Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Um mikilvægi atviimugreina í tilefni skrifa Bjarna Braga Jónssonar í MORGUNBLAÐ- INU sunnudaginn 3. mars er ítarleg og afar fróðleg grein eftir Bjama Braga Jónsson, hagfræðilegan ráðu- naut bankastjómar Seðlabanka ísiands, um nýja bók Þorvalds Gylfasonar, Síðustu forvöð. í grein Bjarna em mörg sjónarmið sem vert væri að gaumgæfa frekar og draga lærdóm af. Tilefni þessarar greinar er þó ekki að gera tilraun til þess heldur að staldra við einn kafla í greininni, Gengið og grundvöilur hagvaxtar, og gera athugasemd við nokkur viðhorf sem þar eru sett fram. Viðhorf sem orkar tvímælis Bjami segir Þorvald halda því fram að vægi sjávarútvegs netni að-. eins 53 prósentum af heildarútflutn- ingi í stað 80 prósenta af vöruútflutn: ingi, sem venjulega sé miðað við. í þessu segir Bjarni að ekki votti fyrir viðurkenningu þess að vöruflutning- ar, tryggingar og ýmis ferða- og við- skiptaþjónusta em borin uppi af vöruútflutningnum og hefðu annars ;kki verkefni né tekjur. Ennfremur að það sé helst ferðaþjónusta við útlendinga sem standi á eigin grunni. í þessum orðum Bjama felst við- horf sem er aðfinnsluvert. Hann lítur fram hjá þeirri staðreynd að vöru- flutningar, tryggingar og ýmis ferða- og viðskiptaþjónusta em nauðsynleg- r þættir í því að skapa útflutnings- tekjur, ekki síður en fmmvinnslan sjálf. Af hverju er síður mikilvægt að flytja sjávarafurð á markað en að draga físk úr sjó? Af hverju er síður mikilvægt að sjá til þess að farmur með íslenskum sjávarafurð- um hafi fullnægjandi tryggingar en að fram- leiða veiðarfæri? Ef þessara þátta nyti ekki við væru íslenskar vörur ekki á borðum neytenda í útlöndum. Ef t'slensk fyrirtæki annast ekki þessa nauðsynlegu þjónustu verða eriend fyrirtæki að sinna henni. í stað þess að hafa útflutningstekjur af þessari starfsemi þyrftum við að flytja hana inn. Hreinar út- flutningstekjur yrðu minni sem því nemur. Ferðaþjónusta við útlendinga stendur á eigin grunni í þeim skiln- ingi að hún byggir ekki afkomu sína beinlínis á nýtingu sjávarauðlindar- innar. Það væri engu að síður hæpið að halda því fram að ekki séu tengsl milli ferðaþjónustu og sjávarútvegs. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í áranna rás hefur samkeppnis- staða útflutnings- og samkeppnis- greina, og þar með ferðaþjónustu, ráðist af afkomu í sjávarútvegi. Venj- an er sú að þegar vel árar til sjós versnar samkeppnisstaðan. Það kem- ur fram í minni tekjum og verri af- komu hjá útflutnings- og samkeppn- isgreinum. Þegar slær í bakseglin í sjávarútvegi, aftur á móti, er gripið til hagstjórnaraðgerða eins og geng- isfellingar sem bætir samkeppnis- stöðuna. Auk þessa er beinlínis rangt að tala um vægi sjávarútvegs í útflutn- ingi. Réttara er að tala um vægi sjáv- arafurða. Samkvæmt hefðbundnum málskilningi þýðir orðið sjávarútveg- ur fiskveiðar og -vinnsla. Auðvitað Þorsteinn M. Jónsson Það er hæpið að halda því fram, segir Þorsteinn M. Jónsson, að einn þáttur í því að framleiða söluhæfa vöru sé nauðsynlegri en annar. eru miklu fleiri sem koma að því að framleiða sjávarafurð en þeir sem veiða fiskinn og verka hann. Það eru margar atvinnugreinar á íslandi sem beinlínis byggjast á nýtingu sjáva- rauðlindarinnar. Það er rangt að tala um þær sem stoðgreinar við sjávarút- veg eða að þær eigi sitt undir sjávar- útvegi. Þær eru einn hlekkur í keðj- unni, einn liður í því að hægt sé að nýta auðlindina. Auðlindin Staðreyndin er að auðlindin, fisk- urinn í sjónum, er að hluta til undir- staða þeirrar þjónustustarfsemi sem Bjarni nefnir og margháttaðrar at- vinnustarfsemi annarrar en ekki vöruútflutningurinn sem slíkur. Það stenst því ekki að halda því fram að atvinnugrein sé borin uppi af ein- hveiju eins og hún sé ómagi á fram- færi og hafi ekki sjálfstætt gildi, að hlutverk hennar sé smávægilegt, nánast óþarft og hún fái þrifist fyrir náð og miskunn. Þessi hugsanagang- ur á rætur sínar í þeirri margþvældu tuggu að sjávarútvegur sé undir- stöðuatvinnugrein, að ísland sé ver- stöð og verði aldrei annað. Hann er grundvöllur úreltra aðferða í hag- stjórn sem miðast eingöngu við sjáv- arútveg og afkomu hans, án tillits til annarra atvinnugreina. Ef auðlindin þverr kemur það að sjálfsögðu fram í minni tekjum hjá útgerðum og fiskvinnslufyrirtækjum eins og dæmin sanna. Ef auðlindina þryti alveg hefðu fynrtæki í sjávar- útvegi ekki verkefni. í þeim skilningi er starfsemi þeirra borin uppi af sjávarauðlindinni. A sama hátt er afkoma allra þeirra atvinnugreina sem tengjast nýtingu auðlindarinnar háð afrakstri hennar en ekki sjávar- útveginum sem slíkum. Hlutdeild atvinnugreina Bjarni vísar til þess sem Þorvaldur bendir á um hlutdeild atvinnugreina í landsframleiðslu, að fimm sjöttu hlutar eigi upptök sín utan sjávarút- vegs. Um það segir Bjarni: ,Hér er næstum beinlínis sagt, að allt þetta háa hlutfall verðmætasköpunar stæði óhaggað, hvað sem yrði um sjávarútveginn.“ Um þetta er það að segja að hlut- föllin hafa lítið breyst á liðnum árum. Þau hafa heldur ekki breyst mikið við það sem óhætt er að kalla meiri- háttar afturkipp í sjávarútvegi. Hlut- ur annarra atvinnugreina eykst lítil- lega við þær aðstæður en minnkar ekki eins og Bjarni gefur í skyn. Árið 1983 til að rhynda jókst hlut- deild annarra atvinnugreina í verð- mætasköpuninni jafnframt því sem vægi sjávarútvegs minnkaði. Þá varð hlutdeild sjávarútvegs í landsfram- leiðslunni ríflega 11 prósent en hafði verið 16,5 prósent 1981. Það sem Bjarni á sennilega við hér er að sjávarútvegur sé undirstað- an og aðrar atvinnugreinar byggi sitt á honum. Ef sjávarútvegur yrði fyrir skakkaföllum myndu aðrar at- vinnugreinar finna fyrir því líka. Vissulega hefur það víðtæk áhrif á þjóðarbúið ef afrakstur auðlindarinn- ar minnkar. Þannig er það auðlindin sem er áhrifavaldur en ekki sjávarút- vegurinn sem slíkur. Tölur um fram- lag einstakra atvinnugreina til lands- framleiðslu endurspegla meðal ann- ars að aðrar atvinnugreinar en út- gerð og vinnsla leggja sitt af mörkum til að nýta sjávarauðlindina. Gengið Bjarni finnur að þeirri gagnrýni Þorvalds að gengið hafi verið of hátt skráð áratugum saman með þeim afleiðingum að iðnaður, verslun og ýmiss konar þjónusta hafi ekki náð að vaxa sem skyldi. Hér skal ósagt látið hvað sé rétt gengi þóft vissu- lega sé auðvelt að taka undir með Þorvaldi með skynsamiegum rökum. Um það verður hins vegar ekki deilt að síbreytileg samkeppnisstaða, sem hefur verið eitt helsta einkenni á ís- lenskum þjóðarbúskap árum saman og ræðst að hluta til af genginu, hefur staðið vexti útflutnings- og samkeppnisgreina fyrir þrifum. Þau hagstæðu rekstrarskilyrði sem ríkt hafa hér á undanförnum árum hafa skilað athyglisverðum árangri. Utflutningur á iðnaðarvör- um, öðrum en afurðum stóriðju, jókst um 27 prósent að verðmæti árið 1994 og 26 prósent árið 1995. Þetta hefur ekki kostað neinar fórnir í fé- lags- og menningarlegu umhverfí svo að vitað sé eins og Bjarni virðist óttast enda grunnurinn ekki svo ýkja stór. En hitt er víst að hægt er að búast' við frekari árangri ef við berum gæfu til að fylgja hagvaxtarstefnu og segja skilið við aðferðir í hag- stjórn sem miðast við þarfir einnar atvinnugreinar. Niðurlag Hvað sem líður framlagi einstakra atvinnugreina til landsframleiðslunn- ar skiptir höfuðmáli í „organísku innra samhengi" í þjóðarbúskapnum, eins og Bjarni nefnir það, að engin ein atvinnugrein er mikilvægari en önnur. Það er hæpið að halda því fram að einn þáttur í því að fram- leiða söluhæfa vöru og koma henni til neytenda sé nauðsynlegri en ann- ar. Þetta viðhorf er viðtekið og furðu lífseigt en orkar vægast sagt mjög tvímælis út frá hagfræðilegu sjónar- miði. Höfundur er hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins. í KAUPMANNA- HÖFN er fimbulvetur- inn ’96 að losa takið og borgin ætlar að hita upp með mörgum spennandi viðburðum á árinu. Meðal margvíslegs efnis eru nokkrir séríslenskir þættir og megum við vera stolt jrfír að ís- lenskir liðir hafa verið valdir úr þeim mörg þúsund hugmyndum er bárust að dagskrá. Fjórði söngur Guð- rúnar er verk fyrir níu leikara, níu söngvara og 150 manna hljómsveit og kór, og verður flutt á gamalli bryggju í Kaupmannahöfn. Verkið er byggt á sögu úr Eddu og það er Haukur Tómasson, söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar, er samið hefur tónlistina. íslenska sinfóníuhljómsveitin mun troða upp í Tívolí í apríl undir merki menningarborgar ’96 og leikhópur- inn Bandamenn flytur Amlóðasögu í leikstjóm Sveins Einarssonar dag- ana 3.-9. mars. í tengslum við Gullaldarhátíð er svo sýningin Kaupmannahöfn sem menningarborg árið 1796 á Thor- valdsen-safninu. Mörg dönsk söfn taka þátt í Gullöldinni, sem nær til tónlistar, bókmennta og málaralistar frá fyrri hluta nítjándu aldar, grósku- tímabils í danskri list. Kunstforeningen á Gammel Strand sýnir til 10. mars Öld nor- rænna meistaraverka, þar sem, m.a. má líta myndir eftir Svavar Guðnason og Edvard Munch. Þótf danskir fjár- málamenn fullyrði að uppsveiflunni sé lokið, hefur ekkert verið til sparað til að gera menningarárið sem veglegast. Borgin hefur verið snurfusuð og snyrt, þótt nær allir séu á einu máli um að svarti kubburinn á Ráðhú- storginu sé sjónrænt kýli á ásjónu torgsins og hefði betur aldrei verið byggður.Þeir róttækustu vilja reynd- ar helst láta rífa hann niður undir eins. Á árinu koma rúmlega 40 kórar, danskir og útlendir, til Kaupmanna- hafnar til þess að fylla gamla kast- ala, kirkjur og konsertsali af kór- söng. Tónskáldinu Andy Pape var í tilefni kórahátíðar boðið að semja verk við texta Völuspár í nýrri danskri þýðingu Susanne Brögger. Verkið er skrifað fyrir 80 radda kór og fjóra einsöngvara. Meðal kóra fyrir yngri kynslóðina eru svo mið- næturtónleikar með gospeltónlist. í þessari grein fjallar Þórdís Bachmann um nokkra menningarvið- burði í Kaupmannahöfn á líðandi ári. Jazzáhugamenn geta ekki látið jazzhátíð ’96 í Kaupmannahöfn fram hjá sér fara. Risajazzhátíðin er frá 5. til 14. júlí í Sirkushúsinu, en Jazz- húsið hefur boðið tólf jazzgeggjurum til Kaupmannahafnar og hver þeirra dvelur í einn mánuð til að spila, djamma og kenna. Meðal þeirra eru Art Farmer, Andy Sheppard, James Moody, John Abercrombie og Django Bates. Rokkið og elektróníkin gleymast ekki og eitt af því sem boðið er upp á er alþjóðlegt hiphopverkefni með sýningum og tónleikum. Best þekktu neðanjarðarhljómsveitirnar koma til með að kynna sýn unga fólksins á framtíðina og menningarborgin hef- ur heitið því að setja líka upp stór- kostlega tónleika innan tekno-, trans- og ambient-tónlistar. Leiklistarunnendur ættu allir að fá eitthvað við sitt hæfí, þar eð öllum greinum leiklistar er gert jafnhátt undir höfði. Meðal hápunkta verður uppsetning Konunglega leikhússins á Alfhóli í Dyrehaven 14 til 30. júní. Konunglega leikhúsið situr þó engan veginn eitt að áhorfendum. Cantabile 2, flokkur sem sérhæfir sig í sterk- sjónrænum sýningum, mun sýna Hamlet í slippnum við Helsingjaeyri, nokkur hundruð metra frá Krónborg- arkastala. Áhorfendur verða leiddir gegnum risastóra sali, meðal krana, hliða og brúa og sýnt inn í hugar- heim Hamlets gegnum minningar hans á banabeði. Það er Belginn Wim Mertens sem stendur fyrir tónlistinni í þessari spennandi uppsetningu Nullos Facchini, frá 27. júní til 15. júlí. Breski flokkurinn Theatre de Complicite, sem unnið hefur flestöll bresk leikhúsverðlaun með verk- efnavali sínu og óhátíðlegri kímni- gáfu, treður upp í Kanonhallen 6.-9. júní. í Cómmedia dell’Arte-geiranum er von á Dario Fo sjálfum, auk Franca Rama og Marco Martinelli frá 15. til 22. maí í Folketeatret. Peter Stein er meðal þeirra leik- stjóra sem koma með stórverk til menningarborgar Evrópu ’96, þrí- leikinn Oresteiu eftir Æskýlos, leik- inn af 50 sérvöldum rússneskum leik- urum og fluttur í Torpedohallen, sem er 1.200 sæta fyrrum slippur. Og kanadíski leikstjórinn Robert Lepage kemur með flokk sinn Ex Machina til að kynna síðasta hluta verksins Seven Streams of the River Ota. Þetta epíska verk gerist skömmu eftir síðari heimsstyijöldina og Ex Machina verður í Torpedohall- en frá 12. til 17. ágúst. Danir eru ekki þekktir að því að gleyma þörfum barnanna og bregð- ast þeim ekki fremur en endranær. Böm og unglingar fá sinn skerf af menningarárinu. Rúmlega 100 leik- arar og dansarar taka þátt í stórri sýningu Leikhúss borgarinnar í görð- um og á götum úti í júlí. Verkefnið Leynihellirinn býður bömunum að skapa sjálf nýja tegund ævintýraleik- valla á völdum stöðum víðsvegar um borgina, frá 15. ágúst til 15. septem- ber. Ferðin heitir barnalistsýning á Louisiana-safninu, byggð á norræn- um barnabókmenntum. Á sýningunni eru þrívíddarverk úr heimi töfra og ímyndunarafls frá 1. júní til 31. ágúst. Völundarhús er metnaðarfull áætlun fyrir unga fólkið. í ágústmán- uði byggja ungir arkitektar og hönn- uðir bráðabirgðaborg niðri við höfn - úr afgöngum. Borgin mun síðan þjóna sem svið fyrir róttæka tónlist, gjörninga og list kynslóðar sem læt- ur sig allt varða, frá endurvinnslu til tekno. Fimm þúsund ungir evrópskir tón- listarmenn munu taka þátt í Tónlist- arhátíð unga fólksins í júlí og 15. til 31. ágúst verður SubKult 96 í Pakk- húsi 11 staðurinn fyrir alþjóðlega hiphopmenningu, dansinn; tónlistina og veggjakrot. Ofantaldir viðburðir eru aðeins brot af því besta sem völ er á en gefa vonandi nokkra hug- mynd um breiddina og leikgleðina sem býðst í borginni við Sundið á næstu mánuðum. Höfundur er biaðamaður. MEGAORYGGI Menningarborg Evrópu ’96 Þórdís Bachmann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.