Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 39 Slj örnukisi og stjörnutík Músíktilraunir Nú standa í Tónabæ Músíktilraunir, hlj ómsveitakeppni bílskúrssveita. Árni Matthíasson segir að þegar hafi fimm hljómsveitir unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum og í kvöld bætist að minnsta kosti tvær við. Cookie Crumbs COOKIE Crumbs er tríó úr Kópavoginum skipað Óskari Ericsyni söngvara, Dylan Kincla basaleikara og Albert Snæ Guðmundssyni gitarleikara. Meðal- aldur þeirra félaga er rétt rúm sextán ár, en þeir leika létt rokk sem þó er erfitt að skilgreina. MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir rúmri viku, í gær var annað tilraunakvöldið af fjórum og í kvöld verður það þriðja þegar sjö hljómsveitir bítast um tvö sæti í úrslitum. Tón- list sveitanna er ólíkrar gerðar eins og svo oft áður, en í kvöld takast meðal annars á stjörnukisi og stjörnutík og fram kemur hljómsveit sem skipuð er stúlkum að mestu. Áheyrendur velja sigursveitir hvers kvölds, en ef sér- stakri dómnefnd líst sem svo á hún möguleika að hleypa hijómsveit áfram sem ekki hefur hlotið náð fyrir eyrum áheyrenda. Úrslitakvöldið gilda atkvæði dómnefndar síðan 70% á móti atkvæðum áheyrenda. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, 2. verðlaun 25 tímar í Gijótnámunni og 3. verð- laun 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athyglisverðasta hljóm- sveitin að mati dómnefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum, sem gefur sigursveit hvers kvölds einnig tíu tíma. Til viðbótar við þetta fær besti gítarleikari tilraun- anná að mati dómnefndar gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngvarinn Shure hljóðnema frá Tónabúðinni á Akur- eyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni í Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur og besti trommuleikarinn úttekt frá Sam- spili. Önnur verðlaun gefa Hard Rock café, Pizzahúsið, Paul Bernburg, Rín og Japís. Fjömargir aðrirleggjatilraun- unum lið og má nefna að Flugleiðir veita afslátt af fargjöld- um. Hljómsveitin geðþekka Funkstrasse leikur sem gesta- sveit í kvöld, þ.e. áður en tilraunirnar hefjast og á meðan atkvæði eru talin. Stjörnukisi ► ÚR REYKJAVÍK kemur hljómsveitin Stjörnukisi skipuð sjóuðum tónlistarmönnum. Þeir heita Viggó Jónsson hljómborðsleikari, Bogi Reynisson bassa- leikari, Gunnar Oskarsson gítarleikari, Úlfur Karls- son söngvari, Sölvi Blöndal trommuleikari og Rich- ard plötusnúður. Meðalaldur þeirra félaga er tæpt 21 ár og þeir segjast leika gaddavírspopp. Star Biteh ► STAR Bitch, eða stjörnutík, heitir hljómsveit úr Reykjavík sem leikur milliþungt rokk. Hana skipa Brynjar Óðinsson gítarleikari, Egill Rúnar Einars- son bassaleikari, Georg Erlingsson söngvari og Ein- ar Valur Siguijónsson trommuleikari og er meðal- aldur þeirra slétt nítján ár. Baun ► BAUN ER hljómsveit af Suðurlandi sem skipuð er Jóni Óskari Erlendssyni bassaleikara, Ágústi Erni Grétarssyni söngvara, Olav Veigari Davíðssyni trommuleikara og Ottó Frey Jóhannssyni gítarleik- ara. Meðalaldur sveitarmanna er rúm nítján ár. ; ■ -IÁ 11 .. ' „Költhljómsveitin“ Klamydia ► „KÖLTHLJÓMSVEITIN" Klamydia er úr Reykjavík og skipuð Braga Valdimar Skúlasyni gítarleikara og söngvara, Örlygi Benediktssyni hljómborðsleikara og söngvara, Þráni Árna Bald- vinssyni gítarleikara og aðstoðarmönnum. Þeir eru allri tvítugir og segjast leika framsækið rokk með ævintýrablæ. Naut ► NAUT eru úr Reykjavík. Hljómsveitina skipa Baldur S. Bjarnason gítarleikari og söngvari, Rób- ert Örn Hjálmtýsson bassaleikari og söngvari, Snorri Sigmarsson gítarleikari og Alfreð Rafn Gígja trommuleikari. Meðalaldur Nauta er rúm nítján ár, en sveitin leikur gamlan sýrublús. Gutl ► REYKJAVÍKUSVEITIN Gutl er skipuð stúlkum að mestu; Ylfa Ösp Áskelsdóttir leikur á bassa, Kristín Halla Bergsdóttir á fiðlu, Katrín Aikins á trommur og syngur að auki, Bjarki Sigurðsson leik- ur á gítar og Magnús H. Magnússon á hljómborð. Þau eru öll á sextánda árinu og segjast spila allt. Fermingargjafir Afmælisgjafir Brúðkaupsgjafir 4 verslanir undir sama þaki KATEL ir.ynjii, innrönirun 1 f. S68 Q9€9\ s. SS3 1SSO\ Gallerí ' Ii.seas7sd s. SS3 2886 1________1 Allianz Söluumboð ehf. Umboðsaðili fyrir Allianz AG. á íslandi Langholtsvegur 115, 104 Reykjavík, sími 588 3060, fax 588 3068. 4 5SSTS ARGUS S ÖRKIN / S|AAL$I11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.