Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Riða finnst ekki í íslenskum nautgripum RIÐA í kindum hefur ekki borist í nautgripi hér á landi. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á tengsl á milli þriggja íslenskra tilfella af Creutzfeld-Jakob veiki í fólki og riðu að því er fram kemur í sam- tali við Sigurð Sigurðarson dýralækni á Keldum. Sigurður hefur óskað eftir upplýsingum frá breskum stjórnvöldum í tengslum við umræðu á breska þinginu um möguleikann á því að menn smitist af Creutzfeld-Jakob veiki með því að borða nautakjöt með riðusmiti. Vísindamenn hafa talið hugsanlegt að sá möguleiki væri fyrir hendi með stökkbreytingu á smitefninu. Creutzfeld-Jakob veikin leggst á fólk og er banvæn. Sigurður sagði að í Bretlandi væri haldið að riða hefði borist í nautgripi með fóðurbæti úr kjöti og beinamjöli. „Við hins vegar stöðvuðum algjörlega slíka notkun árið 1978. Sú aðgerð hefur væntanlega haft áhrif á að riða hefur ekki fundist í nautgripum hér á landi. Samt höfum við verið með augun opin. Dýralæknar hafa verið á varðbergi og skoðuð hafa verið heilasýni úr nautgripum af riðusvæðum," sagði Sigurður. Hann sagði að þijú tilfelli af Creutzfeld-Jakob Þrír íslendingar hafa látist úr Creutzfeld-Jakob veiki hér á landi á sl. 35 árum sjúkdómnum hefðu greinst hér á landi síðustu 35 ár. Allir þrír sem veiktust af sjúkdómnum lét- ust. „Tveir hinir fyrri voru fæddir og uppaldir utan allra riðusvæða hér á landi. Ekki fundust heldur tengsl á milli riðu og þriðja tilfellisins frá því í fyrra. Reyndar hefur hvergi fundist sam- band á milli riðu í kindum og veikinda fólks. Almennt má hins vegar aldrei festa sig í einhveij- um kenningum og því viljum vio gjaman fylgjast eins vel og kostur er með umræðunni í Bret- landi," sagði hann. Innflutningur eykur hættuna Sigurður sagði að hingað til lands væri annars vegar flutt inn nautakjöt í tilbúnum réttum og hins vegar í mörgum hundruðum tonna af katta- og hundamat á hveiju ári. Hann sagði að erfitt væri að henda reiður á hvaðan nautakjöt í tilbúna rétti kæmi. „Þó t.d. pizzan sé framleidd í einu landi er alls ekki víst að hráefni komi allt þaðan enda versla framleiðendur einfaldlega þar sem kaupin gerast best. Með samningum á borð við EES og GATT er okkur skylt að leyfa einhvern innflutning og hann eykur auðvitað hættuna,“ sagði Sigurður og tók fram að auk þess væri flutt inn heilmikið af ósoðnu kjöti til vamarliðsins í Keflavík. Sigurður segist sjálfur hafa margvarað við inn- flutningnum á dýrafóðrinu enda séu kjöt og líf- færi úr nautgripum í talsverðum hluta fóðursins og veiki áþekk riðu hefði fundist í köttum bæði í Bretlandi og Noregi. Um neyslu kjötvara í öðrum löndum sagði Sig- urður að almennt væri talið varasamt að borða lítið soðið eða steikt kjöt erlendis vegna ýmissa smitefna. „Þetta smitefni, sem veldur riðunni, er hins vegar ótrúlega hitaþolið og þolir t.d. átta klukkustunda suðu við 100 gráður,“ sagði hann og fram kom að þó að vara væri niðursoðin við 130 gráður væri það ekki trygging fyrir því að hún bæri ekki með sér smitefnið. Oddi kaupir hlut SH í Umbúðamiðstöðinni PRENTSMIÐJAN Oddi hf. keypti í gær 78% hlut Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH) í Umbúðamið- stöðinni hf. Mun Oddi taka við rekstri fyrirtækisins sem verður með svip- uðu sniði enn um siiin, segir Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda. Aðrir hluthafar eru ýmis fískvinnslufyrir- tæki og einstaklingar. Kaupverð fékkst ekki uppgefíð. Aukin umsvif Odda í umbúða- prentun hófust í haust þegar fest voru kaup á 120 milljóna króna prentvél og ýmsum tækjabúnaði öðr- um sem gerði fyrirtækinu kleift að ganga frá umbúðum til fulls. Þor- geir segir að Oddi hafí staðið frammi fyrir meiri fjárfestingu vegna auk- innar umbúðframleiðslu og því hafí verið ákveðið að falast eftir hlut SH. Hófust viðræður fyrirtækjanna fyrir tveimur vikum og lauk með sam- komulagi sem undirritað var í gær. „Við komum til með að draga úr áherslunni á umbúðaframleiðslu hjá Odda og hugsanlega að færa eitt- hvað af okkar búnaði, eða selja hann. Það á eftir að fara yfír það. En auð- vitað ætla menn sér að reyna að styrkja stöðu sína með samnýtingu og sameiginlegum innkaupum. Við teljum að framundan sé meiri pökkun í neytendaumbúðir, sem muni efla þennari iðnað almennt, ekki bara hvað varðar pökkun í öskjur.“ Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði „af og frá“ í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi að til hafí staðið að selja hlut fyrirtækisins áður en tilboð Odda barst. „Ástæðan er áhugi Odda hf. Þeir voru tilbúnir að borga upp- hæð sem okkur fannst mjög vel við- unandi." Hagsmunir tryggðir Hann sagði jafnframt aðspurður að SH væri með samning um áfram- haldandi viðskipti við Umbúðamið- stöðina. „Við munum fá góða þjón- ustu áfram og teljum okkar hags- muni vera fyllilega tryggða." Friðrik vildi ekki greina frá því til hve langs tíma hefði verið samið eða hvert söluverð hlutar SH væri. Eigið fé Umbúðamiðstöðvarinnar var 220 milljónir um áramót, hlutafé 100 milljónir og velta síðasta árs rúmar 500 milljónir. Starfsmenn Umbúð- amiðstöðvarinnar eru um 50 og hef- ur fyrirtækið verið ráðandi á um- búðamarkaðinum ásamt Kassagerð- inni í 30 ár að Friðriks sögn. Fiskiðn- aðurinn notar mest öskjur utan um fiskinn sjálfan og pappakassa sem ytri umbúðir. Hefur Kassagerðin haft yfírburðastöðu á markaði fyrir ytri umbúðir en Umbúðamiðstöðin að líkindum deilt markaði fyrir öskj- ur til helminga við Kassagerðina seg- ir Friðrik að lokum. Si fflíw _ Morgunblaðið/Þorkell STRAKARNIR í Nesjaskóla spiluðu fótbolta í blíðunni í gær. Bæjarstjóm Hornafjarðar samþykkir þrískiptingu grunnskólans Strax hafinn undirbúningur að viðbyggingu á Höfn iröi. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Hornafjarðar af- greiddi í gær nýja samþykkt um grunnskólahald í Hornafírði. Sam- þykktin gerir eins og fyrr ráð fyrir þrískiptingu Grunnskóla Horna- fjarðar og að yngstu nemendunum verði ekið 7 km leið í Nesjaskóla. Því hafði fjöldi íbúa mótmælt og í samþykktinni er komið til móts við óskir íbúanna, með því að láta breyt- ingarnar koma til framkvæmda í áföngum og aka þremur bekkjum í stað íjögurra. Einnig verður við- byggingu við Heppuskóla á Höfn fiýtt. í upphafi umræðna um skólamál á bæjarstjómarfundinum í gær gerði Sturlaugur Þorsteinsson bæjarstjóri grein fyrir því hvaða forsendur hefðu breyst frá því bæjarstjóm sam- þykkti fyrir ári að þrískipta grunn- skólanum vegna þrengsla í Hafnar- •skóla og krafna um lengingu skóla- dags og einsetningar. Nefndi hann þar meðal annars óskir foreldra um að leita allra leiða til að tryggja bömunum kennslu á Höfn. Bæjarstjóri sagði að jafnt fagleg- ar sem fjárhagslegar ástæður væru fyrir meginatriðum í stefnu bæjar- stjómar. Með þeim næðist fram ein- setning skóla, þrískipting grunnskól- ans, sem hann sagðist telja nýmæli hér landi, samfelldur skóladagur og lengdur. I tillögunum felst að grunnskólinn verður þrískiptur, 1.-3. bekkur verð- ur í Nesjaskóla, 4.-7. bekkur í Hafn- arskóla og 8.-10. bekkur í Heppu- skóla. Mýraskóli verður starfræktur áfram. Þessi stefna kemur þó ekki til framkvæmda að fullu á næsta skólaári, þá verður aðeins 1. og 2. bekk kennt í Nesjaskóla auk eldri barna úr Nesjum. Heppu- og Nesja- skóli verða strax einsetnir en Hafna- skóli tvísetinn að hluta næsta skóla- ár en síðan einsetinn. Þegar verður hafínn undirbúning- ur að endurhönnun grunnskóla fyrir 4.-7. bekk á Höfn og hafist handa við bygginguna, sem verður við- bygging við Heppuskóla, fyrrihluta árs 1997. Áætlað er að fyrsti fram- kvæmdaáfangi kosti rúmar 100 milljónir, að sögn Halls Magnússon- ar félagsmálastjóra. Fiskurinn gleymdur Skólamálin eru viðkvæm á Höfn, eins og komið hefur í ljós í þeirri umræðu sem fram hefur farið um fyrirhugaðar breytingar. Hornfirð- ingur sem rætt var við sagði að það væri til marks um hitann í málinu, að umræður um aflahrotuna sem nú væri, kæmust ekki að fyrir skóla- málunum þegar menn hittust götu. Ein af þeim sem stóð fyrir mót- mælum íbúanna, Þórgunnur Torfa- dóttir kennari, sagði eftir fundinn í gær að samþykkt bæjarstjórnarinn- ar kæmi til móts við óskir íbúanna en ekki væri nógu langt gengið. Hún sagði að það væri ágætis bráða- birgðalausn að fara með tvo bekki í Nesjaskóla á næsta ári og það væri kostur að ekki væri farið í fram- kvæmdir þar. Þá væri gott að hafist yrði handa við skólabyggingu á Höfn. Hins vegar væru margir for- eldrar enn afar óánægðir með að yngstu börnunum yrði ekið í Nesja- skóla. Borgin frestar viðræðum við LR FULLTRÚAR Reykjavíkur- borgar í viðræðunefnd um rekstur Borgarleikhúss lögðu í gær fram bréf á fundi nefndar- innar, þar sem kveðið er á um að fresta frekari viðræðum um gerð nýs samkomulags við LR. Fulltrúar borgarinnar gera kröfu um að stjóm LR geri grein fyrir breyttri stöðu, upp- lýsi kostnað sem leiðir af upp- sögn Viðars Eggertssonar og samstarfsmanna hans og hvemig þeim kostnaði verði mætt. Ekki hefur verið gengið frá nýju samkomulagi og fellur því hið eldra úr gildi um næstu áramót að óbreyttu. Styrkur ekki samningsbundinn í bréfinu kemur fram að styrkveiting borgarinnar til starfsemi LR, sem nemur sam- tals tæpum 160 milljónum á þessu ári með styrkjum til starfsemi Borgarleikhúss og viðhalds þess, sé ekki samn- ingsbundin heldur háð ákvörð- un borgarstjórnar við af- greiðslu fjárhagsáætlunar hveiju sinni. Sigurður Karlsson formaður LR segir að greinargerðin hafí aðeins verið rædd lauslega inn- an stjórnar, enda sé hún upp- tekin við að vinna að ráðningu nýs leikhússtjóra. „Það er okkur að meina- lausu þótt að þessum viðræð- um sé frestað um sinn. Þær hafa legið niðri síðan í haust þannig að það eru ekki mikil viðbrigði fólgin í að svo sé áfram,“ segir Sigurður. Hann kveðst ekki geta svarað því hvenær LR geti svarað þeim spumingum sem greinargerðin felur í sér, það verði að skoða í ró og næði. ■ Engin skylda/12 Stálverksmiðjan í Kapelluhrauni Bandaríkja- maður sýnir áhugaá stálvinnslu BANDARÍSKUR athafnamaður, Walter Freeman að nafni, hefur sýnt áhuga á að hefja stálvinnslu í stálverksmiðjunni sem íslenska stálfélagið reisti í Kapelluhrauni en hún hefur staðið ónotuð frá gjald- þroti félagsins 1991. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Ármannssonar í Búnaðarbankanum er málið enn á frumstigi. Freeman kom hingað til lands í seinasta mánuði á vegum Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar til viðræðna og skoðaði verksmiðjuna. Freeman er að kanna málið en búist er við að hann muni fljótlega hafa samband á ný og í framhaldi af því muni skýrast hvort möguleikar eru á að verksmiðjan verði seld. Af islensku bergi brotinn Að sögn Jakobs leist Freeman vel á aðstæður hér. Hann er af ís- lenskum ættum og mun einnig vegna þeirra tengsla hafa áhuga á að hefja starfsemi hér á landi en hann hefur fengist við bæði vinnslu á stáli og timbri í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.