hóran, verður frumsýnt í Kaffileikhúsinu annað kvöld. Þröstur Helgason fylgdist með æfíngu á verkinu þar sem þrjár leikkonur fara með eitt og sama hlutverkið. „EINU sinni var ég hóra . .. og það var gaman,“ segir hún glettulega og horfir köldum augum til okkar. Hún var hóra en þáði ekki peninga; þetta var allt saman leikur í hennar aug- um, leikur að karlmönnum sem hún kallar sálnaveiðar. Hún vill hafa völd- in, stjórna, ráða. Hún veit líka hvern- ig hún á að fara að. Hún veit hvað þeir hugsa, hvað þeir vilja: „Menn sem stunda einnar nætur gaman eru sjaldnast að því einungis fyrir kynlíf- ið. Þeir eru að leita að meiru, ævin- týri, egótrippi og viðurkenningu." Bölmóðurinn, skynsemin og vonin Bandaríska leikritið Engillinn og hóran verður frumsýnt á morgun, miðvikudag í Kaffileikhúsinu. Höf- undur verksins, Lesley Ann Kent, er 26 ára skáldkona í Los Angeles sem vinnur fyrir sér sem sendiil á daginn en stundar ritstörf á kvöldin og um helgar. Verkið var fyrst sýnt á leik- ritahátíð í Los Angeles í Bandaríkj- unum árið 1992. Jón Gústafsson, sem leikstýrir uppfærslu verksins í Kaffileikhúsinu, sótti hátíðina, sem nefnist New-Playwrites festival, og segir að verk Kent hafí vakið mikla athygli. Verkið er eintal konu en í upp- færslu Jóns Gústafssonar fara þrjár leikkonur með hlutverk hennar, þær Bryndís Petra Bragadóttir, Bergljót Arnalds og Ragnhildur Rúriksdóttir. Leikkonurnar eru saman á sviðinu allan tímann en hver þeirra leikur eina hlið konunnar; Bryndís Petra hina svörtu hlið, Bergljót hina ein- lægu og Ragnhildur hina rökrænu. Jón Gústafsson segir að með því að láta þijár leikkonur fara með hlut- verk þessarar einu konu hafi gefist ýmsir möguleikar á að sýna með skýrari hætti togstreituna á milli ólíkra viðhorfa hennar til þess sem hún gerir og hugsar. „Það kannast allir við að hafa púkann og engilinn sitjandi hvorn á sinni öxlinni þegar þarf að taka afstöðu til einhvers máls. Þetta er svipað; hér togast á bölmóðurinn, skynsemin og vonin í hugrenningum konunnar og það er óvíst hvað verður ofan á að endingu. Lára Stefánsdóttir dansari tekur svo þátt í sýningunni og flytur frumsam- inn dans sem hún hefur samið við leikritið. Með dansinum túlkar hún þá hlið konunnar sem verður ekki færð í orð.“ Kyntöfrar og feminismi Eins og upphafsorð leiksins gefa til kynna fjallar verkið um uppgjör konu sem eitt sinn var hóra. „Leikrit- ið segir frá konu sem kann ekkert annað en að tæla karlmenn og hún er vön að ná sínu fram,“ segir Bryn- dís Petra, „en þegar hún svo kynnist karlmanni sem beitir hana sömu brögðum kemur í ljós að hún er ekki eins sterk og hún þóttist vera. Þessi maður afhjúpar hana; ímynd hennar hrynur og eftir stendur tómleiki og angist.“ Leikkonurnar þijár segja að leik- ritið fjalli um valdabaráttu karla og kvenna. Valdatæki konunnar í verk- fnu er fyrst og fremst kyntöfrarnir, hún tælir karlmenn og nær þannig valdi á þeim, bæði gjörðum þeirra og hugsunum. Hún missir hins vegar tökin á þessu valdatæki þegar tii sögunnar kemur maður sem lítur hana allt öðrum augum en aðrir karl- menn. En hafa konur ekki almennt misst tökin á þessu tæki sem þær hafa notað um aldir vegna þess að það hvílir eins konar bannhelgi á beitingu þess; völd kvenna eiga ekki á nokkurn hátt að byggja á kynferð- islegu aðdráttarafli heldur einungis á mannkostum þeirra. Hefur femin- isminn ekki eyðilagt þetta valdatæki þannig að nú er óæskilegt að því sé beitt? Þessar vangaveltur falla í grýtta jörð hjá leikkonunum þremur og framkvæmdastjóra Kaffileikhússins, Ásu Richardsdóttur, sem segir að það vald sem byggi á kynferðislegu aðdráttarafli sé ekki það vald sem konur vilji hafa. „Konur vilja hafa völd sem eru jafngild völdum karla. Það þýðir hins vegar ekki að konur nýti sér ekki vald kyntöfranna ef þær vilja.“ Bergljót tekur undir þetta en bend- ir samt á að það sé að vissu leyti búið að skemma þetta valdatæki konunnar. „Það hefur verið búin til einhvers konar karikona og um leið hefur dregið úr spennunni í sam- skiptum kynjanna." Ragnhildur segir hins vegar að valdið sem konan í þessu verki sé á eftir sé fremur sálfræðilegt en kyn- ferðislegt. „Hún vill ná tangarhaldi á sál mannanna, hún er að leita að andlegum yfirburðum og það eru þeir sem veita henni fróun; hvað hún gerir til að ná þeim skiptir hana ekki máli. Þegar hún missir þessa yfirburði glatar hún líka fótfestunni í tilverunni. Þetta er því ekki síður saga um mannlegar tilfinningar og brostna drauma."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.