Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAC-UR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VISKIPTI Landsbréfog Sam vinnubréf sameinast Samanlögð velta um 65 milljarðar BANKASTJÓRN Landsbankans hef- ur ákveðið að sameina starfsemi Landsbréfa og Samvinnubréfa Lands- bankans undir einn hatt og munu Landsbréf taka yfír starfsemi Sam- vinnubréfa frá og með deginum í dag. Að sögn Gunnars Helga Hálf- dánarsonar, forstjóra Landsbréfa, kemur sameinuð starfsemi til með að vera til húsa í húsnæði Landsbréfa. Gunnar segir að talsverð hagræð- ing fylgi sameiningunni þar sem starfsfólki muni fækka. Tveir starfs- menn Landsbréfa hafa starfað í Sam- vinnubréfum upp á síðkastið og munu þeir koma yfir við sameining- una en aðrir starfsmenn halda áfram störfum hjá Landsbankanum. Þetta mun því spara sem nemur um 5 starfsgildum í verðbréfaviðskiptum Landsbankasamstæðunnar. „Við fögnum þessari sameiningu að sjálfsögðu, enda teljum við að hún muni styrkja bæði Landsbréf sem og Landsbanka-samsteypuna. M.a. þar sem hún kemur til með að gera alla samtvinnun banka- og verð- bréfaviðskipta auðveldari en áður,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir tilgang þessarar sam- einingar vera að bæta þjónustuna við viðskiptavini Landsbankans og Landsbréfa. Viðskiptavinum Sam- vinnubréfa verði boðið upp á sömu þjónustu þar og áður, auk fjölþættr- ar þjónustu Landsbréfa. í fréttatil- kynningu frá Landsbankanum segir að bankinn vænti þess að sameining- in muni auka og bæta þjónustu bank- ans á sviði verðbréfaviðskipta. Eintalin velta Landsbréfa á síðasta ári nam um 57 milljörðum króna og jókst um 33% á milli ára, að því er fram kemur í ársreikningum Lands- bankans. Hagnaður Landsbréfa nam 10 milljónum á síðasta ári og dróst saman á milli ára. Samvinnubréf veltu hins vegar um 8 milljörðum króna og var afkoma þeirra i jámum, að sögn Gunnars Helga. Betri afkoma hjá Kaupfélagi Héraðsbúa Hagnaður 35 millj. Egilsstöðum. Morgunblaðið. REKSTUR Kaupfélags Héraðsbúa skilaði tæplega 35 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 miðað við 16 milljóna króna hagnað á árinu 1994. Rekstrartekjur félagsins voru rúmir tveir milljarðar. Félagið rekur m.a. verslanir á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði. Ingi Már Aðalsteins- son kaupfélagsstjóri sagði þokkalega sátt ríkja með rekstrarafkomu síð- asta árs. Þó væri mun verri afkoma í bolfiskvinnslu nú en oft áður og hefði hún áhrif á heildarútkomuna. Aftur á móti er bati í verslun og þjónustudeildum. Ingi Már sagði að þrátt fyrir lækk- un skammtímaskulda hefðu skulda- vextir ekki lækkað vegna hárra raun- vaxta hjá félaginu. Hvað varðaði fjárfestingar á síðasta ári sagði Ingi Már að þar hefði varkárni ríkt. KH hefði selt flutningadeiid félagsins á síðasta ári og verið stofnaðili að Flutningamiðstöð Austurlands síðla árs 1995. Ingi Már sagði að verið væri að endurbæta margar af verslunum fé- lagsins og að koma eigi upp ferða- mannaverslun á Egilsstöðum í sam- vinnu við Esso fyrir sumarið. Sú verslun mun þá hafa mun lengri af- greiðslutíma en aðrar verslanir og er það hugsað sem aukin þjónusta bæði við ferðafólk og heimamenn. FRÁ AÐALFUNDI Olís. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnarformáður OIís, er í ræðustól en við borðið sitja f.v. Einar Benediktsson, forstjóri, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, fundarritari og Viggó Maack, fundarstjóri. Olíufélögin auka samvinnu sína í hagræðingarskyni Sameinast um flutn- inga á öllu eldsneyti OLÍUFÉLÖGIN þijú, Olís, Olíuféiagið og Skeljungur, hafa sameinast um flutninga á öllum tegundum eldsneyt- is til landsins frá Noregi. Þetta fyrir- komuiag tók gildi um áramótin en þrjú ár þar á undan höfðu Skeljungur og Olís átt í samstarfí um flutninga eldsneytis frá Noregi en Olíufélagið flutt inn með sérstöku skipi. Félögin hafa aftur á móti alla tíð staðið sam- eiginlega að innkaupum og flutning- um svartolíu frá Rússlandi. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnar- formaður Olís, vék að þessari sam- vinnu olíufélaganna í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær og sagði að hún hefði reynst farsæl á fleiri sviðum en með- stofnun Olíudreifing- ar hf. Auk samvinnu um flutninga hefðu félögin komið á fót Gasfélag- inu ehf. um rekstur gasstöðvar í Straumsvík. Þá væru þessi félög þijú búin að ná saman um samstarf bæði á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkur- flugvelli. ♦ Aukin tengsl við sjávarútveg Gísli Baldur gerði einnig að umtals- efni frumvarp ríkisstjómarinnar um flárfestingar erlendra aðila í sjávarút- Frumvarp um er- lendar fjárfestingar í sjávarútvegi gagnrýnt á aðal- fundi Olís vegi. Þar er sem kunnugt er gert ráð fyrir að félög þar sem erlendir aðilar eiga meira en 33% hlut, megi ekki fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Sagði hann reglurnar, ef að lögum yrðu, leiða til þess að Skeijungur, þar sem erlendir aðilar eiga 21%, gæti keypt fyrirtæki í sjávarútvegi í heilu lagi. Olís gæti ekkert komið nærri slíkri íjárfestingu, þar sem erlendir aðilar ættu 35%. „Olís hefur átt litla eignarhluta í nokkrum félögum sem stunda sjáv- arútveg og fiskvinnslu," sagði Gisli Baldur. „Þessir eignarhlutar eru nán- ast allir til komnir fyrir gildistöku núgildandi laga, og lögin eru auðvitað ekki afturvirk. Þessi-lög eða tillögurn- ar um breytingar á lögunum eiga því ekki við um þá eignarhluta. Sala á eldsneyti og rekstrarvörum til sjávarútvegsins er langtum veiga- mesti þátturinn í starfsemi félagsins. Tæplega fjórir fimmtu hlutar elds- neytissölu Olís er til útgerðar, meðan einungis fimmtungur, 20%, eldsneyt- issölunnar fer fram á bensínstöðvum. Það liggur í augum uppi að við höfum leitast við að efla tengsl okkar við sjávarútvegsfyrirtækin, og munum gera það áfram. Við munum illa sætta okkur við það að vera eina fyrirtækið í landinu sem ekki getur haldið áfram að stunda viðskipti með þeim hætti sem samkeppni gerir kröfu til og tíðk- ast hefur á undanförnum árum, vegna tilkomu þessara lagabreytinga." Gísli Baldur vék einnig að ummæl- um Indriða Pálssonar, stjómarform- anns Skeljungs á aðalfundi þess fé- lags um kaup Olíufélagsins á 35% hlut í Olís. Indriði sagði þar ekki ein- asta ljóst hvetjir réðu ferðinni innan Olís heldur væru þetta skref í áttina að sameiningu. „Þótt forsvarsmenn Skeljungs vilji láta í veðri vaka að Olíufélagsmenn séu nú alls ráðandi innan Olís, verður að hafa í huga að það þjónar ákveðnum samkeppnistil- gangi hjá Skeljungi að spyrða Olís og Esso sem mest saman.“ Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins segir flutningsjöfnunarsjóð ekki fullnýttan Auka þarf fíutningsjöfnun eða hækka verð úti á landi Vanmetin hlutabréf AÐALFUNDIR fyrirtækja era oftast heldur formfastir og fátt ber þar út af. Á aðalfundi Olíufélagsins í gær gripu hlut- hafar þó fram fyrir hendur stjórnar er kom að afgreiðslu tillögu um að félaginu yrði heimilt að eignast allt að 10% hlut í sjálfu sér. Eitthvað hafði stjórninni misfarist því ein málsgreinin hljóðaði svo. „Kaupverð hinna keyptu hluta má ekki fara yfír tíu af hundraði af markaðs- virði og eigi vera lægra en 10 af hundraði af markaðsvirði þeirra.“ Einn fundarmanna gerði athugasemd við þetta orðalag og spurði hvaða hlut- hafi yrði eiginlega tilbúinn til þess að selja hlutabréf sín ef einungis fengist fyrir þaú 10% af markaðsvirði þeirra. Sá fundarstjóri þá ástæðu til að ráðfæra sig við stjómar- menn og tókst, eftir nokkra töf, að leiðrétta hina meinlegu villu. Ekki virðast fundarmenn á síðasta aðalfundi félagsins hafa verið jafnárvökulir því þar hafði þessi sama tillaga verið samþykkt án nokkurra vandkvæða. AUKA þarf greiðslur úr flutnings- jöfnunarsjóði eða hækka olíuverð úti á landi þar sem starfsemi flutn- ingsjöfnunarsjóðs er með þeim hætti að markmið sjóðsins ná ekki fram að ganga nema að hluta, að því er fram kom í máli Geirs Magn- ússonar, forstjóra Qlíufélagsins, á aðalfundi félagsins í gær. Sagði Geir að í núverandi kerfi væri flutn- ingskostnaður Olíufélagsins frá inn- flutningshöfnum t.d. um 80-100 milljónum króna hærri en fengist greitt úr sjóðnum, án þess að það hefði valdið neinum hækkunum á þeim stöðum sem olían var flutt til. „Olíufélögin geta ekki búið við það að framkvæmd laga um flutn- ingsjöfnun sé með þeim hætti að flutningskostnaður sé aðeins greiddur að hluta en verð á bensíni verði áfram það sama og við inn- flutningshöfn," sagði Geir. „Annað tveggja verður að koma til. I fyrsta lagi að flutningskostnaður frá inn- flutningshöfnum verði greiddur að fullu eins og lög kveða á um. Ef ekki þá verða olíufélögin að fá þann hluta flutningskostnaðar sem upp á vantar borinn uppi með hærra verðlagi úti á landi.“ Geir sagði einnig tilefni vera til þess að leiðrétta nokkrar rangtúlk- anir Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, um flutningsjöfnun olíu- vara. Meðal annars þá staðhæfingu að Skeljungur væri að greiða niður flutningskostnað hinna olíufélag- anna og að framtíðarafkoma Skelj- ungs velti að nokkru leyti á því hvernig flutningsjöfnun verði hátt- að í framtíðinni. Hluthafar Olíufé- lagsins mættu ekki standa í þeirri trú að framtíðarhorfur félagsins væra að einhveiju leyti komnar undir flutningsjöfnun olíuvara, því svo væri ekki. Flutningsjöfnun hefði ekkert með afkomu félaganna að gera ef lögin væru rétt út færð og allur kostnað- ur greiddur. Þá snerust lögin ekki um kostnaðaijöfnun milli olíufélag- anna heldur um kostnaðaijöfnun á milli þeirra sem búa við innflutn- ingshafnir og þeirra sem búa fjær þeim. Eignarhaldsfélag stofnað um eignir í öðrum félögum Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Olíufélagsins, reifaði í ræðu sinm markverðustu atburði síðasta árs. í máli hans kom fram að Olíufé- lagið hefði fjárfest í hlutafé annarra félaga fyrir 1.138 milljónir króna á síðasta ári. Stærstur hluti þessarar fjárhæðar stafar af kaupum félags- ins á 35,4% eignarhlut í Olís hf., en eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins þann 21. mars 1995, var kaupverðið ríflega þre- falt nafnverð bréfanna. Nafnvirði hlutafjáreignar Olíufélagsins í Olís nemur tæpum 238 milljónum króna. Af öðrum fjárfestingum nefndi Kristján kaup félagsins á hlutabréf- um í Vinnslustöðinni, Skagfirðingi, KEA og Sléttanesi. hf. Hins vegar hefðu hlutabréf félagsins í nokkrum félögum, þ.á m. íslenskum sjávaraf- urðum og SÍF, Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar, verið seld. Þá sagði Kristján að á árinu hefði verið stofnað eignarhaldsfélag, Ker ehf., um hlutabréfaeign félagsins í öðrum hlutafélögum. Á aðalfundinum var samþykkt sú tillaga stjórnar að greiða 10% arð til hluthafa. Þá var samþykkt tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa að fjárhæð 10% af nafnvirði hlutafjár. Eftir þessa hlutfjáraukn- ingu er heildarhlutafé Olíufélagsins 760,7 milljónir króna að nafnvirði. Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa, auk Kristjáns Loftsson- ar, stjórnarformanns, Gísli Jóna- tansson, Guðjón Ólafsson, Magnús Gauti Gautason og Margeir Daní- elsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.