Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 35 AÐSEIMDAR GREINAR Eiga þrír menn að ráða þessu? MIKIL umræða hef- ur verið um vegamál í Reykholtsdal og voru viðbrögð allundarleg þegar meirihluti íbúa Reykholtsdalshrepps tók sig til og lét í ljós skoðun sína á því hvort .þeir vildu næstu 30 árin eða svo aka „Rudd- ann“, eða neðri leiðina svokölluðu. Það er rétt að rekja feril málsins í stuttu máli þannig að þeir sem ekki þekkja það fái réttan skilning á því sem satt er og rétt. Því nokkuð hefur verið um Bernhard Jóhann- esson, Sólbyrgi. missagnir í þessari umræðu. Hún hefur verið einlit að mestu og nú síðast eru menn hættir að ræða þessi vegamál á efnislegum grunni þar sem sannleikurinn og haldbær rök eru látin víkja fyrir tilfinningum, getgátum og stóryrðum. Reynt er að gera meirihluta hreppsbúa að þeim andlegum niðursetningum að ekki er takandi mark á því sem þeir skrifa undir vegna þess að þeir séu illa læsir, og eða ekki hæfir til, að meta það sem þeir skrifa undir. Upphaflega skoðaði Vegagerðin þrá valkosti, efri og neðri leið, með brú yfir Strákavað þar sem brúin er núna og hins vegar brú yfir Steðjagljúfur. Á almennum hrepps- fundi sem haldinn var í Logalandi í desember 1994 voru tillögurnar kynntar og tjáðu fundarmenn sig hlynnta efri og neðri leið að jöfnu. Einnig komu fram aðrar hugmyndir frá fundarmönnum. Eftir umfjöllun í skipulagsnefnd í héraði er málið sent til skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri segir í úrskurði sín- um þann 17. júní 1995. „Í ofan- greindum gögnum er á fullnægjandi hátt gerður samanburður á þremur legukostum Borgarfjarðarbrautar, frá Varmalæk að Kleppjárnsreykj- um, og koma fram skýr rök fyrir færslu Borgarfjarðarbrautar í sam- ræmi við valkosti Vegagerðarinnar". Það er, neðri leið er lögð til. í umsögn Vegagerðarinnar segir: „Að öllu samanlögðu eru hagsmunir umferðarinnar og þjóðfélagsins miklu meiri og ber að taka tillit til þeirra." Umferðaröryggisnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness, fjallaði um og afgreiddi málið á fundi 20. ágúst 1995. Niðurstaða fundar- ins var: „Umferðaröryggisnefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness mælir með valkosti Vega- gerðarinnar varðandi vegagerð frá Bæ að Kleppjárnsreykjum. Mælir nefndin með leiðinni vegna umferða- röryggissjónarmiða." N ágrannasveitarfé- lög, það er Hálsahrepp- ur og Andakílshreppur, mæla einnig með neðri leiðinni og vitna til umferðaröryggis og hagkvæmni. Það skal á það minnt að flestir notendur vegarins, við erfiðustu aðstæður, eru skólabílstjórar og grunnskólanemar. Eftir að kærur frá 20 aðilum höfðu borist til skipulagsstjóra var mál- ið sent til endanlegrar afgreiðslu til umhverfis- ráðuneytisins sem íjall- aði um það og í niðurstöðu ráðuneyt- isins kemur fram eftirfarandi: „Almenningshagsmunir mæla með neðri leiðinni þar sem hún þjón- ar best umferðinni og er verulega ódýrari en hinar leiðirnar. Veglínan fer á neðri leiðinni um jafnt land, er tiltölulega bein, vegsýni betri og allar aðstæður hagkvæmari og má þar nefna minni hættu á sviptivind- um, auk þess minni snjóþyngslum vegna lægri legu vegarins. Neðri leiðin fær einnig stuðning þeirra, sem eiga að gæta að umferðarörygg- ismálum, svo sem umferðaröryggis- nefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness og skólayfirvalda á Kleppjárnsreykjum (og meirihluti skólabílstjóra). Ekki verður séð að neðri leið hafi í för með sér veruleg áhrif á búskaparskilyrði, sérstaklega ef þau eru borin saman við aðstæður víða annarsstaðar í landinu. Þeir hagsmunir sem fólgnir eru í um- ferðaröryggi, því hagræði sem al- menningur mun hafa af bættum samgöngum á svæðinu og verulega minni kostnaði samfélags hljóta að vega þyngra en það óhagræði sem landeigendur og hlutaðeigendi ábú- endur verða fyrir. Ber því að stað- festa úrskurð skipulagsstjóra.“ 103 íbúar Reykholtsdalshrepps rituðu undir yfirlýsingu þar sem lýst er stuðningi við úrskurð skipulags- stjóra og mótmælt hugmyndum um uppbygingu efri leiðar. Upp hafði komið hugmynd frá þingmönnum að skera ekki úr um hvor leiðin yrði farin, þess í stað yrði lagfærður núverandi vegur um „Rudda“. Við vildum ekki una því að búa við óbreytt vegstæði næstu áratugina, án þess að íbúunum gæfist kostur á að tjá sig þar um, þar sem viðgerð á veginum kallar ekki á umhverfis- mat og heyrir ekki til skipulags- mála. Ef til vill er það fáránlegasta í þessu máli, að jafnframt því sem meirihluti hreppsnefndar Reykholts- dalshrepps hamast gegn tillögum NEXOL EFUÐALYF ■taktu pað í nefið ^ Virka efnið xýlómetazólín vinnur gegn stíflu og slímmyndun í nefi. Notiö Nexól ekki lengur en 10 daga í senn án samráðs við lækni. Sjúklingar með gláku, hjartasjúkdóma eða skjaldkirtilssjúkdóma ættu ekki að nota lyfið Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. LYFJAVERSLUN ISLANDS H F. Óþolandi er að sitja undir þeim áburði, segir Bernhard Jóhannesson, að hafa safnað undirskriftum með villandi og sið- lausum hætti. Skipulags ríksins, sem samþykkt er af umhverfisráðuneytinu, um veg- lagningu um neðri leið þar sem veg- urinn myndi spilla túnum um 1,4 hektara (4%) á Stóra-Kroppi. Þá hefur hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps í bréfi til samgönguráðherra dagsettu 8.1.1996 „lagt ríka áherslu á að gerður verði ökufær vegur á neðri leið, Stóra-Kroppsvegi“ vegna bæjanna þar í kring. Um leið og heimtað er að Borgar- fjarðarbraut verði á efri leið, tii þess að ekki spillist tún á Stóra-Kroppi, meðal annars, er heimtaður vegur um túnin á Stóra-Kroppi. Vegagerð- in hefur lagt til veglínu sem er 220 m til 420 m frá íbúðarhúsinu á Stóra-Kroppi þannig að ekki er um það að ræða að vegurinn fari um hlaðið. Einnig hafa verið boðin und- irgöng til að milda þau áhrif sem veglagningin hefur í för með sér, og að leggja jörðina í eyði eru hrein ósannindi því ef svo væri þá væru flestar jarðir farnar í eyði í Reyk- holtsdal, þar sem þjóðvegurinn sker þær í sundur. Átta einstaklingar sem búa við neðri leið þar sem vegurinn fer um skrifuðu undir yfirlýsinguna. íbúar Reykholtsdalshrepps hafa ekki fengið að tjá sig um vegamál á al- mennum fundi, þó svo farið hafi verið fram á það við hreppsnefnd. Þess vegna var safnað undirskriftum atkvæðisbærra íbúa Reykholts- hrepps, til þess að skorið yrði úr um vilja hreppsbúa. Meirihluti hrepps- nefndar hefur hins vegar haldið því fram að meirihluti íbúa styðji efri leið. Á hreppsnefndarfundi, sem hald- inn var 19. mars, var undirskriftar- listanum vísað frá af meirihluta hreppsnefndar sem ómarktæku plaggi þar sem undirskriftirnar væru fengnar með aðferðum sem varðað gætu við lög. Send var formleg kæra til sýslumanns Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu, sem vísaði henni frá. Það er óþolandi að þurfa að sitja undir þeim áburði að hafa safnað þessum undirskriftum með villandi og siðlausum hætti. Þorvaldur Pálmason hefur í hyggju að senda málið til ríkissaksóknara og skora ég á hann að gera það. Ég hlýt að leita réttar míns til þess að hreinsa mig af þessum áburði. Er það eðli- legt að meirihluti hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps, haldist uppi, að fylgja eftir afstöðu, í andstöðu við vilja meirihluta kjósenda, ná- grannasveitafélaga, umhverfis- nefndar, svæðisskipulags, skóla- nefndar Kleppsjárnsreykjaskóla, umferðaröryggisnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness, samgöngumálanefndar Vesturlands og umhverfisráðuneytisins? Eiga þrír menn að ráða þessu? Höfundur er garðyrkjubóndi á Kleppjárnsreykjum. MíÓM&jXfTR R X I L B 0 Ð KULUTJALD IGLO Tveir fíberbogar, silfrað á lit með vatnsheldum botni 3-4 manna Þyngd: 4.5 kg. TILBOÐ 6.900 gEGLAGERÐIN /EGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 511 2200 ORIENT Betsy Harris (10): Verkur í hægn nára, og slæm undir il (búin aö fara í sprautur en lagaöist ekki) Mislangir fætur. Blma Valgardsdóttir (12): Verkur í mjóbaki, og hægra hné. Slitiö liöband f vinstri ökkla. Mislangir fætur. Inga Dóra Magnúsdóttir (6) Verkur í mjóbaki, lausir ökklar og þreytuverkir í lærum og kálfum. Verkir í hnjám. Mislangir fætur. Hanna Kjartansdóttir (5) Mjög slæm í mjóbaki og laus í ökklum. Auk þess meö mislanga fætur §§w®rnlg líðm J$ár? Fjárfesting í betri heilsu og vellíðanl með iLW§MfmÉ@(M 1 ci c t (J Cl L d LLl Mkssr tíðm ImLiw &g VÍÖ SpÍllLLLL beirn^ STOÐIÆKNI * Gísli Ferdimndssonefif Lækjargötu 4. Tímapantanir og nánari upplýsingar i síma 551 4711 j,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.