Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLUN Kirch lykilmað- ur í ráðagerð Murdochs París. Reuter. ÞÝZKI f]öliniðlajöfurinn Leo Kirch virðist geta orðið lykilmaður í tilraun- um Ástralíumannsins Ruperts Murdochs til að láta að sér kveða á sviði stafræns áskriftarsjónvarps í Evrópu í samvinnu við aðra. Stafrænt gervihnatta- og áskrift- arsjónvarp getur orðið meiriháttar skemmtiiðnaður áður en langt um Iíður og uppspretta gífurlegra aug- lýsingatekna. Því hafa Canal Plus í Frakklandi og Havas og Bertelsmann í Þýzkalandi gengið til samvinnu á þessu sviði. Brezka gervihnattarsjónvarpið BSkyB, sem News Corp. fyrirtæki Murdochs á 40% í auk Pearson Plc í Bretlandi og Chargeurs í Frakk- landi, hafa skýrt frá fyrirhuguðum kaupum á 25% hlut í þýzka áskrift- arsjónvarpinu Premiere fyrir 270 milljónir dollara. Kirch Gruppe Bæveijans Leos Kirchs á 25% í Premiere, en afstaða hans er óljós. Keppni um afruglara BSkyB, Canal PIus, Havas og Bertelsmann hafa komið á fóti evr- BREZKA blaðaútgáfan Telegraph PIc hermir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað um 21% á sama tíma og dagblaðapappír hafi hækkað í verði og afleiðingar verðstríðs hafi sagt til sín. Hagnaður af útgáfu Daily Tele- graph og systurblaðsins Sunday Te- legraph 1995 minnkaði í 35.5 millj- ónir punda úr 45.0 milljónum 1994. Arðgreiðsla 1995 var óbreytt, eða 13 pens á hlutabréf. Verð hlutabréfa í Telegraph lækkaði um 16 pens í 463 við fréttina. Kanadíski fjölmiðlajöfurinn Conrad Black, stjórnarformaður Telegraph-fyrirtækisins, kvaðst bjartsýnn á framtíðarhorfur eftir „mjög erfitt ár“, því að blaðið hefði sigrazt á öllum erfiðleikum og stæði betur að vígi en fyrr. „Þótt við höfum átt í hörðustu sam- ópsku bandalagi til að þróa stafrænt gervihnattarsjónvarp með því að nota SECA afruglara, en Kirch er að koma á fót eigin bandalagi, sem byggist á notkun annars afruglara, svokölluðu “D-boxi“. Canal Plus og Bertelsmann eiga einnig hlut í Premiere. Stafrænt sjónvarp tryggir meiri myndgæði og fleiri rásir ásamt möguleikum á gagnvirku sjónvarpi og útsendingum á kvikmyndum á ólíkum tímum þannig að áhorfendur eiga að geta valið um hvenær þeir horfa á viðkomandi efni. keppni síðan við fluttumst úr Fleet Street... hefur blaðið haldið forskoti sínu á flesta keppinauta sína,“ sagði Black í yfirlýsingu. Fyrirtækið segir að pappírskostn- aður hafi verið 50% hærri á síðasta ársfjórðungi 1995 en á sama tíma 1994. Alls hækkaði pappírskostnaður um 12 milljónir punda á árinu í heild. Vegna mikils kostnaðar samfara þessu keppast evrópskir fjölmiðlar um að treysta stöðu sína í von um samvinnu við þá aðila, sem bjóða upp á vinsælasta afruglarann, enda er talið ólíklegt að tveimur afruglurum verði komið upp á hveiju heimili. Lykilhlutverk Kirchs Fréttir BSkyB um aðild að Prem- iere hafa verið dregnar í efa og hvað sem því líður er ekki fullljóst með hvaða skilyrðum Kirch mun sam- þykkja aðildina. Sérfræðingur Morgan Stanley í Þessi kostnaður jókst á sama tíma og enn stóð yfir verðstríð, sem blöð Ruperts Murdoehs höfðu komið af stað 1993. Stríðið fjaraði út á síðari árshelm- ingi þannig að hægt var að hækka verð Daily Telegraph um fimm pens eintakið í júlí og aftur um fimm pens í nóvember í 40 pens. London vill ekki fullyrða að Kirch muni hefja samningaviðræður við Murdoch og bendir á Nethold í Suð- ur-Afríku hafi þegar gert bar.dalag við Kirch á Italíu og muni ugglalist fylgjast vel með framvindunni. Nethold er fyrirtæki í eigu fésýslu- mannsins Johanns Ruperts og á hlut í áskriftarsjónvarpinu Telepiu á Ítal- íu ásamt Kirch og Silvio Berlusconi. Enn einn aðili, sem lætur stafrænt sjónvarp í Evrópu til sín taka, er CLT sjónvarpið í Luxemborg, sem lengi vel stóð vel að vígi. RTL rásir þess njóta mikilla vinsælda, meðal hlut- hafa eru Groupe Bruxelles Lambert í Belgíu og Havas og það hefur einn- ig átt í viðræðum við Murdoch. Michel Delloye úr stjórn CLT hef- ur tjáð fjármáiablaðinu Les Echos að „skilnaður" CLT og Havas sé „á dagskrá.“ En talsmaður Havas sagði að fyr- irtækið hefði ekki í hyggju að láta af hendi 20,5% hlut sinn í CLT. I Brússel sagði Karel van Miert, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórn ESB, að hann mundi setja sig vandlega inn í þessi mál. Daily Telegraph er sem fyrr sölu- hæsta „vandaða blaðið í Bretlandi. Blaðið seldist í 1.052.000 eintaka á síðari árshelmingi 1995, en skæð- asti keppinauturinn, The Times, í tæplega 700.000 eintökum. Sunday Telegraph seldist í 670.000 eintökum að jafnaði á sama tíma og er ekkert sunnudagsblað í eins örum vexti að sögn fyrirtækis- ins. Fyrirtækið hagnaðist um 7.5 millj- ónir punda þegar það seldi hlut sinn í sjónvarpsfyrirtækinu Carlton Communications Plc. Uppsagnir vegna samdráttar í rekstri og fleira hafði hins vegar 7.9 milljóna punda útgjöld í för með sér. Með er talinn kostnaður vegna þess að 750 störf voru lögð niður í kana- díska dótturfyrirtækinu Southam Inc. Fólk • JÓHANN Ingí Árnason, 26 ára fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráð- inn ritstjóri Skinfaxa, sem er tíma- rit Ungmennafélags íslands. Jó- hann Ingi tók við blaðinu af Jó- hönnu Sigþórs- dóttur, sem lét af störfum á síð- asta ári. Jóhann er uppalinn í Vést- mannaeyjum og hóf störf við blaðamennsku aðeins 13 ára gamall þegar hann skrifaði fyrst íþróttafréttir fyrir Fylki í Vestmannaeyjum. Fráþeim degi hefur blaðaútgáfa átt hug hans allan og eftir að hann lauk BA- prófí í fjölmiðlafræði frá Northeast Missouri State University í Bandaríkjunum flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann býr núna. Fyrsta tölublað Skinfaxa á þessu ári hefur nú litið dagsins ljós og meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Ragnheiði Stephensen og Guðnýju Gunnsteinsdóttur, leik- menn Sljörnunnar, knattspyrnu- mennina Helga Björgvinsson og Átla Helgason. I blaðinu er einnig fjallað um umhverfísmál, steranotk- un í íþróttum og tilraun til heims- mets á Þingeyri svo eitthvað sé nefnt. Ritsljóra- skipti í Danmörkii HANS Dam hefur ákveðið að hætta sem aðalritstjóri Berlingske Tidende. Hann tekur 1. maí við af Bent A. Koch sem aðalritstjóri og fram- kvæmdastjóri Fyns Stiftstidende í Oðinsvéum. Bent A. Koch hefur gegnt þessu starfi í 14 ár. Dam er fimmtugur að aldri og hefur verið aðalritstjóri á Berlingske í 13 ár. Við starfi hans tekur Anne E. Jensen. Hún er 44 ára gömul og hefur síðustu ár verið framkvæmda- stjóri hjá danska vinnuveitendasam- bandinu. Hagur Berlingske Tidende hefur Iagast verulega frá árinu 1982 er nýtt fjármagn frá fyrirtækjum á öðrum sviðum atvinnulífsins kom til sögunnar og tryggði útgáfu þessa fomfræga dagblaðs. Nú eiga Carls- berg, A.P. Möller og Ðen Danske Bank um 45% af hlutabréfum í Beri- ingske Tidende. Upplag blaðsins á þessum árum hefur aukist úr 116 þúsund eintökum árið 1982 í 158 þúsund eintök nú og blaðsíðufjöldinn daglega hefur tvöfaldast á tímabil- inu. Greinar fals- aðar í Mont- realblaði Montreal. Reuter. BLAÐIÐ Le Devoir í Montreal rann- sakar „skemmdarverk" á tveimur greinum, sem var breytt á þann veg að þær báru vott um kynþáttahroka og dónaskap þegar þær birtust í blað- inu. Blaðið baðst afsökunar á því á forsíðu að einhver hefði átt við text- ann og falsað hann „án vitundar okkar og þrátt fyrir árvekni okkar.“ í kafla úr bók eftir fyrrum rektor háskóla Quebecs í Montreal í blaðinu var skotið inn orðunum „hvíta og franska" fyrir framan orðið Quebec, þar sem talað var í sáttfúsum tón um innflytjendur í fylkinu, sem hafa verið gagnrýndir fyrir deigan stuðn- ing við sjálfstæðishreyfingu frönsku- mælandi manna. I annarri grein hafði ruddalegu orðbragði verið skotið inn í grein um matreiðsiu. Talsmaður Le Devoir segir að reynt sé að fá úr því skorið hvort starfsmenn blaðsins eða utanaðkom- andi fólk hafi breytt greinunum. Blaðajöfur í netheimi Thomson lávarður snýr sér að sérritaútgáfu KENNETH Thomson, lávarður af Fleet, er auðugasti maður Kanada og eru eignir hans metnar á þijá milljarða bandaríkjadala. En hann lítur út fyrir að vera bankagjald- keri og á það til að safna forða af hamborgarabrauði þegar það fæst á út- söluverði að sögn ævi- söguhöfundar hans. Því vekur athygli að hann hefur keypt bókaforlag, sem gefur út sérrit um lögfræði- leg efni, West Publish- ing, fyrir 3,4 milljarða dollara, hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir forlag af slíku tagi. Er þetta djarfasta tiltæki Thomsons í þeirri viðleitni hans að umbreyta miklu blaða- stórveldi sínu í takt við nýja öld rafrænna upplýsinga. Á undan- fömum árum hefur Thomson selt 56 kanadísk og bandarísk blöð og alla eignaraðild sína að brezkum blöðum fyrir einn milljarð bandaríkjadala. Þetta undanhald hefur óneitanlega þótt merkilegt, þar sem í hlut á maður sem hlaut aðalstign vegna mikilvægs hlutverks í brezka blaða- heiminum á árum áður. Sérmarkaðir Thomson, sem er 72 ára, hefur í vaxandi mæli snúið sér að raf- rænni útgáfustarfsemi með því að næla sér í fyrirtæki, sem veita lækn- um, iögfræðingum og öðrum sér- menntuðum hópum nákvæmar upp- lýsingar um tilteknar sérgreinar. Thomson: Áður einn helzti útgefandi brezkra blaða horfír fram á veg. Aukin sérhæfing Skipting á umsvifum Thompson Þegar Thomson hefur gengið frá kaupum sínum á West-útgáfunni verður sala rita um slík efni rúm- lega helmingur heildarsölu hans og 70% rekstrarhagnaðar hans mun stafa af sölu slíkra rita. Árið 1996 er áætlað að hagnaður Thomsons af um 7 milljarða dollara sölu hafí numið 450 millj- ónum dollara. „Til- gangur fyrirtækisins," segir W. Michael Brown forstjóri, „er að verða fremsti út- gefandi slíkra upplýs- inga í heiminum." Þessi stefna virðist hafa gefíð góða raun. Flest blaðaútgáfu- fyrirtæki bjóða tölvu- útgáfu af blöðum sín- um, en hafa lítið hagn- azt af því. Thomson einbeitir sér að sér- hæfðum markaði og menntaðir viðskipta- vinir hans eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir upplýsingar hans. „Fá önnur fyrirtæki hafa gert sér eins góða grein fyrir þvf hvemig stórgræða má á rafrænni útgáfustarfsemi," segir fjölmiðlafræðingur verðbréfa- fyrirtækisins Lynch, Jones & Ryan í New York. Kaupin á West-forlaginu falla vel að heildarstefnu Thomsons. Þótt það fyrirtæki hafí gefið út dómskjöl og aðrar frumheimildir síðan 1872 hefur eftirspum á upplýsingahrað- brautintii á undanfómum þremur árum gert að verkum að afkoma forlagsins hefur aldrei verið eins góð, að sögn Vance Oppermans forstjóra. í fyrra nam hagnaður af i— Daablöð ! 1995 1989 ' I ÁÆTLAÐ Ferðamál Sérhæfðar upplýsingar Alls: 7,7 milljarður dollara 827 milljóna dollara sölu 206 millj- ónum dollara að hans sögn. West vildi þó tryggja sér öruggan bakhjarl til að hagnýta þá mögu- leika sem fyrir hendi eru. Forlagið var því boðið til sölu og „fyrirtæki Thomson var bezti kosturinn" að sögn Oppermans, sumpart vegna þess að ein deild þess fæst við rann- sóknir á frumheimildum, sem fyrir- tæki eins og West selja. Margir telja að 3,4 milljóna doll- ara tilboð Thomsons hafi verið of hátt. Það var rúmlega tvisvar sinn- um hærra en 1,5 milljarða dollara upphæð, sem ensk-hollenzka út- gáfufyrirtækið Reed Elsevier Plc greiddi fyrir keppinautinn Lex- is/Nexis 1994, en Reed bendir á að West sé helmingi arðbærara fyrirtæki. Einnig auka kaupin hlut- fall skulda af heildarfjármagni úr 37% í 55%. Vegna „áhættu sam- fara svo háu hlutfalli" hefur mats- fyrirtæki í Toronto lækkað mat á lánshæfni Thomsons um þijá flokka í A (lágan flokk). Viðskiptin gætu valdið Thomson nokkrum skammtímaerfiðleikum að sögn sérfræðinga. Hann viðurkennir að vaxtagreiðslur vegna kaupanna muni draga úr hagnaði í ár. En Thomson segir að með tímanum muni „þessi viðskipti reynast mjög vel“ að sögn aðalfjármálastjóra hans. Thomson, sem á 72% hlutabréfa ásamt fjölskyldu sinni, hugsar aðal- lega til lengri tíma og lætur Brown um daglega stjórn. Blaðakóngurinn telur ekki mikla möguleika blasa við í venjulegri blaðaútgáfu. Hann setur traust sitt á upplýsingahrað- brautina. Óútreiknanlegt svið Stefnu hans fylgir nokkur áhætta. Mun erfiðara er að reikna út sérhæfða markaði og þar er samkeppni harðari en á hefðbundn- um vettvangi Thomsons, ferðaþjón- ustu og dagblöðum. En Brown spá- ir því að- heildarstefnan muni gera Thomson kleift að auka hagnað sinn um 11% á ári þannig að um verði að ræða 10 milljarða dollara fyrirtæki árið 2000. Öll blaðaforlög mundu öfunda slíkan uppgang. London. Reuter. Hagnaður Tele- graph-blaðanna minni 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.