Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.03.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARZ 1996 43 FRÉTTIR Félag eldri borgara Dagskrá afmælishá- tíðar í dag FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst fyrir Viku eldri borgara þar sem boðið er upp á margvís- lega dagskrá. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Þriðjudagur 12.3. Kl. 10.00. Ökuferð um Reykjavík í 1-1‘A klst. Farið frá Hverfis- götu 105. Kl. 14.00-15.00. Skoðunarferðir á söfn með leiðsögn. Listasafn íslands, Þjóðminjasafnið og Náttúru- gripasafnið. Kl. 15.00. Skáldakynning í Risinu, Hverfisgötu 105. Steinn Steinarr. Ævi hans og list í umsjón Gils Guðmundsson. Leikhópurinn Snúður & Snælda les. Kl. 14.00-18.00. Listsýning í Tjarnarsal Ráð- hússins. Sýnd verk eldri lista- manna. Kl. 16.00-17.00. Söngur Vikivaka, félagar í FEB. Leiklestur, Gunnar Ey- jólfsson. Kl. 20.00. „Tal og tónar“. Tónlist leikin, skýrð og rædd undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Borgardagar í Borgar- kringlunni BORGARDAGAR hefjast í Borgarkringlunni á morgun, miðvikudaginn 13. mars, og standa fram á laugardag. Borgardagar eru tilboðs- dagar á ákveðnum vöruflokk- um með þátttöku allra versl- ana Borgarkringlunnar og eru þeir haldnir tvisvar á ári. Margar af verslunum Borgar- kringlunnar eru um þessar mundir að taka inn nýjar vör- ur sem verða m.a. boðnar til kaups á þessum dögum. Afgreiðslutími Borgar- kringlunnar er virka daga frá kl. 10 til 18.30, laugardaga frá kl. 10 til 16 og matvöru- verslun opin alla daga frá kl. 10-23. Lifandi tón- list á Kaffi Reykjavík LIFANDI tónlist er öll kvöld vikunnar á Kaffi Reykjavík. í kvöld, þriðjudaginn 12. mars, og miðvikudaginn 13. mars leika Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson fyrir gesti. ■ BLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð um sjónmælingar á Islandi frá Félagi íslenskra sjóntækja- fræðinga: „Sjónmælingar hafa hingað til verið í höndum augnlækna á Islandi, það er hins vegar ljóst að núverandi kerfi er gengið sér til húðar. FIS styður þá breytingu á landslögum sem þarf til að sjóntækjafræðingar, sem hafa til þess viðurkennda menntun , fái að stunda sjónmælingar. Viðurkennd menntun er að okkar mati sú menntun sem Nordisk optisk rád viðurkenn- ir. FIS sér fyrir sér að í fram- tíðinni verði sjónmælingar á íslandi með svipuðu sniði og gerist í nágrannalöndum okk- ar með sambærilegum lögum og reglum sem þar gilda, enda eru okkar faglegu tengsl við þau lönd.“ iííbwm Ur dagbók lögreglunnar ....... —■ Fjöldi óhappa í snjókomunni EFTIR að tók að snjóa á laugar- dag varð mikið um umferðaró- höpp. Þá voru um 32 slík til- kynnt til lögreglu frá kl. 8 til 20. Láta mun nærri að um 70 ökutæki hafi skemmst meira og minna í þessum óhöppum. Heild- arfjöldi árekstra er þó enn hærri því reynslan sýnir að ökumenn gera upp u.þ.b. helming allra tjóna með tjónstilkynningar- eyðublöðum þeim, sem í bifreið- unum eru. Ekki er því óraun- hæft að áætla að skemmdir hafi orðið á annað hundrað ökutækja þennan eina dag. Heildarfjöldi tilkynntra óhappa um helgina til lögreglu voru 65 talsins. Þar af voru meiðsli á fólki í 5 tilvikum. Síðdegis á föstudag var ökumað- ur fluttur á slysadeild eftir harð- an árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Á laugardags- morgun fór ökumaður sjálfur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut. Eftir hádegi lentu fjórar bifreiðar í árekstri á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Rauðhólum. Flytja þurfti tvo ökumenn og farþega á slysa- deild. Um var að ræða meiðsl í baki, fótum og á hálsi. Um há- degi á sunnudag voru ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild eftir árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Réttarholts- vegar. Síðdegis fór farþegi á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Háaleitisbraut. Á hveiju ári látast u.þ.b. 25 manns í umferðarslysum hér á landi, hundruð slasast og skemmdir verða á tugþúsundum ökutækja. Áætlaður kostnaður vegna þessa er nálægt 8 milljörð- um króna. Afskipti af ölvuðu fólki voru í meðallagi eða 39 tilvik. Um 30 manns þurfti þó að vista í fanga- geymslunum á tímabilinu, bæði vegna ölvunarmála sem og ann- arra mála. Tilkynnt var um 5 líkamsmeiðingar, 13 innbrot, 8 þjófnaði og 20 eignarspjöll. Af 23 hávaða og ónæðistilvikum voru 16 vegna hávaða innan- dyra. Þá eru 10 ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Tilkynnt var um eld í bifreið við Fannarfell síðdegis á föstu- dag. Lögreglumenn slökktu eld- inn með handslökkvitæki. Skemmdir urðu á mælaborði og framrúðu. Á laugardag kom upp eldur í númerslausri bifreið við Vesturberg. Slökkviliðið réð nið- urlögum eldsins. Á sunnudag kom tilkynning um reyk frá íbúð við Grandaveg. Slökkviliðsmaður fór inn um glugga og slökkti lít- ilsháttar eld í trékertastjaka, sem í hafði gleymst logandi kerti. Engar skemmdir hlutust af. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í verslun við Nóatún. Þar var m.a. stolið ilm- vötnum, sundbolum, síma, sam- fellum, skartgripum og fleiru. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Þá var tilkynnt um innbrot í veitinga- stað við Hverfisgötu. Þaðan var stolið peningum, tóbaki og áfengisflöskum. Lögreglan á Suðvesturlandi hefur ákveðið að næsta sameig- inlega verkefni embættanna á svæðinu verði síðari hluta mán- aðarins. Þá verður athyglinni sérstaklega beint að börnum í bifreiðum sem og bílbeltanotkun ökumanna og farþega. Um nokkurt skeið hefur lög- reglan lagt aukna áherslu á eftir- lit með fólki sem hugsanlega kynni að hafa fíkniefni í fórum sínum eða tengdist slíkum mál- um með einum eða öðrum hætti. Frá því um miðjan janúar hafa lögreglumenn á vöktunum, auk þess að sinna reglulegu eftirliti, ritað á sjötta tug skýrslna sem tengjast fíkniefnamálum ein- göngu. Þá eru ekki talin með önnur verkefni þeim málum tengd, s.s. húsleitir o.þ.h., t.d. í Mjölnisholti og á Tangarhöfða. Flest málin hafa komið upp að kvöld- og næturlagi, sérstaklega um helgar, þótt dæmi sé um slík afskipti á öllum tímum sólar- hringsins. Svipað hlutfall mála eru í vestur- og austurhluta borgarinnar. Alls hafa 121 aðili verið handtekinn í þessum tilvik- um. Af þeim hafa 53 verið með fíkniefni í fórum sínum. Meðal- aldur handtekinna, sem hafa verið með fíkniefni eða áhöld til neyslu þeirra í fórum sínum er um 24 ár. Sá yngri var 18 ára og sá elsti 48 ára. Lagt hefur verið hald á margar tegundir fíkniefna, s.s. hass, amfetamín, tóbaksblandað hass, E-töflur, kókaín, LSD, kannabisfræ og uppleyst amfetamín. Meðalaldur allra þeirra, sem afskipti hefur verið haft af, er rúmlega 26 ár. Auk þess að leggja hald á fíkniefni hafa ýmis önnur mál komið upp við eftirlitið, s.s. tengsl viðkomandi við önnur af- brot, hald hefur verið lagt á þýfi, áhöld til fíkniefnaneyslu og fals- aðar ávísanir. Einnig hafa menn verið staðnir að ölvunarakstri og akstri undir áhrifum lyfja. Gott samstarf hefur verið við fíkniefnadeildina og önnur lög- regluembætti í þessum málum, hvort sem um er að ræða miðlun upplýsinga, aðstoð við stærri aðgerðir og úrlausn einstakra mála. Það er samdóma álit lög- reglumanna að hið aukna eftirlit með fólki tengdu fíkniefnum hefur skilað mjög góðum ár- angri. Lögreglan mun halda þessum aðgerðum áfram. 122 kepptu í stærð- fræði 1 Hafnarfirði STÆRÐFRÆÐIKEPPNI fyrir nem- endur í 8.-10. bekk grunnskóla í Hafnarfírði var haldin í Flensborgar- skóla nýlega. Áskell Harðarson og Einar Birgir Steinþórsson aðstoðar- skólameistari sáu um framkvæmd keppninnar en Ragnar Sigurðsson stærðfræðingur við Raunvísinda- stofnun HI var yfirdómari. 122 nemendur þátt í keppninni, 33 úr 10. bekk, 43 úr 9. bekk og 46 úr 8. bekk. Hafnarfjarðarbær og Búnaðarbanki íslands styrktu keppn- ina. Tíu efstu í hvetjum bekk fengu viðurkenningarskjöl og þrír efstu í hverjum bekk fengu peningaverðlaun frá Búnaðarbankanum. Eftirtaldir nemendur urðu í 10 efstu sætunum í hveijum bekk. 10. bekkur: Hörður Mar Tómasson, Hvaleyrar- skóla, Snæbjörn Gunnsteinsson, Set- bergsskóla, Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son, Yíðistaðaskóla, Gísli Konráð Björnsson, Hvaleyrarskóla, Brynja Sigurðardóttir, Víðistaðaskóla, Guð- rún Bernharðs, Hyaleyrarskóla, Ólöf Jónsdóttir, Setbergsskóla, Öskar Auðunsson, Lækjarskóla, Ester Sig- hvatsdóttir, Setbergsskóla, Guðlaug Þórdís Sigurðardóttir, Öldutúns- skóla. 9. bekkur: Ágúst Flygenring, Öldutúnsskóla, Kristján Guðnason, Setbergsskóla, Erla Margrét Gunnarsdóttir, Víði- staðaskóla, Rakel Dögg Norðfjörð, Öldutúnsskóla, Bergur Einarsson, Öldutúnsskóla, Magnús Ingi Einars- son, Setbergsskóla, Jón Stefán Jóns- son, Æfingaskóla Kennaraháskól- ans, Árný Árnadóttir, Öldutúnsskóla, Svanhvít Hekla Ólafsdóttir, Öldu- túnsskóla, Harpa Kolbeinsdóttir, Víðistaðaskóla, Lára Sigríður Har- aldsdóttir, Öldutúnsskóla. 8. bekkur: Anna Hlín Gunnarsdóttir, Víði- staðaskóla, Guðni Sigurðsson, Víði- staðaskóla, Hjördís Birgisdóttir, Set- bergsskóla, Jón Sævarsson, Víði- staðaskóla, Harpa Dögg Vífilsdóttir, Öldutúnsskóla, Arnbjörg Jónsdóttir, Öldutúnsskóla, Ásgeir Magnússon, Setbergsskóla, Jón Kristinn Waag- fjörð, Hvaleyrarskóla, Þorvarður H. Þórsson, Öldutúnsskóla, íris Dögg Lárusdóttir, Hvaleyrarskóla. SUS fagnar frumvörpunum STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar tillögum sem fram hafa komið um nýskipan í ríkis- rekstri og fela í sér breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfs- manna, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og á formi ríkisreiknings. 1 fréttatilkynningu segir að í frumvarpinu um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna séu athyglisverð nýmæli; æviráðningar afnumdar, forstöðumenn stofnana ráðnir til fimm ára, jafnréttismál tekin föstum tökum og laun ríkisstarfsmanna ráð- ist í auknum mæli af dugnaði og hæfni. Viðbrögð forystumanna BSRB og kennara veki furðu og virðist sem Alþýðubandalagsmenn í forystu fé- laganna hafí einsett sér að misnota þau í pólitískum tilgangi. I tillögum um lífeyrismál opin- berra starfsmanna sé komið í veg •fyrir að lífeyrisgreiðslur ríkisins verði óbærilegur baggi á skattgreið- endum framtíðarinnar. Eðlilegt sé að ríkisstarfsmenn búi við sambæri- legar reglur um lífeyrismál og aðrir. í tillögum um breyttan ríkisreikn- ing er lagt til að gerð verði áætlun í ríkisrekstrinum til þriggja ára í senn. Stjórn SUS leggur til að inn í frumvarpið verði sett ákvæði um að teknir verði upp kynslóðareikn- ingar og þeir birtir með ríkisreikn- ingi á hvetju ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.