Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 39 Slj örnukisi og stjörnutík Músíktilraunir Nú standa í Tónabæ Músíktilraunir, hlj ómsveitakeppni bílskúrssveita. Árni Matthíasson segir að þegar hafi fimm hljómsveitir unnið sér rétt til þátttöku í úrslitum og í kvöld bætist að minnsta kosti tvær við. Cookie Crumbs COOKIE Crumbs er tríó úr Kópavoginum skipað Óskari Ericsyni söngvara, Dylan Kincla basaleikara og Albert Snæ Guðmundssyni gitarleikara. Meðal- aldur þeirra félaga er rétt rúm sextán ár, en þeir leika létt rokk sem þó er erfitt að skilgreina. MÚSÍKTILRAUNIR hófust fyrir rúmri viku, í gær var annað tilraunakvöldið af fjórum og í kvöld verður það þriðja þegar sjö hljómsveitir bítast um tvö sæti í úrslitum. Tón- list sveitanna er ólíkrar gerðar eins og svo oft áður, en í kvöld takast meðal annars á stjörnukisi og stjörnutík og fram kemur hljómsveit sem skipuð er stúlkum að mestu. Áheyrendur velja sigursveitir hvers kvölds, en ef sér- stakri dómnefnd líst sem svo á hún möguleika að hleypa hijómsveit áfram sem ekki hefur hlotið náð fyrir eyrum áheyrenda. Úrslitakvöldið gilda atkvæði dómnefndar síðan 70% á móti atkvæðum áheyrenda. Sigurlaun Músíktilrauna eru 25 hljóðverstímar í Stúdíó Sýrlandi, 2. verðlaun 25 tímar í Gijótnámunni og 3. verð- laun 20 tímar í Stúdíó Hljóðhamri. Athyglisverðasta hljóm- sveitin að mati dómnefndar fær svo 20 hljóðverstíma í Stúdíó Hellinum, sem gefur sigursveit hvers kvölds einnig tíu tíma. Til viðbótar við þetta fær besti gítarleikari tilraun- anná að mati dómnefndar gítar frá Hljóðfærabúð Steina, besti söngvarinn Shure hljóðnema frá Tónabúðinni á Akur- eyri, besti bassaleikarinn úttekt frá Skífunni í Hljóðfæra- húsi Reykjavíkur og besti trommuleikarinn úttekt frá Sam- spili. Önnur verðlaun gefa Hard Rock café, Pizzahúsið, Paul Bernburg, Rín og Japís. Fjömargir aðrirleggjatilraun- unum lið og má nefna að Flugleiðir veita afslátt af fargjöld- um. Hljómsveitin geðþekka Funkstrasse leikur sem gesta- sveit í kvöld, þ.e. áður en tilraunirnar hefjast og á meðan atkvæði eru talin. Stjörnukisi ► ÚR REYKJAVÍK kemur hljómsveitin Stjörnukisi skipuð sjóuðum tónlistarmönnum. Þeir heita Viggó Jónsson hljómborðsleikari, Bogi Reynisson bassa- leikari, Gunnar Oskarsson gítarleikari, Úlfur Karls- son söngvari, Sölvi Blöndal trommuleikari og Rich- ard plötusnúður. Meðalaldur þeirra félaga er tæpt 21 ár og þeir segjast leika gaddavírspopp. Star Biteh ► STAR Bitch, eða stjörnutík, heitir hljómsveit úr Reykjavík sem leikur milliþungt rokk. Hana skipa Brynjar Óðinsson gítarleikari, Egill Rúnar Einars- son bassaleikari, Georg Erlingsson söngvari og Ein- ar Valur Siguijónsson trommuleikari og er meðal- aldur þeirra slétt nítján ár. Baun ► BAUN ER hljómsveit af Suðurlandi sem skipuð er Jóni Óskari Erlendssyni bassaleikara, Ágústi Erni Grétarssyni söngvara, Olav Veigari Davíðssyni trommuleikara og Ottó Frey Jóhannssyni gítarleik- ara. Meðalaldur sveitarmanna er rúm nítján ár. ; ■ -IÁ 11 .. ' „Költhljómsveitin“ Klamydia ► „KÖLTHLJÓMSVEITIN" Klamydia er úr Reykjavík og skipuð Braga Valdimar Skúlasyni gítarleikara og söngvara, Örlygi Benediktssyni hljómborðsleikara og söngvara, Þráni Árna Bald- vinssyni gítarleikara og aðstoðarmönnum. Þeir eru allri tvítugir og segjast leika framsækið rokk með ævintýrablæ. Naut ► NAUT eru úr Reykjavík. Hljómsveitina skipa Baldur S. Bjarnason gítarleikari og söngvari, Rób- ert Örn Hjálmtýsson bassaleikari og söngvari, Snorri Sigmarsson gítarleikari og Alfreð Rafn Gígja trommuleikari. Meðalaldur Nauta er rúm nítján ár, en sveitin leikur gamlan sýrublús. Gutl ► REYKJAVÍKUSVEITIN Gutl er skipuð stúlkum að mestu; Ylfa Ösp Áskelsdóttir leikur á bassa, Kristín Halla Bergsdóttir á fiðlu, Katrín Aikins á trommur og syngur að auki, Bjarki Sigurðsson leik- ur á gítar og Magnús H. Magnússon á hljómborð. Þau eru öll á sextánda árinu og segjast spila allt. Fermingargjafir Afmælisgjafir Brúðkaupsgjafir 4 verslanir undir sama þaki KATEL ir.ynjii, innrönirun 1 f. S68 Q9€9\ s. SS3 1SSO\ Gallerí ' Ii.seas7sd s. SS3 2886 1________1 Allianz Söluumboð ehf. Umboðsaðili fyrir Allianz AG. á íslandi Langholtsvegur 115, 104 Reykjavík, sími 588 3060, fax 588 3068. 4 5SSTS ARGUS S ÖRKIN / S|AAL$I11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.