Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 43 FRÉTTIR Félag eldri borgara Dagskrá afmælishá- tíðar í dag FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst fyrir Viku eldri borgara þar sem boðið er upp á margvís- lega dagskrá. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Þriðjudagur 12.3. Kl. 10.00. Ökuferð um Reykjavík í 1-1‘A klst. Farið frá Hverfis- götu 105. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir á söfn með leiðsögn. Listasafn íslands, Þjóðminjasafnið og Náttúru- gripasafnið. Kl. 15.00. Skáldakynning í Risinu, Hverfisgötu 105. Steinn Steinarr. Ævi hans og list í umsjón Gils Guðmundsson. Leikhópurinn Snúður & Snælda les. Kl. 14.00-18.00. Listsýning í Tjarnarsal Ráð- hússins. Sýnd verk eldri lista- manna. Kl. 16.00-17.00. Söngur Vikivaka, félagar í FEB. Leiklestur, Gunnar Ey- jólfsson. Kl. 20.00. „Tal og tónar“. Tónlist leikin, skýrð og rædd undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Borgardagar í Borgar- kringlunni BORGARDAGAR hefjast í Borgarkringlunni á morgun, miðvikudaginn 13. mars, og standa fram á laugardag. Borgardagar eru tilboðs- dagar á ákveðnum vöruflokk- um með þátttöku allra versl- ana Borgarkringlunnar og eru þeir haldnir tvisvar á ári. Margar af verslunum Borgar- kringlunnar eru um þessar mundir að taka inn nýjar vör- ur sem verða m.a. boðnar til kaups á þessum dögum. Afgreiðslutími Borgar- kringlunnar er virka daga frá kl. 10 til 18.30, laugardaga frá kl. 10 til 16 og matvöru- verslun opin alla daga frá kl. 10-23. Lifandi tón- list á Kaffi Reykjavík LIFANDI tónlist er öll kvöld vikunnar á Kaffi Reykjavík. í kvöld, þriðjudaginn 12. mars, og miðvikudaginn 13. mars leika Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson fyrir gesti. ■ BLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð um sjónmælingar á Islandi frá Félagi íslenskra sjóntækja- fræðinga: „Sjónmælingar hafa hingað til verið í höndum augnlækna á Islandi, það er hins vegar ljóst að núverandi kerfi er gengið sér til húðar. FIS styður þá breytingu á landslögum sem þarf til að sjóntækjafræðingar, sem hafa til þess viðurkennda menntun , fái að stunda sjónmælingar. Viðurkennd menntun er að okkar mati sú menntun sem Nordisk optisk rád viðurkenn- ir. FIS sér fyrir sér að í fram- tíðinni verði sjónmælingar á íslandi með svipuðu sniði og gerist í nágrannalöndum okk- ar með sambærilegum lögum og reglum sem þar gilda, enda eru okkar faglegu tengsl við þau lönd.“ iííbwm Ur dagbók lögreglunnar ....... —■ Fjöldi óhappa í snjókomunni EFTIR að tók að snjóa á laugar- dag varð mikið um umferðaró- höpp. Þá voru um 32 slík til- kynnt til lögreglu frá kl. 8 til 20. Láta mun nærri að um 70 ökutæki hafi skemmst meira og minna í þessum óhöppum. Heild- arfjöldi árekstra er þó enn hærri því reynslan sýnir að ökumenn gera upp u.þ.b. helming allra tjóna með tjónstilkynningar- eyðublöðum þeim, sem í bifreið- unum eru. Ekki er því óraun- hæft að áætla að skemmdir hafi orðið á annað hundrað ökutækja þennan eina dag. Heildarfjöldi tilkynntra óhappa um helgina til lögreglu voru 65 talsins. Þar af voru meiðsli á fólki í 5 tilvikum. Síðdegis á föstudag var ökumað- ur fluttur á slysadeild eftir harð- an árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Á laugardags- morgun fór ökumaður sjálfur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut. Eftir hádegi lentu fjórar bifreiðar í árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Rauðhólum. Flytja þurfti tvo ökumenn og farþega á slysa- deild. Um var að ræða meiðsl í baki, fótum og á hálsi. Um há- degi á sunnudag voru ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild eftir árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Réttarholts- vegar. Síðdegis fór farþegi á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Háaleitisbraut. Á hveiju ári látast u.þ.b. 25 manns í umferðarslysum hér á landi, hundruð slasast og skemmdir verða á tugþúsundum ökutækja. Áætlaður kostnaður vegna þessa er nálægt 8 milljörð- um króna. Afskipti af ölvuðu fólki voru í meðallagi eða 39 tilvik. Um 30 manns þurfti þó að vista í fanga- geymslunum á tímabilinu, bæði vegna ölvunarmála sem og ann- arra mála. Tilkynnt var um 5 líkamsmeiðingar, 13 innbrot, 8 þjófnaði og 20 eignarspjöll. Af 23 hávaða og ónæðistilvikum voru 16 vegna hávaða innan- dyra. Þá eru 10 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt var um eld í bifreið við Fannarfell síðdegis á föstu- dag. Lögreglumenn slökktu eld- inn með handslökkvitæki. Skemmdir urðu á mælaborði og framrúðu. Á laugardag kom upp eldur í númerslausri bifreið við Vesturberg. Slökkviliðið réð nið- urlögum eldsins. Á sunnudag kom tilkynning um reyk frá íbúð við Grandaveg. Slökkviliðsmaður fór inn um glugga og slökkti lít- ilsháttar eld í trékertastjaka, sem í hafði gleymst logandi kerti. Engar skemmdir hlutust af. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í verslun við Nóatún. Þar var m.a. stolið ilm- vötnum, sundbolum, síma, sam- fellum, skartgripum og fleiru. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þá var tilkynnt um innbrot í veitinga- stað við Hverfisgötu. Þaðan var stolið peningum, tóbaki og áfengisflöskum. Lögreglan á Suðvesturlandi hefur ákveðið að næsta sameig- inlega verkefni embættanna á svæðinu verði síðari hluta mán- aðarins. Þá verður athyglinni sérstaklega beint að börnum í bifreiðum sem og bílbeltanotkun ökumanna og farþega. Um nokkurt skeið hefur lög- reglan lagt aukna áherslu á eftir- lit með fólki sem hugsanlega kynni að hafa fíkniefni í fórum sínum eða tengdist slíkum mál- um með einum eða öðrum hætti. Frá því um miðjan janúar hafa lögreglumenn á vöktunum, auk þess að sinna reglulegu eftirliti, ritað á sjötta tug skýrslna sem tengjast fíkniefnamálum ein- göngu. Þá eru ekki talin með önnur verkefni þeim málum tengd, s.s. húsleitir o.þ.h., t.d. í Mjölnisholti og á Tangarhöfða. Flest málin hafa komið upp að kvöld- og næturlagi, sérstaklega um helgar, þótt dæmi sé um slík afskipti á öllum tímum sólar- hringsins. Svipað hlutfall mála eru í vestur- og austurhluta borgarinnar. Alls hafa 121 aðili verið handtekinn í þessum tilvik- um. Af þeim hafa 53 verið með fíkniefni í fórum sínum. Meðal- aldur handtekinna, sem hafa verið með fíkniefni eða áhöld til neyslu þeirra í fórum sínum er um 24 ár. Sá yngri var 18 ára og sá elsti 48 ára. Lagt hefur verið hald á margar tegundir fíkniefna, s.s. hass, amfetamín, tóbaksblandað hass, E-töflur, kókaín, LSD, kannabisfræ og uppleyst amfetamín. Meðalaldur allra þeirra, sem afskipti hefur verið haft af, er rúmlega 26 ár. Auk þess að leggja hald á fíkniefni hafa ýmis önnur mál komið upp við eftirlitið, s.s. tengsl viðkomandi við önnur af- brot, hald hefur verið lagt á þýfi, áhöld til fíkniefnaneyslu og fals- aðar ávísanir. Einnig hafa menn verið staðnir að ölvunarakstri og akstri undir áhrifum lyfja. Gott samstarf hefur verið við fíkniefnadeildina og önnur lög- regluembætti í þessum málum, hvort sem um er að ræða miðlun upplýsinga, aðstoð við stærri aðgerðir og úrlausn einstakra mála. Það er samdóma álit lög- reglumanna að hið aukna eftirlit með fólki tengdu fíkniefnum hefur skilað mjög góðum ár- angri. Lögreglan mun halda þessum aðgerðum áfram. 122 kepptu í stærð- fræði 1 Hafnarfirði STÆRÐFRÆÐIKEPPNI fyrir nem- endur í 8.-10. bekk grunnskóla í Hafnarfírði var haldin í Flensborgar- skóla nýlega. Áskell Harðarson og Einar Birgir Steinþórsson aðstoðar- skólameistari sáu um framkvæmd keppninnar en Ragnar Sigurðsson stærðfræðingur við Raunvísinda- stofnun HI var yfirdómari. 122 nemendur þátt í keppninni, 33 úr 10. bekk, 43 úr 9. bekk og 46 úr 8. bekk. Hafnarfjarðarbær og Búnaðarbanki íslands styrktu keppn- ina. Tíu efstu í hvetjum bekk fengu viðurkenningarskjöl og þrír efstu í hverjum bekk fengu peningaverðlaun frá Búnaðarbankanum. Eftirtaldir nemendur urðu í 10 efstu sætunum í hveijum bekk. 10. bekkur: Hörður Mar Tómasson, Hvaleyrar- skóla, Snæbjörn Gunnsteinsson, Set- bergsskóla, Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son, Yíðistaðaskóla, Gísli Konráð Björnsson, Hvaleyrarskóla, Brynja Sigurðardóttir, Víðistaðaskóla, Guð- rún Bernharðs, Hyaleyrarskóla, Ólöf Jónsdóttir, Setbergsskóla, Öskar Auðunsson, Lækjarskóla, Ester Sig- hvatsdóttir, Setbergsskóla, Guðlaug Þórdís Sigurðardóttir, Öldutúns- skóla. 9. bekkur: Ágúst Flygenring, Öldutúnsskóla, Kristján Guðnason, Setbergsskóla, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Víði- staðaskóla, Rakel Dögg Norðfjörð, Öldutúnsskóla, Bergur Einarsson, Öldutúnsskóla, Magnús Ingi Einars- son, Setbergsskóla, Jón Stefán Jóns- son, Æfingaskóla Kennaraháskól- ans, Árný Árnadóttir, Öldutúnsskóla, Svanhvít Hekla Ólafsdóttir, Öldu- túnsskóla, Harpa Kolbeinsdóttir, Víðistaðaskóla, Lára Sigríður Har- aldsdóttir, Öldutúnsskóla. 8. bekkur: Anna Hlín Gunnarsdóttir, Víði- staðaskóla, Guðni Sigurðsson, Víði- staðaskóla, Hjördís Birgisdóttir, Set- bergsskóla, Jón Sævarsson, Víði- staðaskóla, Harpa Dögg Vífilsdóttir, Öldutúnsskóla, Arnbjörg Jónsdóttir, Öldutúnsskóla, Ásgeir Magnússon, Setbergsskóla, Jón Kristinn Waag- fjörð, Hvaleyrarskóla, Þorvarður H. Þórsson, Öldutúnsskóla, íris Dögg Lárusdóttir, Hvaleyrarskóla. SUS fagnar frumvörpunum STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar tillögum sem fram hafa komið um nýskipan í ríkis- rekstri og fela í sér breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfs- manna, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og á formi ríkisreiknings. 1 fréttatilkynningu segir að í frumvarpinu um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna séu athyglisverð nýmæli; æviráðningar afnumdar, forstöðumenn stofnana ráðnir til fimm ára, jafnréttismál tekin föstum tökum og laun ríkisstarfsmanna ráð- ist í auknum mæli af dugnaði og hæfni. Viðbrögð forystumanna BSRB og kennara veki furðu og virðist sem Alþýðubandalagsmenn í forystu fé- laganna hafí einsett sér að misnota þau í pólitískum tilgangi. I tillögum um lífeyrismál opin- berra starfsmanna sé komið í veg •fyrir að lífeyrisgreiðslur ríkisins verði óbærilegur baggi á skattgreið- endum framtíðarinnar. Eðlilegt sé að ríkisstarfsmenn búi við sambæri- legar reglur um lífeyrismál og aðrir. í tillögum um breyttan ríkisreikn- ing er lagt til að gerð verði áætlun í ríkisrekstrinum til þriggja ára í senn. Stjórn SUS leggur til að inn í frumvarpið verði sett ákvæði um að teknir verði upp kynslóðareikn- ingar og þeir birtir með ríkisreikn- ingi á hvetju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.