Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk YES, MÁAM, I WALKEP TO 5CH00L IN THE RAlN A6AIN..YE5,1 60T KIND OF WET.. "2T I40MEW0R.K? DIP MT HOMEWORK 6ET WET ? ^ ^HAHAHAÍ I6N0RE HER, MA'AM..5HE'5 HUM0N60U5LV UJEIRP! Já, kennari, ég gekk aftur í skólann í rigningunni... já, ég blotnaði svolítið ... Heimaverkefni? Varð heimaverkefri- ið mitt blautt? Leiddu hana hjá þér, kennari... hún er yf- irgengilega skrítin! BREF TBL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Margt er óréttlætið í henni veröld - ekki fara hundaeigendur varhluta af því Frá Hafdísi Qskarsdóttur: ÞAÐ ER fimmtudagsmorgunn. Dyrabjallan gellur. _ Við dyrnar standa litli og stóri. Eg þekki þann litla, ein þriggja ára úr næsta húsi að heimsækja mína. Þær fagnandi heilsast og hjálpast við að klæða kuldaflíkurnar af aðkomusnótinni. Þann stóra hef ég aldrei séð. Hann kynnir sig ekki og spyr eilítið kuldalega: Átt þú þennan hund? Jú, jú, það passar, þarna er gormurinn, sem ég hleypti út að pissa og klár- aði það hlaupandi. Það sem truflaði var köttur sem skaust milli skugga í nálægðinni. í þessum ham náði ég honum ekki og því fór sem fór. Maðurinn heldur áfram: Hann er óskráður og ekkert merktur. Jú mik- ið rétt, óskráður af því að skráning- argjald er um 8.000 krónur og ég hafði heyrt því fleygt að nú myndi styttast í að þetta gjald yrði afnum- ið. Ef hægt er að spara sér slík út- gjöld á þessum síðustu og verstu, hvers vegna ekki þá að gera það? Ekkert merktur. Það er alfarið mín eigin sök, ólin týnd og tröllum gefin og kaupa verður nýja. Maðurinn kynnti sig nú. Hann tjáði mér að það kostaði hundaeig- anda 4.000 krónur ef hundur væri fangaður af hundagæslumanni, sem hann og var, annað skipti 6.000 og þriðja 8.000. Ég þorði ekki að spyija um hvað myndi gerast í það fjórða. Þessi heimsókn er tilefni skrifa minna. Ég fæ ekki skilið hvers vegna við hundaeigendur erum skikkaðir til að greiða svokallað hundaleyfis- gjald þegar engir aðrir eru pliktaðir til hins sama, t.a.m. katta- og hrossaeigendur. Fyrir utan það að þetta gjald skilst mér eigi að dekka laun viðkomandi eftirlitsmanns og eina leyfisplötu með númeri á. Á hvurskonar launum er þá sá hinn sami eiginlega? Ég hef það á tilfinn- ingunni að gjaldið sé ekki í neinu samræmi við þau, miðað við fjölda hunda í bænum og væri þess vegna hægt að lækka leyfisgjaldið til muna. Um hunda í þéttbýli gilda reglur sem betur fer. Hundaeigendur þurfa að hafa gæludýr sín í bandi og þrífa upp úrganginn eftir þau og þykir það Qg er ekkert nema sjálfsagt. Laus hundur er nefnilega vargur hinn mesti, að minnsta kosti í augum þeirra sem hræðast hann, svo ekki sé nú talað um hundaskít á víð og dreif. Málið er að ekki er hún betri músin sem læðist, komin í kattar- haminn. Svo miklu meiri er óþrifnað- urinn og óskundinn sem hlýst af völdum katta, þegar á heildina er litið. Gott dæmi um það eru sand- kassarnir. Sú umræða hefur verið í deiglunni og þarf ekki að tíunda al- variegar sýkingar og toxoplasma hér vegna kattaúrgangs. Það eru ekki einu staðirnir sem kettirnir notfæra sér, má til dæmis nefna barnakerrur og vagna, útigrill og margt fleira. Fyrirbyggjandi aðgerðir duga skammt. Það sem verra er að lykt- inni er vart hægt að eyða, þegar þeir ná að merkja sér reit, eins og flestir kannast víð. Þeir eru lagnir við að smjúga inn um minnstu rifur á gluggum og ansi margt tjónið gretur hlotist af því svosem nart í hálfþiðnaðar steikur, étinn páfa- gaukur og fyrirsát fyrir öðrum, skemmdir húsmunir, sem sagt bæði tilfinningalegt og fjárhagslegt. Það sem mann hryllir þó fyrst verulega við, er þegar kettir gera sig heima- komna í vistarverur kornabarna, bæði úti í vögnum (flugnanet, það fælir bara flugur frá) og inni í rúm- um þeirra. Eitt dæmið heyrði ég frá konu sem ég hitti fyrir nokkru. Hún var með reifabarn í vöggu og vakn- aði upp um miðja nótt við að köttur gekk yfir hana. Henni var mjög brugðið og hentist upp til að athuga barnið. Þarna lá hvítvoðungurinn og andaði, til allrar hamingju, en sóða- skapurinn var út um alla sæng þess og dæld eftir legu hans á henni miðri. Konan kvartaði undan kettin- um. Ekkert var hægt að gera, nema að kötturinn yrði staðinn að verki þrisvar! Hvað átti þá að gera við köttinn, mér er spurn? Það var við engan að sakast og engan hægt að sekta, af því að engar reglur eru til varðandi ketti. Svo eru þeir ansi svæsnir ef þeir komast í vissar teg- undir af sírenutrjám, þá víma þeir sig upp með klóri og nagi þar til tréð er ónýtt. Þeir skemma líka fyr- ir fólki varðandi blóm- og matjurta- garða, þvílík plága, svo ekki sé minnst á fuglalífið sem er á hröðu undanhaldi. Síðastliðið sumar ein- kenndist af fjölda jarðarfara, dag hvern. Það var með ólíkindum hvað bömin í einu hverfi bæjarins fundu af dauðum fuglum og ungum. Eitt ætti jafnt yfir alla að ganga, ekki bara varðandi leyfisgjöld, held- ur einnig upphirðu úrgangs. Ég beini spjótum að hestamönnum. Þeir koma stundum ríðandi í hverfin og þar með talið í mitt. Ég hef ekkert útá það að setja, því það undirstrik- ar í raun fjarlægðina frá ysi og þysi borgarinnar. Mér finnst ég njóta forréttinda að búa pínulítið „útúr“, sjá fjöll í nálægð úr flestum glúggum og heyra hófatak á malbikinu. En hrossaskítur á ekki heima á almenn- ingsstöðum frekar en hunda- og kattaskítur. Hvað kattahaldi við- kemur, tel ég að algjörrar viðhorfs- breytingar sé þörf. Eg er ekki rétta manneskjan til að dæma um atferlis- mun hunda og katta og hlutdræg í þokkabót. En kettir eru fyrir eigend- urna, ekki fyrir aðra. Það er hægt að hafa þá í bandi eins og hunda, ég veit þess dæmi bæði innan lands og utan. Vel má vera að þetta gef- ist misvel, fari eftir tegundum, en enginn veit fyrr en reynir. Gefum okkur að kettlingur komi á heimili og að hann þekki ekkert annað en þessi híbýli, uppá tugi fermetra , og að hann fái aldrei að fara fijáls ferða sinna, nema ólaður. Ef þetta dugar kettinum ekki, þá má hann vera í búri úti, mín vegna. Það verða stóru frændur hans að láta sér lynda í dýragörðum víða um heim, hvers vegna skyldi það ekki duga fyrir hann? Það er kannski vont, - en það venst. HAFDÍS ÓSKARSDÓTTIR, Reykjabyggð 24, Mosfellsbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í uppiýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.