Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ var frekar fámennt í þingsal Alþingis í gær þótt þar væri rætt um mjög umdeilt frumvarp
félagsmálaráðherra. Kristín Astgeirsdóttir Kvennalista er í ræðustól.
Morgunblaðið/Sverrir
Frumvarp um stéttarfélag og vinnudeilur veldur deilum á Alþingi
Mælt fyrir málinu í ósátt
við stjómarandstöðu
FRUMVARPIÐ var tekið á
dagskrá Alþingis í gær-
morgun þrátt fyrir hörð
mótmæli stjórnarand-
stæðinga sem sögðu það m.a. vera
gerræðisleg vinnubrögð og móðgun
við Alþingi að taka jafn viðamikið
frumvarp til umræðu án þess að
þingmenn fengju tíma til að kynna
sér efni þess.
Frumvarpið var lagt fram á Al-
þingi á þriðjudagskvöld og sagði
Ólafur G. Einarsson forseti Alþing-
is að þessi tímafrestur væri innan
þingskapa. Ólafur sagði að ríkis-
stjórnin legði áherslu á að koma
frumvarpinu til þingnefndar fyrir
þinghlé sem hefst í dag og stendur
fram yfir páska og hann tæki tillit
til þeirra sjónarmiða.
Eftir fundi með þingflokksfor-
mönnum varð niðurstaðan að fé-
lagsmálaráðherra flytti framsögu-
ræðu en síðan yrði gefið hlé fyrir
þingflokksfundi. Svavar Gestsson
þingflokksformaður Alþýðubanda-
lagsins sagði eftir það áð málið
væri tekið á dagskrá gegn mótmæl-
um stjórnarandstöðunnar og í fullri
ósátt við hana og því yrði að setja
spurningarmerki við samkomulag
sem ríkt hefði um þingstörfin og
nefndastarf.
Skiptar skoðanir
sjálfstæðismanna
Fram kom hjá Guðmundi Hall-
varðsyni þingmanni Sjálfstæðis-
flokks að innan raða sjálfstæðis-
þingmanna væru skiptar skoðanir
um frumvarpið og gefa hefði átt
aðilum í verkalýðshreyfingunni og
vinnuveitendum lengri tíma til að
koma sér saman um leikreglur í
stað þess að flytja um þær frum-
varp á Alþingi eins og félagsmála-
ráðherra hefði gert.
„Ef þeir [koma sér ekki saman
um leikreglur] þá þýðir ekki fyrir
okkur hér á hinu háa Alþingi að
setja Ieikreglur sem ekki verður
farið eftir og binda þær í lögum,“
sagði Guðmundur.
En Páll Pétursson félagsmála-
Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka á Al-
þingi lýstu sig andvíga frumvarpi um stéttar-
félög og vinnudeilur sem félagsmálaráðherra
mælti fyrir á Alþingi í gær.
ráðherra sagði að samningaleiðin
hefði verið fullreynd. „Það var ekk-
ert annað að gera en láta frumvarp-
ið koma fram. Þeir eru búnir að
hafa hálfan annan mánuð til að
semja og ekki náð neinum árangri
og það er búið að ræða málið á 48
fundum aðila, svo ég var orðinn
afar vonlaus um það að samningar
tækjust. Síðan duga ekki samning-
ar nema fyrir samningsaðila en nú
þurfa fleiri að fara eftir þessu en
þeir sem eru í samtökum vinnuveit-
enda og launþega," sagði Páll.
Bættar samskiptareglur
í framsöguræðu sinni lagði Páll
Pétursson félagsmálaráðherra
áherslu á að frumvarpið yrði að
lögum í vor og beindi því til allra
málsaðila að kynna sér frumvarpið
fordómalaust. Hann sagði megin-
markmið þess að bæta samskipta-
reglur á vinnumarkaði og um væri
að ræða sanngjarna og skynsam-
lega vinnulöggjöf sem ætti að verða
launþegum og atvinnurekendum og
þar með þjóðinni allri til farsældar.
„Það verður aldrei of oft tekið
fram, að markmiðið er ekki að tak-
marka svigrúm stéttarfélaganna
heldur eingöngu að tryggja að
samningaleiðir séu jafnan full-
reyndar áður en til átaka kemur.
Jafnframt að tryggja að félags-
mennirnir hafi í raun full áhrif á
framgang mála,“ sagði Páll.
En Bryndís Hlöðversdóttir Al-
þýðubandalagi sagði að með frum-
varpinu væri ráðist að rótum þess
sem verkafólki væri helgast, sjálfri
verkalýðshreyfingunni. Það væri
sama hversu oft félagsmálaráð-
herra klifaði á því gagnstæða. Rík-
isstjórnin ætlaði með lögþvingunum
að setja reglur um innri málefni
stéttarfélaga og það væri brot á
grundvailarreglum sem byggt hefði
verið á og brot gegn reglum sem
norrænn vinnuréttur byggði á.
Páll lýsti yfir vilja til að skoða
ýmsa hluti nánar í frumvarpinu, svo
sem hlutföll í atkvæðagreiðslu inn-
an verkalýðsfélaga um verkfalls-
boðanir og kjarasamninga.
Félög brotin upp
Kristín Ástgeirsdóttir Kvenna-
lista lýsti fullri andstöðu við frum-
varpið, sagði það gera stéttarfélög-
um erfiðara fyrir í kjarabaráttu, í
því fælist miðstýring við samninga-
gerð og það samræmdist á engan
hátt þróun í öðrum löndum, enda
byggðist slíkt á úreltum hugmynd-
um.
Kristín gagnrýndi ýmis ákvæði
frumvarpsins, m.a. ákvæðið um
heimild til að stofna vinnustaðafé-
lög á stórum vinnustöðUm og benti
á að ef t.d. yrði stofnað slíkt félag
í Álverinu í Straumsvík hefði það
augljóslega mikil áhrif á stöðu Hlíf-
ar í Hafnarfirði, sem stór hluti
starfsmanna álversins væri í. Sama
mætti segja um Dagsbrún ef sér-
stök stéttarfélög væru stofnuð hjá
Eimskip og Samskip.
Rannveig Guðmundsdóttir Al-
þýðuflokki tók undir þetta og sagði
ákvæðið bijóta algerlega upp hin
stærri verkalýðsfélög með þeim af-
leiðingum að félögum stjórfjölgaði
og ofurvald vinnuveitenda stóryk-
ist. Mikill munur væri á að opna
möguleika á vinnustaðasamning-
um, eins og Alþýðuflokkurinn hefði
hvatt til, og setja lög um verkalýðs-
félög á vinnustað.
Þegar Árni M. Mathiesen Sjálf-
stæðisflokki spurði Rannveigu um
afstöðu hennar til frumvarpsins
sagðist hún gersamlega andvíg því.
Hún væri þess að vísu fullviss að
í frumvarpinu leyndist atriði sem
henni þætti sjálfsagt að skoða, að
sú valdbeiting sem væri í málinu
eyðilegði möguleika til að ná sátt
um þau atriði sem gætu verið til
bóta.
Gott og þarft mál
Pétur Blöndal Sjálfstæðisflokki
sagði málið bæði gott og þarft, og
gengi raunar ekki eins langt og
hann óskaði, m.a. varðandi kröfur
um fjölda þeirra sem þurfa að sam-
þykkja verkfallsboðun og sam-
þykkja miðlunartillögu sáttasemj-
ara. Nauðsynlegt væri að auka lýð-
ræði í verkalýðshreyfingunni, enda
gengi ekki að örfáir félagsmenn
gætu boðað verkföll eða fellt kjara-
samninga. Og allt kosningakerfið í
frumvarpinu gengi út frá þeirri
staðreynd að menn byggju við mikla
félagslega deyfð í verkalýðshreyf-
ingunni vegna skylduaðildar að
verk alýðsfélögum.
Pétur sagði að upphlaupið í þjóð-
félaginu minnti á baráttu forrétt-
indastétta gegn breytingum á stöðu
sinni. Reginmunur væri á verka-
lýðnum og verkalýðsfélögum sem
notuðu verkalýðinn sem einskonar
verkalýðsiðnað. Þá hefðu þessir
aðilar ægivald gegnum lífeyrissjóði.
Ólýðræðisleysi í verkalýðshreyfing-
unni kallaði á samskonar ólýðræðis-
leysi hjá atvinnurekendum og sam-
an færu þessi samtök með íjöregg
þjóðarinnar, lífeyrissjóðina, sem í
væru 260 milljarðar króna.
Ágúst Einarsson Þjóðvaka sagði
að í ræðu Péturs hefði blasað við
stefna ríkisstjórnarinnar í reynd,
óheft markaðshyggja og vald fjár-
magnsins ætti að ráða í samskiptum
um kaup og kjör. Búið væri að
svipta umbúðunum af frumvarpinu
og við blasti miðstýrð vinnuveit-
endasamtök sem ættu að mæta
launþegum sem hefðu báðar hendur
bundnar.
Ný Dags-
brún
stofnuð
ÞEIR sem stóðu að framboði
B-listans við kjör til stjórnar
Dagsbrúnar í vetur hafa stofn-
að félag sem heitir Verkalýðsfé-
lag Reykjavíkur og nágrennis -
Ný Dagsbrún. Kristján Árna-
son, sem leiddi B-listann, segir
að félagið verði opnað fyrir fé-
lagsmönnum ef nýkjörin stjórn
Dagsbrúnar haldi áfram að
hunsa sjónarmið B-listans.
Félagið var stofnað í síðustu
viku. Kristján sagði að ástæðan
væri sú að stjórn Dagsbrúnar
hefði í engu tekið tillit til sjónar-
miða þeirra sem stóðu að fram-
boði B-listans. Hann sagði að
sér hefði gengið mjög illa að
fá svör frá stjórninni t.d. um
hvernig staðið yrði að vali á
fulþtrúum Dagsbrúnar á þing
ASÍ í vor.
„Við ætlum að sjá hvetju
fram vindur og ef framhjá okk-
ur vet'ður gengið er enginn
vandi fyrir okkur að opna fyrir
inngöngu í þetta nýja féíag.
Við viljum lýðræðisleg vinnu-
brögð innan verkaiýðshreyfing-
arinnar og við ætlum að starfa
á þeim grundvelli ef við þurfum
að segja skilið við hina eiginlegu
Dagsbrún," sagði Kristján.
Langholtsdeilan
Yfirlýsing
undirskrift-
arhóps
HÓPUR sem stóð að undir-
skriftasöfnun meðal sóknar-
barna í Langholtssókn hefur
sent frá sér yfirlýsingu vegna
„ásakana sóknarprests, Flóka
Kristinssonar og lögmanns
hans, Sigurðar G. Kristinsson-
ar,“ þess efnis að vegið hafið
verið „að starfsheiðri sóknar-
prests og æru“. 40% sóknar-
barna skrifuðu undir tillögu þess
efnis að séra Flóki viki úr starfi.
Undir yfirlýsinguna rita 12
manns, en í henni segir meðal
annars að ekki sé einungis um
að ræða deilu milli sóknarprests
og organista eins og sóknar-
prestur viiji halda fram heldur
varði hún „deilur sóknarnefnd-
ar, starfsfólks safnaðarins,
fyrrverandi sóknarprests, kórs
og meirihluta safnaðarbarna við
sóknarprestinn". Því hafi hópur
fóiks tekið sig til og hist á
óformlegum fundum og „velt
fyrir sér hvaða leiðir væru til
bjargar söfnuðinum og því safn-
aðarstarfi sem [hann] viidi sjá
að færi fram innan Langholts-
safnaðar".
Undir þetta skrifa: Anna S.
Garðarsdóttir, Ármann H.
Benediktsson, Baldur Hafstað,
Baldvin Frederiksen, Elín Ebba
Gunnarsdóttir, Garðar Þór-
hallsson, Helgi Kristinsson,
Ingimundur Friðriksson, Katla
Þorsteinsdóttir, Páll Pétursson,
Skúli Björnsson og Þórður B.
Sigurðsson.
Nýtt útlit
Austur-
strætis?
BORGARRÁÐ mun væntan-
lega fjalla um á þriðjudag tillög-
ur sem Guðni Pálsson arkitekt
hefur unnið fyrir Borgarskipu-
lag Reykjavíkur um nýtt útlit
Austurstrætis.
Fjallað hefur verið um tillög-
urnar í skipulagsnefnd og
menningarmálanefnd, með til-
liti til hugsanlegrar staðsetn-
ingar listaverka.