Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fjölmiðlaofbeldi: Danskar niðurstöður Á SÍÐASTA ári birtust í Danmörku niðurstöður stjómskip- aðrar nefndar sem hafði það hlutverk að meta áhrif ofbeldis í fjölmiðlum (fyrst og fremst sjónvarpi og myndböndum) á börn wög ungmenni og leggja fram tillögur til að- gerða ef þörf þætti. Nefndin fór yfir þær fjölmörgu rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu og í ljósi heildamiðurstöðu þeirrar yfírferðar samdi hún sínar tillögur. í stuttu máli var meginniður- staðan sú að ekki virtist ástæða til að ætla að það eitt að horfa á of- beldi í sjónvarpi leiddi beint til of- beldisverka hjá börnum og ung- mennum sem að öðru leyti væru eðlileg og byggju við öraggt um- _ hverfí. Á hinn bóginn sýnir sig að áhorf á ofbeldismyndir virðist hafa í för með sér árásarhegðun hjá sumum börnum, sérstaklega drengjum. Sé horft oft á ofbeldis- myndir venjast böm og ungmenni þeim og sýna síður viðbrögð við ofbeldi. Ákveðinn hópur bama og ungmenna býr við þær aðstæður að margir neikvæðir þættir eru til staðar í tilveru þeirra. Slíkum börn- um er sérstaklega hætt við að læra að líta á ofbeldi sem eðlilegan þátt í tilveranni og fá styrkingu þeirra viðhorfa með því að horfa á ofbeld- ismyndir. Ung börn era sérstakur áhættu- hópur. Þau eiga erfitt með að greina að leikin atriði og raunveru- ieika og virðast líta á kvikmynd sem röð einstakra atvika en ekki sem heild. Því tengja þau ekki ein- staka ofbeldisatriði við fordæmingu ofbeldis síðar í myndinni. í Ijósi þessa mælti danska nefnd- in m.a. með því að reynt yrði að auka upplýsingar til foreldra um hugsanlega skað- semi ofbeldismynda, að kennsla í Qölmiðlun yrði aukin í skólum til að börn fengju snemma möguleika til að vinna með og skilja kvikmyndir og að sjón- varpsfélög tækju sér tak varðandi sýningar á ofbeidi, sérstaklega á þeim tíma dagsins þegar reikna mætti með að börn væru að horfa. Jafnframt bæri að varast að sýna sýnishorn úr ofbeldismyndum á tíma þegar börn gætu verið meðal áhorfenda. Umræðan á íslandi Hérlendis hefur að undanförnu nokkuð verið rætt um ofbeldi í fjöl- miðlum og skaðleg áhrif þess eftir ágætt framkvæði umboðsmanns barna. Það er lykilatriði í þeim vangaveltum að foreldrar verða sjálfir að axla ábyrgðina, sjálfir að ákveða hvað barnið þeirra horfir á. Að vísu er enn unnt að höfða til ábyrgðar ríkisfjölmiðlanna og gera kröfu til að J)eir standi við það sem sagt er. í 1. tbl. tímarits Barnaheilla 1995 segir Hinrik Bjarnason yfirmaður Innkaupa- og markaðsdeildar Sjónvarpsins, að fram til ki. átta eigi efni Sjónvarps- ins að vera fjölskylduefni. Sýnis- horn úr ofbeldismyndum kvik- myndahúsanna er ekki slíkt efni og það er ekki farið fram á mikið þegar þess er óskað að Sjónvarpið standi við þá stefnu sem Hinrik nefndi. En það er barnaskapur að höfða til siðferðis eða ábyrgðar eigenda og stjórnenda einkareknu stöðv- anna. í mörg herrans ár hafa for- ystumenn og samtök þessarar þjóð- Hver eru áhrif ofbeldis- mynda í sjónvarpi á börn? Ingólfur V. Gíslason fjallar um danska könnun á íjölmiðlaofbeldi. ar barist fyrir allshetjar kramara- væðingu samfélagsins. Ekkert skiptir máli sem ekki er unnt að verðleggja. Að koma síðan og ætl- ast til að stöðvarnar taki tillit til annars en vilja auglýsenda er hjá- kátlegt. Enda sáu menn viðbrögð Stöðvar 2 við umræðunni um óheppileg áhrif ofbeldismynda á börn og unglinga. Þau fólust í því að fara að sýna ofbeldismyndir síð- degis, þegar foreldrar hafa hvað minnsta möguleika til að fylgjast með börnum sínum. Eðlilegt svar þeirra foreldra sem af alvöru hafa áhyggjur af því hvað börn þeirra sjá er að segja áskrift- inni upp. Áhrifaríkara væri reyndar ef einhver þeirra samtaka sem hafa lýst áhyggjum sínum, Barnaheill eða Heimili og skóli, söfnuðu til sín uppsögnum og gætu síðan sagt við Stöð 2: „Hér eru X margir áskrif- endur sem munu segja upp ef þess- um sýningum verður ekki hætt.“ Stjórnendur þessara stöðva finna fyrst og fremst til í pyngjunni. Þess vegna verður að höfða til hennar ef menn vilja hafa áhrif á þá. En svo er líka til í dæminu að þótt foreldrar hafi hátt um tíma þá séu þeir ekki reiðubúnir til að leggja neitt á sig til að þoka málum til betri vegar. Og þá uppskera menn í samræmi við það. Höfundur er starfsmaður á Skrif- stofu jafnréttismála og ritari Karlanefndar. Ingólfur V. Gíslason Finnur finnur annan sökudólg FINNUR Ingólfsson gagnrýndi fyrrverandi ríkisstjórnir fyrir að hafa ekki hemil á vaxtastiginu. Ef mig rangminnir ekki þá krafðist hann þess að beitt yrði handafli til þess að lækka vexti. Finnur er enn áhuga- maður um lækkun vaxta en er nú í erfiðri stöðu. Nú er hann bankamálaráðherra. í Morgunblaðinu 13. mars sl. auglýsir ríkis- stjórnin að vextir af fslenskum ríkisbréfum séu 9,92%, sem eru 59% hærri vextir en af samskonar bréfum í Danmörku, 95% hærri en í Þýskalandi og 73% hærri en í Bandaríkjunum. Nú er það ekki rík- isstjórnin sem ber sökina á þessum háu vöxtum, neei. Finnur hefur fundið annan sökudólg. Þeir seku Eftir að Finnur varð ráðherra hefur hann klifað á því að lífeyris- sjóðimir haldi uppi vaxtastiginu. í Morgunblaðsgrein 15. mars sl. skrifar ráðherrann meðal annars: „í fyrsta lagi þarf að auka sam- keppni á milli Iífeyrissjóða. Lífeyris- sjóðir eru ráðandi á verðbréfamark- aði.“ Og síðar; greininni segir hann: „Aukinni samkeppni á milli sjóðanna má ná fram með því að gefa launþegum frelsi til að velja sér sjóð.“ Hvað á ráðherrann við með orðinu frelsi? Eru laun- þegar hnepptir í ánauð? Þessi orð ráð- herrans eru í engu samræmi við þá um- ræðu sem hefur verið í þjóðfélaginu undanf- arið. Heldur ráðherr- ann virkilega að vextir lækki með því að fjölga h'feyrissjóðunum? En það er það sem hann á við ef mark er takandi á málflutningi hans undanfarið. Ráðherrann skrifar einnig: „Ríkis- sjóður er auk þess stór þátttakandi á markaðnum og hefur sem slíkur áhrif á vexti.“ Þarna gerir ráðherr- ann lítið úr áhrifum ríkissjóðs. Ég hefði haldið að sú mikia eftirspurn ríkisins eftir fjármagni hefði meiri áhrif á vaxtastigið en nokkuð ann- að. Nýr samningur um Iífeyrissjóði Nýlega undirrituðu ASÍ og VSÍ nýjan kjarasamning um lífeyrissjóð- ina. Þessi samningur er um margt áhugaverður og gerir m.a. ráð fyrir því að lífeyrissparnaðurinn dugi til Einar Gunnarsson framfærslu við starfslok. Sú aukna krafa sem gerð er til sjóðanna, leið- ir m.a. til þess að sjóðunum fækkar og rekstrarkostnaður í heildardæm- inu lækkar. Þannig verður meira eftir fyrir lífeyrisþegann. Ef ráð- herranum finnst þetta vera öfug- þróun þá hefur hann ekki fylgst með umræðunni undanfafin ár. Hann virðist halda að með fleiri iíf- eyrissjóðum lækki bæði vextir á ríkisbréfum og rekstrarkostnaður sjóðanna. Þegar ég tala um lífeyris- sjóði þá á ég við þá samtryggingar- sjóði sem verkalýðshreyfingin hefur samið um. Þegar ráðherrann talar um lífeyrissjóði þá á hann bæði við samtryggingarlífeyrissjóðina og þá Efþetta er lausnin, segir Einar Gunnars- son, þá vel ég mér ráðherralífeyrissjóð. sjóði sem m.a. tryggingafélög hafa sett á laggirnar en eru í raun ekki lífeyrissjóðir heldur bara almennt sparnaðarform. Hugmyndir Finns ráðherra ganga sem sagt út á það að launafólk hafi möguleika á að velja sér lífeyrissjóð og þá væntan- lega að sjóðirnir geti valið sér sjóðs- félaga. Gott og vel, ef þetta er lausnin þá ætla ég að velja mér ráðherraÍífeyrissjóðinn. Hann er hagkvæmastur fyrir lífeyrisþegann en óhagkvæmastur fyrir atvinnu- rekandann, þ.e. ríkissjóð. Hvaða sjóð skyldi Finnur velja sér? Höfundur er formaður Félags blikksmiða. Vill Morgunblaðið leggja eignarrétt- inn niður o g taka upp sósíalisma? í LEIÐARA blaðsins 16. marz sl., „Kvóti í arf“, er alvarleg árás á þau mannréttindi sem varin eru af eign- arréttarákvæði stjórnarskrárinnar. „Er það vilji íslensku þjóðarinnar að veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilög- sögu gangi í arf?“ spyr blaðið. Allar eignir ganga í arf. Það er ljóst að veiðiheimildir eru keyptar dýrum dómum á hveiju ári. Það sem menn kaupa, það eiga þeir, myndi Bjartur í Sumarhúsum hafa sagt og það sem menn eiga, mega þeir selja og gefa, veðsetja og láta ganga í arf. Kröfu- hafar geta gengið að eignum manna og hið opinbera skattlagt þær. Hvað er öðruvísi með veiðiheimildir? Samt fullyrðir blaðið að út- gerðarmenn hafi fengið veiðiheimilidirnar gef- ins og hinn sanni eig- andi sé þjóðin sem eigi að fá arð af „eign“ sinni. Utgerðarmenn voru búnir að stunda fiskveiðar sem atvinnu í áratugi er Alþingi neyddist til að tak- marka aðgang til fisk- veiða með lagasetningu og _ kvótaúthlutun. Í frétt í Mbl. 14. marz 1995 er haft eftir lagadeild Háskóla íslands að atvinnuréttindi þau sem menn hafa helgað sér á sviði fiskveiða séu eignarréttindi í merkingu 67. greinar stjórnarskrárinnar, sem ekki verði af þeim tekin nema með bótum. Er það skilgreining Mbl. að út- gerðarmenn hafi verið sviptir þessum atvinnuréttindum sínum á einni nóttu 1984 bótalaust og síðan hafi þeim verið gefin þau aftur á silfurfati? Kommúnisminn er hruninn í Rúss- landi og sósíalisminn og ríkisrekstur á undanhaldi víðast hvar. En ekki á íslandi. Hér hefur ríkissósíalisminn verið nefndur upp og kallast nú „sameign íslenzku þjóðarinnar". Eig- andi fiskveiðanna sé þjóðin. Það er enginn eigandi til, sem heitir „Þjóð- in“. tjóðin er ekki lögpersóna í þeim skilningi sem fer með eignarréttindi og njóti arðs af þeim. Framvinda þessa þankagangs ratar í öngstræti sem leiðir ekki til annars en eignar ríkissjóðs á veiðiréttindum, þjóðnýt- ingar á fiskveiðum. Ríkiskapítalism- inn verður ekkert geðslegri þótt við nefnum hann „sameign íslensku þjóðarinnár." Það er alltaf best að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Ég er alveg hissa á því að Mbl.-menn skuli ekki fyrir löngu vera búnir að sjá í gegnum þetta lýðskrum. Mönn- um er boðin hlutdeild í óskilgreindum ofsagróða í óvissri framtíð ef þeir fall#st á veiðileyfagjald. Þriðjungur þjóðarinnar lætur ekki blekkja sig. Ástæða þess að umræðan um fisk- veiðistjórnunina er komin í ógöngur er að menn blanda mörgu saman. 1. Sanngirnissjónarmið - Eign- arréttur 2. Tekjuþörf ríkissjóðs 3. Gengisskráning og hagsmunir iðnaðarins 4. Hagsmunir smábátaeigenda 5. Byggðarsjónarmið 6. Smáfískadráp 7. Kvótaeigendur hafa engar skyldur Löggjafinn • hefur mjög miklar heimildir til afskipta af atvinnumál- um og getur leyst þessi mál á ýmsan annan hátt en með þjóðnýtingu. 1. Sanngirnissjónarmið. Menn segja það ósanngjarnt að veiðiréttindi (kvótar) safnist á fárra manna hendur t.d, með kaupum og erfðum. Þetta á við um öll eignarréttindi. Ef löggjaf- inn vill breyta þessu getur hann skyld- að menn til að selja frá sér það sem umfram er það hámark sem hann ákveður. Eigandinn fær íé fyrir sem hann getur ráðstafað öðruvísi. Það er ósanngjarnt segja menn, að eigend- ur (eifíngjar) geti dvalið erlendis og lifað áhyggjulausu lífi fyrir kvóta- leigu. Þetta á líka við um húsaleigu-. tekjur, vaxtatekjur, arð af verðbréfum tekjur af höfundarétti o.s.fiv. Menn segja að kvótaeigendur fái þessi rétt- indi gefins a.m.k. í upphafi. Þetta er einfaldlega ekki rétt. I upphafi voru þetta áunnin atvinnuréttindi sjórnar- skrár varin skv. áliti Lagastofnunar og síðan hafa þessar eignir gengið kaupum og sölum. Um erfðarétt er ekkert að segja í þessu sambandi. Óll þjóðin fær miklar eignir yfirfærðar í arf án endurgjaids við hver kynslóðaskipti. Hvað með höfundarétt? Ekki væri t.d. Jón Jónsson tónskáld hrifínn af því að ef með lögum yrðu erfingjar hans sviptir erfðarétti á höfundarétti hans og þeim sagt að héðan í frá væru þau „sameign íslensku þjóð- arinnar" og þeir gætu boðið í þau eins og hver annar. Athafnaskáld eiga ekki að hafa minni rétt en önnur skáld. 2. Tekjuþörf ríkis- sjóðs er enginn grundvöllur til að svipta útgerðarmenn atvinnurétti sínum, frekar en aðra menn. Þvert á móti þarf að auka einkavæðingu í landinu og efla lýðræði. Þjóðin er ekki lögpersóna, segir Jóhann J. Ólafsson, í þeim skilningi sem fer með eignarréttindi og njóti arðs af þeim. 3. Gengisskráning. Eignarréttur á kvótum hefur ekkert með hana að gera. Hægt er að breyta genginu og leggja sérstakt gjald eða skatt á fisk- veiðar, þótt kvótar séu í eigu ein- staklinga og fyrirtækja og jafna að- stöðu atvinnugreina innbyrðis. Það er alveg sjálfstætt mál og þarf að ræða sérstaklega út frá sjónarmiðum efnahagsmála. 4. Hagsmunir smábátaeigenda og krókaleyfíshafa. Menn hafa haldið því fram að frá vemdarsjónarmiðum sé betra að veiða fisk á öngul og ekki í flotvörpu. Öll þessi sjónarmið eiga fullan rétt á sér og þarf að ræða sér- staklega. Löggjafinn hefur alveg nægar heimildir til að skipa þessum málum á hinn besta veg án þess að þjóðnýta fískveiðiheimildirnar. 5. Byggðarsjónarmið. Sama á þar við og 4. hér að ofan. 6. Smáfiskadráp. Sama á við og 4. hér að ofan. 7. Mörgum finnst að kvótaeigend- ur hafi of litlar skyldur til þess að vernda og viðhalda þessari eign sinni eins og aðra eigendur almennt, Mað- ur sem á fiskveiðiá þarf að rækta hana, gæta hennar fyrir veiðiþjófum o.s.frv. Húseigandi þarf að mála og halda eign sinni við. Vel má hugsa sér að samhliða reglur væru settar um kvótaeign. Ábyrgð á lífríki sjávar væri færð yfir á eigendur veiðirétt- indanna og skyldur til að gæta þeirr- ar eignar á allan hátt og koma í veg fyrir smáfiskadráp t.d. Það væri þjóðarhagur. Að lokum vil ég skora á Mbl. að hætta þessu þjóðnýtingarbrölti sínu, styrkja eignarrétt og mannréttindi í framtíðinni eins og þeir hafa gert sl. 80 ár. HOfundur er stórkaupmaður. Jóhann J. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.