Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 15 Þessi tilboð gilda líka í Reykjavík AKUREYRI Ovissa um bens- ínsölu SVEITARSTJÓRN Skútu- staðahrepps sýnist sem nokkur yóvissa sé ríkjandi um framtíð- arþjónustu varðandi sölu á eldsneyti fyrir bíla í sveitinni. Fram kemur í bókun sveitar- stjórnar að afgreiðslutími á Skútustöðum sé takmarkaður yfir veturinn. Stöðuleyfi Esso í Reykjahlíð sé útrunnið og ekki hafi verið sótt um end- urnýjun eða aðra lóð. Þá eru uppi áform um breytta notkun afgreiðslustaðar OLÍS og Skeljungs í Reynihlíð og vand- séð að bensínsala þar geti sam- ræmst hinni breyttu notkun. Samþykkt var á fundi sveit- arstjórnar nýlega að skrifa olíu- félögunum bréf og inna þau eftir áformum um eldsneytis- sölu og tengda þjónustu í Mý- vatnssveit. Alþýðu- bandalag-ið í Eyjafirði HÓPUR forustumanna Al- þýðubandalagsins og óháðra verður á ferðinni á Akureyri og við Eyjafjörð dagana 27. til 30. mars næstkomandi. Fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt, fundað með sveitar- stjórnarmönnum og haldnir almennir stjórnmálafundir. Meðal þátttakenda verða Margrét Frímannsdóttir, Jó- hann Geirdal, Bryndís Hlöð- versdóttir, Ögmundur Jónas- son, Arni Steinar Jóhannsson og Steingrímur J. Sigfússon auk heimamanna á hveijum stað. Fyrsti fundurinn verður á Hótel KEA á Akureyri mið- vikudagskvöldið 27. mars kl. 20.30, þá verður fundur á Hótel Ólafsfirði á sama tíma á fimmtudagskvöld, á föstu- dagskvöld, 29. mars verður fundað í gamla skólanum á Grenivík en síðasti fundurinn verður í Sæluhúsinu á Dalvík laugardaginn 30. mars kl. 14. Hlutavelta í Húsi aldraðra BARNABLAÐIÐ efnir til tom- bólu upp á gamla mátann í Húsi aldraðra við Gránufé- lagsgötu á Akureyri á laugar- dag, 23. mars. A sama stað verður einnig köku- og muna- basar. Húsið verður opnað kl. 14. Fjöldi vinninga er á þessari hlutaveltu, ljósakort, ijóma- terta, strætisvagnakort, skautakort, passamyndataka, leikhús- og bíómiðar, matvara og bækur svo eitthvað sé nefnt. Miðinn er seldur á 100 krónur og það eru engin núll. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugar- daginn 23. mars, í Svalbarðs- kirkju kl. 11 og í Grenivíkur- kirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 24. mars kl. 21. Skútustaðahreppur dyjknrtyn caf e TURNINN veitingastjóri Hótel Borgar kynnir hið fræga danska smurbrauð opnunarhelgina. Valdimar Flygering skemmtir gestum í yeitingasal, laugardag kl.19-21 og sunnudag kl. 20-22. boðnir áður. Marentza Poulsen Laugardaginn 23. mars opnar Blómaval nýja og glæsilega verslun í Hafnarstræti 26, Akureyri. Opið alla daga frá kl. 10-21, veitingasalurinn Cafe Turninn til kl. 23 föstudaga og laugardaga. kynnir góðan valkost í fallegu umhverfi og frábærar veitingar. Fullkomin ísbúð með spennandi ísréttum sem ekki hafa verið 10 rÓSÍT (stórar og flottar) kr. /90 Fíkus (100 sm) kr.990 Schefflera (40 sm) kr. 449 10 Animónulaukar kr. 129 Silkivendir frá kr. 199 Samstarf Blómavals og Hölds á Akureyri með áherslu á úrval Fjölbreytt starf- semi í Glerhúsinu GLERHÚSIÐ á Akureyri verður opnað á ný á morgun, laugardag, en þar verður fjölbreytt starfsemi á vegum Blómavals í Reykjavík og Hölds á Akureyri. Bjarni Finnsson í Blómavali sagði að áhersla yrði lögð á að vera með þær vörur sem við- skiptavinum verslunarinnar stæðu til boða í Reykjavík og á sama verði og þá giltu öll tilboð á báðum stöðum. „Við leggjum líka áherslu á að þjóna ræktunar- fólkinu, því sem vinnur í garðinum sínum, og verðum því með mikið úrval af alls kyns vörum sem honum tilheyra, svo sem tijá- plöntur og sumarblóm og einnig mikið af pottaplöntum,“ sagði Bjarni. Smurt brauð Þessi hluti starfseminnar fer fram í norðurhluta hússins en í suðurhlutanum er verslað með gjafavörur og annan slíkan varn- ing. í miðhluta hússins verður veitingastaðurinn Kaffi Turninn þar sem áhersla verður lögð á smurt brauð að dönskum hætti, auk þess sem þar er ísbúð. Nægt pláss er í húsinu og taldi Bjarni líklegt að svigrúm skapað- ist til að vera þar með sýningar af ýmsu tagi sem og listviðburði aðra. Yfir sumarmánuðina yrði einnig rýmt til svo koma mætti upp ferðamannaverslun. Páskaskreytingar Einn aðalskreytingamaður Blómavals, Mikael Jörgensen verður í Glerhúsinu um helgina og í næstu viku verður fræðslu- fundur í húsinu þar sem fjallað verður um páskaskreytingar. Framkvæmdastjóri er Stefán Jeppesen en alls munu um 15 manns starfa í Glerhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.