Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMEINING HÁTÆKNI- S JÚKRAHÚ S A HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur kynnt tillögur um samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsa í Reykja- víkur- og Reykjanesskjördæmum fram til aldamóta. í þeim eru viðraðar ýmsar leiðir til hagræðingar og sparn- aðar. Megintillögur eru þessar: Lagt er til að sjúklingar verði fluttir úr rúmum bráðadeilda í ódýrari pláss á endurhæfingar- og öldrunardeildum. Gert er ráð fyrir að auka heimahjúkrun og sjúkrahúsatengda heimaþjón- ustu. Mælt er með svokallaðri kjörmeðferð ákveðinna sjúklingahópa, sem leitt hefur til nokkurs sparnaðar erlendis. Bent er á nauðsyn þess að endurskoða vakta- fyrirkomulag sérfræðinga, lækna og hjúkrunarfræð- inga, með tilliti til aukinnar verkaskiptingar. Gerðir verði tímabundnir þjónustusamningar til að stytta bið- lista fyrir liðskiptaaðgerðir o.fl. aðgerðir. Komið verði á fót sameiginlegum „sérfræðingakjörnum" innan sér- greina í skurðlækningum. Hugmyndir heilbrigðisráðherra eru allrar íhugunar virði. Höfuðkostur þeirra er sá að þær fela í sér ákveð- in skref til náins samstarfs hátækni- og háskólasjúkra: húsanna, Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. í því sambandi er óhjákvæmilegt að minna á tillögur virts, alþjóðlegs fyrirtækis um rekstrarráðgjöf sjúkrahúsa, sem fram voru settar fyrir nokkrum árum, þar sem lögð var til sameining þessara sjúkrahúsa. Meginrök- semdin var sú að lítið samfélag, eins og það íslenzka, hefði naumast ráð á nema einu hátækni- og háskóla- sjúkrahúsi. Með samruna spítalanna væri auðveldara að afla nýrra og dýrra tækja. Fágætar og nýjar sérgrein- ar læknisfræðinnar nýttust betur vegna stærðar, sem og sjúkradeildir, sérhæfing starfsfólks og bakvaktir fyrir sérhæfða þjónustu. Þá mætti með sameiningu hátækni- og háskólasjúkrahúsanna stórbæta aðstöðu til rannsókna og kennslu. Og síðast en ekki sízt mætti spara umtalsverða fjármuni. Sigurður Guðmundsson, dósent við læknadeild Há- skóla íslands, fjallaði um sameiningu hátæknisjúkrahús- anna í tveimur greinum hér í blaðinu í upphafi ársins. Hann sagði m.a.: „Þegar hugmyndir erlends ráðgjafafyrirtækis komu fram fyrir nokkrum árum um sameiningu Borgarspítala og Landspítala var ljóst, að ekki var jarðvegur fyrir slíkri sameiningu þá. Nú hefur mikið vatn til sjávar runnið. Borgarspítali og Landakotsspítali hafa verið sameinaðir í Sjúkrahús Reykjavíkur ... Rökin, sem kom- ið hafa fram í samtölum manna á meðal gegn þessú [sameiningu] hafa flest verið tilfinningaleg og vissulega mun samruni af þessu tagi reynast erfiður. Rétt er þó að minnast þess, að mönnum tókst að sameina flugfélög- in á sínum tíma, þrátt fyrir mikið umrót og ég held, að flestir séu nú sammála um, að sú ákvörðun hafi verið skynsamleg. Bankar og tryggingafélög hér hafa verið sameinuð án verulegra blóðsúthellinga, einfaldlega vegna þess, að það var hagkvæmt." I leiðara Morgunblaðsins 14. janúar sl. segir um sama efni: „Þegar hér er komið sögu átta menn sig kannski betur á því, að það er lítið vit í því fyrir svo lítið samfé- lag sem okkar að halda uppi tveimur hátæknisjúkrahús- um. Til hvers? Margvíslegur tækjabúnaður, sem sjúkra- hús nota verður stöðugt fullkomnari og um leið dýrari. Hvaða þorf er á því fyrir lítið þjóðfélag að eiga þennan búnað tvöfaldan? ... Er ekki tímabært, að [heilbrigðis- jráðherrann beiti sér fyrir rækilegri könnun á kostum þess og göllum að sameina sjúkrahúsin tvö í Reykjavík?“ Tillögur heilbrigðisráðherra eru góður umræðugrund- völlur. Þær þarf að sjálfsögu að grunda vel og ná sem mestri samstöðu um niðurstöður. Höfuðkostur þeirra er nánara samstarf háskóla- og hátæknisjúkrahúsanna. Spurning Morgunblaðsins frá 14. janúar stendur samt sem áður óhögguð: „Er ekki tímabært, að ráðherrann beiti sér fyrir rækilegri könnun á kostum þess og göll- um að sameina sjúkrahúsin tvö í Reykjavík?“ IFYRSTA hefti Félagsbréfa AI- menna bókafélagsins sem kom út á stofnunarári félagsins 1955 ritar Bjarni Benedikts- son, formaður þess og þáverandi menntamálaráðherra, ávarpsorð. í þeim leggur hann út af kenningu Ara fróða um að skylt sé að hafa það sem sannara reynist og segir: „Nú eru uppi hér á landi aðfluttar kenningar þess efnis, að á fyrstu árum vísindalegra rannsókna hafi fundist algild lögmá! í þjóðfélags- fræðum. Þeir, sem þessum kenning- um fylgja, þykjast einir vita allt og telja sjálfsagt að aðrir séu sviptir skoðana- og rannsóknarfrelsi. Slík einokun og stöðvun sannleiksleitar- innar er andstæð meginstoðum ís- lenskrar menningar frá öndverðu." Segir Bjarni að Almenna bókafélagið (AB) sé félagsskapur manna sem „trúa því, að enn muni þjóðinni holl- ast að hafa það, sem sannara reyn- ist.“ Stofnun AB á miðjum sjötta ára- tugnum var einn athyglisverðasti viðburðurinn í baráttu vinstri og hægri aflanna í íslenskri menningar- og þjóðfélagsumræðu á þessari öld, baráttu sem snerist um að ná valdi á sannleikanum, á orðræðu sannleik- ans. Aðdragandi - vinstrihreyfingin Eins og Bjarni Benediktsson lýsir töldu stofnfélagar AB vinstri menn hafa náð afgerandi yfirburðum í þessari valdabaráttu, að þeir væru yfirgnæfandi í þjóðfélags- og menn- ingarlegri umræðu hér á landi og er það ekki fj'arri sanni. íslenskir róttæklingar voru þegar farnir að láta mjög að sér kveða á þessum vettvangi um miðjan þriðja áratug- inn. Sumir telja bók Þórbergs Þórð- arsonar, Bréf til Láru, vera upphafið að framgangi vinstrihreyfingarinnar en hún kom út árið 1924. Eins og Örn Ólafsson bendir á í bók sinni, Rauðu pennarnir (1990), kom þó meira til. Árið 1926 sölsa vinstri- menn undir sig menningartímaritið, Iðunni, og stjórnmálatímaritið, Rétt, sem verða helsti vettvangur skrifa þeirra næsta áratuginn. í skrifum sínum um bókmenntir fylgdu íslenskir vinstrimenn stefnu Álþjóðasambands kommúnista; þetta voru ungir menn sem voru nýbúnir að kynna sér marxisma en, eins og Örn getur í fyrrnefndri bók sinni, voru ólíkar hugmyndir uppi innan þessa hóps. „Þeir höfðu lesið ýmis rit eftir Marx, Engels og Len- ín, en einnig nýjustu rit talsmanna kommúnistaflokka Vesturlanda og Sovétríkjanna, sem voru æ meir að snúa við blaðinu, einkum eftir 1928, að boða vélræna efnishyggju og for- sjá leiðtoga Sovétríkjanna í stað byltingarstefnu.“ (s. 213) í viðhorf- um sínum til bókmennta voru þeir fyrst opnir „gagnvart margskonar bókmenntum, síðan, eftir 1930 fer hún að afmarka róttækar bókmennt- ir skarpt frá öðrum, loks þvert á móti eftir miðjan fjórða áratuginn." (s. 213) Árið 1933 var stofnað Félag bylt- ingarsinnaðra rithöfunda. Helsti forsprakki þess var Kristinn E. AndÆsson en ásamt honum voru stofnendur meðal annarra skáldin Halldór Stefánsson, Steinn Steinarr og Halldór Kiljan Laxness. Tveimur árum síðar stofnaði félagið ársritið, Rauða penna, en þar birtist stefna þess hvað best. Árið 1937 er svo bókmenntafélagið og bókaútgáfan, Mál og menning, stofnuð en hún hóf útgáfu tímarits um þjóðmál og bók- menntir árið 1940 og hafði áður gefið út ársfjórðungslegt fréttabréf. Mál og menning átti erfitt uppdrátt- ar fyrstu tíu árin, einkum vegna harðrar samkeppni frá bókaútgáfu Menningar- og fræðslusambands al- þýðu og sameinaðri útgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins sem stofnuð var árið 1940. Um og eftir 1950 efldist Mál og menning hins vegar og um leið tímaritið, rödd róttæklinga var sterk og kannski sem aldrei l'yrr. Þeir héldu sósíalrealismanum áfram á lofti en, eins og Örn Olafs- son rekur í bók sinni, var megin- áherslan lögð á alþýðumenntun og þjóðernisstefnu. að undanförnu mjög breytzt og á bókafélagið þar áreiðanlega ríkan þátt.“ Glöggt má sjá af skrifum höfunda ritstjórnargreinanna að þeir litu á það sem meginverkefni félagsins að ná valdi á hinni þjóðfélagslegu og menningarlegu orðræðu, að koma höndum á sannleikann. Fljótlega í sögu félagsins dró hins vegar mjög úr þessari pólitísku áherslu þess. Þegar í upphafi sjöunda áratugarins má segja að skrif með jafnþungri pólitískri slagsíðu og fyrrnefndar rit- stjórnargreinar leggist af. í stað þeirra kom fastur dálkur í bréfið sem nefndist AB-fréttir þar sem einungis var fjallað um útgáfumál félagsins. Skáldskapur og greinar um skáld- skap og önnur. málefni héldu vissu- lega áfram að birtast í Félagsbréfinu en í þeim dró einnig mjög úr pólitísk- um áherslum og viðhorfum. Nokkurt hlé varð á útkomu Félagsbréfsins á síðari hluta sjöunda áratugarins og þegar Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins var stofnaður árið 1974 breyttist nafn ritsins í Fréttabréf AB sem einungis íja'ilaði um starfsemi bókaklúbbsins og kynnti bækur hans. Blómlegt starf BÓKMENNTARÁÐ Almenna bókafélagsins á formannsárum Tómasar Guðmundssonar. Sitjandi frá vinstri eru Tómas, Kristján AlbertSson, Sturla Friðriksson, Matthías Johannessen, Jóhannes Nordal, Indriði G. Þorsteinsson, Höskuldur Ólafsson, Birgir Kjaran og Guðmundur G. Hagalín. Standandi eru Baldvin Tryggvason, framkvæmdasljóri, og Páll Bragi Kristjónsson. Baráttan um orðræðu sannleikans Almenna bókafélagið var stofnað árið 1955 af hópi áhrifamanna á ýmsum sviðum þjóðfé- lagsins til að mynda mótvægi við sterk áhrif vinstrihreyfingarinnar hér á landi. Fljótlega minnkaði þó hin pólitíska áhersla.félagsins. Þröstur Helgason rekur hér aðdragandann að stofnun Almenna bókafélagsins og segir frá fyrstu áratugum í starfsemi þess en það hefur nú lagt upp laupana. ÞESSI mynd var tekin við útkomu bókar eftir Gunnar Gunnarsson hjá Almenna bókafélaginu. Frá vinstri eru Tómas Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Gunnar, Bjarni Benediktsson, Gunnar Gunnars- son yngri og Baldvin Tryggvason. Stofnun AB AB var stofnað til höfuðs málstað vinstri hreyfingarinnar hér á landi. í fyrsta tölublaði Félagsbréfa AB segir að félagið hafi það hlutverk að sameina skáld sem „aðhyllast lýð- ræðislega og frjálslynda stefnu í menningarmálum og þjóðmálum“. Um tilgang félagsins segir ennfrem- ur í nokkurs konar yfirlýsingu frá stofnendum félagsins: „Almenna bókafélagið er til þess stofnað að efla menningu þjóðarinnar með út- gáfu úrvalsrita í fræðum og skáld- skap og veita miinnuni kost á að eign- ast þau með eins vægum kjörum og unnt reynist.“ I fyrstu stjórn félagsins sátu áhrifamenn af ýmsum sviðum þjóðfé- lagsins; Bjarni Benediktsson var eins og áður sagði formaður en með hon- um voru dr. Alexander Jóhannesson, Jóhann Hafstein, bankastjóri, Karl Kristjánsson, alþingismaður, og Þór- arinn Björnsson, skólameistari. I stjórnina áttu síðarmeir eftir að bæt- ast Gylfi Þ. Gíslason, Björn Bjarna- son (stjórnarformaður) og fleiri. Við hlið stjórnarinnar var skipað bók- menntaráð sem hafði með höndum að velja útgáfubækur félagsins og vera stjórninni til ráðgjafar um annað sem laut að megintilgangi félagsins. Til formennsku í bókmenntaráði var valinn Gunnar Gunnarsson, skáld, og með honum sátu Birgir Kjaran, hagfræðingur, Davið Stefánsson, skáld, Guðmundur Gíslason Hagalín, skáld, Jóhannes Nordal, hagfræðing- ur (síðar formaður), Kristján Alberts- son, bókmenntafræðingur, Krist- mann Guðmundsson, skáld, Tómas Guðmundsson, skáld, og dr. Þorkell Jóhannesson, háskólarektor. Þorkell var formaður ráðsins um skeið og einnig Tómas Guðmundsson en með- al annarra sem tóku sætý í ráðinu síðarmeir voru Höskuldur Ólafssson, Indriði G. Þorsteinsson, Matthías Johannessen, Sturla Friðriksson og Þórarinn Björnsson. Framkvæmda- stjóri félagsins fyrstu árin var Eyjólf- ur Konráð Jónsson en Baldvin Tryggvason tók við því starfi árið 1960 og gegndi því allt fram til árs- ins 1976. Aðrir framkvæmdastjórar félfagsins voru Brynjólfur Bjarnason, Kristján Jóhannsson, Óli Björn Kára- son og Friðrik Friðriksson. Stutt pólitískt skeið Á fyrsta starfsári sínu gaf AB út sex bækur ásamt Féiagsbréfinu sem var í raun tímarit félagsins þar sem birtar voru greinar og skáldskapur. í fyrstu heftum þess voru meðal annars birt ljóð og smásögur eftir Sigurð A. Magnússon, Jón Dan, Matthías Johannessen, Ingimar Er- lend Sigurðsson, Hannes Pétursson, Jóhann Hjálmarsson og Indriða G. Þorsteinsson. Skrifaðar voru greinar um Qölda höfunda, svo sem Einar Benediktsson og William Faulkner, en einnig yfirlitsgreinar um bók- menntir einstakra þjóða. í raun var Félagsbréfið eins og andlit félagsins; í því má lesa stefnu þess og þróun. 1 ritstjórnargreinum fyrstu árin kemur pólitískur grund- völlur félagsins glöggt í ljós. Skrifað er gegn hinni sósíalísku og komm- únísku heimssýn og valdastefnu, bæði hér heima og erlendis. Greinar- höfundum verður tíðrætt um að ís- land standi berskjaldað fyrir áhrifum og áróðri heimskommúnismans. í ritstjórnargrein 13. heftis árið 1959 er til dæmis fjallað um þann „meginvanda, sem í dag hvílir á ís- lensku þjóðinni — vanda, sem sprett- ur af því, að samhliða heimt sjálf- stæðisins var einangrun landsins rof- in og rás heimsviðburðanna orðin nákvæmlega jafnmikilvæg fyrir ís- lenskan alþýðumann og leiðtoga stór- þjóðar." Greinarhöfundur segir að engin stofnun eða samtök hafi verið til sem reyndi að gera landslýð ljóst „óháð öllum öðrum skoðunum og deilum, að hann væri þátttakandi í baráttu, sem háð væri um heim allan um það, hvort frelsi og siðmenning ætti að fá að ríkja í framtíðinni." Höfundur segir að AB hafi því mikil- vægum hugsjónum að gegna og þótt ýmislegt hafi ef til vill farið miður hafí starfið ekki verið árangurslaust: „Það er t.d. ekki ýkjalangt síðan álit kommúnista í menningarefnum var nokkurs konar hæstiréttur. Það er ekki langt síðan rithöfundar og menntamenn áttu aðeins tveggja kosta völ, annaðhvort að ganga kommúnistunum á hönd — eða a.m.k. sýna þeim hlutleysi — semja frið við djöfulinn eins og Hagalín orðar það — eða þá eiga það á hættu, að al- menningsálit, mótað af fjandmönn- um vestrænnar menningar, bannaði allar bjargir. Þetta hygg ég, að hafi Útgáfustefna AB var ætíð að ein- hveiju leyti mörkuð hinum pólitíska grunndvelli félagsins. Að sögn Eiríks Hreins Finnbogasonar, sem hóf störf hjá félaginu ári eftir stofnun þess og var einn af ritstjórum Félagsbréfanna og útgáfustjórum félagsins til langs tíma, var félaginu ætlað að vera vett- vangur borgaralegra höfunda. „Til- gangur félagsins var að vega á móti sterkum áhrifum Máls og menningar í íslenskum bókmenntaheimi þótt það hafi engan veginn verið stofnað til höfuðs þeirri útgáfu; AB var hugsað sem mótvægi. Það er svo aftur rétt að fljótlega dró úr beinni pólitískri baráttu þessara félaga og ég held að það hafí komið til af því hvernig tíðar- andinn var; fólk var búið að fá nóg af pólitískum áróðri. Það var því tek- in sú stefna hjá AB að draga úr slík- um skrifum. Þess í stað birtist pólitík- in ef til vill í útgáfustefnunni að ein- hveiju leyti. Samt held ég að hvorki AB né Mál og menning hafi verið mjög pólitískar útgáfur þegar árin liðu.“ Eiríkur Hreinn bendir á að AB hafi lagt sérstaka áherslu á útgáfu ýmiss konar fræðslurita fyrir al- menning. „Félagið vann mörg stór- virki í þeim efnum; gefinn var út ijöldi rita af þessu tagi á sviði nátt- úrufræði og sagnfræði, bæði inn- lendra og erlendra. Nægir að nefna að á meðal fyrstu sex bókanna sem félagið sendi frá sér var annars veg- ar að finna íslandssögu eftir dr. Jón Jóhannesson og hins vegar mynda- bókina ísland sem fjallaði um náttúru landsins. Frá seinni tíma má nefna ritröð eins og íslenska þjóðfræði. Það voru einnig unnin mörg stór- virki á öðrum sviðum. Félagið gaf út ritsöfn úölda skálda, svo sem Gunnars Gunnarssonar, Tómasar Guðmundssonar, Kristmanns Guð- mundssonar, Guðmundar Kamban, Jakobs Thorarensen og fleiri. ís- lenska ljóðasafnið hans Kristjáns Karlssonar seldist líka í stóru upplagi og það sama má segja um bækur eins og Ólaf Thors eftir Matthías Johannessen. Lengst af fór því mjög blómlegt starf fram í félaginu." Tími pólitískra útgáfa löngu liðinn Sigfús Daðason, skáld og fyrrum ritstjóri Tímarits Máls og menningar og starfsmaður bókaútgáfu Máls og menningar, segist ætíð heldur sleg- inn yfir því þegar fyrirtæki í þessum geira leggja upp laupana. „Almenna þókafélagið stóð sig að mörgu leyti ágætlega þegar það var í góðum gangi, það kom mikið út af góðum bókum hjá því, hygg ég, þótt það verði auðvitað ekki allt vegið á gull- vog fremur en hjá öðrum útgáfum." Sigfús segir um þau tímamót sem verða nú með brotthvarfi AB að tími hinna pólitísku bókaútgáfa sé löngu liðinn. „Og það er langt síðan menn áttuðu sig á því að það er ekki hægt að reka bókaútgáfu á þröngum póli- tískum grunni. Almenna bókafélagið áttaði sig snemma á þessu og Mál og menning einnig.“ Erfiðleikar í rekstri AB árum saman Þrátt fyrir margar tilraunir til að endurreisa fjárhag Almenna bókafélagsins hf. á síðustu árum komst reksturinn aldrei á réttan kjöl. Kristinn Briem stiklar hér stóru í löngum aðdraganda að gjaldþroti félagsins. ARALANGRI baráttu að- standenda Almenna bóka- félagsins hf. við að koma rekstrinum á réttan kjöl lyktaði með því í síðustu viku að fyrir- tækið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skömmu áður hafði það endanlega hætt rekstri. Hefur Skarphéðinn Þórisson hrl. verið skipaður skiptastjóri bús- ins. Nákvæmt yfirlit liggur ekki fyrir um skuldir félagsins en þær eru tald- ar vera nálægt 100 milljónum króna. Fara verður langt aftur í tímann til að leita skýringa á þeim fjárhags- erfiðleikum sem einkennt hafa rekst- ur félagsins um langt árabil. Almenna bókafélagið var stofnað sem sjálfs- eignarstofnun árið 1955, en nokkrum árum síðar var hlutafélagið Stuðlar stofnað til stuðnings bókaútgáfunni. Byggði það m.a. húsið í Austurstræti 18 þar sem starfsemin var lengst af til búsa ásamt bókaversluninni Ey- mundsson. Reksturinn virðist hafa verið í all- föstum skorðum allt til ársins 1986. Þá hófst útþensla í rekstri bókaversl- ana Eymundssonar sem varð félaginu þung í skauti. Á næstu árum voru opnaðar verslanir í Kringlunni, Mjódd og á Eiðistorgi þrátt fyrir veika eig- infjárstöðu. Jafnframt var ráðist í önnur kostnaðarsöm verkefni án þess að fjármögnun væri tryggð. Árið 1988 var gripið til hagræð- ingaraðgerða sem fólu í sér að ákveðnir rekstrarlegir þættir bóka- verslana Eymundssonar og Almenna bókafélagsins voru sameinaðir. í des- ember árið 1989 var félaginu síðan breytt í hlutafélag og það sameinað Stuðlum. Var hlutafé jafnframt aukið um 21 milljón króna. Á þeim tíma var kjörin ný stjórn og tóku þar sæti þeir Brynjólfur Bjarnason, Hörður Sigurgestsson, Björn Bjarnason, Gylfi Þ. Gíslason, Eyjólfur Konráð Jónsson, Davíð Ólafsson og Ingi- mundur Sveinsson. Mikið tap árið 1989 í fréttaskýringu Morgunblaðsins um málefni félagsins frá árinu 1991 kemur fram að snemma á árinu 1990 kom í ljós að reksturinn gekk ekki sem skyldi. Mikið tap á árinu 1989 kom stjórn félagsins í opna skjöldu skömmu fyrir aðalfund og lét fram- kvæmdastjórinn þá af störfum í kjöl- farið. Ráðinn var nýr framkvæmda- stjóri að félaginu um mitt ár 1990 og uppgötvaði hann að staðan var mun verri en í fyrstu var talið. í framhaldi af því var ákveðið að ráðast í viðamikla fjárhagslega end- urskipulagningu og naut félagið vel- vildar öflugra hluthafa sinna. Prent- smiðjan Oddi keypti bókaverslanir Eymundssonar og Kvos hf. keypti húseignina í Austurstræti. Að Kvos hf. stóðu Eimskip, Grandi, Sjóvá- Almennar og Prentsmiðjan Oddi. Ennfremur tókst að semja við lánar- drottna og fá felldar niður skuldir og vexti. Loks var safnað nýju hlut- afé að fjái'hæð um 50 milljónir, en alls þýddu þessar ráðstafanir liðlega 200 milljóna króna lækkun á skulda- stöðu. Nauðasamningar árið 1992 Allt kom þó fyrir ekki því í ljós kom nokkrum mánuðum síðar að staðan var um 50 milljónum verri en ráð var fyrir gert og tapið um 140 milljónir á árinu 1990. Þar kom upp úr kafinu margra ára uppsafnaður fjarhags- og rekstrai'vandi sem mönnum hafði ekki verið ljós. Svo virðist sem eiginfjárstaðan hafi verið orðin neikvæð í árslok 1990. Stefndi þvi í gjaldþrot á árinu 1991 og fékk félagið greiðslustöðvun seint á því ári. Á þeim tíma var kominn til skjal- anna hópur athafnamanna undir for- ystu Friðriks Friðrikssonar, hagfræð- ings, sem sýndi áhuga á að taka við rekstri félagsins. Gerðu þeir tilboð i félagið sem var háð því skilyrði að nauðasamningartækjust. í apríl 1992 tókust svo nauðasamningar við lánar- drottna sem fólu í sér greiðslu 25% almennra krafna. Á aðalfundi skömmu síðar var samþykkt að færa hlutafé niður um 95%. Jafnframt samþykkti fundurinn að auka hlutafé um 45 milljónir en þar af var gert ráð fyrir að 25 milljónir yrðu seldar Friðriki Friðrikssyni. Á fundinum tóku sæti í stjórn fé- lagsins þau Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, dr. Sigurður Magnússon, Margrét TUeódórsdóttir, dr. Guð- mundur Heiðar Frímannsson, Ásgeir Bolli Kristinsson og Steinar Berg ísleifsson. Kröfur um gjaldþrotaskipti settar fram 1995 Á árinu 1993 varð enn um 10 milljóna tap á Almenna bókafélaginu og augljóst er að reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi á árinu 1994. Sumarið 1995 var skýrt frá því að komnar væru fram kröfur um gjald- þrotaskipti frá Lífeyrissjóði verslun- armanna og Nýherja hf. Þær vóru hins vegar afturkallaðar um mitt sumar. Slíkar kröfur á félagið skutu aftur. upp kollinum nú í ár, að þessu sinni frá Hugveri, sýslumanninum í Kópa- vogi og Heimilistækjum hf. Þá var komið að endalokunum. Sáralítil starfsemi hefur farið fram í félaginu síðustu mánuði og hún nánast eingöngu snúist um að selja bókalager til að lækka skuldir. Frið- rik Friðriksson, stjórnarformaður, skýrði frá því í samtali við Morgun- blaðið í síðustu viku að vonast hefði verið til að þetta dygði til að forða félaginu frá gjaldþroti, en það hefði ekki dugað. Hann sagði ennfremur að forsend- ur varðandi hlutafé og aðra þætti í fjárhagslegri endurskipulagningu fé- lagsins árið 1992 hefðu ekki gengið eftir. Þar að auki hefði reksturinn verið þungur eins og á mörgum öðr- um bókaforlögum. Velvildln kom félaginu í koll Hægt er að benda á fjölmargar skýringar á því hvers vegna þetta stórveldi í íslenskri bókaútgáfu riðaði til falls á sínum tíma. í áðurnefndri fréttaskýringu Morgunblaðsins árið 1991 kom fram að eiginfjárstaða fé- lagsins var lengi mjög veik þannig að fjármagnskostnaður lagðist þungt á reksturinn. Þá blasir það við að ráðist var í fjárfestingar af vanefnum á sínum tíma og kostnaðarsöm tölvu- væðing skilaði ekki tilætluðum ár- angri. Félagið réðst í umfangsmikla útgáfu á sínum tíma, t.d. á íslenskum söguatlas, án þess að fjármögnun væri tryggð. Loks virðist sjálfseign- arfyrirkomulagið sem í gildi var hjá félaginu fram til ársins 1989 hafa leitt af sér að ekki var gætt nægjan- legs aðhalds m.a. af hálfu stjórnar félagsins. Síðast en ekki síst naut félagið alla tíð mikillar velvildar í viðskiptalífinu og svo virðist sem ýmsir lánardrottna hafi sýnt því mikla þolinmæði. Sú velvild átti liins vegar eftir að koma félaginu í koll því ekki var gripið nægilega fljótt í taumana þegar í óefni var komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.