Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 60
JieWiiát -setur brag á sérhvern dag! LEIGjAndWN ■15 - ÞJOÐLEIKHUSIÐ MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 86 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Land- burður af - bolta- þorski Hornafirði. Morgunbladið. LANDBURÐUR af þorski hefur verið hjá Hornafjarðarbátum undanfarna daga. „Það er langt síðan þetta hefur verið svona gott. Og allt boltaþorskur," sagði Bjarni Bragason stýrimaður á Erling SF þegar verið var að landa 40 tonnum úr bátnum á Höfn í gær. Bátarnir leggja netin út af Hálsum, 15-17 mílur frá Horna- “■ Tfirði. Orn Ragnarsson, skipstjóri á Hafdísi SF, er einn þeirra sem hefur verið að gera það gott undanfarna daga. Hann var með 110 tonn á þremur dögum og sagði ljótt að mega ekki veiða meira. Mætum ekki skilningi ráðamanna „Við sem gerum út þessa hefð- bundnu vertíðarbáta mætum ,*fckki skilningi ráðamanna, við höfum ekki sömu tækifæri og stærri skip að bæta okkur upp þorskkvótaskerðinguna," segir Órn. Morgunblaðið/Þorkell Guðmundur Hallvarðsson gagnrýnir frumvarp um stéttarfélög Gefa átti lengri tíma til að semja Samningaleiðin fullreynd, segir ráðherra STJÓRNARANDSTÆÐINGAR á Alþingi gagnrýndu félagsmálaráð- herra harðlega í gær fyrir að leggja fram og mæla fyrir frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur í and- stöðu við verkalýðshreyfinguna. Einn stjórnarþingmaður, Guð- mundur Hallvarðsson Sjálfstæðis- flokki, tók undir þessa gagnrýni og sagði að gefa hefði átt aðilum vinnu- markaðar lengri tíma til að semja sín á milli um leikreglur í stað þess að leggja fram frumvarp á Alþingi. Guðmundur sagði við Morgunblað- ið að í frumvarpinu væru nokkur atriði af hinu góða og það hefðu báðir aðilar viðurkennt. En þar væru einnig atriði, sem vinnuveitendur segðu að gengju ekki nógu Iangt en launþegar of langt. „Þarna þarf að fara bil beggja og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þessir tveir aðil- ar sem hafa best vit á leikreglum nái ekki saman,“ sagði Guðmundur. Býst við að sitja hjá Guðmundur sagði líklegast að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslu um málið. „Ég teldi hins vegar skynsam- legast í stöðunni að þetta mál fengi umþóttunartíma þar til þing kæmi saman aftur á haustdögum í þeirri von að aðilar leggi sig fram að ná saman. Mér er sagt, að þegar slitnaði upp úr viðræðum hafí fulltrúar vinnu- veitenda sagt að þeir ætluðu ekki að eyða tíma í að ræða málið lengur, því þeir vissu að það ætti að fara að leggja fram frumvarp. Það er alvont að annar hópurinn viti að eitthvað slíkt var að gerast.“ Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði að sér hefði ekki verið kunnugt áður um afstöðu Guðmundar til frumvarpsins þótt vitað hefði verið að hann hefði efasemdir. „Mér þykir það vissulega verra ef Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki óskiptur að þessu máli, þótt það skipti ekki grundvallarmáli," sagði Páll. Hann sagði að fullreynt hefði verið að samningar tækjust milli verkalýðshreyfingar og vinnuveit- enda um málið og því hefði ekkert verið annað að gera en láta frum- varpið koma fram á Alþingi. ■ Mælt fyrir/6 Meirihluti í NEAFC fyrir veiðistjórnun á Reykjaneshrygg Hlutur Islands er 45.0001 af karfa Skattlagning fjár- magnstekna Stjórnar- andstaða með eigin frumvörp FORMENN Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Þjóðvaka lögðu í gær fram á Alþingi tvö frumvörp um breytingu á skattlagningu fjármagns- tekna, um leið og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lagði fram frumvörp um sama efni. Frumvörp ráðherra byggjast á áliti nefndar allra flokka, sem náði mála- miðlun um málið í febrúar. Fulltrúar stjómarandstöðunnar áskildu sér þá rétt til að styðja eða flytja breyting- artillögur við málið á þingi. í greinargerð með frumvörpum formannanna, þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar, Margrétar Frí- mannsdóttur og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, er niðurstaða nefndarinnar gagnrýnd. Meðal annars segir þar að með því að taka fjármagnstekjur út úr núverandi skattkerfí og leggja á þær lægri skatta, sé verið að búa til skattkerfi, sem geri launamannin- um að greiða hærri skatt af launa- tekjum sínum en fjármagnseigand- anum af fjármagstekjum sínum. „Augljóst er í hverra þágu þessar öfugmælavísur eru ortar,“ segir í greinargerðinni. Þess í stað leggja formennirnir meðal annars til að vaxtatekjur verði skattlagðar innan núverandi skattkerfis og myndi sam- eiginlegan skattstofn með öðrum tekjum, en ákveðið frítekjumark verði á vaxtatekjum. Lagt er til að skattlagning á arð, söluhagnað o.fl. breytist ekki frá því sem nú er. TILSKILINN meirihluti aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar (NEAFC) samþykkti í gær á fundi í lx)ndon málamiðlunar- tillögu íslands og Grænlands um veiðistjórnun á úthafskarfa á Rey kj aneshrygg. Eftir að reynt hafði verið án árangurs að ná samhljóða samkomu- lagi á fundinum ákváðu samninga- nefndir íslands og Grænlands að bera tillögu sína undir atkvæði. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf til að taka ákvarðanir í NEAFC. Auk íslands samþykktu Danmörk, fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Noregur, Evrópusambandið og Svíþjóð, sem enn á sjálfstæða aðild að NEAFC, tillöguna. Rússland og Pólland greiddu hins vegar atkvæði á móti. Tillaga Rússa um aðra skiptingu aflans var felld. Rússar hyggjast mótmæla Akvörðunin er bindandi fyrir að- ildarríki NEAFC, nema þau mót- mæli henni formlega innan 50 daga. Rússar gáfu í skyn að þeir myndu mótmæla kvótaskiptingunni. Akveði Rússland að virða ekki samkomulag- ið, getur svo farið að rússneskum skipum verði ekki heimilað að landa karfa í íslenzkum höfnum. Aðildar- ríkjum samkomulagsins er það hins vegar heimilt. Samkvæmt ákvörðun fundarins verður heildarúthafskarl'akvótinn á þessu ári 153.000 tonn. í hlut íslands koma 45.000 tonn, í hlut Færeyja og Grænlands 40.000 tonn, 36.000 í hlut Rússlands, 23.000 í hlut ESB, 6.000 í hlut Noregs og 1.000 í hlut Póllands, auk þess sem 2.000 tonn eru ætluð öðrum ríkjum, sem vilja taka upp samstarf við NEAFC um stjórn úthafskarfaveiðanna. Aflatölurnar eru miðaðar við land- aðan afla. íslendingar hafa hins veg- ar hingað til miðað við veiddan afla og að um 16% hans væru úrkast. Kvótinn, sem kemur í hlut íslands, samsvarar því 52.200 tonnum upp úr sjó. Islenzk skip hafa mest veitt 53.900 lestir af úthafskarfa, á árinu 1994. Samkvæmt niðurstöðu fundarins má framselja aflaheimildir milli samningsaðila, en ekki til ríkja sem standa utan samkomulagsins. ís- lenzka viðræðunefndin ræddi mögu- leg kaup á aflaheimildum af Græn- lendingum og liggur fyrir vilji græn- lenzkra stjórnvalda til slíkra við- skipta. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegráðherra eru sammála um að niðurstaðan á NEAFC-fundinum sé hvatning til að leysa aðrar fiskveiði- deilur íslands við nágrannaríki. Hall- dór bendir á að _ ESB og Noregur hafi stutt tillögu íslands. „Þetta mál sýnir að þessar þjóðir geta korriið sér saman um hlutina, en margir voru farnir að reikna með að það væri útilokað. Ég er þeirrar skoðun- ar að þetta verði hvatning til að halda áfram og skapi lag til annarra samninga," segir Halldór. Skipting íslenzka kvótans óleyst Enn er ekki ljóst hvernig úthafs- karfakvótanum verður skipt á milli íslenzkra skipa. Mismunandi sjón- armið eru uppi og telja sumir útgerð- armenn að skipta eigi kvótanum milli þeirra skipa, sem stundað hafi veiðar á Reykjaneshryggnum undanfarin ár, en aðrir vilja taka tillit til fleiri þátta. Frumvarp er í smíðum um málið og verður það rætt á fundi í úthafsveiði- nefnd ríkisstjórnarinnar í dag. ■ H vatning til að leysa/12 Grunnskólar landsins Fimmtíu og tvö móðurmál „RÚMLEGA þijúhundruð nemendur í grunnskólum landsins eiga sér ann- að móðurmál en íslensku, eða alls fimmtíu og tvö tungumál," segir Ingi- björg Hafstað, kennari og starfsmað- ur menntamálaráðuneytisins, en hún er verkefnisstjóri nýbúafræðslunnar, sem er þróunarverkefni á vegum ráðuneytisins. Til þess að bæta íslenskukunnátt- una og félagslegan hag nemenda af erlendum uppruna er hafíð tölvusam- skiptaverkefni í grunnskólum Reykja- nesumdæmis, en þar eru þessir nem- endur dreifðir í marga skóla. Verkefnið felst í að skipulagðar hafa verið heimasíður á íslenska menntanetinu „ísmennt", sem- eiga m.a. að auka upplýsingastreymi og tengsl kennara, og póstlisti þar sem þeir geta borið saman bækur sínar og nemendur notað til að komast í bréfasamband við börn í öðrum skól- um. ■ Samskiptatækni/4b Grindavík í úrslit GRINDVÍKINGAR tryggðu sér sæti í úrslitum úrvalsdeildarinn- ar í köfuknattleik í gærkvöldi með því að sigra Hauka 82:72, í fjórðu viðureign Iiðanna. Þar með eru Grindvíkingar komnir í úrslit þriðja árið í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.