Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ :; "'W'-'y'y' ........■ »0111*11) LANDIÐ Góugleði hjá slysavarnafólki Þórshöfn - Góugleðin sem haldin var sl. helgi er aðalfjáröflun og um leið árshátíð björgunarsveitarinnar Haf- liða og slysavamadeildar kvenna hér á Þórshöfn. Að þessu sinni stóð meira til en venjulega því nýi Hummer björgunarbíllinn kom í plássið sama dag og mikið fláröflunarátak í gangi þess vegna. Með Hummernum kom einnig hinn góðkunni Árni Johnsen til þess^ að skemmta gestum á hátíðinni. Árni lagði töluvert á sig til að mæta á þessa góugleði en hann var rétt kom- inn til landsins frá Kanada þegar hann lagði af stað til Þórshafnar með flugi og síðasta spölinn frá Húsavík kom hann með Konráð á nýja Hummemum. Flugþreyta og ferðalög virtust ekki bíta á Árna því hann var hrók- ur alls fagnaðar á góugleðinni og hélt uppi fjöri langd: fram eftir nóttu. Klukkan sex um morguninn lagði hinn óþreytandi Árni af stað með bíl til Reykjavíkur og varð einum björgunarsveitarmanni að orði að þarna færi efni í harðan togarajaxl sem aldrei þyrfti að sofa. Aðkomufólk fjölmennti Um 180 manns mættu á góugleð- ina og er það mikill styrkur fyrir björgunarsveitina sem þarf nú á tölu- verðu fé að halda til þess að fjár- magna bílakaupin. Fjölmennt var heima fyrir auk góðra gesta frá björg- unarsveitunum á Vopnafirði, Bakka- firði og Jökuldal og einnig skátar á Fjöllum og kunnu heimamenn vel að meta þennan samhug frá félögunum. Á góugleðinni var fjölbreytt. dag- skrá og þar eignuðust Þórshafnarbú- ar sinn eigin Bubba Mortens, Björk Guðmunds og Borgardætur, sem reyndar nefndust Súrheyssystur en að lokum tók við dansleikur fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Lfney Sigurðardóttir ÚTGÁFA Þórshafnarbúa af Borgardætrum, „Súrheyssystur“, skemmtu á góugleðinni. Með árs millibili Siglufirði - Einstök veðurblíða hefur ríkt undanfarið á Siglu- firði og hefur veturinn í heild verið Siglfirðingum vægur, ólíkt síðustu vetrum. Þessar tvær myndir voru teknar frá sama sjónarhomi með árs milli- bili. Önnur er tekin 19. mars 1995 og hin 19. mars sl. Eins og sjá má voru neðstu hæðir húsa á Siglufirði svo til á kafi í snjó í fyrra, en núna er ekki einu sinni hálka á götum. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Egill Egilsson Ótroðnar slóðir í aug- lýsinga- mennsku Flateyri - Sr. Gunnar Björns- son sóknarprestur að Holti í Onundarfirði fer ekki hefð- bundnar leiðir þegar hann aug- lýsir messugjörð. Á sínum gljáfægða bíl ekur hann um sveitir með auglýsingu í aftari glugga um leið og hann setur auglýsingu hér og þar inn á réttu stöðunum. Allar auglýs- ingarnar eru listilega og smekklega handskrifaðar. Og þegar hann ekur bílnum ekki um sveitir leggur hann bílnum á áberandi stað á afleggjaran- um að Holti. I i. » » Jogging smellubuxur kr 2.490 + jakki kr. 3.50 Ledurjakki kr. 15.900 Herrajakki kr. 8.900 Skyrta kr. 1.990 Buxur kr. 3.890 BORGARKRINGLUNNI ■ Opið alla daga kl. 12-18, laugard. kl. 10-16. j| Styttrl opnunartími, lægra vertk. Sameining á Héraði Bjóða öðrum þátttöku SAMSTARFSNEFND um sameiningu Egilsstaðabæjar, Hjaltastaðahrepps og Eiða- hrepps hefur með formlegum hætti boðið öllum sveitarfé- lögum á Héraði og Borgar- fírði eystra aðild að viðræðum um sameiningu. f bréfi sem samstarfs- nefndin hefur sent til oddvita hreppsnefnda á Héraði er boð- að til umræðufundar um mál- ið í dag í Hótel Valaskjálf. Nefndin óskar eftir svörum hreppsnefndanna fyrir 15. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.