Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 49 BREF TIL BLAÐSINS Hvað er Nytjamarkað- ur Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands? Frá Ómarí Sigurðssyni: EINS OG við vitum eru auðlindir jarðar takmarkaðar, því er okkur skyit að nýta þær af skynsemi. Ennfremur að reyna að draga úr mengun, auka gróðurvernd og nýta hlutina betur en við höfum gert. í því ljósi m.a. getur Nytjamarkaður Rauða krossins orðið að gagni. Til- gangur Nytjamarkaðarins er að stuðla að betri nýtingu nytjahluta, sem eru m.a. húsgögn, leikföng, borðbúnaður, ísskápar og sjónvörp. Hvernig berið þið ykkur að við að endurnýja lífdaga þessara hluta? Þið getið t.d. látið þá fara í gegn- um Nytjamarkað RRKÍ með því að fara á næstu gámastöð Sorpu og láta nytjahluti í nytjagám merktan Nytjamarkaði RRKI. í hverri gámastöð Sorpu er aðeins einn gámur merktur Nytjamarkaður RRKI. Ég hvet ykkur til að spyija starfsfólkið á gámastöðvunum um nytjagám RRKÍ. Um ieið og þið látið nytjahluti frá ykkur á þennan hátt, eruð þið að vernda umhverfið og styrkja gott málefni. Hvað verður um nytjahlutina? Nytjahlutirnir eru yfirfarnir og gert við þá ef þess er þörf, síðan eru þeir seldir í Nytjamarkaðinum þar sem allir geta verslað. Liknarfé- iög á borð við Rauða krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðra- styrksnefnd og Hjálpræðisherinn hafa sérstakan aðgang fyrir sína skjólstæðinga. Markaðir eins og Nytjamarkaður RRKÍ eru þekktir víða erlendis m.a í Danmörku þar sem Rauði krossinn NYTJAMARKAÐUR Rauða krossins. rekur eitt hundrað slíka markaði. Það er því ljóst að það er óþarfi að eyðileggja hluti sem þið teljið ykkur ekki hafa not fyrir af ein- hveijum ástæðum. Með því að láta þá í nytjagám merktan Rauða krossinum eruð þið-að stuðla að þrennu: Umhverfisvernd, líknarfélög hafa aðgang að nytjahlutum fyrir sína skjólstæðinga og ágóða, ef ein- hver er, lætur RRKÍ renna til líknar- starfa. Að endingu, þeir sem hafa gert þetta kleift fyrir utan einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir eru: Reykja- víkurdeild Rauða kross íslands, Sorpa, íslandsbanki, Byko, Hreins- un og flutningar, Gámaþjónustan, Slippfélagið/Málningarverksmiðj- an. Nytjamarkaðurinn er til húsa að Bolholti 6. Afgreiðslutími er frá kl. 13 til 18, mánudaga til föstudaga. Þeir sem vilja nánari upplýsingar geta hringt í okkur í síma 588-1440. ÓMAR SIGURÐSSON, forstöðumaður. Menning til menntunar Frá Guðrúnu Jónsdóttur og Sóley Veturíiðadóttur BANDALAG íslenskra sérskóla- nema (BÍSN) gefur sig út fyrir það að styðja félagsmenn sína á sviði lánasjóðsmála og annarra hagsmuna er námsmenn varða. Ekki eru þessi samtök þó eingöngu að sinna því heldur reyna þau að stuðla að því að menningarlegur andi fái svifið yfir námsmönnum svona öðru hveiju. Það vita það allir sem setið hafa á skólabekk hversu það getur tekið á sálartetrið að grúfa sig dag og nótt yfir allskonar skruddur á ýmsum tungumálum svo ekki sé minnst á setu yfir kaldranalegum lyklaborðum. Þegar líða fer á vo- rönnina eru heilarnir orðnir svo vel þjálfaðir í að snara ýmsum fræði- heitum af ensku, dönsku, sænsku, þýsku o.s.frv. yfir á íslensku að það jafnast á við íjölþjóðlega orðabók. Augun eru orðin ferköntuð með takt- föstu blikki tölvubendilsins. Þegar svo er komið er orðið tíma- bært að lyfta sér örlítið upp og kynn- ast félögum sínum í BÍSN. Góð leið til þess er að mæta á þær uppákom- ur sem hin árlega Menningarvika hefur upp á að bjóða, en þó er ekki alltaf það sama í boði. Ár hvert er hugmyndaflæði mikið hjá þeim er að Menningarviku standa og því ýmislegt skemmtilegt hægt að gera og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal atburða á Menningarviku í ár, sem nú er haldin í sjötta sinn, má nefna ljósmyndamaraþon í boði Regnbogaframköllunar og Hróa hattar, listakvöld, kvikmyndasýn- ingu, rokktónleika, keilumót og dansleik svo eitthvað sé nefnt. Þess má einnig geta að ljóða- og smá- sagnakverið Læðingur kemur nú út í annað sinn undir þessu nafni en í tvö ár þar á undan kom út ljóðakver sem ekki hafði neitt ákveðið nafn. Læðingur inniheldur verk nemenda úr skólunum innan BÍSN. En af hveiju' að halda Menning- ai-viku? Svarið við því er ósköp ein- falt og augljóst öllum þeim sem mætt hafa eða ætla sér að mæta á atburði Menningarviku. Innan vébanda BÍSN eru fimmtán skólar og það segir sig sjálft að þar kennir margra grasa í menningar- og félagsflórunni. Að undirbúningi Menningarviku standa nemendur úr ólíkum skólum sem eiga það allir sameiginlegt að hafa áhuga á að kynnast fólki sem er að fást við ólíka hluti. Vinnan við undirbúninginn er sjálfboðavinna eins og allt annað starf innan BÍSN. Við viljum hvetja alla BÍSNara og aðra að koma, sýna sig og sjá alla hina. BISN er og verður aldrei meira en það fólk sem innan félags- ins er. Þegar áhugi félagsmanna er lítill er við því að búast að félagið sé í lægð. Um leið og almennur áhugi vaknar á þessum hagsmunasamtök- um verður BÍSN til alls líklegt. Hvað er betra í baráttunni fyrir réttlátara lánasjóðskerfi og hagkvæmum hús- næðismálum en sterkt og öflugt fé- lag sem er málsvari námsmanna? Sýnið áhuga, styrkið BÍSN! Gleðilega Menningarviku. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Fóstruskóla, meðstjórnandi BÍSN, SÓLEY VETURLIÐADÓTTIR, Þroskaþjálfaskóla íslands, vara- formaður BÍSN. Tilboðsdagar Ioppskórinn Útsölumarkaður Austurstræti 20 Tegund: Salimex Stærðir: 36-42 Litur: Svart rúskin Verð: 995,- Ath.! Leðurfóðraðir opps.kórinn Utsölumarkaður Austurstræti 20 sími: 552 2727 ESTEE LAUDER ESTÉE LAUDER kynnir DavWear Super Anti Oxidant Complex Spennandi nýjung í baráttunni við ótímabæra öldrun húðarinnar. DayWear dagkrem, sem inniheldur þrefalt varnarkerfi gegn skaðlegum áhrifum umhverfisins, s.s. vegna þynningar ósonlagsins, mengunar o.fl. Einstakt oliulaust krem fyrir allar húðgerðir. Kynningartilboð: DayWear 50 ml. og ESTÉE LAUDER þ/eosures þarfum 3,5 nil. Verðkr.2.710. fe. m OayWear igp -'M'IT Ami-Oxwl*111 .... ’-Vinoles.: ullra Ráðgjafi frá ESTÉE LAUDER verður í versluninni Söru í dag og á morgun. Snyrtivöruverslun Bankastræti 8, sími 551 3140 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 ^ Löggild bílasala Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Nýr bíll (óekinn) Suzuki Sidekick JXi '96 grásans., 5 g. (bein innsp.), spegilrúður toppgrind o.fl. V. 1.980 þús. MMC Lancer GLi Sedan '93, rauður, 5 g., ek. 56 þ.km. Gott eintak. V. 920 þús. Pontiac Trans Sport SE ’92, rauður, sjálfsk., ek. 73 þ. km. Fallegur bíll. V. 1.980 þús. Mazda 121 1.3 16 ventla '92, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ. V. 750 þús.Tilboðsverð 650 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 Station ’94, steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. BMW 316i '93, ek. 52 þ. km., 5 g., 4ra dyra, hvítur, 2 dekkjagangar. V. 1.600 þús. Sk. á dýrari jeppa, allt að 2,3 millj. V.W. Golf CL '92, 3ja dyra, hvítur, ek. 110 þ. km., fallegur bíll. V. 680 þús. Sk. á dýrari 4ra eða 5 dyra bíl. Toyota Landcruiser stuttur bensín ’88, steingrár, 5 g., 33“ dekk, álfelgur. V. 1.190 þús. Sk. ód. Fiat Panda 4x4 '90, hvítur, 5 g., ek. 43 þ. km., bíll í toppstandi. V. 390 þús. Suzuki Fox langur '86, hvítur, 33“ dekk B-23 Volvo-vél. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, ek. 15 þ. km., grænsans., einn með öllu, gullfal legur bíll. V. 3.950 þús. Mazda 323 F 1600 ’92, sjálfsk., ek. 54 þ., álfengur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080 þús. Tilboðsverð kr. 990 þús. Plymouth Voyager SE ’95, 7 manna, blár, sjálfsk. (6 cyl.), ek. 18 þ.km. Rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 2.850 þús. Audi 100 C '86, 4 g., ek. 180 þ. Góður bíll. V. 450 þús. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang- ur) '86, 5 g., ek. 220 þ.km. 36“ dekk, spil o.fl. Mikið endurnýjaður. V. 1.550 þús. M. Benz 280 SEL '82, sjálfsk., ek. 177 þ.km. rafm. í öllu, 2 dekkjagangar. Óvenju gott eintak. V. 1.250 þús. Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ.km. V. 960 þús. Nissan Patrol Turbo diesel langur ’92, 5 g., ek. 156 þ.km., rafm. í rúðum, !æst drif, áfelgur o.fl. V. 2.550 þús. Dodge Grand Caravan LE 4x4, 7 manna. '91, 4 captain stólar og bekkur, ABS bremsur og loftpúði í stýri, rafm. í öllu samlæsingar, ek. 96 þ.km. V. 1.980 þús. Honda Accord EX ’91, rauður, sjálfsk ek. 102 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, álfelg ur o.fl. V. 1.090 þús. Toyota Hi Lux Extra Cap '91, ek. 80 þ. km., plasthús, flækjur, 38“ dekk, álfelgur, 5:71 drifhlutföll. No-Spin að aftan, geisl asp. o.fl. V. 1.580 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Turbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km., 33“ dekk, brettakantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Bílar á tilboðsverði: Mazda 323 GLX 3ja dyra ’86, hvít- ur, 5 g., ek. 100 þ. km. á vél, spoil- er o.fl. V. 330 þús. Tilboðsv. 230 þús. Dodge Aries ’87, 2ja dyra, sjálfsk., ek. 95 þ. km., brúnsans. V. 390 þús. Tilboðsv. 270 þús. M. Benz 250 ’82, blár. V. 390 þús. Tilboðsv. 250 þús. MMC Pajero stuttur ’83, 32“ dekk, upph. Fallegur og góður bill. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Nissan Micra ’88, 5 g., ek. 122 þ. km. (langkeyrsla). V. 280 þús. Til- boðsv. 190 þús. Lada Samara 1500 ’90, 5 g., ek. 80 þ. km. V. 220 þús. Tilboðsv. 150 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.