Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _______________________________FRETTIR_______________________________ NEAFC tekur ákvörðun um stjóm veiða á úthafskarfa á Reykj aneshrygg Hvatning til að leysa aðrar fisk- veiðideilur Utanríkis- og sjávarútvegsráðherra lýsa ánægju með niðurstöðu fundar NEAFC í London. Þeir segja sam- þykktina um úthafskarfaveiðarnar vera hvatningu til að leysa aðrar fiskveiðideilur við nágrannaríkin. Morgunblaðið/Golli SKIPVERJAR á Svalbaki EA skera á trollið eftir að hafa fengið 70 tonna risahal af karfa á Reykjaneshrygg. NORÐ AU STUR- Atlantshaf sfiskveiði- nefndin, NEAFC, tók í gær ákvörð- un á fundi í London um stjórn út- hafskarfaveiða á Reykjaneshrygg á þessu ári. Meirihluti aðildarríkjanna greiddi mála- miðlunartillögu íslands og Grænlands at- kvæði, en Rússland og Pólland voru á móti. Þorsteinn Pálssoú sjávarútvegsráðherra segist vera ánægður með niðurstöðu NE- AFC-fundarins. „Það er í sjálfu sér mark- vert að nú skuli loks fást ákvörðun um stjórn á svo mikilvægu veiðisvæði utan landhelg- innar. Þetta er eitt af stærri málunum, sem við höfum verið að beijast í um nokkurn tíma og því mjög ánægjulegt að lyktir skuli fást með þessum hætti. Niðurstaðan er við- unandi fyrir okkur og hugsanlegt er að ræða við Grænlendinga um kaup á frekari aflaheimildum. Það hefur verið nefnt við þá og þeir tekið því ágætlega, en ekkert er afráðið í þeim efnum,“ segir Þorsteinn. Verður að fylgja niður- stöðunni eftir Ráðherra segir að afstaða Rússa bregði vissum skugga á það samkomulag, sem hafi náðst. Þeir hafi boðað mótmæli til þess að verða óbundnir af niðurstöðunni. „Það vekur okkur til umhugsunar um það, að ekki er nóg að fá niðurstöðu af þessu tagi, heldur verður að fylgja henni eftir og tryggja að aðrar þjóðir og skip, sem sigla undir hentifánum, virði hana. Það er verk- efni framtíðarinnar að fylgja ákvörðunum eins og þessum eftir,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að sú regla hafi gilt, að sérhvert ríki hafi eftirlit með eigin skipum. Með hinum nýja úthafsveiðisáttmála Sam- einuðu þjóðanna fái strandríki hins vegar meiri heimildir en áður til að sinna eftirliti á svæðum utan lögsögu. Aðspurður hvort ísland myndi hugsan- lega grípa til einhverra aðgerða gagnvart skipum, sem ekki virtu ákvörðunina um kvótaskiptingu á Reykjaneshrygg, sagðist Þorsteinn ekki vilja vera með neinar bolla- leggingar um það á þessu stigi. „Vonandi munu allir virða þessa niðurstöðu og von- andi þarf ekki til þess að koma. Við þurfum hins vegar að fylgjast mjög vel með,“ segir hann. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í viðræðum um úthafskarfann innan NEAFC yrði prófsteinn á hinar nýju úthafsveiðiregl- ur SÞ. „Við vorum vissulega farnir að ótt- ast að NEAFC myridi ekki rísa undir því hlutverki að komast að niðurstöðu. Þess vegna er það fagnaðarefni að þetta skyldi nú takast," segir Þorsteinn. „Auðvitað er mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í einni af þessum stóru deilum, sem verið hafa, og það ætti að örva menn frekar en hitt til að finna lausn á þeim deilum, sem eftir er að fá botn í.“ Þjóðirnar geta komið sér saman um hlutina Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra segist telja afar mikilvægt að niðurstaða hafi náðst í London. „Við höfum verið í samningaviðræðum um mörg erfið mál að undanförnu og það skiptir miklu máli að fá niðurstöðu í einu þeirra,“ segir Halldór. „Hitt er svo annað mál að ekki standa allir að þessu samkomulagi og Rússar eru ósátt- ir við það.“ Halldór bendir á að ísland og Grænland hafi lagt fram sameiginlega málamiðlunartil- lögu, sem mikilvægir aðilar á borð við Noreg og Evrópusambandið hafi síðan tekið undir. „Við hljótum að fagna því að þarna er þó komin þessi niðurstaða, þótt hún sé ekki endanleg og skapi ekki vissu um alla fram- tíð,“ segir hann. „Þetta mál sýnir að þessar þjóðir geta komið sér saman um hlutina, en margir voru farnir að reikna með að það væri útilokað. Ég er þeirrar skoðunar að þetta verði hvatning til að halda áfram og skapi lag til annarra samninga. Síðan á eftir að koma í ljós hvort stjórnvöld í þessum ríkj- um eru menn til að nota það tækifæri." Halldór segir að menn verði að vona að Rússar sýni ábyrga afstöðu gagnvart ákvörð- un NEAFC. Veiðar þeirra á Reykjaneshrygg hafi dregizt saman að undanförnu og erfitt sé að gera sér grein fyrir hvað þeir muni veiða á næstu vertíð. „Það verður að gera ráð fyrir að áframhald verði á þessum samn- ingum. Vonandi sjá Rússar sér hag í því að semja um málið í stað þess að bíða niður- stöðu hafréttardómstólsins, sem settur verður á laggirnar á næstunni,“ segir utanríkisráð- herra. ,,Að því leyti eru þeir í svipaðri stöðu og við íslendingar getum séð fram á gagn- vart alþjóðlega hafsvæðinu í Barentshafi. Við höfum viljað semja um það, en ef við náum ekki neinni viðhlítandi niðurstöðu að okkar mati, þýðir það málarekstur." Hugmyndafræðilegur ágreiningur Guðmundur Eiríksson, formaður íslenzku viðræðunefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum samningafundinum í London að hann væri mjög ánægður með þann árangur, sem náðst hefði. „Þótt ekki hafi verið hægt að ná fullkomnu samkomu- lagi er þetta mjög merkur áfangi," segir Guðmundur. Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn, sem hinar nýju úthafsveiðireglur Sameinuðu þjóð- anna séu útfærðar. „Það er alltaf gott að leysa eitt mál. Stundum fylgja mörg önnur í kjölfarið,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að samvinnan við Græn- lendinga hafi skilað sér mjög vel í viðræðum innan NEAFC. Afstaða Rússlands sé hins vegar nokkurt áhyggjuefni. Rússar hafa lagt áherzlu á að skipta karfastofninum nær ein- göngu út frá veiðireynslu einstakra ríkja. „Á milli strandríkjanna og Rússlands var hug- myndafræðilegur ágreiningur, sem ekki var hægt að leysa og þess vegna var ekki hægt að ná samkomulagi, þar sem Rússland væri með,“ segir Guðmundur. „Rússar eru hins vegar áhugasamir um að vernda stofninn, þannig að vonandi verður góð samvinna við þá, þótt þeir hafi ekki staðið að þessari ákvörðun nú.“ Ekki náðist í Kristján Ragnarsson, for- manns Landssambands íslenzkra útvegs- manna, er Morgunblaðið hugðist leita álits hans á niðurstöðunni í NEAFC. Reykjavíkurborg frestar viðræðum um gerð starfssamnings við LR Engin skylda um framlag án samnings FULLTRÚAR Reykjavíkurborgar í viðræðunefnd um rekstur Borgar- leikhúss lögðu í gær fram greinar- gerð á fundi nefndarinnar, þar sem kveðið er á um að fresta frekari við- ræðum um gerð nýs samkomulags við LR. Fulltrúar borgar gera kröfu um að stjórn félagsins geri grein fyrir breyttri stöðu, upplýsi um kostnað sem leiðir af uppsögn Viðars Eggertssonar og samstarfsmanna hans og hvernig þeim kostnaði verði mætt. Ekki hefur verið gengið frá nýju samkomulagi og fellur því hið eldra úr gildi um næstu áramót að óbreyttu. í greinargerðinni er þess getið sérstaklega að í þeim samningum sem Reykjavíkurborg og LR hafa gert um Borgarleikhúsið séu engin ákvæði um fjárframlög borgarinnar til LR vegna leiklistarstarfsemi. Af stofnskrá fyrir Borgarleikhúsið frá 1975 megi ráða að reiknað hafi ver- ið með að starfsemi LR í Borgarleik- húsi yrði rekin án styrkja, því gert hafi verið ráð fyrir að borgarráð gæti gert LR að greiða leigu fyrir afnot af Borgarleikhúsinu. Háð ákvörðun borgarstjórnar Styrkveiting borgarinnar til starf- semi LR, sem nemur samtals tæpum 160 milljónum á þessu ári með styrkj- um til annarrar starfsemi Borgarleik- húss og viðhalds þess, sé því ekki samningsbundin heldur háð ákvörð- un borgarstjórnar við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar hverju sinni. Greinargerð fulltrúa borgar er ætluð viðræðunefnd um endurskoðun samkomulags borgar og félagsins sem tók til starfa seinasta sumar, en fyrri nefnd um starfsemi Borgar- leikhúss lagði í apríl síðastliðnum fram tillögur um breytta skipan mála þar. Fulltrúar Reykjavíkur- borgar, Hjörleifur B. Kvaran borgar- lögmaður og Örnólfur Thorsson sem situr fyrir borgina í leikhúsráði, segja í greinargerðinni að þeir telji forsend- ur þeirra draga að samkomulagi sem lágu fyrir, mjög breyttar og er vísað til brottvikningar leikhússtjóra í því sambandi. „Svo virðist sem stjórn LR, sem skipar þijá af þeim fjórum fulltrúum leikhúsráðs sem ákvörðun taka um ráðningu Ieikhússtjóra, telji félags- fund LR æðra leiðhúsráðinu þegar til ráðningar eða uppsagnar leikhús- stjóra kemur. Þetta er í algjöru ósam- ræmi við það sem um var rætt og byggt var á við gerð skýrslunnar um „Málefni Borgarleikhúss". Sjálfstæði leikhússtjórans verður lítið og allt annað en að var stefnt ef hann þarf áfram að sækja umboð sitt til féiagsfundar LR. Þátttaka fulltrúa borgarstjóra í leikhúsráði við ráðningu leikhússtjóra verður einnig til lítils með þessum hætti,“ segir m.a. í greinargerðinni og að stjórn LR verði að gera sér grein fyrir þessari breyttu stöðu og gera upp við sig hvort vilji standi til þess að byggja áfram á þeim grunni sem samkomulag hafði náðst um milli fulltrúa Reykjavíkurborgar og fuil- trúa LR. í því sambandi er minnt á hug- myndir í þá veru að Reykjavíkurborg tilnefni tvo af fjórum stjórnarmönn- um leikhúsráðsins, í samræmi við hlutfallsleg framlög til rekstursins. Með slíkri skipan væri leikhússtjóri hvorki ráðinn né sagt upp nema með stuðningi fulltrúa beggja aðila. „Greinargerðin felur í sér einskon- ar stöðumat í ljósi breyttra aðstæðna í Borgarleikhúsi. Það er vond staða fyrir báða aðila að hafa starfsemi í húsinu í uppnámi og án þeirrar undir- stöðu sem búið var að leggja til að byggja á í starfi fyrri viðræðunefnd- ar um Borgarleikhúss," segir Örnólf- ur. „Við teljum þetta mikið alvörumál og brýnt að gerður verði samstarfs- samningur hið fyrsta, þar sem tryggt verði að umboð þess sem fari með rekstrarlega og Ijstræna ábyrgð á starfsemi þessarar stofnunar sé ótví- rætt. Við sjáum ekki að svo sé nú þegar félagsfundur gengur gegn anda þess starfs sem unnið var í við- ræðunefndinni. Það er mikið í húfi því starfsemi Borgarleikhússins er orðin mjög íjölþætt og nýting hússins mun meiri en áður.“ Örnólfur kveðst telja óeðlilegt að kostnaður við uppsögn leikhússtjóra og samstarfsmanna hans verði greiddur af styrkjum Reykjavíkur- borgar, og hyggist LR nota aðrar tekjur sínar til þess, hljóti það hlut- fall sem borgin greiðir af hveijum aðgangseyri að hækka. I greinargerðinni er minnt á að í skýrslu fyrri viðræðunefndar um Borgarleikhús komi m.a. fram að leikárið 1993-1994 námu rekstrar- gjöld Borgarleikhússins samtals rúmum 228 milljónum króna en styrkur borgarinnar á sama ári tæp- um 120 milljónum króna, eða rúm- lega 52%. Nýbreytni tvöfaldar gestafjölda Á umræddu leikári hafi áhorfend- ur verið 65.860 talsins, og sé því kostnaður á hvern áhorfenda um 3.500 krónur. Hver áhorfandi greiddi að meðaltali 1.370 krónur í aðgangs- eyri, eða um 40%, borgarsjóður greiddi um 1.820 krónur með hveij- um áhorfanda, eða 52% en aðrar tekjur LR greiddu um 8% af kostnaði. I greinargerðinni kemur fram að staðið hefur verið fyrir margvíslegri nýbreytni í starfsemi Borgarleikhúss á yfirstandandi leikári, í samræmi við niðurstöður viðræðunefndarinnar í apríl í fyrra. Virðist gestafjöldi Borgarleikhúss ætla að verða helm- ingi meiri á þessu leikári en því síð- asta. „Stafar aukningin eingöngu af þessum nýmælum í starfi og starfs- háttum Leikfélagsins," segir í grein- argerð fulltrúa borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.