Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRG ÚLFUR RÚNAR ÓLAFSSON + Björgúlfur Rún- ar Ólafsson fæddist í Reykjavík 21. júní 1969. Hann andaðist 12. mars síðastliðinn í Land- spítalanum í Reykjavík. Foreldr- ar hans eru Ólafur Rúnar Björgúlfs- son, f. 19.6. 1948, og Halldóra Elín- > borg Ingólfsdóttir, f. 5.2. 1951, d. 12.9. 1992. Systkini Björgúlfs Rúnars Ólafssonar eru: El- ísabet Björg Ólafsdóttir, f. 1967, Erna Björk Jónsdóttir, f. 1976, Inga Helga Jónsdóttir, f. 1977, Guðbjörg María Jónsdóttir, f. 1980 og Ingólf- ur Kári Ölafsson, f. 1983. Björgúlfur kvæntist Maríu Jónsdóttur þann 22.10. 1994 og eiga þau eina dóttur, Halldóru Elínborgu, sem er fædd. 4.6. 1994. Útför Björgúlfs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. j Okkur langar að minnast frænda okkar, Björgúlfs Rúnars Ólafssonar, sem lést langt um ald- ur fram aðeins 26 ára. Ekki vitum við hvers vegna Guð tók þig til sín svo snemma en Drottinn fer sínar eigin leiðir sem okkur er ekki alltaf kleift að skilja. Okkur verður orða vant þegar lífsins dyrum er lokað svo miklu fyrr en við vildum. Við sem eftir stöndum getum ekki annað gert en snúið bökum saman, treyst vináttubönd- in og horft móti framtíðinni þótt söknuðurinn yfirgnæfi allt annað um sinn. Beggi, eins og við kölluð- um hann, hafði lag á að gera lífið bjartara í kringum sig. Lífsgleði hans og hressileiki var einstakur. Sumt fólk er svo lánsamt að það getur ávallt glatt aðra þó lífið fari ekki alltaf mjúkum höndum um það sjálft. Það verða þung spor og hjörtu full saknaðar nú þegar við fylgjum Begga síðasta spölinn á þessari jörð. Við reynum í sorg okkar að hugga okkur við að nú er hann kominn í Guðsríki umvafinn kærleika og ástúð móð- ur sinnar og annarra ástvina sinna. Að lokum biðjum við góðan Guð að blessa hann og allt sem honum var kærast hér á jörð. Megi minningin um þig, elsku Beggi minn, lýsa okkur leiðina áfram og styrkja okkur um ókom- in ár. Blessuð sé minning hans. Margrét Björgólfsdóttir og fjölsk. Mig langar að minnast elskulegs bróðursonar míns, Björgúlfs Rún- ars Ólafssonar, en hann lést 12. mars. Hann var sonur Halldóru Elínborgar Ingólfsdóttur, en hún er látin, og bróður míns, Ólafs Rúnars Björgúlfssonar. Björgúlf- ur, eða Beggi eins og við kölluðum hann, var næstelsta barn þeirra. Eiginkona hans er María Jónsdótt- ir og eiga þau yndislega litla stúlku, sem þau skírðu eftir ömmi sinni, Halldóru Elínborgu. Það er erfitt og sárt að sætta sig við að þú skulir vera farinn frá okkur, svona ungur maður í blóma lífsins, sem áttir. alla framtíðina fyrir þér. Elsku Beggi minn, við vonuðum alltaf að þér myndi batna og við trúðum því og því ýttum við alltaf hinni hugsuninni í burtu. Hvað þú ert búinn að vera dugleg- ur í veikindunum, þú varst hetja. Alltaf þegar ég spurði þig hvernig þér liði var svarið ávallt: „Mér líð- ur bara vel.“ Aldrei heyrði ég þig kvarta, þú varst alltaf kátur og hress, hvernig sem þér leið. Elsku Beggi minn. Þér hlýtur að vera ætlað eitthvað mikilvægt starf hjá Guði fyrst hann tók þig svona ungan frá okkur. Við mun- um ætíð sakna þín. Guð veri með þér þar sem þú ert núna og ég veit að þú ert á góðum stað hjá Guði. Megi almáttugur Guð styrkja ykkur, elsku Mæja mín og Hall- dóra, Diddi og Kolla og ykkur systkinin, Elísabet, Erna, Inga, GuðbjöVg og Ingólfur Kári. Elsku mamma mín, ég bið Guð að styrkja þig og okkur alla aðstandendur hans. Elsku Beggi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig- Þín frænka, Sigrún Björgúlfsdóttir. Nú er hinni löngu þrautagöngu hans Begga lokið. Því miður lauk henni ekki með sigri eins og ég bað og vonaði. Nú tekur við erfið- ur tími hjá þér, elsku Maja, en ég er viss um að með hjálp og styrk vina og fjölskyldu kemstu heil í gegnum það. Svo skildi hann svo mikið eftir sig, dýrðlega dóttur og fullt af góðum minningum sem þú getur sótt styrk í. Eg á ykkur svo mikið að þakka, þið veittuð mér húsaskjól, vináttu og ógrynnin öll af þolinmæði, þið hjálpuðuð mér að koma fótunum uindir mig og ekki síst voruð þið sérlega lagin við að laða fram bros og hlátur. Ég mun minnast hans Begga sem „ljónsins okkar“, ægi- lega stríðinn grallari sem í flestum tilvikum gat séð spaugilega hlið á öllu og smitaði út frá sér; það var ekki hægt annað en að þykja vænt um hann. Mér finnst erfitt að skilja hvers vegna hann var hrifinn úr faðmi fjölskyldunnar, svo ungur að árum. En ég trúi því að hann sé nú í betri heimi, þar sem allt er eins og það á að vera. Elsku Maja, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja > vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Kristrún. + Ester Þor- steinsdóttir fæddist á Blikalóni á Melrakkasléttu 17. febrúar 1922. Hún lést 15. mars síðastliðinn. Ester var dóttir Þorsteins Magnússonar bónda á Blikalóni og Jóhönnu Guð- rúnar Hálfdánar- dóttur. Ester ólst upp hjá móður sinni tii sex ára ald- urs, lengst af á Grenjaðarstað. Fór þá til föður síns á Blikaióni þar sem hún var til sextán ára ald- urs. Systkini Esterar: Bergljót Sigurðardóttir, Torfi Sigurðs- son, látinn, Magnús, Sigmar, Eirikur og Grétar Þorsteins- Fyrstu kynni mín af Ester voru þegar ég kynntist dóttur hennar en um það leyti var fjölskyldan að flytja til borgarinnar frá Þing- eyri þar sem hún hafði átt heima í 15 ár en tengdafaðir minn hafði verið héraðslæknir í Dýrafirði. Með okkur Ester tókst strax góð vinátta. Tengdamamma var ákaflega góð húsmóðir og hafði lag á að gera heimili sitt hlýlegt og vistlegt. Á Þingeyri höfðu þau hjónin rekið myndarlegt menning- árheimili og ekki vildi tengdam- amma hafa það öðruvísi á Sunnu- synir og Sigríður og Ingibjörg Þor- steinsdætur. Ester giftist Þorgeiri Jónssyni lækni árið 1943 og eignuðust þau þrjú börn, Maríu, gift Jóni Atla Kristj- ánssyni, Guðrúnu, í sambúð með Erl- ingi Hjálmarssyni, og Jón Aðalstein, í sambúð með Láru Thors. Ester gekk í Húsmæðraskólann á Laugum og lauk þaðan prófi 1941. Þá fór hún til Reykjavík- ur og vann á saumastofu. Útför Esterar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. brautinni í Kópavogi. Hún var læknisfrú og vildi ekki að upp á sig stæði við að standa við hlið eiginmanns síns, eins og hún hafði gert á Þingeyri þar sem hún m.a. rak sjúkraskýliö með öðrum heim- ilisverkum. Við hjónin komum oft á Sunnu- braut og nutum þar ávallt veg- legra veitinga enda var Ester ákaflega myndarleg húsmóðir og var í mínum huga fulltrúi hinna gömlu gilda, húsmóðurinnar sem sá um heimilið og börnin. Ester var að eðlisfari glaðlynd og hjarta- hlý kona sem sagði skemmtilega frá enda skyld Þórbergi Þórðar- syni. Hún var ákaflega myndarleg kona og hafði unun af því að búa sig upp á og klæða sig fallega, enda hafði hún sérstaklega næmt auga fyrir fallegum hlutum. Tengdapabbi sagði mér oft frá því að hún hefði verið ein fallegasta stúlkan á Húsavík og hann hefði verið ákaflega stoltur af því að þessi stúlka sem gat valið úr strákum skyldi verða konan hans. Tengdamamma átti við lang- varandi veikindi að stríða. Með þeirri þekkingu sem er í dag á geðsjúkdómum er erfitt að gera sér í hug hvernig þetta var áður en nútímalyf og lækning var möguleg. Ester bar sinn sjúkdóm af æðruleysi og ótrúlegum styrk. Þegar henni leið betur vildi hún lifa lífinu og vera góð við alla, enda var það einn af hennar eðlis- þáttum að vilja gefa öllum allt. Sterkur dráttur í hennar fari var að hún var alla tíð sérstaklega góð við þá sem minna máttu sín og ávann sér virðingu fyrir það. Veikindi Esterar ágerðust hin síðari ár og dvaldi hún langdvölum á Borgarspítalanum. Þar naut hún frábærrar umönnunar starfsfólks geðdeildarinnar sem fjölskyldan vill færa hinar bestu þakkir fyrir. Ég minnist Esterar tengdamóð- ur minnar sem sterks persónu- leika, hjartahlýrrar konu, sem allt- af vildi gefa og gleðja aðra. Dugn- aðurinn var hennar aðalsmerki og sterkur vilji til að standa sig. Hún var í mínum huga stórkostleg hetja þegar það er skoðað hvað á hana var lagt. Jón Atli Kristjánsson. ESTER ÞORSTEINSDÓTTIR EYRÚN G UÐMUNDSDÓTTIR Eyrún Guð- niundsdóttir fæddist á Stokkseyri 25. mars 1898. Hún andaðist á Hjúkrun- ar- og dvalarheimil- inu Eir 12. mars 1996. Eyrún var dóttir hjónanna Guðmundar Sæ- mundssonar, f. 7. júlí 1896 í Hróars- holti, d. 23. janúar 1953, kennara á Stokkseyri, og Ey- rúnar Eiríksdóttur, f. lO.júlí 1870 í Fell- skoti, d. 3. desember 1965. Hjónin eignuðust 10 börn. Auk Eyrúnar komust 6 þeirra til fullorðinsára, Kristján Oskar, Guðrún Lilja, Guðmunda Lauf- ey, Guðlaug Ágústa, Eiríkur Aðalsteinn og Sigurþór, en Lilja, Sæmundur og Ástgeir Eymundur létust á barnsaldri. Eyrún giftist Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara 8. nóvember 1924. Einkabarn þeirra er Guð- Látin er í Reykjavík Eyrún Guð- mundsdóttir. Þegar maður hennar, Jón Þorsteinsson íþróttakennari, dó fyrir nokkrum árum, skrifuðum við um hann fáeinar linur. Þær eiga ekki síður við um hana, svo samhent voru þau. Það er sjónar- sviptir að þeim hjónum gengnum. Éyrún var skörungur mikill, bæði í orði og verki. Saman fóru ákveðni og dugnaður, sem eftir var tekið. Minnisstæðastur margra góðra eiginleika var sennilegast hreinskilnin. Eyrún gerði sér far um að hlýða á og taka tillit til sjón- armiða annarra, en fór ekki dult með eigin skoðanir á mönnum og málefnum. Hún lét efnisrök ráða niðurstöðum sínum, virti einskis hugtakið heilagar kýr og þessi við- horf hennar leiddu iðulega til hinna skemmtilegustu samræðna. Hún var líka fróð um marga hluti, kunni vel sögu lands og þjóðar og fór gjarnan með kvæði og gamanmál. Áratugum saman héldu Eyrún og Jón glæsilegt og rausnarlegt heimili, lengstum á Lindargötu 7 og seinna í Hamrahlíð 27 í Reykja- vík. Það var gaman og gott að sækja þau hjón heim og oft margt um manninn. Móttökurnar voru alltaf góðar og það fór ekki milli mála, að þar bjuggu vinir, sem maður átti að jafnt í blíðu sem stríðu. Festa Eyrúnar og trúnaður komu glögglega fram á langvar- andi veikindatímabili Jóns, þegar hún var hjá honum allar stundir. Þau áttu mikið og gott listasafn og hafa gefið verulegan hluta þess til ríkis og borgar, svo að nú geta landsmenn allir notið. Við yottum syni Eyrúnar, Guð- mundi fyrrum hæstaréttardómara, sem og konu hans Fríðu, öðrum ættingjum, tengdafólki og vinum innilegustu samúð okkar. Við mun- um sakna Eyrúnar og ávallt minn- ast hennar með sérstökum hlýhug og þakklæti. Guðrún Árnadóttir og Alfreð Guðmundsson. Látin er í hárri elli amma mín, Eyrún Guðmundsdóttir. Það hljómar ef til vill eins og öfug- mæli að segja um konu er fæddist á síðustu öld að hún hafi aldrei orðið gömul. Þetta má þó til sanns vegar færa því þótt líkamainn hrörnaði var andinn lengst af sá sami. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast og verða sam- ferða slíkri konu sem amma var. Ömmu sem lifði eftir því lögmáli að sælla sé að gefa en þiggja, ömmu sem fram á það síðasta hugsaði fyrst og fremst um vel- ferð fjölskyldu sinnar, barna- mundur, f. 10. febrúar 1925, fv. hæstaréttardóm- ari. Hann kvæntist Fríðu Halldórs- dóttur, dóttur hjónanna Elísabet- ar Þorgrímsdóttur og Halldórs Guð- mundssonar skip- stjóra. Synir þeirra eru Jón, f. 19. maí 1954, kvæntur Kristínu Björk Gunnarsdóttur og eru börn þeirra Þóra Elísabet, Guðmundur Ingvi og Gunnar Kristinn; Halldór, f. 6. júlí 1955, kvæntur Valrós Sigurbjörns- dóttur og eru börn þeirra Eg- ill, Edda og Fríða; Arni, f. 11. ágúst 1963, kvæntur Guðrúnu Hannesardóttur og eiga þau dótturina Eyrúnu Fríðu, og Ein- ar Rúnar, f. 7. ágúst 1967. Útför Eyrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. barna, langömmubarna og vina. Við sonarsynirnir nutum góðs af umhyggju ömmu og áttum margar góðar stundir á Lindar- götunni þar sem við höfðum heilt íþróttahús til afnota og ömmu sem beið okkar uppi á lofti með óþrjót- andi malt, súkkulaðikex og ekki síst ýmis þau heilræði sem vel hafa dugað á lífsleiðinni. Það var ekki amalegt að fá að kynnast þeim heimi sem Lindar- gatan var á þessum árum og stutt var í uppsprettu ýmissa freistinga. Gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas var í næsta húsi og sælgætisgerð- in Freyja aðeins innar í götunni. Af framleiðslu þessara verksmiðja átti amma ætíð nóg. En handan götunnar beið svo menningin, sjálft Þjóðleikhúsið. Amma kynnti mér leiklistina. Fór með okkur bræður á leiksýningar um leið og við höfðum aldur til. Fyrst á barnasýningar en svo á fullorðins- sýningarnar. Ekkert jafnaðist á við sjálfa Lindargötu 7, iðandi af mannlífi frá morgni til kvölds. Starfsfólk hússins hafði nóg að starfa en þrátt fyrir það alltaf tilbúið að hafa okkur strákana í kringum sig. Öllu þessu stjórnaði afi af miklum krafti. Þáttur ömmu í starfseminni var ekki síður mikil- vægur. Gestrisni hennar var al- kunn. Hún hafði árum saman fastagesti sem þótti ómissandi að fá sér hressingu eftir æfingar hjá afa eða gufubað. Var þá mikið spjallað og púlsinn tekinn á þjóð- lífinu. Heimili afa og ömmu var sann- kallað menningarheimili. Bæði voru þau unnendur íþrótta, lista, tónlistar og bókmennta en einkum var það myndlistin sem átti hug þeirra. Alþekk er vinátta þeirra við Jóhannes S. Kjarval sem bjó og starfaði í húsi þeirra um árabil. Amma var ekki mikið fyrir að flíka sínum tilfinningum. Tók því sem að höndum bar af yfirvegun og ró. Hennar gæfa, sem og ann- arra af hennar kynslóð, var að hafa báða fætur á jörðinni. Eftir að afi dó hélt lífið áfram eins og áður og þrátt fyruir veik- indi hin síðustu ár svndi þessi aldna kona fádæma styrk og lífskraft. Og nú er síðasti fulltrúi alda- mótakynslóðarinnar í þessari fjöl- skyldu allur. Langafar og langömmur horfin. Allt þetta fólk skilur eftir stórt skarð í huga þeirra sem voru svo heppnir að kynnast því. Þess er sárt saknað. Við, af- komendurnir, eigum þeim mikið að þakka. Blessuð sé minning Ey- rúnar Guðmundsdóttur. Jón Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.