Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 19 BM Vallá Ríkissjóður gefur út 11 milljarða króna skuldabréf erlendis á sléttum Libor-vöxtum kaupir hellugerð Pípugerð- arinnar BM VALLÁ hefur fest kaup á hellu- og steinaframleiðslu Pípugerðar- innar hf. að Sævarhöfða 12 í Reykjavík. Pípugerðin mun hér eft- ir einbeita starfsseminni að fram- leiðslu á holræsaefni, að því er fram kemur í frétt frá Pípugerðinni. Pípugerðin hefur frá 1994, þegar það keypti röradeild Rekstrarfé- lagsins Hrauns hf. í Garðabæ sem áður var röradeild Óss hf, rekið tvær starfsstöðvar — aðra að Sæv- arhöfða í Reykjavík en hina í Suður- hrauni í Garðabær. I fréttinni kem- ur fram að þar sem öll framleiðsla Pípugerðarinnar á rörum hafi verið flutt að Suðurhrauni 2 í Garðabæ, hafi fyrirtækið staðið frammi fyrir því að einungis framleiðsla á hellum og steinum yrði eftir í starfsstöð- inni að Sævarhöfða. Þess vegna hafi það verið mat stjórnenda og eigenda Pípugerðarinnar að í kjöl- far þessarar breytingar væri hag- kvæmast að selja helludeildina og einbeita sér að framleiðslu holræsa- efnis sem sé uppstaðan í rekstri fyrirtækisins. Pípugerðin hf. er 50 ára gamalt fyrirtæki og hefur frá upphafi fram- leitt holræsaefni úr steini og gagn- stéttarhellur og stein frá 1984. ----> » « Flugleiðir kaupa Lot- us Notes FLUGLEIÐIR hafa gert samning við Nýheija um nýtt póst- og skjala- vistunarkerfi fyrir allar skrifstofur félagsins hér heima og erlendis. Fyrir valinu varð Lotus Notes Mail, en þessi hugbúnaður hefur verið leiðandi í hópvinnukerfum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýheija. Gert er ráð fyrir að uppsetningu búnaðarins verði lokið fyrir lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að allir starfsmenn félagsins, sem á annað borð starfa við tölvu, hafi aðgang að nýja kerfinu. M.a. er gert ráð fyrir því að settir verði upp 15 Notes-þjónar (póststöðvar) víðs vegar um heim. Meðal helstu nýjunga sem Notes búnaðurinn býður nú upp á er sam- tenging við cc.'Mail tölvupóstskerf- ið, sem er í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum. Þá er einnig opnað fyrir möguleika á alnetstengingu án atbeina TCP/IP tengingar og er vefrápari innbyggður í kerfið. Að auki er skilgreining notanda hin sama fyrir Notes, Notes-póst og alnetið. Nýherji Radiostofan selur viðurkendan öryggisbúnað vottaðan samkvæmt Evrópustöðlum <s> NÝHERJI RADIOSTOFAN Bestu lánskjör tíl þessa RIKISSJÓÐUR gaf í gær út skulda- bréf á alþjóðlegum markaði að fjár- hæð 250 milljónir þýskra marka eða sem svarar til um 11 milljarða króna. Bréfin bera breytilega vexti sem eru sléttir Libor-vextir í þýskum mörkum án álags. Þessir vextir voru í gær tæplega 3,4% og eru það hagstæðari kjör en áður hafa sést í markaðsút- gáfu ríkissjóðs erlendis. Þóknun banka er 0,175% af lánsfjárhæð. Umsjón með útgáfunni hefur Citi- bank í London og auk þess standa að útgáfunni nokkur alþjóðleg fjár- málafyrirtæki, JP Morgan, Merril Lynch, HSBC og Nomura ásamt nokkrum þýskum bönkum þ.á m. Westdeutche Landesbank, Deutche Bank og Commerzbank. „Þessi lánskjör vekja sérstaka at- hygli því hér er verið að gefa út bréf á sléttum Libor-vöxtum sem ríkis- sjóður hefur til þessa ekki náð í markaðsútgáfu," sagði Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Seðlabankans, í samtali við Morgunblaðið. „Þessi hagstæðu lánskjör má rekja til ýmissa þátta þ.á.m. nýlegrar hækkunar á lánshæf- ismati íslands, tímasetningar útgáf- unnar og hagstæðra markaðsskil- yrða. Með þessari markaðsútgáfu er fengin ný viðmiðun um lánskjör ís- lenska ríkisins á alþjóðlegum mark- aði og væntanlega munu aðrir ís- lenskir lántakendur njóta góðs af þessu í kjölfarið." Aðspurður um hversu mikil breyt- ing hefði orðið á lánskjörunum sagði Ólafur að með þessu væri staðfest breyting á lánskjörum á bilinu 10 til 15 punktar eða sem svarar 0,10- 0,15%. „Með þessari útgáfu hefur hækkunin á iánshæfismati banda- ríska matsfyrirtækisins Standard & Poor’s og bætt lánskjör landsins verið staðfest á alþjóðlegum mark- aði.“ Ólafur sagði að portúgalska ríkið hefði boðið út bréf í síðustu viku að fjárhæð 1,5 milljarðarþýskramarka. Portúgal hefði lánshæfiseinkunn í hærri flokki en ísland eða AA- og nyti auk þess aðildar sinnar að Evr- ópusambandinu. „Kjör ríkissjóðs eru mjög nálægt kjörum Portúgals.“ Jfiiitiyyy: sjúfivufpsapjuld 'sls&lgaE Itlaiii að fioríu ú sjúmarpið núú1: ffiyfidburid í iöJ'juifiii. pú nnú ur S'íafuinni ú sjúf i'jufpayluyyufiufu jit-iiiit h-n'ir auyif uj áiifil ú púm ^mg! Jf jfiúyyy i sjújiyarpaspjald ‘sls&lgSE jtlaiii að fjurfu ú sjámarpiö aöú :: jfjyfjdúíjrjd í lul'Juruii. Pú nnúur a'íarúifuji ú sjúr j'rurpayluyyuf juijj iÍKÍtiii riufur ariyirjfj áiirif ú uúru Ofgjorvi: Tiftíðni: 75 megarið Vínnsluminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðirtvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15" MultíScan Diskadrif: 3,5" les Mac og Pc -diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Prentana 16.000 kr! Fjjarstynng til að skipta um sjónuarpsrásir og StyleWriter 1200 iög i geisladrifinu Apple-umboðið Kostaði áður með þessum búnaði: 210.000 kr. stgr. Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíöati: bttp-.llwww. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.